Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST 1976
Stjórn Eyverja F.U.S. f Vestmannaeyjum 1975—1976, talið frá
vinstri, fremri röð: Bjarni Sighvatsson varaformaður og Magnús
Þór Jónasson formaður, aftari röð: Guðjón Hjörleifsson gjaldkeri
og Gunnar Þorsteinsson ritari. Ámyndina vantar Sigurð Þóri Jóns-
son form. stjórnmálanefndar.
Af Ey verjum
Eyverjar F.U.S. var stofnað í
Vestmannaeyjum 20. des. 1929.
Áður höfðu nokkrir ungir
menn í Eyjum komið sarnan og
hreyft hugmvndinni um stofn-
un félagsins, en það var þó ekki
fyrr en 20. des. 1929 að félagið
var formlega stofnað.
I fyrstu var þetta fyrst og
fremst málundafélag, en brátt
tók félagið að vía út starfsemi
sfna. Ilaldnar voru skemmtan-
ir, opnir kappræðufundir, stað-
ið fyrir félagsmálanámskeið-
um, námskeiðum í ræðu-
mennsku og fundarsköpum,
sett á svið leikrit o.fl. o. fI., sem
yrði of langt mál að telja hér
upp.
Einnig tóku Eyverjar virkan
þátt f stefnumörkun Sjálf-
stæðisflokksins í Vestmanna-
eyjum, höfðu fulltrúa í Full-
trúaráði Sjálfstæðisfélaganna,
fulltrúa í bæjarstjórnarliði
flokksins í E.vjum, tóku að sér
eða sátu í ritstjórn fokkksmál-
gagnsins, Fylkis, eða aðstoðuðu
við útgáfu hlaðsins á einn eða
annan hátt. Ekki er þó hægt f
stuttri kynningu að skrifa um
allt, sem félagið hefur tekizt á
hendur. Hér verður þvf aðeins
drepið á nokkur mál.
Eins og áður er getið, hefur
félagið jafnan átt einn af aðal-
fulltrúunum í bæjarstjórn
Vestmannaeyja og er svo enn.
Hafa þessir menn jafnan sfðan
verið helztu forsvarsmenn
flokksins i Eyjum. Nægir þar
að nefna nöfn eins og Gísla
Gíslason stórkaupm., Björn
Guðmundsson útvegsbónda,
Þórarinn Þorsteinsson kaup-
mann, Jóhann Friðfinnsson
kaupmann, Sigfús J. Johnsen
kennara, Guðmund Karlsson
framkv.stj. Sigurgeir Sigur-
jónsson kaupm. og Sigurð Jóns-
son kehnara, sem er bæjarfull-
trúi okkar nú. Sumir þessara
manna eru enn í framvarðar-
sveit flokksins hér.
Þá er annað sem hefur verið
snar þáttur í sögu félagsins, en
það eru ýmsar skemmtanir og
listsýningar, sem félagið hefur
staðið fyrir. Nægir þar að nefna
Þréttándagleði Eyverja, sem
haldin hefur veríð á Þrett-
ándanum í mörg undanfarin ár,
bæði grímudansleikir fyrir
börn og svo almennir dansleik-
ír. Þá-hafa Eyverjar haldið Vor-
hátíð sina á hvítasunnudag í sl.
30 ár, eða allt frá árinu 1946.
Hefur þetta venjulegast verið
vönduð kvöldskemmtan með
söng, leiksýningum, eftirherm-
um o.fl. 'og almennur dansleik-
ur á eftir. Er þessi skemmtun
félagsins árviss og mjög vinsæl
tilbreyting hér í Eyjum.
Mikil gróska hefur ávallt ver-
ið í félaginu og hefur það mikið
látið að sér' kveða hér i bæ,
enda stærsta og öflugasta ung-
pólitíska félagið hér. Hefur
félagið staðið fyrir mörgum
mjög fjölsóttum fundum bæði
um bæjarmálin og landsmálin.
Hafa þá oft verið fengnir fram-
ámenn fiokksins i Reykjavfk
hingað og nú síðast, er félagið
stóð fyrir ráðstefnu um sjávar-
útvegsmál. Stóð sú ráðstefna í
tvo daga. Á þessa ráðstefnu
kom m.a. Matthías Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra.
Þá hefur félagið oftar en einu
sinni ráðizt í kaup á fasteign
fyrir starfsemina. Fyrst var
ráðizt í af miklum stórhug að
kaupa húseign sem stendur að-
eins fyrir utan bæinn. Húseign-
ina átti áður bæjarsjóður Vest-
mannaeyja, og var það þá notað
sem barnaheimili. Eyverjar
breyttu og lagfærðu húsið og
komu því í fullkomið stand og
var þarna höfð ýmiss konar
félagsstarfsemi, — einnig var
húsið leigt út. Því miður var
enginn rekstrargrundvöllur
fyrir þessu húsi og þvi selt eftir
nokkur ár.
Nokkrum árum síðar var enn
ráðizt í að kaupa gamalt íbúðar-
hús niður i miðbæ og átti að
innrétta það og lagfæra fyrir
félagið. En þegar til kom reynd-
ist þetta svo dýr framkvæmd að
hætt var við hana og húsið selt
aftur.
En svo var það árið 1973, að
félagið leigði stóran sal í Sam-
komuhúsi Vestmannaeyja. Var
salurinn leigður þannig, að Ey-
verjar innréttuðu hann og inn-
réttingin siðan látin ganga uppi
leiguna. Þetta var dýrt fyrir-
tæki kostaði á aðra milljón
króna, en er nú svo til fullbúið.
Hefur félagið, og reyndar
flokkurinn í Eyjum, þarna
mjög góða aðstöðu, bæði sem
skrifstofu og fundarsal. Er
félagið því mjög vel sett nú í
þessum efnum.
I félaginu nú eru á milli 300
og 400 manns á aldrinum
15—35 ára. Nákvæm tala liggur
enn ekki fyrir, þar eð spjald-
skráin er ekki enn komin í full-
komið lag eftir gosið á Heimaey
1973. En stjórn félagsins er
þannig skípuð nú: Formaður
Magnús Jónasson stöðvarstj.,
varaformaður Bjarni Sighvats-
son kaupm., ritari Gunnar Þor-
steinsson flugafgr.maður,
gjaldkeri Guðjón Hjörleifsson
gjaldkeri og form.stjórnmála-
nefndar Sigurður Þ. Jónsson
verkamaður.
Friðrik Sophusson, formaður Minningarsjóðsins og formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna
afhenti gjöfina f.h. gefenda, en Geir Hallgrlmsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, veitti henni viðtöku I nafni Sjálfstæðisflokksins. Viðstaddir athöfnina voru ættingjar og vinir
Ármanns heitins auk nokkurra forystumanna flokksins.
Armannsstofa tekin í notkun
Hinn 22. júní s.l var Ár-
mannsstofa formlega tekin í
notkun í nýja Sjálfstæðishús-
inu við Bolholt. Ármanns-
stofa er bókasafns- og rann-
sóknarherbergi, en innrétt-
ingar og búnaður þess eru
gjafir, sem eru gefnar af
Minningarsjóði um Ármann
Sveinsson, Sambandi ungra
Sjálfstæðismanna og vinum
Ármanns, en hann var einn
af forystumönnum ungra
Sjálfstæðismanna og fram-
kvæmdastjóri SUS um skeið
Með tilkomu Ármanns-
stofu skapast aðstaða fyrir
Sjálfstæðisfólk til að vinna að
hugðarefnum sínum með
hjálp bóka- og blaðakosts
flokksins. Innréttingu stof-
unnar teiknaði Erna Ragnars-
dóttir arkitekt, en Björn
Traustason húsgagnasmiða-
meistari sá um smíðina.
„Getum margt lært
af skoðanabræðrum
okkar í Evrópu”
Rætt við
Jón Orm
Halldórsson
Fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna, Jón Ormur Hall-
dórsson, hefur að undanförnu
verið við nám í Bretlandi. Hann
hefur tekið virkan þátt I starfi
samlaka íhaldsstúdenta og ým-
issa baráttusamtaka fyrir ein-
ingu Evrópu. Jón var í vetur
varaformaður íhaldsmanna við
Essex háskóla og gjaldkeri
samhands íhaldsstúdenta f
austur-héruðum Kretlands.
Hann á einnig sæti í stjórn
Evrópusamtaka ungra lýðræð-
issinna.
Umhorfssfðan hitti Jón að
máli fyrir skemmstu og innti
hann eftir ýmsu tengdu þessum
afskiptum hans af stjórnmál-
um þar ytra.
Hver finnst þér helzti munur-
inn á starfsemi og eðli samtaka
ungra ihaldsmanna þar ytra og
ungpólitískra hreyfinga hér
heima?
Fyrir það fyrsta er starfsem-
in að sjálfsögðu mun umfangs-
meiri af augljósum ástæðum,
en munurinn á starfsháttum
verður þó ekki allur skýrður
með stærðarmun samtakanna.
Samtök ungra ihaldsmanna í
Bretlandi eru tviskipt, stú-
dentasamtök og almenn sam-
tök, og eru stúdentasamtökin
þó undarlegt megi virðast ekki
mikið minní en almennu sam-
tökin. Bæði samtökin eru á
landsgrundvelli rammapólitisk
og taka sjálfstæða afstöðu í
ýmsum málum, og er flokkur-
inn stundum feimnislaust gagn-
rýndur. Á landsþingi flokksins
mynda ungir menn blokkir og
þó þær riðlist oft verður flokks-
forustan að taka tillit til þeirra.
Jón Ormur Halldórsson.
Félögin út um land starfa
sum sem klúbbar en önnur ein-
göngu á hugmyndafræðilegum
grunni. Landssamtökin halda
uppi almennri upplýsingastarf-
semi fyrir félögin og halda ráð-
stefnur út um land en stjórnir
þeirra eru pólitískt stefnu-
markandi. Mikilvægust eru þó
áhrif ungra manna í flokknum i
gegnum þingflokkijin. Margir
þingmenn ráða unga menn sem
aðstoðarmenn sína og fá þeir
þannig ekki ainungis ómetan-
lega reynslu heldur hafa þeir
margir veruleg áhrif á viðkom-
andi þingmenn og koma við-
horfum ungra manna þannig
greiðlega á framfæri. Þessir að-
stoðarmenn eru á fullum laun-
um en það hefur undrað mig að
engum íslenzkum þingmanni
virðist hafa dottið í hug að
virkja unga og áhugasama
menn til ýmiss konar athugana
og rannsókna. Eg er sannfærð-
ur um að margir ungir sjálf-
stæðismenn sem hafa áhuga og
þekkingu á ýmsum pólitískum
málum mundu aðstoða þing-
menn flokksins kauplaust við
athugun ýmissa mála.
Annar athyglisverður munur
finnst mér, að ungir menn í
Ihaldsflokknum þar ytra hafa
gert meira af þvi en ungir sjálf-
stæðismenn hér heima að taka
fyrir ákveðin mál og bókstaf-
lega þrengja þeim upp í gegn-
um flokkskerfið. Ungir sjálf-
stæðismenn hafa gert þetta
nokkrum sinnum á undanförn-
um árum en bæði hafa þeir að
minu viti verið of feimnir við
að lenda i andstöðu við forustu
flokksins og svo hitt aó tengsi
við þingflokkinn hefur skort.
Nú hefur þitt aðaláhugamál
verið aukning á samstarfi
Evrópurikja og samstarfi lýð-
ræðisflokka i Evrópu. Með hlið-
sjón af, að ísland mun tæpast i
náinni framtið taka þátt í við-
tækri Evrópusamvinnu, hvert
telur þú vera gildi samvinnu
t.d. ungra sjálfstæðismanna við
svipaðar hreyfingar i Evrópu?
,,Eitt af því sem greinir unga
sjálfstæðismenn frá svipuðum
hreyfingum i V-Evrópu er, að
þeir hafa lítinn eða engan hug á
sameiningu Evrópu og eru þar
stundum nánast einir á báti.
Þetta er svo af mjög skiljanleg-
um ástæðum, en um leið má
benda á, að ungir sjálfstæðis-
menn hafa átt samleið með öðr-
um ungum lýðræðissinnum í
Evrópu í fjölda mála, s.s. varn-
armálum, hvað varðar einka-
framtak í atvinnurekstri og t.d.
málum eins og valddreifingu,
sem ungir sjálfstæðismenn
hafa rætt meira og gert betri
skil en flestir aórir.
Við verðum að gera okkur
ljóst að, hvort sem okkur líkar
betur eða verr erum við ekki
einangraðir frá umheiminum
og stjórnmálaviðburðir í
Evrópu snerta okkur mjög; Við
getum bæði lært af samstarfi
við aóra og miðlað skoðana-
bræðrum okkar erlendis af
þekkingu okkar. Ef við teljum
að við getum ekki starfað meó
lýðræðissinnum í Evrópu vegna
þess að þeir muni hafa of mikil
áhrif á okkur, þá eigum við
ekkert erindi í pólitík.