Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 Halldór Snorrason aö láta gera afyfir rekkju sína, því að konungur þóttist þuá þurfa hlýrrar sængur. Og ER Halldór kom þessi oró- sending, þá er sagt, aö hann skyti við í fyrstu þessu orði: ,,Eldist árgalinn nú. “En hann sendi honum þó belgi, sem hann beiddi. En ekki for Halldór utan, síðan þeir Haraldur konungur skildu í Þrándheimi, sem nú var sagt. Bjó hann í Hjarðarholti til elli og var maður gamall. (Fjörulíu IslrndingaþaMlir, bls. III —125). íslendingurinn sögufróði Svo bar til á einu sumri, að íslenskur maður, ungur og frálegur, en þó félaus, kom til Haralds konungs harðráða og bað hann ásjár. Konungur spurði, ef hann kynni nokkur fræði. Hann lést kunna nokkrar sögur. Konungur mælti: „Ég mun taka við þér, og skalt þú vera með hirð minni í vetur og skemmta ávallt, er menn vilja, hver sem þig biður.“ Og svo gerði hann. Aflaði hann sér skjótt vin- sælda af hirðinni, og gáfu þeir honum klæöi, en konungur sjálfur gaf honum gott vopn í hönd sér. Leið nú svo fram til jóla. Þá ógladdist íslendingurinn. Kon- ungur fann það og spurði, hvað til bæri ógleði hans. Hann kvað koma til mislyndi sína. „Ekki mun svo vera,“ segir konung- ur, „og mun ég geta til. Það er ætlan mín, að nú muni þrotnar sögur þínar, því aó þú hefur jafnan skemmt hverjum sem beðið hefur í vetur, og löngum bæði nætur og daga. Nú mun þér illt þykja, að þrjóti sögurnar að jólunum, er. þú mund- ir eigi vilja segja hinar sömu.“ „Rétt er svo sem þú getur,“ segir hann, „sú ein er sagan eftir, er ég þori eigi hér að segja, því að það er útfararsaga yðar.“ Konung- ur mælti: „Sú er sagan, sem mér er mest forvitni á að heyra. Skaltu nú ekki skemmta framar til jólanna, er menn eru í starfi miklu, en jóladag hinn fyrsta skaltu upp hefja þessa sögu og segja af spöl nokkurn. Þá eru drykkjur miklar, og má þá sitja skömmum við að hlýða skemmtuninni. Mun ég svo stilla til með þér, að jafndrjúg verði sagan og jólin, og ekki munt þú á mér finna, meðan þú segir söguna, hvort mér þykir vel eöa COSPER Hvað gáfum við þessari hænu að borða í gær? KAFP/NU \\ 3« Enginn nema þú hefði klambr- að saman stól í stað björgunar- fleka. Vinur! Hver á að fara fyrstur í yngingarvélina þína? Ég held að báturinn hafi strandað. Manni sem hafði mikla timburmenn, var ráðlagt að baða höfuð sitt upp úr brenni- víni. Nokkrum dögum seinna var hann spurður, hvernig gangið hafði. Hann svaraði: „Eg hefi reynt mörgum sinn- um, en aldrei komið glasinu lengra en að munninum." Erla: Maðurinn minn hljópst á brott með annarri konu. Eg get alls ekki haft stjórn á mér. Sigga: Reyndu það alls ekki. Þér Ifður miklu betur eftir ær-* legan hlátur. Ein ástæðan til þess, hve mik- ið er til af lélegum kvæðum er, hve mikið er til af lélegum skáldum. Læknirinn minn sagði mér f gær, að ég skyldi hætta að leika golf.“ „Hefir hann einnig leikið við þig?“ Það er sagt að eitt sinn er John Westley var að predika, hafi hann tekið eftir, að margir áheyrenda voru sofnaðir. Hann hætti þá skyndilegar ræðunni og hrópaði: „Eldur! Eldur!“ Svefnpurkurnar vöknuðu við hrópin og kölluðu einum munni: „Hvar, herra, hvar?“ „I helvfti," svaraði Westley, „í helvíti fyrir þá, sem sofa, þegar þeir eiga að hlusta á guðs orð.“ 44 lækni sem bjó í einu úthverf- 'anna. Hann fullvissaði iækninn með mörgum orðum um að hann hæði forláts á að raska friði hans á sunnudegí en læknirinn tók honum vel og hauð honum inn. — Má bjóða þér sjúss eða kaffi? Eða kannski hvort tveggja. — Kaffi þakka þér fyrir. Eg ætla að fara tii Vásterás í kvöld. Ég vænti þess að krufningu sé lokíð? Ahlgren svaraði ekki fyrr en hann hafði búíð til kaffi og sett tvær stórar krúsir á borðið. Þá sagði hann ásakandi röddu: — Veslings maðurinn hafði verið dáinn f nfu dægur. Hann var ekki f þvflfku ástandi að maður gæti beðið að ráði með aðgerðirn- ar — Og hvað? Spurning Christers var stutt- araleg og hann hefði kosið að svar Ahlgrens yrði f svipuðum dúr. En þrátt fyrir ofsafengið skaplyndi sitt var Ahlgren samvizkusatnur maður og nákvæmur og hann taldi sig meó réttu eiga að skýra málið f hvfvetna. Hann hallað sér aftur á bak f stólnum og bjóst til að flytja smáfyrirlestur um efnið. — Eins og þú getur fm.vndað þér var rotnun komin á hátt stfg. Dauðastirðnuninni var lokið og húðin sérstaklega fyrir neðan mitti hafði tekið á sig grænan blæ. Hvergi var að sjá nein merki um átök, Ahugi Christers var vakinn og hann hlýddi með athygli. En þeg- ar iæknirinn gerðist æ flóknari f útskýringum sfnum bandaði hann þó hendinni óþolinmóður. — Gætirðu hugsað þér að tala á skiljanlegu máli? — Það sem ég var />ð reyna að segja er að vegna ásftands Ifksins var miklum erfiðleikum bundið að taka magasýni, sagði Ahlgren og raktí sfóan f löngu máli ástand hjarta og lungna. — Og niðurstaðan af þessu öllu? — Ég er kominn að eftirfarandi niðurstöðu: Jón þjáðist af hjarta- stækkun eins og fram hefur kom- ið. Starfsemi lungna og lifrar var f hæsta máta óeðlileg. Eftir þvf sem mér sýnist gæti dauðinn hafa orsakast af þessum meðfædda hjartasjúkdómi. Christer leit á hann furðu lost- inn. — Með öðrum orðum ... — Já, sagði Ahlgren allt að þvf afsakandí. — Þvf miður er ég hræddur um ég verði að staðfesta að niðurstaða Gregors fsanders hafi verið rétt. Ef dæma á eftír þvf sem fram kom við krufningu verð ég að láta f Ijós stóran vafa um að um eitrun hafi verið að ræða. — Ja, hvað er að tarna tautaði Christer. — Hann dó sem sagt ósköp eðiilegum dauðdaga eftir allt saman ... — Við skulum nú sjá tii, sagði læknirinn hughreystandi. — Niðurstöður úr efnarann- sókninni liggja ekki fyrir. Ég sendi blóð- og þvagsýni í rann- sóknarstofuna og hver veit nema þeim takist að grafa eitthvað upp. En Christer lagði af stað til Vasterás svo djúpt hugsi að hann var beinlfnis hættulegur f um- ferðinni. Oauði Jóns hafði verið upphaf þess að hann og lögreglan hófu afskipti sín. Löngu áður en Andreas Halimann var sendur inn f annan heim, höfðu þeir smitast af grunsemdum Malinar Skog og hugmyndum hennar. Malin hafði einhvern veginn fengið þá til að trúa að eitthvað illt lægi að baki dauða hans. Malin hafði heyrt hann kvarta yfir að ávaxtasalatið væri of bragðsterkt. Malin hafði sjálf orð- ið fyrir tveimur árásum, vegna þess að einhver hafði verfð hræddur við hana og grunsemdir þær sem hún bar f brjósti. En það hafði aldrei verið neinn að gruna! Jón hafði dáið vegna hjartasjúk- dóms sfns sem hafði hrjáð hann frá unga aldri. Allt benti til þeir hefðu séð drauga um hábjartan dag. Og samt fannst honum þetta nú ekki koma heim og saman. Viku sfðar HAFÐI Andreas Hailmann verið myrtur og það var engitin vafi á þvf. Og Malin hafði verið hrint niður stigann og engu mátti muna að hún væri ekki drepin í sfðara skiptið. Eða var það kannski ekki alls kostar rétt? Hafði hún ekkí...? 1 Það var orðið býsna framorðið þegar hann kom til Hall en hann lét það ekki aftra sér. Hann fór og las skýrslurnar eina ferðina enn, hríngdi nokkur símtöl og krafðist athugunar á ýmsu smálegu f sam- bandi við frásögn Malinar. Og á mánudeginum skaut honum svo aftur upp á Hall, þess albúinn að ráðast til atlögu við málið — en nú út frá býsna breyttum forsend- um. Enn var öflugur vörður um hús- ið, bæði fyrir utan múrana þar sem blaðamennirnir voru og inn- an dyra voru Petrus og einn starfsbræðra hans. Stemmníngin meðal fbúa hússins var ákaflega þrúgandi. Ceeilfa keðjureykti. Ylva og Kári þrösuðu og deildu i sfbylju, augu Bjargar voru þrútin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.