Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST 1976 Minning: Ragnhildur Þórarins dóttir frá Efrimýrum Fædd 21. október 1900. Dáin 27. júlf 1976. Mikils er endurminningin megnug. Á þeim stundum er dauðinn grípur inn í gang tilver- unnar hið næsta okkur og harmur- inn sest að í hugskotinu þá er sem bregði blæ yfir hið liðnaog endur- minningar flykkjast að. Þá er mik- ils um vert ef yfir þeim er slik birta að nái að lýsa upp það myrkur er seytlar inn í sálina Ég hygg líka að það sem mér er ríkast í huga í dag, þegar amma min er til moldar borin, sé ekki sorg heldur þakk- læti, þakklæti fyrir allar þær björtu minningar sem ég á um hana og eiga eftir að ylja mér um ókomin ár. Amma Ragnhildur Þórarins- dóttir, fæddist að Jórvík i Hjalta- staðaþinghá 21. október árið 1900. Hún var næstelst fimm barna þeirra Þórarins Jónssonar, bónda og sýslunefndarmanns, og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur, og hlaut sitt uppeldi í foreldrahús- um. Nítján ára tók hún þá ákvörð- un er mótaði ævi hennar í grund- vallaratriðum upp frá því. Hún helypti heimdraganum og fór til náms að Kvennaskólanum á Blönduósi, sem veitti ungum stúlkum hina bestu menntun á þeirra tíma visu. Þann vetur kynntist hún afa mínum, Bjarna Ó. Frímannssyni, sem nú stendur frammi fyrir þeirri nöturlegu staðreynd að hans dyggasta stoð og stytta um tæplega sex áratuga skeið er burt kvödd úr þessum heimi. — En þess er ég fullviss að skynsemi hans og æðruleysi hjálpa honum til að sigrast á sárasta treg- anum og sætta hann við orðinn hlut. — Eftir kvennaskólanámið vistaðist amma að föðurgarði afa, Hvammi í Langadal. Þau felldu hugi saman og gengu i hjónaband 8. desember árið 1921. Þeir sem til þekkjasegja að þar hafi farið sérlega glæsileg ung hjón. Tímabilið sem nú fór í hönd var saga landnemans, sú saga sem hef- ur endurtekið sig óaflátanlega um aldir, saga islenska bóndans. Þau festu kaup á litt ræktaðri og illa hýstri jörð en viðlendri og hefja þar búskap sinn. Hér stóðu rætur þeirra alla tið síðan, á Efrimýrum í Engihlíðarhreppi. Þeim ungu hjónunum kann i fyrstu að hafa þótt berangurslegt landslagið á jörðinni sinni í saman- burði við hinar skjólsælu jarðir á grundunum meðfram Blöndu, en með samstilltum stórhug og elju auðnaðist þeim að breyta mýrinni í gróin tún, reisa myndarleg hús og gera þarna öndvegisjörð, sem varð að nokkru leyti er fram liðu stund- ir miðdepill sinnar sveitar. Það stafaði meðfram af því að afi gerð- ist forvígismaður sveitarinnar i fé- lagslegum efnum og gegndi því hlutverki um áratuga skeið, en þó hefði það útaf fyrir sig aldrei gert heimilið að þeirri miðstöð sem það var ef ömmu hefði ekki notið við. Hún rak heimilið af mikilli rausn og myndarskap sem hefði ekki verið gerlegur nema vegna þess að hún var í rikum mæli gædd þeirri dyggð, sem húsmóður á stóru heimili er flestum dyggðum nauð- synlegri, en það er nýtni og ráð- deildarsemi. Stjórnunarhæfileikar hennar nutu sín vel bæði innan húss og utan og létt var að vinna undir hennar stjórn. Ég hygg að hvergi sé á afa hallað þótt ég segi að stjórn búsins hafi oft verið I hennar höndum og ákvarðana hennar hafi víða gætt utan húss. Það stafaði af þvi hve mikill tími fór oft og einatt í óeigingjarnt starf hans á félagslegum vettvangi, sem stundum jaðraði við að færi út fyrir þau mörk er heppileg gátu talist. Ekki má þó skilja þetta svo að henni hefi verið raun að þessu hlutverki, heldur var hún upp með sér af aukastörfum bónda sins og lét því ekki sinn hlut eftir líggja til þess að hann mætti sinna þeim sem best. Var honum og alltaf mikill styrkur í trausti þvi og virðingu sem hún bar til hans. Heimili þeirra að Efrímýrum var lengst af mannmargt. Þeim varð þó ekki nema einnar dóttur auðið, en að auki ólu þau upp að verulegu leyti fjögur börn og komu þeim til manns. Til viðbótar var svo fjöldi vinnufólks, þar til er þau komust á efri ár. Siðustu búskaparár þeirra uðru þeim einkar mótdræg. Þau fóru ekki varhluta af þeirri hlálegu staðreynd að öldin gerist æ frá- hverfari lifshugsjón þeirraogann- arra slfkra landnema Vélamenn- ingin og pappírsbáknið soga alla inn í sínar viðjar, fólkið flykkist úr sveitunum til þéttbýlisins og loks er svo komið að eftir standa gömul þreytt hjón sem reyna eftir mætti að vera hugsjón sinni trú, uns ö Sk viðleitni virðist einber tímaskekkja á öld klukkunnar og kapphlaupsins ógurlega Hér er þó við engan að sakast þvi allir eru börn síns tíma Stöðugt varð erfiðara að fá vinnufólk og heilsan tók að gefa sig hjá ömmu. Því var ekki um annað að gera en bregða búi og svo hlutaðist til að þau fluttu fyrir tveimur árum suður til Keflavíkur til að geta eytt ævikvöldinu í sam- vistum við dóttur sína og fjöl- skyldu hennar. Okkur ölium var það fagnaðarefni í sjálfu sér, en það eitt skyggði á að þar með var lífstré þeirra rifið upp með rótum og sett niður víðsfjarri átthögun- um. Sú varð raunin á að afa gekk betur að aðlagast hinum breyttu aðstæðum, en það var eins og smá dofnaði yfir henni þegar hún hafði minna umleikis, þótt þau væru búin að koma sér upp hlýlegu heimili í Keflavik. Þar hefur skert heilsa hennar eflaust valdið mestu þótt nærkomnir yðru þess lítt var- ir. Hún var fáorð um allt slikt og því fannst okkur brottför hennar vera með skyndilegum hætti. Að eðlilegum ástæðum man ég ömmu mina ekki fyrr en hún var orðin nokkuð við aldur. Hún er sögð hafa verið afar falleg sem ung stúlka og þess mátti vel sjá stað fram á hinsta dag. Hún var lítil vexti en hnellin og kvik i hreyf- ingum, handsmá og fótnett. Hún var ennibreið og sviphrein og yfir andliti hennar var alltaf mjög bjart. Vitnaði það vel um lund hennar sem var hlý og góðviljuð. Henni lá gott orð til fólks og var hún varkár i dómum og fullyrðing- um. Hún var glaðsinna og man ég vel að hún átti það til að bregða á leik og ærslast með okkur krökk- unum, enda hændi hún mjög að sér börn. En lag hennar á að laða málleysingjana að sér var þó enn meira Var þar sama hvaða dýr áttu í hlut. Hún fór ekki svo erinda sinna utan húss að henni fylgdi ekki hin sundurleitasta skrúðfylk- ing góðvina; þar fóru kálfurinn og heimaalningurinn, hundar og kett- ir og stundum jafnvel púddurnar hennar. Hjálpsemi var mjög áberandi þáttur í fari hennar, hún lét sinn hlut ekki eftir liggja hvar sem hún kom við. Hún starfaði mikið að félagsmálum kynsystra sinna, eins og þau voru i pottinn búin áður en rauðsokkar komu til. Hennar starf á þeim vettvangi fólst fyrst og fremst í vinnusemi og fram- kvæmdum en allt ekki i ræðuhöld- um. Til sliks var hún lítt hneigð þvi hún var engin hávaðakona heldur afar dul að eðlisfari og fá- orð um það er hana varðaði eina Mér verður oft hugsað til þess hve ómetanlega dýrmæt reynsla og minningasjóður þau verða mér þessi fimmtán sumur sem ég dvaldi hjá ömmu og afa í sveitinni. Ég sé skýrt fyrir mér mynd ömmu úti á bæjarhellunni vor eftir vor er hún tók fagnandi á móti dóttur- sýni sinum sem var að mæta til sumardvalarinnar, í fyrstu lágur í loftinu en síðan lengri með hverju vorinu, uns hann var orðinn það langur að hann fór að sækja reynslu sína á önnur mið. Enn man ég hráslagalegan haustmorgun fyrir ellefu árum. Kveðjustund. Amma og afi stóðu á hlaðinu. Ég sá tár blika á hvörmum og síðan var höndum veifað af hlaðinu meðan bíllinn brunaði niður afleggjar- ann. Einnig þessi ungi var floginn. En yngri dóttursonurinn tók við hlutverki bróður sins og gegndi því þau sumur sem þau áttu eftir að búa á Efrimýrum. Minningar mínar um ömmu eru bjartar. Þær sætta mig við það sem orðið er og leyfa mér að gera orð skáldsins að mínum er það segir: „Þegar tregans fingurgómar styðja þungt ástrenginn rauóa mun ég eiga þig að brosi.“ Blessuð sé minning hennar. Bjarni Fr. Karlsson. — Dauði Maos Framhald af bls. 21 ingarafla" sem „háttsettra emb- ættismanna" í flokknum, sem hafi sveigt inn á braut kapital- isma. Raunar gefur áframhald- andi barátta gegn þessum „hátt- settu embættismönnum", sem hafa enn ekki verið nafngreindir, nokkrar bendingar er gefa til kynna að Hua forsætisráðherra sé einn þeirra. I fyrsta lagi er þráfaldlega reynt að láta líta út fyrir að þessa embættismenn sé enn að finna á æðstu stöðum í flokknum. I öðru lagi virðast nokkrar ásakanirnar eiga sérstaklega við um Hua. Sið- asta blaðaherferðin beinist til dæmis gegn þeim sem vilja „leið- réttingar“-herferð, það er að segja hreinsum I flokknum. Svo vill til að Hua hvatti einmitt til slíkrar „leiðréttingar“ I ræðu, sem hann hélt í október síðast- liðnum, og hann tók skýrt fram að hann ætti í raun og veru við hreinsun róttækari afla. önnur blaðaherferð beinist gegn „háttsettum embættismönn- um“ er leggjast gegn notkun vopnaðra borgarasveita, sem eru einkaher róttækra, til öryggis- starfa. Svo vill til að Hua, sem var öryggismálaráðherra áður en hann varð forsætisráðherra og ræður ennþá lögum og lofum í ráðuneytinu, háði harða baráttu til að afstýra því að róttækir menn og borgarasveitirnar tækju við öryggisstörfunum, sem menn hans unnu. Völd Hua I öryggis- málaráðuneytinu gerðu honum kleift að verða forsætisráðherra. Verið getur að baráttan gegn Hua sé svar róttækra við tilraun- um hans til að skerða völd þeirra. Ef einhverjir andstæðingar rót- tækra hafa haft uppi áform um að hreinsa til í röðum þeirra — og hugsanlegt er að þeir njóti ekki lengur verndar Maos þar sem hann er orðinn elliær — þá hefðu róttækir gilda ástæðu til að for- dæma „háttsetta embættismenn", sem stæðu þar á bak við og segja að í þess stað ætti að hreinsa til í röðum þeirra. Ef komið er I veg fyrir að borgarasveitirnar, sem róttækir ráða, fái vopn — eins og greinilega er gert — hafa róttæk- ir lika ástæðu til að ráðast á „þá valdamenn sem þræða braut kapi- talisma". Báðir aðilar berjast fyr- ir því að tryggja sér sem bezta aðstöðu þegar Mao fellur frá og það sem býr á bak við deilur þeirra um borgarasveitir og hreinsanir er sú viðleitni að ná undir sig sem mestum völdum ef svo færi að í odda skærist. Málefnaágreiningurinn er áþreifanlegur, en hefur í svip horfið í skugga hreinnar valda- baráttu. Til þess að róttækir og hófsamir getir framfylgt þeirri stefnu, sem þeir aðhyllast, verða þéir fyrst að tryggja sér völdin eftir Mao. Skrif kínverskra blaða sýna að málefnaágreiningurinn er að mestu leyti sá sami og hann hefur verið um nokkurt skeið. Róttækir halda á lofti hugsjónum sæluríkis og jafnréttis, en hóf- samir halda því fram, og vitna í reynsluna frá menningarbylting- unni máli sínu til stuðnings, að þær mundi aðeins hafa í för með sér hreint stjórnleysi. Róttækir vilja fylgja einangrunarstefnu, en hófsamir vilja opna dyrnar að heiminum — eða i það minnsta glugga. En þriðji aðili valdabaráttunn- ar er herinn og hann hefur beztu aðstöðuna til að mynda bráða- birgðastjórn þegar Mao fellur frá, nema þvi aðeins að djúpstæður ágreiningur, sem rikir í röðum hans verði til þess að hann taki afstöðu í stjórnmálabaráttu, sem gæti leitt til borgarastyrjaldar. + Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför INGIBJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR. Skólavörðustfg 44. Þórdfs Guðmundsdóttir. f Bróðir okkar, MAGNÚS HÓLMBERGSSON frá ísafirði, sem andaðist 31 júlí, verður jarðsunginn laugardaginn 7. þ.m frá Fossvogskirkju kl. 10:30 Blóm afbeðin Georg Hólmbergsson, Franklín Hólmbergsson, Gísli Hólmbergsson + Móðir min og tengdamóðir, MARÍA SVEINSDÓTTIR. Þjórsárgótu 1, lézt i Borgarspitalanum 5 ágúst Steinunn Guðmundsdótir, Kristmundur Jónsson. + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð oq vinarhug viðandlát og útför GUNNLAUGS TRYGGVA BOGASONAR, Hrafnagilsstræti 26, Akureyri. Stefanía Brynjólfsdóttir böm, tengdabörn og barnabörn. + Ollum þeim mörgu, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför konunnar minnar og fósturmóður, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Kleppsmýrarvegi 3, sendum við alúðar þakkir. Guð blessi ykkur öll Sigurbjorn Sveinsson Guðlaug Sigurbjörnsdóttir. + Innilegt þakklæti færum við öllum. sem auðsýndu okkur amúð og vináttu við andlát og útför KRISTÍNAR INGIBJARGAR SIGUROARDÓTTUR. Sunnubraut 8. Keflavik. Agnar Júliusson, Svanhildur Kjær, Stefán Haraldsson, Lilja Berg, Roy Berg. Helga Babcock. Terry Babcock. Agnes Agnarsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson, Guðrún Ólöf Agnarsdóttir, Kolbrún Agnarsdóttir, barnabörn og systkini. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa okkar SVAVARS SIGURÐSSONAR. varðstjóra Sérstaklega viljum við þakka starfsmönnum Slökkvistöðvarinnar virð- ingu þá og heiður er þeir sýndu sinum látna starfsfélaga Ágúst Kolbeinsdóttir Aðalheiður Svavarsdóttir, Tryggvi Ólafsson Jóhanna Svavarsdóttir, Geir Svavarsson, Sigfús Svavarsson, Sólborg Sigurðardóttir, Kristin Svavarsdóttir, Ingimar Harðarson. og barnabom + Þökkum innilega samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföð- ur og afa, GUÐJÓNS JÓHANNSSONAR, skósmiðs. Innra-Sæbóli, Kópavogi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Landspitalans fyrir frábæra unionn- un og hjúkrun Bjami Guðjónsson, Ásta Þórarinsdóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir. Grimur Norðdahl, Ágústa Guðjónsdóttir, barnaborn og barnabarnabórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.