Morgunblaðið - 19.08.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.08.1976, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 181. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kansasborg 18. ágúst. AP — Reuter. ATKVÆÐAGREIÐSLU um for- setaefni Repúblíkanaflokksins var ekki lokið er Mbl. fór f prent- un í nótt, en yfirgnæfandi Ifkur voru taldar á að Ford forseti sigr- aði við fyrstu atkvæðagreiðslu. Var forsetinn seint f gærkvöldi mjög sigurviss og hafði snúið sér að valinu á varaforsetaefni sínu. Gaf hann út yfirlýsingu, þar sem hann hét þvf að ráðgast við Ron- ald Reagan, fyrrum fylkisstjóra Kalifornfu og helzta keppinaut sinn, áður en hann tæki ákvörð- un, en Reagan hefur margoft lýst þvf yfir að hann muni undir eng- um kringumstæðum gefa kost á sér f það embætti. Sigur Fords var talinn viss, eft- ir að hann sigraði í atkvæða- greiðslu í fyrrakvöld, þar sem borin var fram tillaga frá stuðn- ingsmönnum Reagans um, að for- setinn yrði að tilkynna varafor- setaefni sitt fyrir atkvæðagreiðsl- una um sjálft forsetaefnið. Var tillagan felld með 1180 atkvæðum gegn 1069, en 10 sátu hjá. Töldu stjórnmálafréttaritarar að úrslit- in í nótt myndu verða svipuð þótt ekki treystu þeir sér til að útiloka að eitthvað óvænt gerðist. Danmörk: Richard Schweiker öldungar- deildarþingmaður og varaforseta- efni Reagans gekk í dag á fund Reagans og bauðst til að draga sig í hlé ef Reagjin teldi að það gæti hjálpað honum. Reagan hafnaði boðinu. Tommy Thomas yfirmað- ur kosningabaráttu Reagans í Flórída sagði við fréttamenn í kvöld, að ef Reagan hefði tekið þessu boði hefði hann átt sigur visan, en nú væri allt miklu erfið- Framhald á bls. 18 Jack Ford heldur f jakka föður sfns, er forsetinn tekur f hendur stuðningsmanna sinna f aðalstöðvum kosningabaráttunnar f Kansas- borg f fyrradag. Styður aðeins á- löguhækkanirnar Kaupmannahöfn 18. ágúst frá Lars Olsen SEINT í gærkvöldi náðist samkomulag milli dönsku stjðrnarinnar og thalds- flokksins um þá hlið efna- hagsmálafrumvarps stjórnarinnar, sem fjallar um hækkaðar álögur, en Paul Schlueter formaður íhaldsflokksins sagði, að samkomulag hefði ekki náðst um önnur atriði frumvarpsins, sem fela í sér takmörkun á launa- hækkunum við 6% og niðurskurð á opinberum gjöldum um 2 milljarða danskra króna á næsta ári og þrjá milljarða á árun- um 1978—79. Stjórnin hefur nú stuðn- ing 90 þingmanna við þennan þátt efnahags- Frá mótmælafundinum við Kristjánsborg í gær. frumvarps síns, og þarf j nákvæmlega 90. íhalds-' menn hafa 9 þingmenn Um 15000 verkamenn efndu i dag til mótmælafundar fyrir framan þinghúsið, Kristjánsborg, til að mótmæla fyrirhuguðum að- gerðum, sem gera ráð fyrir að launahækkanir á næsta ári verði takmarkaðar við 6% og að sölu- skattur á bifreiðum, bjór, áfengi, bensíni, tóbaki og sykri verði hækkaður stórlega til að tryggja ríkissjóði allt að 5 milljarða danskra króna tekjur. Þá gengu einnig þúsundir Dana af vinnu- Framhald á bls. 18 Bankaránið í París; Héldu lykt- ina og návað- ann úr veit- ingahúsi Paris 18. ágúst AP. GtFURLEGUR fjöldi lög- reglumanna f Parfs og vfðar leitar nú bankaræningjanna, sem um helgina rændu um 2 milljörðum fsl. króna úr Societé Générale-bankanum f Parfs um helgina, en tafið er að hér hafi verið að verki sömu mennirnir og rændu svipaðri upphæð úr útibúi sama banka f Nizza f sfðasta mánuði. Lögreglan hefur enn sem komið er ekki hugmynd um hverjir hér voru að verki, en það hefur vakið mikla gremju lögreglu og bankayfirvalda, að sérþjálfaðir öryggisverðir, sem ráðnir voru sérstaklega til að gæta bankans um helgina vegna frídags verzlunarmanna á mánudag, heyrðu tvisvar á laugardag einkennileg hljóð og fundu lykt úr geymsluhvelf- ingu bankans, en komust að þeirri niðurstöðu án þess að kanna málið nánar, að lyktin og hávaðinn kæmu úr kjallara Framhald á bls. 18 Filipseyjar: Á 5. þúsund lík fundin Manila 18. ágúst Reuter — AP. LJÓST er nú að á 5. þúsund manns að minnsta kosti hafa látið Iffið f mesta jarðskjálfta f sögu Filipseyja og þúsunda er saknað. Er óttazt að allt að 10—15 þúsund manns hafi lát- izt. Um 100 þúsund manns eru heimilislausir og nemur tjónið af völdum náttúruhamfaranna tugum milljóna dollara. Mest varð manntjónið af völdum flóðbylgju, sem skall á suður- strönd eyjanna f kjölfar jarð- skjálftans og sogaði hún heilu þorpin með öllum fbúum á haf út. Lítið manntjón varð hins vegar i Szechwanhéraði i Kína, þar sem öflugur jarðskjálfti varð um svipað leyti og á Filipseyjum, þar sem ibúar héraðsins um 3 milljónir að tölu höfðu verið varaðir við yfirvofandi skjálfta og sváfu allir utan dyra er hann reið yfir. Mældist sá skjálfti 7,2 á Richter. Ford sigurviss á flokksþinginu Reagan hafnaði boði Schweikers um að draga sig í hlé Samkomulag að hluta yið íhaldsflokkinn Tveir Bandaríkjamenn myrtir í Panmunjom Seoul og Washington 18. ágúst AP-Reuter. FORD Bandarfkjaforseti for- dæmdi f kvöld morðin á tveimur bandarfskum herforingjum á hlutlausa beltinu milli S- og N- Kóreu og sagði að um dýrsleg morð án minnsta tilefnis hefði verið að ræða. Hann sagði að stjórn N-Kóreu bæri algera ábyrgð á morðunum. Að sögn bandarfska utanrfkisráðuneytis- ins fóru herforingjarnir tveir inn á hlutlausa beltið til að fylgja starfsmönnum Sameinuðu þjóð- anna, sem áttu að fella nokkur tré á svæðinu. Gerðu þá um 30 n- kóreanskir hermenn skyndilega árás á Bandarfkjamennina og hjuggu þá til bana með öxum. Herstjórnin í N-k'óreu sagði að Bandaríkjamennirnir hefðu neit- að að hlýðnast skipunum n- kóreanskra hermanna um að hætta viðarhögginu og skyndilega ráðizt á N-Kóreumennina, sem snúizt hefðu til varnar. I tilkynn- ingu N-Kóreustjórnar var ekkert minnzt á mannfall, en fregnir frá Panmunjom i dag hermdu að þrir N-Kóreumenn hefðu einnig fallið. Yfirstjórn gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna boðaði I dag í tilkynn- ingu, sem gefin var út I Seoul, til fundar vopnahlésnefndarinnar i Panmunjom á morgun föstudag til þess að ræða atburðinn. Síð- ustu átök milli Bandarikjmanna og N-Kóreumanna áttu sér stað fyrir 14 mánuðum, er n- kóreanskir hermenn særðu illi- lega bandarískan ofursta i Panmunjom, er þeir réðust að honum að ósekju, að þvi að þá sagði i tilkynningu Bandaríkja- stjórnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.