Morgunblaðið - 19.08.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 19.08.1976, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976 ingu. Komið verður viða við, meðal annars i Höfðaborg, Bombay og Hong Kong, og skroppið verður i þriggja daga heimsókn til Kína. í risaskipi á borð við QE 2 er að sjálfsögðu um margs konar farþegarými að tæða, og segir i auglýsingunni að ódýrasta SVEITIR frá Scotland Yard í London létu til skarar skriða um síðustu helgi og handtóku 27 manns, sem þeir telja viðriðna alþjóða glæpastarfsemi. Meðal annars er talið að þessi glæpa- hringur hafi stundað sölu á gulli, sem hringurinn þóttist hafa undir höndum, en aldrei var til Átti þetta að vera fjár- sjóður, sem nazistar földu í Þýzkalandi og viðar í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Tals- menn Scotland Yard segja að hópur þessi hafi svikið út fé i Bretlandi, sem nemur milljón- um sterlingspunda. Telja þeir að þessi brezki glæpahringur hafi átt samvinnu við annan glæpahring í Vestur- Þýzkalandi, sem sveik út millj- ónir þýzkra marka með ,,sölu" á „nazistagulli", dýrum steinum og fölsuðum listaverkum. Upp komst um þann hring fyrir hálfu öðru ári. Rannsókn þessa máls hefur tekið langan tima, og hefur Scotland Yard haft samvinnu við yfirvöld víða erlendis. Margir þeirra handteknu höfðu um langt skeið verið undir stöð- ugu eftirliti lögreglunnar, og fulltrúar Scotland Yard jafnvel elt suma þeirra á ferðum milli landa. Við húsleit i sambandi við handtökurnar fann lögreglan mikið af fölsuðum vegabréfum, ferðatékkum, verðbréfum og alls konar skjölum. Voru þetta mjög nákvæmar eftirlíkingar, enda höfðu félagar i glæpa- hringnum notað sum vegabréf- anna. Starfsemi þýzka glæpa- hringsins er enn t rannsókn. Einn af foringjum hans var handtekinn i Paris fyrir hálfu öðru ári, en síðar framseldur til Þýzkalands og færður fyrir dóm í Múnchen. Gengur maður þessi undír nafninu Peter Bald- au, en er einnig þekktur sem „Svarti Pétur". Fjórtán menn aðrir hafa verið handteknir í sambandi við rannsókn í máli Baldaus ÍSLENZKAR ferðaskrifstofur auglýsa nú vetrarferðir til sólar- landa, og er þar aðallega átt við Kanaríeyjar. í blaðinu The New York Times er einnig mik- ið um auglýsingar um vetrar- ferðir, en fáar slá út auglýsing- una frá Cunard-félaginu brezka um hnattferð með risaskipinu „Queen Elizabeth 2". Ferðin á að hefjast 15. janú- ar 1977, og verður siglt frá New York austur á bóginn, suður fyrir Afríku, og komið til baka um Panamaskurðinn til New York eftir 81 dags sigl- ferðin kosti rétt tæpa sjö þús- und dollara á mann, eða krónur 1,3 milljónir, og er þá miðað við tvo í klefa Hæst fer far- gjaldið upp í 30 þúsund doll- ara, eða 5,55 milljónirá mann, og kostar þá ferðin fyrir hjón rúmar 1 1 milljónir. Sólarferð fyrir 5 % milljón (á mann) Erlingur Þorsteinsson yfirlæknir 65 ára í dag I dag er sextíu og fimm ára einn af þekktustu læknum höfuð- borgarínnar, Erlingur Þorsteins- stn, háls-, nef- og eyrnalæknir og yfirlæknir heyrnardeildar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavfkur. Það er þó ekki að sjá á útliti hans, því að aldurinn ber hann vel, grannur og spengilegur eins og ungur maður. Erlingur er af góðu bergi brot- inn. Hann er sonur Þorsteins Erl- ingssonar skálds og Guðrúnar Jónsdóttur Erlings. Þorstein þarf ekki að kynna, svo kunnur er hann öllum íslendingum, sem komnir eru til vits og ára. Hann andaðist 1914, en Erlingur var þá aðeins 3ja ára að aldri. Guðrún lifði mann sinn lengi og andaðist 1960 í Reykjavík. Ég kynntist Erlingi fyrst við inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík árið 1925. Hann dró strax að sér athygli mína, því að hann var óvenjulega vel af guði gerður, bæði andlega og líkam- lega. Reyndist hann strax góður námsmaður og svo laginn, að allt lék í höndum hans. Var hann meðal annars mjög drátthagur og orðhagur bæði í ræðu og riti. Við urðum svo bekkjarbræður í Menntaskólanum og vorum það öll menntaskóiaárin. Síðustu þrjá veturna þar lásum við saman og einmitt heima hjá honum í Þing- holtsstræti 33. Erlingur öðlaðist snemma fast- mótaða skapgerð og viljastyrk. Hann myndaði sér og fljótt ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hefur aldrei farið i launkofa með þær, við hvern sem í hlut á. Hann er mjög trygglynd- ur og orðheldinn eins og allir þekkja. sem honum hafa kynnzt. Erlingur var móður sinni mjög umhyggjusamur og góður sonur. sérstaklega þegar hún gerðist öldruð og lasburða. Guðrún var frjálslynd í bezta lagi, og gat hún vel sett sig inn í hugarfar okkar skólapiltanna, enda var heimili hennar oft æði gestkvæmt. Þar á meðal voru margir skólapiltar og fjöldi annarra menntamanna. Hún hafði búið manni sínum og börnum yndislegt heimili í eigin húsi og man ég það sérstaklega, að allt var á skrifstofunni eins og Þorsteinn hafði skilið við það, hver hlutur á sínum stað á skrif- borðinu hans og jafnvel stafurinn hans þar sem hann geymdi hann á meðan hann lifði. Allt var helgað minníngu hans. Guðrún stofnaði Sólskrikjusjóð- inn og afhenti hann Dýravernd- unarfélaginu í minningu Þor- steins. Tilgangur sjóðsins er að afla fóðurs handa smáfúglunum til að gefa þeim í vetrarhörkum. Eftir lát Guðrúnar hefur Erlingur veitt sjóðnum forstöðu og unnið ötullega að fjáröflun í sjóðinn m.a. með árlegri útgáfu jólakorta með vísum úr fuglaljóðum Þor- steins. Það sem sagt hefur verið hér að framan lýsir nokkuð í hvernig umhverfi Erlingur var uppalinn og hlýtur slíkt að hafa varanleg áhrif á þann, sem þess nýtur. Erlingur hefur líka sýnt það, að hann hefur tekið í arf marga beztu eðliskosti foreldra sinna, nema ef vera skyldi skáldskapar- gáfuna. Hann er þó eins og áður segir orðhagur vel í óbundnu máli, snjall ræðumaður og hrókur alls fagnaðar á góðra vina fund- um. Hefur hann og mjög góða og þroskaða kýmnigáfu. Erlingur er eins og allir vita, sem þekkja hann, höfðingi heim að sækja og hefur hann og hans ágæta kona unun af því að taka á móti gestum. Er þar ekkert til sparað að láta gestunum líða sem bezt og mun vandfundið það heimili, sem ánægjulegra er að koma á. En það eru fleiri en þeir sem innandyra eru, sem njóta gest- risni og góðsemi þeirra hjóna. Þau hafa takið upp merki for- eldra Erlings að hugsa um þá smæ^tu, snjótittlingana í vetrar- hörkum með því að strá fugla- fóðri, bæði við húsið heima og lækningastofuna. Lýsir þetta manninum vel og munu fleiri en snjótittlingarnir njóta góðs af þessum eiginleika Erlings. Hann reyndist eins og áður hef- ur komið fram ágætur námsmað- ur, hlaut góða fyrstu einkunn, bæði á gagnfræðaprófi og stúdentsprófi, sem hann tók 1931. Hann lagði stund á læknisfræði og lauk embættisprófi frá Háskóla Islands, einnig með góðri fyrstu einkunn árið 1937. Sigldi hann síðan til Danmerkur til frek- ara náms. Gerðist hann sérfræð- ingur í háls-, nef- og eyrnalækn- ingum. Hann starfaði á mörgum sjúkrahúsum að sérgrein sinni I Danmörku undir handleiðslu góðra og reyndra yfirlækna. Síðari heimsstyrjaldarárin urðu nártistímabil hans í Danmörku, en Þjóðverjar hernámu hana eins og kunnugt er. Skapaði það ýms óþægindi fyrir námsmenn eins og aðra. Erlingur kom heim með e/s Esju í júni 1945. Hann öðlaðist almennt lækningaleyfi 1938, en viðurkenningu sem sérfræðingur 1945. Erlingur hefur fylgzt mjög vel með nýjungum 1 sérgrein sinni eins og síðar verður vikið að og sótt mörg læknaþing erlendis. Þá hefur hann ritað ýmsar greinar í Læknablaðið og erlend læknarit, svo og flutt fyrirlestra um lækn- ingar 1 sérgrein sinni. Árið 1960 fór Erlingur til Bandaríkjanna til að kynna sér nýtízku aðgerðir til að bæta heyrn manna. Siðan hef- ur hann framkvæmt slíkar aðgerðir hér heima á fjölda sjúkl- inga og þótt takast vel. Hann er þvl brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Til þess að fylgjast með framförum við þessar að- gerðir hefur hann farið nokkrum sinnum utan síðast liðin 15 ár. Árið 1962 vann Erlingur að því að koma á fót heyrnardeíld við Heilsuverndarstöð Reykjavikur með tækjum, sem Zontaklúbbur Reykjavíkur gaf. Hefur hann ver- ið læknir deildarinnar síðan og var fyrir röskum þrem árum skip- aður yfirlæknir heyrnardeildar- innar, sem sinnir ört vaxandi verkefnum og er búin nýtlzku tækjum. Erlingur hefur I fristundum sinum fengizt talsvert við kvik- myndatöku. Á hann mjög fagurt og veltekið kvikmyndasafn af náttúrufegurð Islands frá ferða- lögum sinum um landið og lax- veiðum, en Erlingur er ágætur laxveiðimaður. Hann stundar sundíþróttina talsvert og höfum við mjög oft fylgzt að í sundlaugar borgarinnar. Erlingur hefur átt frumkvæðið að árlegum skemmti- fundum okkar bekkjarbræðranna úr Menntaskólanum og tekið þar jafnframt kvikmyndir. Er þetta kvikmyndasafn okkur bekkjar- bræðrunum því dýrmætara sem árin líða. Erlingur er kvæntur Þórdísi Toddu hjúkrunarkonu Guðmundsdóttur Þorvaldssonar, bónda að Bildsfelli í Grafningi. Þau eiga tvö mannvænleg börn, Þorstein f. 1962, og Guðrúnu Kristínu f. 1966. Þórdís hefur búið manni sínum og börnum einkar smekklegt heimili. Móðir Þórdísar, Kristín Jósefsdóttir, dvelst á heimili þeirra hjóna og eru börnin mjög hænd að henni. F.vrri kona Erlings var Hulda Davíðsson, dóttir Ólafs Davíðs- sonar, fyrrv. kaupmanns í Hafnarfirði. Dóttir þeirra Huldu og Erlings er Ásthildur Erna f. 1938. Hún er stúdent, með kennaraprófi í dönsku frá Háskóla Islands (BA-prófi). Stundaði hún framhaldsnám og lauk prófi frá Kennaraháskóla í Kaupmannahöfn. Hún starfar nú sem lektor við Kennaraháskóla Islands. Maður hennar er Jónas verkfræðingitr Elíasson, prófessor við Háskóla Islands.' Þau eiga tvö börn, Helgu Guðrúnu og Erling Elias. Erlingur var kjörinn forseti þings norrænna háls-, nef- og eyrnalækna, sem haldið var í júní 1975 í fyrsta sinn á íslandi og var hið nítjánda i röðinni. Áður höfðu þau verið haldin annarsstaðar á Norðurlöndum til skiftis. Ég hefi frétt að hinn mikli undirbúningur undir þingið hafi þótt stjórn- endum þess til sóma og að forseti þgss hafi leist störf sín vel og röggsamlega af hendi, enda hafi þátttakendur farið vel ánægðir héðan. Hinn 1. janúar síðastliðinn sæmdi forseti Islands Erling

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.