Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST 1976 23 Larsen endur- lidinti fonishina Aðeins ein umferð eftir Bienne, Sviss, 5. ágúst. Reuter. DANSKI skákmeistarinn Bent Larsen endurheimti í Fjöldi tillagna um minnisvarða Oddgeirs MILLI 15 og 20 tillögur hafa bor izt til Rotaryklúbbs Vestmanna- eyja vegna hugmyndasamkeppni um minnisvarða um Oddgeir heit- inn Kristjánsson tónskáld í Eyj- um. Aformað er að halda sýningu í Eyjum þar sem httgmyndirnar verða kynntar, en ákveðið er að leita til fólks í Eyjum um fram- kvæmd málsins. # dag forustuna á milli- svæðamótinu í Bienne þeg- ar aðeins ein umferð er eftir. Vann Larsen biðskák sína við Jan Smejkal frá Tékkóslóvakíu, og er nú hálfu stigi hærri en Mikhail Tal frá Sovétríkj- unum, sem hafði hálfs stigs forustu áður en Larsen lauk biðskákinni. Staða efstu manna er nú þessi: 1. Bent Larsen 12 vinninga. 2. Mikhail Tal 11V4 vinning. 3. —6. Lajos Portisch, Tigran Petrosian, Vasilij Smyslov og Robert Hubner 11 vinninga. Skemmtikvöld að Hótel Sögu EFNT verður til skemmtikvölds að Hótel Sögu I kvöld þar sem fram koma margir af þekktustu skemmtikröftum landsins. Meðal þeirra má nefna háðfuglana Halla, Ladda og Gfsla Rúnar, töframanninn Baldur Brjánsson og hljómsveitina Galdrakarla. Meðfylgjandi mynd var tekin af skemmtikröftunum á æfingu f gær. (Ljósm. Friðþjófur) Tónlistarskóli Rangárvalla- sýslu tekur til starfa í haust Hellu, 5. ágúst. NYLEGA hefur verið stofnaður Tónlistarskóli Rangárvalla- sýslu með aðild allra hreppa sýslunnar. Einn fulltrúi frá hverjum hreppi myndar full- trúaráð skólans og kýs það þriggja manna skólanefnd. For- maður hennar er Sigurður Har- aldsson, Kirkjubæ. Sigríður Sigurðardóttir frá Steinmóða- bæ hefur verið ráðin skólastjóri skólans. Kennsla mun hefjast í byrjun október og er stefnt að því að kenna eins víða f sýsl- unni og tök verða á, en það mun aðallega fara eftir því, hvernig gengur að fá kennara að skólan- um. Aformað er að kenna á píanó, gítar, orgel, blokkflautu og e.t.v. fleiri hljóðfæri, auk bóklegra greina. — Jón. Sýningin Brúðkaup og brúðarskart SÝNING á brúðarskarti og öðr- um hlutum, sem tengdir eru ástum og hjónabandi, var opn- uð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í gær. Tildrög þessarar sýningar eru þau, að sumarið 1975 var haldin sýning í Antwerpen, á vegum Evrópuráðs, undir nafn- inu Love and Marriage. tsiand átti deild í þessari sýningu og var ákveðið að setja svipaða sýningu upp hérlendis til að gefa nokkra hugmynd um brúð- arskart, klæðnað og aðra hluti. sem tengdir voru brúðkaupum á tslandi áður fyrr. Sýningargripir munu elztir vera frá 16. öld, en erfitt hefur reynzt að tímasetja marga þeirra. Munirnir eru flestir úr Þjóðminjasafninu, en Stofnun Arna Magnússonar lánaði handrit af Jónsbók frá 16. öld og einnig lánaði Landsbókasafn tslands tvær brúðkaupssiða- bækur frá 17. og 18. öld. Þá eru á sýningunni stórar litstækkan- ir af handritamyndum og bún- ingum. Þessar litstækkanir voru unnar i Antwerpen og fylgdu heim sýningargripunum sem gjöf að sýningunni lokinni. Það voru þau Selma Jónsdótt- ir, forstöðumaður Listasafns ís- lands, Arni Björnsson og Elsa E. Guðjónsson, safnverðir við Þjóðminjasafnið, sem sáu um undirbúning og val sýningar- gripa, en uppsetningu sýning- arinnar annaðist Jóhannes Jó- hannesson listmálari. Sýningin verður opin fram í september á venjulegum sýn- ingartíma Þjóðminjasafns Is- lands, þ.e. frá 13.30—16.00, alla ■•daga vikunnar. Hluti sýningargripanna. Þarna má m.a. sjá söðul, aldrifinn með gömlu lagi, útskorinn rúmstokk, glitsaumaðan rekkjurefil og glitofið söðuláklæði. Islandsmethafinn 1350 m stökki, Loka Þórdísar Albertsson. Nýmæli í verðlaunaveitingum á Hellu HESTAMANNAFÉLAGIÐ Geys- ir í Rangárvallasýslu heldur sitt árlega hestamannamót á Rangár- bökkum við Hellu á sunnudaginn 8. ágúst n.k. Að sögn Magnúsar Finnbogasonar, formanns félags- ins, eru á milli 90 og 100 hross skráð til keppni og eru það bæði heimahestar og utanfélagsmanna, sem taka þátt. Keppt verður í 250 m fola- hlaupi, 350 m, 800 m og 1500 m stökki, skeiði og 1500 m brokki. Þá verður alhliða ^áeðingakeppni og gæðingakeppni barna og ungl- inga. Margir landsfrægir hestar taka þátt, t.d. Geysir Harðar Albertssonar og Loka Þórdísar Albertssonar, en Loka setti nýtt Islandsmet í 350 m stökki á Vind- heimamelum um síðustu helgi. t 1500 m stökkinu eru 7 hestar skráðir, þ.á.m. Ljúfur og Gráni. Ýmislegt verður til gamans gert á mótinu, t.d. fer fram keppni í boðreið, þar sem knapar verða bæði að ríða og ganga. Verðlaunaveitingar á kappreið- um hafa verið mikið til umræðu nú um nokkurt skeið og hafa sum hestamannafélög horfið alveg frá að verðlauna sigurvegara með peningum, t.d. Fákur í Reykjavík. En Magnús Finnbogason sagði að félagsmenn Geysis teldu að pen- ingaverðlaun gerðu bæði að tryggja þátttöku betri hesta og að auka spennuna á mótunum. A mótinu á sunnudaginn tekur Geysir upp það nýmæli að nota 30% af aðgangseyrinum í verð- laun og mun sú upphæð skiptast misjafnlega eftir greinum, þannig verður t.d. 16% varið til verð- launa í 1500 m stökki. Magnús kvaðst vonast til að þessi ný- breytni myndi mælast vel fyrir. Mótið er eins og áður sagði á sunnudaginn kemur og hefst kl. 2 e.h. Fjölbreytt Þjóðhátíðar- blað 1 Eyjum ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór í Vest- mannaeyjum hefur gefið út veg- legt þjóðhátíðarblað, 40 siður að stærð, en i blaðinu er efni tengt þjóðhátíð fyrr og síðar. Fjölmarg- ar greinar eru í blaðinu: Um þjóð- hátíð Vestmannaeyja, Um íþrótta- völlinn inni í Botni, Viðtal við Sigga i Húsunum, viðtal við Boga í Sandprýði, grein um „dægilega þjóðhátið á danskri gruncL", viðtal við Ása í Bæ, viðtal við trillu- bændurna Hjalla á Vegamótum og Óla Gránz, grein um Þjóðhátið- ina 1973, hugvekja um sérkenni Eyjanna, kveðjulag til Þjóðhátið- ar eftir Arna Sigfússon, spjall við höfund Þjóðhátíðarlagsins 1976, Sigurð Óskarsson, en ljóðið gerði Framhald á bls. 22 <f MJSLNIR ^ÞjQÐHÁTl'Ð^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.