Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 186. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. AGÚST 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. B-52 risaþotur æfa sig yfir S-Kóreu Seoul, Washington 24. ágúst Reuter—NTB—AP NÁÐST hefur samkomulag um að yfirstjðrn gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Norður- Kóreu komi á morgun, miðviku- dag, saman til fundar á hlutlausa beltinu milli Norður- og Suður- Kóreu til að reyna að draga úr spennunni sem þar hefur verið sfðan Norður-Kóreumenn myrtu Miki snýr vörn 1 sókn Tókýó 24. ágúst — Reuter. TAKEO Miki forsætisráðherra Japans sneri ( kvöld vörn 1 sókn gegn þeim öflum innan Frjáls- lynda demókrataflokksins, LDP, sem vilja bola honum frá völdum. Takeo Miki. tvo bandarfska hermenn fyrir viku. Talið er sennilegt að Banda- rfkjamenn muni óska eftir trygg- ingu frá Norður-Kóreumönnum um að slfk atvik endurtaki sig ekki. Enn er spenna á landamær- unum, og herir beggja vegna þeirra eru við öllu búnir, en eng- ar fréttir bárust f dag um ný átök. Bandarfskar B-52 risaþotur, af sömu gerð og gerðu loftárásir á Víetnam, hafa verið daglega í sprengjuæfingaflugi yfir Suður- Kóreu sfðan á föstudag. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið skýrði frá þvi í dag að í æfingum þessum tækju þátt þrjár vélar sem aðsetur hafa á eynni Guam, og er litið á æfingarnar sem lið í „styrkleikasýningu“ Bandaríkjamanna i Kóreu. Tals- maður ráðuneytisins neitaði að upplýsa hvort sprengjur væru um borð eða hvers eðlis þær væru. Flugmóðurskipið Midway og fylgiskip þess liggja nú undan Kóreuströndum. Bandarikja- menn milduðu í gærkvöldi veru- lega fyrri afstöðu sína gagnvart Framhald á bls. 25 . ! f V YOU ARE ENTERWG A DROUGHT AREA mmt I Simamynd AP VARtlÐ — ÞURRKAR! — Þetta skilti sem stendur við veginn til Frome f Somerset á Vestur-Englandi varar ökumenn við því að þeir aki nú inn á þurrkasvæði og ættu að spara vatnið. Ýmsir hlutar Somerset og Wiltshire hafa orðið einna verst úti f þurrkunum á Englandi og Wales í sumar. Ford reynir nú að koma Carter í opna skjöldu Washington, Vail 24. ágúst Reuter—NTB. FORD Bandarfkjaforseti beitti f dag óvæntu bragði f baráttunni fyrir forsetakosningarnar f nóvember með þvf að skora á keppinaut sinn um embættið, Jimmy Carter, að flýta fyrsta sjónvarpseinvfgi þeirra um inn- anlands- og utanrfkismál. Ford sagði: „Það er sterk sannfæring mfn að bandarfska þjóðin eigi rétt á að fá að vita um afstöðu mfna til ýmissa mála og um af stöðu andstæðings míns. Þvf fyrr sem við byrjum því betra.“ Ford sagði að fyrsta einvfgið, — um öryggismál — , sem standa ætti f a.m.k. 90 mfnútur, skyldi verða 8. 9. eða 10. september, eða meir en hálfum mánuði fyrr en áður hef- ur verið talað um. Stjórnmála- skýrendur telja að með þessu bragði ætli Ford að koma Carter úr jafnvægi, þvf að hann hefur skuldbundið sig til margs konar fundahalda á þessum tfma, og Framhald á bls. 25 Stjórnin hefur herferð til að „sigrast á þurrkunum” Hann sagði f sjónvarpi að hann liti ekki svo á að unnt yrði að sameina flokkinn eftir uslann sem Lockheed-mútuhneykslið hefur valdið með þvf að neyða hann tíl að afsala sér völdum. Miki sagði: „Það er skylda mfn að leiða f ljós allan sannleikann um Lockheedmálið fyrir þjóðina og finna leið til umbóta á LDP.“ Fyrr í dag samþykkti forsætis- ráðherrann að eiga frekari við- ræður á morgun um stjórnmála- kreppuna við helztu keppinauta sína innan flokksins, Takeo Fukuda varaforsætisráðherra og Framhald á bls. 25 London 24. ágúst — Reuter. BREZKA rfkisstjórnin fól f dag Denis Howell, aðstoðarráðherra með málefni fþrótta, að hafa yfir- stjórn á allsherjarherferð fyrir vatnssparnaði og fyrir aðgerðum til að koma f veg fyrir að atvinnu- vegir stöðvist af völdum þurrk- anna, en stjórnin stendur nú and- spænis alvarlegum afleiðingum þeirra á efnahagslff landsins, sem ekki var sérlega stöndugt fyrir. Ótti við að vatnsskorturinn kunni innan tfðar að leiða til þriggja daga vinnuviku f sumum atvinnu- greinum, einkum f Wales, átti sinn þátt f þvf að sterlingspundið átti undir högg að sækja á gjald- eyrismörkuðum í dag, þrátt fyrir stuðningsaðgerðir Englands- banka. Ekki bætti úr skák að sam- kvæmt opinberum tölum, sem Miklir skógar- eldar í Noregi Notodden 24. ágúst — NTB 700 manns börðust f kvöld við geysilega skógarelda f Notodden f Noregi og hafði þá mikið land- flæmi af verðmætum stórskógi brunnið. Vindar af hafi gerðu slökkvistarf sérstaklega erfitt og breiddist eldurinn hratt út. Vísindamenn á öndverð- um meiði um líf á Mars Pasedena 24. ágúst — Reuter. JARÐVEGSSÝNIN sem Vfkingur I. hefur sent upp- lýsingar um til jarðar frá Mars hafa valdið geimvfsindamönn- um f Pasadena miklum heila- brotum og er nú risin upp deila meðal þeirra um hvaða ályktan- ir eigi að draga af þeim með tilliti til þeirrar grundvallar- spurningar hvort lff sé nú að finna á reikistjörnunni eða ekki. Lfffræðingar telja að óvæntar niðurstöður mæli- tækja þeirra f hinni sjálfvirku rannsóknarstöð um borð í Vfk- ingi gefi til kynna að vel kunni að finnast smásæ Iffsform f hin- um rauða jarðvegi á Mars. Hins vegar segja efnafræðingar að Framhald á bls. 25 t ÁP-mynd MARS - Mynd þes9i er tekin af Mars 12. ágúst og koma fram á yfirborði reikistjörnunnar einkennileg mynztur. birtar voru f dag, er enn langt frá þvf að efnahagur Bretlands sé kominn yfir samdrátt þann sem verið hefur að undanförnu. Sam- kvæmt tölunum eru nú atvinnu- leysingjar f landinu komnir yfir 1,5 milljón, eða um 6,4% vinnu- aflsins, en þetta er mesta atvinnu- leysi frá strfðslokum f Bretlandi. Hinir langvinnu hitar og þurrkar eru taldir vera veigamikill þáttur f stöðnun iðnaðarframleiðslunnar f landinu. Á sérstökum fundi ríkisstjórnar James Callaghans í morgun var ákveðið að Howell skyldi stjórna „sigrumst-á-þurrkunum"-herferð um gjörvallt Bretland, og mun hann fá víðtækt vald til að ákveða viðeigandi ráðstafanir. Á blaða- mannafundi eftir ríkisstjórnar- fundinn sagði Howell að vatns- kreppan f Bretlandi, sem er sú alvarlegasta í 250 ár, væri „alvar- leg, en ekki enn hættuleg“. Hann kvað ekki þörf á að lýsa yfir neyð- arástandi í landinu, þótt til slíks kynni að koma ef veturinn verður einnig mjög þurr. Hann sagði að iðnaðurinn og landbúnaðurinn myndu hafa for- gang við úthlutun þess vatns sem til er. Heimili um land allt yrðu Framhald á bls. 25 Lentir Moskvu 24. ágúst — Reuter SOVÉZKU geimfararnir Boris Volynov og Vitaly Zholobov sneru f kvöld til jarðar eftir 48 daga veru um borð f geimstöð- inni Salyut-5, að þvf er Tass skýrði frá. Lentu þeir f kvöld f Kazakhstan, og var lfðan þeirra sögð góð. Búizt hafði verið við að þeir myndu reyna að slá met Bandarfkjamanna f langdvöl í geimnum, sem er 84 dagar, en það gerðu þeir ekki, né heldur slógu þeir fyrra met Sovétmanna, sem er 63 dagar. Fimm féllu í Soweto í gær Jóhannesarborg 24. ágúst Reuter—NTB LÖGREGLAN f Jóhannesarborg tilkynnti f kvöld að fimm manns hefðu beðið bana f blökkumanna- hverfinu Soweto frá þvf að lýst var yfir óopinberu verkfalli f gær, en það hefur leitt til heiftúðugra átaka milli verkamanna og her- skárra verkfallsvarða. Lögreglan segir að aðeins einn af þessum fimm hafi fallið f lögregluaðgerð- um, en gefur f skyn, að hinir fjórir hafi beðið bana f átökum milli manna, sem hafi verið að reyna að komast til vinnu sinnar, og óeirðaseggja, sem reynt hafi að fá þá til að vera heima. Hins vegar sáust lögreglumenn marg- oft skjóta á mannf jölda. Herskáir verkfallsmenn byrj- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.