Morgunblaðið - 19.08.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976
13
Myndin var tekin þegar klukkan Stóri-Tómas tók formlega við hlutverki hinnar frægu Lundúnaklukku
Big Ben, sem varð að taka niður vegna viðgerða. Ekki var talið fært að nota hljóðritanir af slætti Big Ben,
þar sem það hefði getað eyðilagt raunveruleikaskyn hlustenda að þvf er sérfróðir segja. Var þvf ákveðið
að flytja Stóra-Tómas, eða Great Tom, frá St. Pauls kirkjugarði.
Frá Pompeii
Eftir nærri níu aldir í öskunni
BORGIN Pompeii við rætur eld-
fjallsins Vesuvíusar fór I eyði í
gosinu mikla árið 79 e K., og I
tæp sjö hundruð ár var lítt
hugað að rústunum. Skipu-
lagður uppgröftur hófst árið
1 763, og enn er verið að leita
þarna að minjum gamalla
daga.
Ekkert hraun rann yfir
Pompeii, aðeins glóandi aska,
sem lagðist eins og þykkt teppi
yfir borgina og alla sem í henni
voru.
Á meðfylgjandi mynd sést
afsteypa af jarðneskum leifum
manns, sem fundust nýlega í
öskulögunum. Sérfræðingar
segja að unnt sé með fullri
vissu að bera kennsl á
manninn, og hafi þetta verið
Marcus Obellius Firmus,
auðugur dómari i Pompeii, og
frambjóðandi við kosningar,
sem aldrei gátu farið fram
r
Irar hafa fengið
nóg af IRA
VINSÆLDIR írska lýðveldis-
hersins, IRA, hafa sjaldan verið
minni á Norður-írlandi en ein-
mitt nú, og daglega berast yfir-
völdum bréf, símskeyti og upp-
hringingar, sem skipta
hundruðum með áskorunum
um að frelsa ibúa landsins und-
an aðgerðum IRA. Flestir skora
á yfirvöldin að beita hernum áf
hörku til að binda enda á starf-
semi IRA, og gagnrýna stjórn-
völd fyrir drátt á þvi að láta til
skarar skriða
Ekki eru það eingöngu mót-
mælendur, sem kvarta, heldur
hafa heil borgarhverfi
kaþólskra skorizt í leikinn. Þar
hafa íbúarnir bundizt samtök-
um og safnað undirskriftum
undir áskoranir til yfirvaldanna.
I flestum áskorununum er bent
á nauðsyn þess að stöðva IRA
áður en fleiri börn verða myrt i
átökunum, og á þörfina á að
binda enda á sprengjuárásir og
eyðileggingu mannvirkja áður
en enn meira atvinnuleysi
verður i landinu vegna rekstrar-
stöðvana. Fiefur kaþólska
kirkjan í London tekið undir
þessi mótmæli, og líkir hún
félögum IRA við glæpaflokk Al
Capones
Meðfylgjandi mynd sýnir ummerkin eftir sprengjuárás IRA t
Blefast í fyrri viku, en skömmu áður höfðu þrjú ung börn verið
drepin t átökum IRA og hermanna.
Húsfriðunarsjóður
stofnaður á Akureyri?
riddarakrossi hinnar íslenzku
fálkaorðu fyrir vel unnin læknis-
störf.
t skírnarsálmi Erlings er faðir
hans orti til hans, segir:
„Við ætt jörð sé hugur og heiti þitt fest.
Og hamingja er til þess að vinna,
hún geymir það meðal þess gulls, sem er
bezt,
glæstustu nafnanna sinna.
Því heimkynnis lotning með hjörtunum slær,
en heimsfrægð er köld, hversu vftt sem hún
nær."
Erlingur er góður tslendingur,
sem ann landi sínu og þjóð. Hann
hefur ferðazt mikið um landið sitt
og kann vel við sig í tæru fjalla-
lofti við góða laxveiðiá. Erlingur
kiknar ekki undan þessari lög-
eggjan föður síns. í skírnar-
sálminum segir ennfremur:
„Þó þætti okkur vænst, að þú ættir þann auð.
sem ekki er með fémunum talinn:
Þá blessun, sem hlýzt fyrir hjálpsemi f nauð
við hræddan og fóttroðinn valinn.
Þótt greiðinn sé Iftill þá getur hann nægt,
og gleður oft meir en það verk sem er frægt."
Hjálpsemi í nauð hefur Er-
lingur svo sannarlega veitt, bæði í
læknisstarfi og í samskiptum
sínum við hina smáu. Sem náinn
vinur hans og nábúi um árabil
hefi ég haft góða aðstöðu til að
sannreyna þetta. Síðustu ljóð-
línur skírnarsálmsins hljóða svo:
„Hann faðir þinn leiðir þig Ifklega skammt,
■ en lánist sá arfur þá stendurðu samt."
Við félagar og skólabræður
Erlings vitum að þessi arfur
hefur lánast og því stendur hann
þar sem hann er. Við vonumst til
þess að hann eigi langa lífdaga
framundan við góða heilsu, landi
sínu og þjóð til gagns og sóma, við
hlið góðrar og glæsilegrar konu
og efnilegra barna. Jafnframt
óska ég og fjölskylda mín af-
mælisbarninu og fjölskyldu hans
innilega til hamingju á þessum
timamótum. Við þökkum forsjón-
inni fyrir að hafa haft tækifæri til
að kynnast og njóta vináttu
þessarar ágætu fjölskyldu, því
þar sem góðir menn fara eru
guðsvegir.
Þormóður Ögmundsson.
Akureyri 17. ágúst
Á FUNDI bæjarstjórnar Akur-
eyrar i dag var til umræðu tillaga
um húsfriðunarsjóð, en flutnings-
maður hennar er Gfsli Jónsson.
Tillaga er svohljóðandi:
„Bæjarstjórn samþykkir að
stofna Húsfriðunarsjóð, hlutverk
er að veita fé til varðveizlu
gamalla húsa í bænum, þeirra
sem hennar eru verð að mati Hús-
friðunarnefndar og bæjar-
stjórnar. Gert er ráð fyrir að
tekjur sjóðsins verði framlag
rikissjóðs annars vegar, hins
vegar framlag bæjarins, t.d.
ákveðinn hundraðshluti bygg-
ingaleyfisgjalda eftir ákvörðun
bæjarstjórnar hverju sinni.
Bæjarstjórn kýs sjóðnum stjórn
og setur honum reglugerð er ráð-
herra staðfestir. Sjóðurinn tekur
til starfa þegar hann er þess
menugur að mati sjóðsstjórnar.“
Tillögunni fylgir svohljóðandi
greinargerð: „Ekki leikur á tveim
tungum að á Akureyri eru mörg
hús þess virði að þau séu
varðveitt i sem upprunalegastri
mynd. Og margt hefur þegar
glatazt af eldi og vangeymslu.
Bæjarhlutar eins og Gamla Akur-
eyri og Fjaran eru gott dæmi um
heil hverfi sem ættu að geymast
án þess að heildarsvipur þeirra
raskaðist. Með þessu er þó alls
ekki átt við að ekki megi rifa þar
sitthvað af hinum gömlu húsum
né byggja þar ný, ef þess er gætt
að þau hús sem varðveizlugildi
hafa fái að standa og nýbyggingar
spilli ekki heildarsvip hverfisins.
Varðveizla gamalla húsa getur
verið mjög kostnaðarsöm og ekki
von til þess að t.d. einstaklingar,
sem slik hús eiga, leggi fram stór-
fé til hennar þegar húsin eru
orðin illnothæf eða ónothæf til
íbúðar. Félög og opinberir aðilar
þurfa og á fjárframlögum að
halda i þessu skyni og því er þessi
tillaga flutt."
Tillögunni var vísað til bæjar-
ráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Sv.P.
Hreint É
^land I
fagurt I
land I
LANDVERND
Ritsafn
Gunnars Gunnarssonar
Áður útkomnar
Saga Borgarættarinnar
Svartfugl
Fjallkirkjan I,
Fjallkirkjan il
Fjallkirkjan III
Vikivaki
Fleiðaharmur
Ný útkomnar
Vargur í véum
Sælir eru einfaldir
Jón Arason
Sálumessa
Fimm fræknisögur
Dimmufjöll
Fjandvinir
Gunnar Gunnarsson
hefur um langt skeið
verið einn virtasti hófund
ur á Norðurlóndum
Aimenna Bókafélagið,
Austurstræti 18, Bolholti 6.
sími 19707 simi 32620