Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST 1976 21 fclk í fréttum + Margt er sér til gamans gert og nú er það að verða vinsælt vfða erlendis að Ifða um loftin blá f fallhlff. Að vfsu er fallhlffarstökk ekki nýtt af nálinni en segja má að hér séu höfð endaskipti á hlutunum þvf að sá sem f fallhlffinni hangir hefur sig frá jörðu og svffur sfðan í allt að 300 metra hæð langar vegalengdir. Fallhlffin er dregin af einhverju farartæki, bfl eða bát eða jafnvel hesti eins og sjá má á þessari mynd. + 20. ágúst sl. lézt f Englandi gamanleikarinn Alastair Sim, 75 ára að aldri. Sim er Islend- ingum að góðu kunnur enda hafa ýmsar mynda hans verið sýndar hérlendis og f margra augum var hann dæmigerður túlkandi enskrar kfmni og gam- ansemi eins og hún gerist bezt. Alastair Sim var fæddur f Edinborg og kenndi framburð áður en hann kom fyrst fram á sviði en það var f leikritinu Othello f Savoy-Ieikhúsinu f London árið 1930. Árið 1934 lék Sim f sinni fyrstu kvikmynd og sfðar fór hann með veigamikil hlutverk f 30 öðrum myndum. Sim naut virðingar og marg- vfslegs heiðurs fyrir framlag sitt til leiklistar f Englandi og tók m.a. við orðu úr hendi Elfsabetar drottningar á krýn- ingardegi hennar árið 1953. Hann orðaði Iffsskoðun sfna einu sinni á þennan hátt: „Fyr- ir mörgum árum var mér sýnt fram á svo að ekki varð um villzt, að ég væri asni og að ég hefði alltaf verið asni. Sfðan hef ég verið svo hamingjusam- ur sem hægt er að ætlast til af einum manni.“ + Sænska flugmanninum Sten Lundquist brást heldur betur boga- listin þegar hann var að leika listir sfnar undir og yfir háspennulín- um f Hellemofirði f Noregi. Hann flaug á einn vfrinn með þeim afleiðingum að hann skarst inn f vélina sem sat föst þar sem hún var niður komin. Þarna mátti Sten dúsa f dágóða stund áður en þyrla kom honum til hjálpar en flugvélinni varð ekki bjargað. Hermenn voru fengnir til að skjóta á hana þar til hún losnaði frá vírnum. Guðrún Arnadúttir Eskifirði—Kveðja Fædd 9. aprfl 1898 Dáin 18. ágúst 1976. Hún var fædd á Eskifirði. For- eldrar hennar voru Guðný Sigurð- ardóttir og Árni Halldórsson, sið- ar útvegsbóndi og athafnamaður á Eskifirði, sem margir minnast enda setti sú fjölskylda svip á Eskifjörð um langan tíma, og þar var starfsvettvangur barna þeirra, Guðnýjar og Arna. Þau voru öll vel gerð, trú störfum, kröfðust alls af sjálfum sér og veittu öðrum það sem þau gátu. Þau lærðu ung að lífið er ekki leikur og skóli lífsins var þeim strangur. Guðrún var snemma tápmikil og gaf sitt ekki eftir. Fljótt fór hún að vinna hörðum höndum til að létta undir með stóru heimili. Vann öll algeng störf, en minnis- stæð verður hún jafnan þeim sem sáu hana í fiskaðgerð um áraraðir og dáðust að handtökum hennar. Og þótt þessar vinnuhrjúfu hend- ur legðu stundum nótt við dag, þá voru þær svo undur mjúkar þegar komið var að sjúkrabeði. Þangað lágu mörg sporin þegar nágrann- ar þurftu liðsinnis í erfiðum veik- indum. Það var gaman að alast upp á Hlíðarendanum þar sem systkinin 5 reistu sér hús í hnapp og gátu gert andrúmsloftið þannig, að þetta var sameiginlegt heimili, jafnvel þótt barnaskarinn færi yf- ir 20. Þetta var svo innilegt og alúðlegt. Og í vaxandi ys og erli verður mér oft hugsað til bræðra- keðjunnar á Hlíðarendanum, en þar átti Guðrún sinn stóra þátt. Heimili hennar og Kristjáns Tómassonar var svo fallegt og að- laðandi, og eftir að við systkinin misstum foreldra okkar varð það í rauninni okkar heimili og hélst til seinustu stundar, og alltaf mund- um við eftir að hringja hver til annars á afmælisdögum. Um Guðrúnu frænku mætti skrifa langt mál. Þótt hún bærist daglega ekki mikið á, voru um- svifin mikil. Heimilið opið gestum og gangandi og þeir voru fáir dag- arnir, sem ekki kom einhver í eldhúsið. Gunna var okkur kær og þrátt fyrir það þótt erfiði dagsins hafi verið farið að segja til síns, og Gunna hafi vissulega verið orð- in hvíldar þurfi, finnst mér að við hefðum þurft að njóta hennar ennþá lengur. Hún var okkur sannur vinur og ráðgjafi. Guðrún og Kristján eignuðust tvö börn og misstu þau annað uppkomið. Allan sinn búskap bjuggu þau á Eskifirði. Fyrst í gamla húsinu fyrir neðan götuna en þar bjuggu öll systkinin um tíma i sátt og samlyndi og þrengslin fundust ekki því andrúmsloftið bætti það upp. Nú þegar Guðrún er farin heim, er vissulega skarð fyrir skildi og söknuður í hjörtum vinanna, en við vitum að hún átti góða heim- von, og seinasta brosið sem færð- ist yfir andlitið á kveðjustundinni sagði meira en mikil predikun. — Við systrabörn hennar þökkum heinni og heimilinu alla stoð og vinsemd fyrr og síðar og biðjum henni alls góðs, um leið og við sendum ástvinum hennar einlæga samúðarkveðju. Arni Helgason. Helga Halldórs- dóttir—Minning frædd 23. janúar 1906. Dáin 18. ágúst 1976. Síminn hringir, tengdadóttir Helgu er i sfmanum: „Þetta er búið hjá Helgu okkar, hérna megin.“ Ég legg símann á, þakka Guði i hljóði fyrir, að hún þurfti ekki að kveljast lengur, en tárin læðast fram. Ég heimsótti Helgu á sjúkrahúsið viku fyrir andlát hennar. Hún var helsjúk, en samt var efst i huga hennar að frétta af þeim sem hún vissi, að áttu við einhverja erfiðleika að stríða og samúðin með þeim var einlæg. Hún talaði um hjúkrunarlið og lækna Landspitalans, hvað þetta væri allt dásamlegt fólk, en um sín eigin veikindi og kvalir ekki eitt orð. Á leiðinni heim hugsaði ég um þessa miklu hugarró, en þá kom i huga minn: „Nei, þetta er ekkert undarlegt, svona hefur Helga alltaf verið,“ fyrst þeir, sem áttu erfitt, svo ég.“ Ég kynntist Helgu fyrir tuttugu og fimm árum. Maðurinn minn og einkasonur hennar og Sigurgeirs manns hennar, Örn, eru æskuvin- ir. Okkur hjónunum var boðið heim til þeirra og ég gleymi aldrei hlýja handtakinu og blíða glað- lega brosinu, þegar ég var boðin velkomin þangað. Mér leist sam- stundis vel á hjónin, Sigurgeir rólegur og hlýr, Helga létt og kát, heimilið hlýlegt og fallegt. Ég átti eftir að kynnast því, að þetta var ekkert ofmat á þeim hjónum, því þar fóru góðar manneskjur. Sig- urgeir lést fyrir nokkrum árum, eftir langvarandi veikindi og nú er hún Helga okkar farin. Helga var virkur þátttakandi í góðgerð- arstarfsemi. Hún starfaði í mörg ár fyrir S.V.F.I., og hvað hún blessaði þá menn sem gáfu á hlutavelturnar, og hún taldi ekki eftir sporin, frekar en annað, þeg- ar hún var að safna fyrir það. Bazarinn hjá Blindrafélaginu og vinnan fyrir hann, það var nú alveg dásamlegt, svo notuð séu hennar eigin orð. Ef hún vissi að hún gat einhvers staðar orðið að liði var hún mætt, en það átti ekki að hafa í hávegum, þetta var bara sjálfsagt. En við minnumst lí1'" Helgu á glöðum stundum, v kom hún alltaf fallega klædd og hress. Hún kunni svo sa- lega að gleðjast með glöð hryggjast með hryggum. Ég og fjölskylda mín ; Helgu af alhug fyrir allt st var okkur. Við vottum Ingu börnum þeirra og systx Helgu okkar dýpstu samú fráfall góðrar konu. Guð b minningu Helgu Halldórsdóttu M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.