Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 13 anna, sem koma til með að taka við bænum innan skamms. Við ákváðum því að heimsækja barna- heimilið og hittum þar fyrst Guðrúnu Árnadóttur, sem verið hefur forstöðukona heimilisins frá upphafi. „Bærinn rekur þetta heimili," sagði hún, „en hins vegar á Síld- arverksmiðjan þetta húsnæði, sem við höfum verið í s.l. 2 ár. Bærinn hefur falazt eftir að fá húsið keypt, en ekki fengizt, og f leigusamningnum er kveðið á um að skila húsinu f sama horfi og það var. Þetta er gamalt íbúðar- hús og því gefur það auga leið að gera þarf ýmsar breytingar og lagfæringar, en skiljanlega eru bæjarráðsmenn tregir til slíks þegar húsnæðið er bara til leigu og enginn veit kannski til hve langs tíma. Mér finnst þessi af- staða Síldarverksmiðjunnar alveg óskiljanleg, því þetta hús hefur að mestu staðið autt og yfirgefið f mörg ár áður en barnaheimilið hóf starfsemi hér og ég get ekki séð að þeir hafi neitt með húsið að gera.„ — Er ekki óheppilegt að reka barnaheimili i húsnæði, sem byggt er sem ibúðarhús? „Ja, svarið er eiginlega bæði já og nei. Eins og ég sagði þarf nátt- úrlega að gera ýmsar breytingar til að bæta alla aðstöðu en hins vegar er þetta mjög heimilislegt og á margan hátt skemmtilegra. Aðalvandamál okkar hér er hins vegar lóðin. Hún er í alveg hræði- legu ástandi og mikið nauðsynja- mál að taka hana í gegn, sem stendur nú reyndar til. Barnaheimilið er hvort tveggja í senn, dagheimili og leikskóli og er opið frá átta á morgnana til sex. Aðsóknin fyrir hádegi er ekki mjög góð, sem ég reyndar skil ekki f, en eftir hádegi er hér allt fullskipað. Heimilið hér hefur ýmislegt fram yfir leikskóla i Reykjavík, en hins vegar eru ýmsir erfiðleik- ar sem fylgja þvf að vera úti á landi. Það er alltaf hætta á að við einangrumst hér úti á lands- byggðinni, en við megum ekki missa samband við umheiminn og til þess að reyna að bæta úr þessu ætla fóstrur hér á Norðurlandi að hittast reglulega og stuðia að sam- vinnu um ýmis verkefni. En þrátt fyrir ýmsa byrjunar- örðugleika virðist sem bjart sé framundan og allt standi þetta nú til bóta.“ Félagslífið 1 þessari stuttu ferð okkar til Siglufjarðar komumst við að því að félagsstarf er þar með allmikl- um blóma. íþróttaáhijgi er mikill og fþróttafélög starfandi. Aðal- starfið er hjá skfðafélaginu. Að- staða til skiðaiðkunar hefur ekki verið nógu góð, en stefnt er að því að koma upp tveimur fullkomn- um skiðalyftum í haust. Þá er byrjað að gera stökkpall inni i bænum og annar er í undirbún- ingi og á sá að vera í Hólshyrnu. Á staðnum er góð sundlaug og farið er að huga að byggingu nýs íþróttahúss. Knattspyrnuvöllur- inn er á mjög góðum stað, en ekki í nógu góðu ástandi og er mein- ingin að endurnýja hann. Auk íþróttafélaganna er starf- rækt nokkuð öflugt leikfélag. Það var endurvakið sumarið 1973, eft- ir nokkurt hlé, og hefur starfsemi þess sifellt aukizt og er mikill áhugi ríkjandi um það. Fleira mætti nefna, en það er efni í aðra grein. árós. „Snemma beygist krókurinn.“ Það vantar ekki framkvæmdagleðina f ungu Siglfirðingana. að og einnig hefur nokkuð mikið af fólki setzt að í Siglufirði á sfðari árum. Þar er barna- og gagnfræðaskóli, tónlistaskóli og iðnskóladeild. Einnig hefur verið starfrækt útibú frá Vélskólanum en vegna skorts á heimavistarað- stöðu bendir allt til að ekki verði hægt að starfrækja Vélskólann næsta vetur. Hins vegar stefna Siglfirðingar að því að koma sér upp heimavistaraðstöðu til að geta staðið undir fjölbeyttara skólastarfi. Hafin er bygging heilsugæzlu- stöðvar og undirbúningur að byggingu tveggja nýrra læknisbú- staða. 1 varanlegri gatnagerð er unnið eftir 10 ára áætlun. Af þessu sézt að f Siglufirði er mikil gróska og uppgangstfmar. Börnin Þegar staður er f slfkri upp- byggingu, sem virðist vera í Siglu- firði, fer ekki hjá því að manni verði hugsað til yngstu/.bæjarbú- Guðrún Árnadóttir forstöðukona barnaheimilisins ásamt tveimur ung- um Siglfirðingum. Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Ovænt úrslit í 3. umferð Hart var barizt í 3. umferð millisvæðamótsins f Biel, og komu úrslit f mörgum skákum á óvart. Einna óvæntustu úrslit- in voru sigur Smyslovs yfir Tal og Portisch yfir Geller. Smyslov hefur ekki gengið of vel með svörtu gegn Tal fram til þessa, en nú hristi hann af sér slenið. Hann beitti afbrigði af spönsk- um leik, sem hann hefur haft makið dálæti á að undanförnu og þótt Tal fengi rýmri stöðu f byrjun komst hann ekkert áfram. Lagleg skiptamunsfórn færði Smyslov öruggt frum- kvæði og eftir það átti Tal sér aldrei viðreisnar von. Hvítt: M. Tal Svart: V. Smyslov Spænskur leikur 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — g6, 4. c3 — d6, 5. d4 — Bd7, 6. dxe5 — dxe5 7. De2 — Bg7, 8. Be3 — Rge7, 9. Rbd2 — a6, 10. Bc4 — Dc8, 11. 0-0 — 0-0, 12. b4 — Rd8, 13. a4 — Re6, 14. Rg5 — Rc6, 15. Rxe6 — Bxe6, 16. Rb3 — Rd8, 17. Hadl — b6, 18. Bd5 — Bxd5, 19. Hxd5 — Re6, 20. Hfdl — De8, 21. a5 — Da4, 22. Dc2 — Rf4, 23. H5d2 — Dc6. 24. g3 — Rh3+, 25. Kg2 — f5, 26. axb6 — f4, 27. Bc5 — Í3+, 28. Kfl — cxb6, 29. Bxf8 — Hxf8, 30. Dd3 — Kh8, 31. Dd5 — Dxc3, 32. b5 — axb5, 33. Dxb5 — Dc8, 34. Dd7 — Dc4+, 35. Hd3 — Rg5, 36. Rd2 — Dc2 37. Kel — Rxe4, 38. Hal — Rc5 og hér lagði Taí niður vopnin. Stórmeistaranum Efim Gell- er hefur gengið illa fram til þessa f Biel. I 3. umferð átti hann í höggi við Portisch, sem hreinlega lék sér að honum. Geller var auðvitað ekki neyddur til þess að fórna skiptamun í 16. leik, en hvernig átti hann að fá mótspil með öðru móti? Hvftt: L. Portisch Svart: E. Geller Volga bragð l.d4 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. d5 — b5, 4. cxb5 — a6, 5. bxa6 — Bxa6, 6. g3 — d6, 7. Bg2 — g6 8. b3 — Bg7, 9. Bb2 — 0-0, 10. Rh3 — Rbd7, 11. 0-0 — Db8, 12. Bc3 — Hc8, 13. Hel — Ha7, 14. Rf4 — Hb7, 15. Ra3 — c4, 16. b4 — Hxb4, 17. Bxb4 — Dxb4 , 18. Rc2 — Dc5, 19. Hbl — g5, 20. Rb4 — Bb7, 21. Re6! — fxe6, 22. dxe6 — Bxg2, 23. exd7 — Rxd7, 24. Kxg2 — e6, 25. Rc2 — Hf8, 26. f3 — g4, 27. f4 — h5, 28. e3 — Dc6+, 29. Kgl — Bc3, 30. He2 — Rc5, 31. Rd4 — Bxd4, 32. Dxd4 — Re4, 33. Hb6 — Dd5, 34. Dxd5 — exd5, 35. Heb2 — c3, 36. Hc2 — Kf7, 37. Kfl — Ke6, 38. Ke2 — h4, 39. gxh4 — Hh8, 40. Kd3 — Hxh4, 41. Hb8 — Hh3, 42. He8+ — Kf5, 43. a4 og svartur gafst upp. Ungverski stórmeistarinn Csom fékk sinn fyrsta vinning í þessari umferð. Hann átti í Framhald á bls. 22 Citroén gerir hringveginn að hraðbraut! Þó er hann enn þá sami hringvegurinn og í fyrra. En við bendum á, að til er bíll, sem lætur ekki mikið á sig fá hvert ástand veganna er, eða hvaða vegi honum er ekið. CITROÉN^GS Vegna hinnar óviðjafnanlegu fjöðrunar, verður akstur- inn þægilegur, jafnvel á þvottabrettum. Auk þess er hæð undir lægsta punkt stillanleg frá 1 6—26 cm óháð hleðslu. Framhjóladrif gerir bilinn stöðugan á vegi. Fjörug vél og þægileg gírskipting henta vel íslenzkum fjallvegum. Öll þessi GS þægindi kosta minna en þér e.t.v. haldið Talið við sölumenn okkar strax. Við lofum yður góðum móttökum. G/obusc LÁGMÚLI5, SÍMI81555 CITROÉN*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.