Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976 7 Aðhald í stjórn efnahagsmála í nýútkominni Frjálsri verzlun birtist ritstjómar grein þar sem segir m.a.: „Það hafa vissulega þótt gleðitíðindi, að verð- lag á nokkrum mikilvæg- ustu útflutningsvörum okkar hefur hækkað all- verulega slðustu mánuði. Gefur þetta góðar vonir um að unnt verði að end- urbyggja grundvöll efna- hagskerfisins, sem svo alvarlegir brestir voru komnir I sakir stöðugs verðfalls á afurðum okkar og minnkandi eftirspurnar vegna efnahagsörðug- leika f viðskiptalöndum okkar. En nú horfir betur bæði ytra og hér heima fyrir og er vonandi að íslendingar geti gert sér sem mest úr þeirri hagstæðu þróun, sem framundan er. Þótt ólfklegt megi virðast er þetta ekki sjálfgefið. ís- lendingar eru svo sam- grónir verðbólgumeininu að verulegs átaks virðist þörf til að fyrirsjáanlegur efnahagsbatni nýtist þjóð- inni. Fyrstu fréttir um hækkandi verðlag á mörk- uðum okkar hafa þegar vakið vonir einstakling anna um enn aukna neyzlu og fjárfestingar. Almennt er talað um geysilegar hækkanir á fasteignaverði með haust- inu vegna aukinnar eftir- spurnar, breytta útlána- stefnu bankanna og nýjan grundvöll fyrir stóraukn- um kaupkröfum laun- þega. Það á sem sagt að spenna bogann til hins ýtrasta. Þessi dæmi lýsa hugsunarhætti fólks, við hverju það býst og til hvers það ætlast um leið og smáglæta gerir vart við sig. í einu vetfangi er skuldasöfnun þjóðarinnar sfðustu árin gleymd og sömuleiðis þær þrenging ar, sem stofnað hafa upp byggingu atvinnuveganna I tvfsýnu. í viðtali við Jón Sigurðsson, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, er vikið að hættunni á nýrri verðbólguöldu og hvemig snúist skuli til vamar gegn henni. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir m.a.: Ekki hægt að auka eyðsluna „Ég tel nauðsynlegt að reyna nú með góðum fyr- irvara — t.d. þegar á þessu hausti — að með samvinnu rfkisvalds og aðila vinnumarkaðarins verði kannaðar leiðir til þess að draga verulega úr verðbólgu, og sameigin- lega reynt að finna hald- góðar forsendur sann- gjamrar og hóflegrar stefnu f launa- og kjara- málum. En eitt er vfst, að án strangs aðhalds f stjóm heildareftirspurnar er eng- in von til þess að við ná- um tökum á verðbólg- unni. Reyndar er þessa aðhalds ekki sfður þörf til þess að tryggja, að fyrsta ávöxt batans f ytri skilyrð- um verði varið til þess að bæta greiðslustöðuna við útlönd. Eins og nú horfir á fslenzka þjóðarbúinu er mikil þörf á að skoða allar efnahagsákvarðanir f samhengi við raunhæft mat á útflutnings- og framleiðslugetu þjóðar- innar nokkur næstu árin. Við verðum að þurrka úr viðskiptahallanum við út- lönd til að koma f veg fyrir óhóflega skuldasöfnun er- lendis, en jafnframt sýna fyllstu aðgát f nýtingu takmarkaðra fiskstofna og reyndar annarra auð- linda lands og sjávar. Þetta er jafnvægisþraut fslenzkra efnahagsmála næstu árin." Það reynir á forystu- menn landsins, þegar á móti blæs eins og f efna- hagsörðugleikum sfðustu ára. Ekki er sfður þörf ein- beittrar leiðsagnar, þegar úr rætist og hefja þarf endurreisnarstarfið, sem nú býður þjóðarinnar. Hér og þar liggja óuppgerðir reikningar og skuldalist- inn er langur orðinn. Það tekur langan tfma að vinna upp tap undanfar- inna ára og meðan svo er hefur þjóðin enga mögu- leika til að auka eyðsl- una." ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl Al'GLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR Þl AIGLYSIR I MORGINBLAÐINU Sólarleysið hefur bitnað á tómata- ræktendum eins og öðrum bænd- um á þessu sumri UNDANFARNAR vikur hafa íslenzkir tómatar verið á boðstólum í verzlunum og landsmenn óspart gætt sér á ávextin- um. Það hefur þó ekki gengið þrautalaust fyrir tómataframleiðendur frekar en aðra bændur að ná góðri uppskeru. Dimmviðri siðustu vikna hefur rýrt uppskeruna og þá sérstaklega á þeim stöðum þar sem mest er framleitt af þessum ávexti, þ.e.a.s. í Borgar- firði, Biskupstungum, Hveragerði og í Mosfells- sveit. Morgunblaðsmenn lögðu leið sina upp i Reykjahlið i Mos- fellsdal og röbbuðu þar stund- arkorn við Jóel Jóelsson, sem er þar með 10 gróðurhús. — Það er ekki nóg að hafa nægan hita hérna í húsunum, þegar birtuna vantar, sagði Jóel. — Ég vonast þó til að geta ræktað um tvö tonn af tómötum í ár, en það er ekki mikið miðað við þá afkastamestu í Borgar- firði og Biskupstungum. Mestan hluta uppskerunnar selur Jóel til Sölufélags Garð- yrkjumanna eins . og aðrir Kristin og Margrét tfna tómata af hrfslunum ( einti húsanna f gróðurhúsaþyrpingunni f Reykjahlfð. Jóel Jóelsson við eitt elzta gróð- urhús, sem er f notkun á Is- landi. tómataframleiðendur. Eitthvað fer beint til vina og kunningja, en kílóið út úr búð mun núna kosta á sjötta hundrað krónur. — Áður var þetta þannig, segir Jóel, að bændurnir flokkuðu tómatana sjálfir, en útkoman úr þvi var ekki nógu góð. Menn voru ekki sammála um hvaða tómatar ættu að fara i 1. flokk og hverjir ekki, þannig að úr þessu varð einn allsherjar grautur. Þetta er að öllu leyti mun betra eftir að Sölufélagið tók við þessum málum. Jóel leggur mun meiri áherzlu á blómarækt heldur en á ræktun tómata og annarra ávaxta, eins og sjá má á því, að tómata ræktar hann aðeins í einu húsi af 10. Eitt þessara húsa er, að sögn Jóels, með elztu gróðurhúsum á landinu, sem enn eru í notkun, um 40 ára, en stendur þó enn fyrir sinu. Með blómaræktinni er Jóel þó einnig með ýmsar aðrar tegundir ávaxta en tómata í húsum sinum. Agúrkur eru í einu horninu og auk þess er hann með fjórar paprikujurtir. — Það er nú bara til gamans gert, segir Jóel, en hver veit nama paprikur verði ræktaðar með góðum árangri hér eftir nokkur ár, ég er að minnsta kosti ánægður hvernig hefur gengið með þessar fjórar plönt- ur i sumar. Landið fagurt - fólkið yndislegt Rætt við vestur-íslenzka konu „HEIMSÓKN mín til íslands hefur í alla staði verið sérlega ánægjuleg og mun áreiðanlega aldrei líða mér úr minni. Það hefur verið tekið sér- lega vel á móti mér og hér er allt og allir ósköp vinalegir, og þótt ég sé komin á háan aldur þá vona ég að mér gefist tækifæri á að koma hingað aftur.“ Þannig fórust orð Ninnu Stevens, bandarískri konu af íslenzkum ættum, er við ræddum við hana fyrir stuttu, en hún hefur að undanförnu dvalizt hérlendis og heimsótt slóðir ættfólks síns. Ninna Stevens er fædd og upp alin íbænum Blaine í Was- hington fylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Henni var gef- ið islenskt nafn, Jónina Guðlaug Halldórsdóttir, en frá giftingu hefur hún ætíð verið nefnd Ninna Stvens. Faðir hennar var Halldór Björnsson Jónsson, sem fæddist 1873 á Sléttubjarnarstöðum í Kol- beinsdal í Skagafirði, en faðir hans var Björn Jónsson frá Haga í Aðaldal, S-Þing, og móðir Sigriður Þorláksdóttir, en hún var alsystir þeirra Gisla hreppstjóra á Frostastöðum, Skagaf., og Guðmundur Þor- lákssonar mannfræðings. Móðir Ninnu var Ingibjörg Hansen sem fæddist 1881 i Winnipeg i Kanada. Foreldrar Ingibjargar voru þau Pétur Hansen frá Saurum á Skagaströnd í Húna- þingi og Guðlaug Jónsdóttir er fæddist i Holtakoti í Árnes- sýslu. Þótt Ninna Stevens sé ekki þjóðkunn hérlendis fyrir söng sinn þá er hún velþekktur skemmtikraftur á vesturströnd Bandarikjanna, en auk þess að koma fram sem sólóisti þá fékkst hún mikið við að stjórna kórum og alls konar samsöng. „Ég nam pianóleik af Jónasi Pálssyni frá Winnipeg og hann kenndi mér einnig að syngja íslenska söngva á íslenska vísu,“ sagði Ninna er við rædd- um við hana. Hún sagðist hafa verið 14—15 ára þegar hún byrjaði að syngja opinberlega og þá fyrst i kirkjum. Hún sagði okkur að á hennar slóðum væri margt fólk af islensku ætterni og það hefði haft sína sérstöku kirkju og þar hóf hún söngferil sinn. Hún hélt mikilli tryggð við þá kirkju og stjórnaði kór hennar um langan tíma. „Sá kór söng jöfnum höndum íslenska og enska texta við sálmana, og einnig vorum við með sérstök prógrömm á íslensku við sérstök tækifæri.“ Eins og áður segir fékkst hún við alls konar kórstjórn, en þó hafði hún ekki handbærar tölur þar yfir vegna mikils fjölda. Meðal þessara kóra var Norski karlakórinn í Tacoma sem skip- aður var mönnum af norsku ætterni og búa á svipuðum slóð- um og Ninna. Þessi kór söng venjulega á norrænum tungum, þar á meðal íslensku. „Á þeim langa tíma sem ég söng opinberlega hef ég ekki hugmynd um hversu oft ég tróð upp. Sá listi, ef til væri, mundi sennilega fylla heila siðu eða meir,“ sagði Ninna. Ninna var, oft fengin tii að syngja við ýmis tækifæri og fyrir hefðarfólk. í Vestur-lslendingurinn Ninna Stevens, öðru nafni Jónína Guðlaug Halldórsdóttir (mynd Brynjólfur). því sambandi má nefna að hún var fengin til að syngja fyrir Ólaf Noregskonung þá er hann heimsótti Ameriku. Við það tækifæri söng hún eingöngu á íslensku og norsku. Segja má að Ninna hafi verið i músíkinni allt sitt lif þvi hún fékkst við að kenna söng og píanóleik samhliða söng og eins eftir að hún hætti að koma fram. Það er margur ein- staklingurinn sem á henni að þakka fingrafimi sina við píanóborðið og raddsnilli. Ninna giftist árið 1922 Marcell Stevens en foreldrar hans.voru af islenzkum ættum, þau John Stevens frá Leifa- stöðum í Húnavatnssýsiu og Josie Stevens frá Minniborg í Grímsnesi. Hann starfaði lengst hjá félagi þvi er átti og rak Northern Pacific Railway, eða í 43 ár. Marcell lézt fyrir tveimur árum. „Jú, við höfðum lengi hug- leitt að flytjast heim, en ein- hvern veginn varð aldrei neitt úr,“ sagði Ninna þegar við spurðum hana hvort hún hefði hugleitt að setjast að á Islandi. Ninna tjáði okkur að á hennar slóðum væri margt fólk af islensku bergi brotið og hér áður fyrr hefði það haldið mikið hóþinn og oft komið saman, þótt eitthvað virtist henni vera að draga úr því nú. „Sennilega er minnkandi sam heldni því að kenna að unga fólkið er ekki sérlega duglegt að læra íslenskuna og heimilis samræður vilja þvi einnig fara fram á ensku, en svo var ekki gamla daga," tjáði Ninna okkur. Sjálf talaði Ninna ágætis islensku þótt þetta væri i fyrsta sinn sem hún kæmi til íslands, en henni er skiljanlega auðveldara að tjá sig á ensku. Aðspurð sagðist Ninna vera sérlega snortin af landi og þjóð. Auk nágrennis Reykjavikur hefur hún farið norður i land á ættstöðvar sínar og alls staðar fannst henni jafnfallegt og þá var hún sérlega snortin af því hlýja viðmóti sem hún fékk frá hverjum þeim sem hún hitti og ræddi við. Hún hafði séð mikið af myndum frá íslandi og þekkti þannig Almannagjá áður en henni var bent á en samt var mikið ög margt í náttúru landsins sem kom henni á óvart. Hún sagðist vera miklu ánægðari með ferðina en hún hefði nokkurn tima þorað að vona en það væri að miklu leyti að þakka vinum og vanda- mönnum hérlendis sem hefðu gert henni dvölina sérlega ánægjulega. Framhald á bis. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.