Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 15 Gísli Jónsson bæjarfulltrúi á Akureyri: A að verja fé úr bæjarsjóði til einhliða pólitísks áróðurs? VEGNA misjafnlega nákvæmra blaðaskrifa um umsókn Alþýðu- leikhússins um styrk úr bæjar- sjóði Akureyrar og afgreiðslu hennar bið ég Morgunblaðið að birta eftirfarandi grein. PÓLITlSKT LEIKHUS. Alþýðubandalagsblaðið á Akur- eyri 22. ágúst 1975 hefst á þeirri fagnaðarfyrirsögn, að stofnað hafi verið Alþýðuleikhúsið, póli- tfskt ferðaleikhús án sviðs. Stofn- endur eru taldir 14 einstaklingar, „þar á meðal þrír leikarar, sem sögðu upp störfum hjá Leikfélagi Akureyrar í vor,“ enda segir einn af stofnendunum, að það sé I sjálfu sér alls ekkert launungar- mál, að innan L.A. hafi verið all- verulegur ágreiningur og hafi þrjú af stofnendum Alþýðuleik- hússins sagt upp hjá L.A. vegna gífurlegrar óánægju, sérstaklega að því er varðaði stjórnunarað- ferðir og vinnutilhögun. Annar af stofnendunum leggur mesta áherslu á, að Alþýðuleik- húsið sé pólitískt leikhús, og í næsta tölublaði Alþýðubandalags- blaðsins segir hinn þriðji af stofn- endunum, að róttækt leikhús (hann er að lýsa Alþýðuleikhús- inu) þurfi að verða „gildur aðili að baráttunni fyrir sósíalisma á Islandi." I viðtali við enn einn af stofn- endunum í Stéttabaráttunni (10. tbl. 1975) segir, að Alþýðuleik- húsinu sé ekki ætlað að vera flokksapparat fyrir Alþýðubanda- lagið. „Ég hygg jafnvel, að þessi hópur sé vinstra megin við AB,“ segir þar. Þess er þó að geta, að síðan Alþýðuleikhúsið var stofn- að, hafa a.m.k. sex af stofnendun- um komið fram sem opinberir trúnaðarmenn Alþýðubandalags- ins. Sé félagsskapurinn samt sem áður vinstra megin við Alþýðu- bandalagið, fer varla milli mála, hvers konar sósíalismi þá á að vera „gildur aðali“ til að berjast fyrir. Ljóst ætti að vera af framan- greindu, að Alþýðuleikhúsinu hefur í upphafi verið sett það markmið, að reka einhliða póli- tískan áróður fyrir afnámi núver- andi þjóðskipulags á Islandi. __________FJARMAL._____________ Þegar einn af stofnendum Al- þýðuleikhússins er spurður í AB- blaðinu hvernig „reiknað sé með að fjármagna" Alþýðuleikhúsið , þá svarar hann því, að umfram andvirði aðgöngumiða búist menn við að fá styrk með frjálsum fram- lögum einstaklinga, sem leggja vilji málefninu lið, og annar við- mælandi blaðsins býst við því, að verkalýðsfélög, pólitisk félög og jafnvel flokkar muni styðja fyrir- tækið. I Stéttabaráttunni svarar þriðji stofnandinn, Böðvar Guðmunds- son, svo: „Við munum þó leita eftir stuðningi rfkis og sveitar- félaga svo'na formsins vegna, en reiknum alls ekki með þvi að fá hann..Böðvar er vitanlega svo skynsamur, að hann gerir ekki ráð fyrir að opinberu fé sé varið til einhliða pólitisks áróðurs. Eigi að siður vildi meiri hluti bæjarráðs Akureyrar taka upp styrkveitingu til Alþýðuleikhúss- ins, þegar fjárhagsáætlun Akur- eyrar fyrir 1976 var I undirbún- ingi og áður en Alþýðuleikhúsið hafði nokkurt verk sýnt. Eftir mótmæli okkar bæjarráðsmanna Sjálfstæðisflokksins var sú tillaga þó dregin til baka. HUGMYNMN UM STY RKVEITINGU GENGUR AFTUR. Enda þótt tillaga meiri hlutans, Freys Ófeigssonar, Sigurðar Ó. Brynjólfssonar og Soffíu Guð- mundsdóttur, hefði verið lögð til hliðar við afgreiðslu fjárhags- áætlunar, tók þessi sami meiri hluti fljótlega að impra á þvi, hvort ekki væri hægt að veita Alþýðuleikhúsinu einhvern styrk utan fjárhagsáætlunar. Bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæltu þvi ætið á þeim fors- endum, að Alþýðuleikhúsið væri samkvæmt yfirlýsingum stofn- endanna fyrst og fremst stjórn- málasamtök til að reka einhæfan pólitískan áróður og til þess ætti ekki að verja fé úr sameiginleg- um sjóði bæjarbúa. Síðan gerist það 21. júní, að Böðvar Guðmundsson uppfyllir fyrrnefnt formsatriði og sækir fyrir hönd Alþýðuleikhússins um 500 þúsund króna styrk úr bæjar- sjóði Akureyrar til starfsemi félagsans. Bréfið var afgreitt á fundi bæjarráðs 1. júli s.l. Meiri hlutinn, Ingólfur Árnason, Jón Ingimarsson og Sigurður Ó. Brynjólfsson, lagði til, að Alþýðu- leikhúsinu skyldi veittur 200 þús- und króna styrkur. Þá lögðum við bæjarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins fram svofellda bókun, sem hripuð var í flýti og mætti vera betur stíluð: „Yfirlýst er af forsvarsmönnum Alþýðuleikhússins, að það sé póli- tiskt leikhús, sem eigi að vera gildur aðili ' baráttunni fyrir sósíalisma á tslandi. „Ég tel (á að vera hygg) jafnvel, að þessi hóp- ur sé vinstra megin við Alþýðu- bandalagið," segir einn af stofn- endum þess I blaðaviðtali. Það fer þvf ekki milli máls, að hér er ekki á férðinni venjulegt leikfélag, heldur stjórnmálasam- tök, sem eiga að reka einhæfan áróður, að vísu i leikformi. Fráleitt er að veita fé úr bæjar- sjóði ti einlíliða pólitisks áróðurs og það utan við fjárhagsáætlun. Ef bæjarstjórn samþykkir styrk- veitingu til Alþýðuleikhússins, þá hefur hún þarmeð markað þá stefnu, að öll stjórnmálasamtök i bænum eigi að fá úr bæjarsjóði styrk til útbreiðslu og áróðurs- starfsemi sinnar, en það teljum við fráleitt." Gísli Jónsson Jón G. Sólnes Þegar við höfðum gert þessa bókun, hnýtti meiri hluti bæjar- ráðs aftan i tillögu sína orðunum „vegna sýninga á leikritinu Krummagull." I umræðum I bæjarstjórn 20. júli lögðu talsmenn meiri hlutans, Sigurður Ó. Brynjólfsson, Ingóif- ur Arnason og Magnús Asmunds- son, mikla áherslu á þessa viðbót og vildu láta skilja tillögu sína svo, að með henni væri fyrst og fremst verið að verðlauna Böðvar Guðmundsson fyrir áðurnefnt leikrit. Undirritaður tók fram, að hann væri alls ekki að kasta rýrð á þetta tiltekna verk og því siður höfund þess, sem væri gott skáld, ánægjulegur samstarfsmaður og skemmtilegur félagi. En ef bæjar- stjórn ætlaði sér að veita lista- mannalaun, þá hlytu fleiri að koma til greina og væri ekki að því hrapandi án frekara undir- búnings. Auk þess væri kjarni málsins annar. Tillagan væri um styrk til Alþýðuleikhússins, en ekki Böðvars persónulega, og meðan yfirlýsingar forsvars- manna þess stæðu óhaggaðar, þá yrðu rökin i bókun okkar Jóns G. Sólness ekki hrakin. AFGREIÐSLA BÆJARSTJÓRNAR. Áður en kæmi til atkvæða- greiðslu um tillögu meiri hluta bæjarráðs, lagði Stefán Reykjalin til, að málinu yrði frestað. Leiðin- legt væri að afgreiða mál, sem svo miklum ágreaningi ylli, á síðasta fundi með fráfarandi bæjarstjóra, Bjarna Einarssyni. Þessi frestunartillaga Stefáns fékk aðeins famm atkvæði og náði því ekki tilskildum meiri hluta. Þá kom tillagan um 200 þúsund króna framlag úr bæjarsjóði Akureyrar til Alþýðuleikhússins til atkvæða. Ingólfur Árnason hafði óskað eftir nafnakalli. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu Ingólfur Árnason, Magnús Ásmundsson, Sigurður Ö. Brynjólfsson og Þorvaldur Jóns- son. Nei sögðu Erna Jakobsdóttir, Framhald á bls. 25 Hvers vegna eru PHILIPS litsjónvarpstækin mest seldu litsjónvarpstæki Evrópu? t/ tXÍTTnfgm ] 1 mi 1 1 i pnna i”i-i i »i-i r»i»i 1 »1 lillli||l|IIIIIUII| 1 IO illllllllll u PHILIPS Svar: Tæknileg fullkomnun ÞEIR SEM RANNSAKAÐ HAFA TÆKIN SEGJA M.A.: 1) í dag eru ekki fáartleg tæki með betri litmyndagæðum en „PHILIPS" (Danskt tæknitímarit, október 1975). 2) „Litgæðin eru best og í heildarniðurstöðu er PHILIPS einnig hæst" (Úr prófun norrænna neytendasamtaka á 1 2 gerðum litsjónvarps- tækja). AUK ÞESS FULLYRÐUM VIÐ: 1) Algjörlega ónæm fyrir spennubreytingum (þolir 165 — 260 volt án þess að myndin breytist). 2) Fullkomin varahlutaþjónusta og BEST menntuðu viðgerðarmenn hér á landi. 3) Bilanatíðni minni en ein á 3ja ára fresti. 4) Hentugasta uppbygging tækis (modules)- auðveldar viðhald. PHILIPS litsjónvarpstækin eru byggð fyrir fram- tíðina, því að við þau má tengja myndsegul- bandstæki, VCR (Fáanleg í dag) og myndplötu- spilara, VPL (kemur á markað 1977). Hvor- tveggja auðvitað PHILIPS uppfinningar. SKQÐIÐ PHILIPS LITSJÓNVARPSTÆKIN í VERSLUNUM OKKAR ( í Hafnarstræti 3 höfum við tæki tengt myndsegulbandstæki). PHILIPS MYNDGÆÐI EÐLILEGUSTU LITIRNIR PHILIPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI heimilistæki sf Hafnarstræti 3 — Sætúni8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.