Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST 1976 15 Úgna Þjódverjar valda jafnvægií Evrópu? - eftir MicheI Debré, fyrrum forsætisrádherra Frakklands FYRIR skömmu birtist í hinu virta franska dag- blaði — Le Monde — grein eftir Michel Debré fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. í grein þessari varpar Debré fram þeirri spurningu, hvort Þjóðverjar ógni á ný valdajafnvæginu í Evrópu og lýsir áhyggjum yfir eflingu þýzkra auðhringa. Michel Debré, var náinn samstarfsmaður de Gaulle og er einn helzti foringi gaullista í Frakk- landi. Þar sem þetta mun ein fyrsta rödd sem heyrist frá þekktum og ábyrgum stjórnmála- manni í Evrópu frá stríðslokum, þar sem lýst er áhyggjum yfir því, að veldi Þýzkalands sé að verða of mikið á ný þykir Morgunblaðinu rétt að birta grein þessa í heild og gefa lesendum sínum kost á að kynnast þeim sjónarmiðum, sem þar eru sett fram. Þegar byrlega blæa fyrir Þjóðverjum geta þjóðarleiðtog- ar þeirra yfirleitt aldrei á sér setið, heldur hreykja þeir sér hátt og láta móðan mása um alla skapaða hluti. Fyrir fjórum mánuðum lét Helmut Schmidt kanslari falla mjög ósæmileg, hneykslanleg og fáránleg orð um de Gaulle. Ekki lét hann þar við sitja heldur viðhafði skömmu siðar ósmekkleg gífur- yrði um innanrikismál ttala. En slíkt orðagjálfur ristir ekki djúpt og hefur litlar hættur i sér fólgnar. Miklu viðsjálverðari er sú þróun, sem nú virðist eiga sér stað í stáliðnaðinum í Norður- Evrópu, en þar eru þýzkir auð- hringar komnir vel á veg með að sölsa allt undir sig. Sú spurn- ing hlýtur því að vakna, hvort Efnahagsbandalagið hafi bol- magn til að tryggja, að sá sátt- máli, sem það er ábyrgt fyrir, sé virtur. En við verðum einnig að spyrja okkur sjálf að því, nú þegar 30 ár eru liðin frá lokum siðari heimsstyrjaldarinnar, þar sem 30 milljónir manna féllu vegna stefnu Hitlers, hvort Þjóðverjar séu enn á ný farnir að ógna valdajafnvæginu í Evrópu, og þar með friðar- horfum í álfunni. Ymiss konar teikn eru á lofti sem til þess gætu bent, og þá einkum sá ákafi, sem Þjóðverjar leggja á það að efla auðhringa sína. I stríðslok var ákveðið að leysa upp hina voldugu, þýzku auðhringa, og reisa skorður við þvi að þeir gætu risið upp aftur. Þessi ákvörðun var ekki tekin vegna þess eingöngu, að auð- hringarnir höfðu verið tæki í höndum hins geypilega iðn- veldis Þjóðverja. Hún var held- ur ekki tekin eingöngu vegna þess, að auðhringarnir höfðu orðið fyrstir til að hagnast blygðunarlaust á hinni hrylli- legu vinnuþrælkun, sem er- lendir verkamenn urðu að sæta. Þessi ákvörðun byggðist á því, að það voru leiðtogar auð- hringanna og jafnvel auðhring- arnir sjálfir, sem höfðu kveðið á um, að Þjóðverjar skyldu ná undirtökunum í Evrópu. Um leið og auðhringur kemst til mikilla valda, er hann ekki lengur einber þáttur í efna- hagskerfi ríkis, heldur verður hann að styrku afli I stjórn- málalifi þess. Þetta ættum við að hafa rækilega hugfast. . MIKIL STRAUMHVÖRF Þegar drög voru lögð að sam- komulaginu um Kol- og stál- samsteypu Evrópu á sínum tíma, komu þessi sjónarmið vel fram. Gefin voru hátiðleg lof- orð um, að yrði einhvern tíma aflétt þeim framleiðslutak- mörkunum, sem Þjóðverjar þurftu að sæta, væri hægt að koma í veg fyrir, að það hefði í för með sér hringamyndanir, sem háskalegar gætu orðið á stjórnmálasviðinu, og yrði framleiðslumagnið þá háð fyrra samkomulagi. Þeir, sem unnu að lagasetningu þessari, létu þetta ákvæði ná til allra aðild- arrikja, og var sá leikaraskapur greinilega nauðsynlegur. Eftir því sem árin liðu tóku menn að túlka samkomulag þetta heldur frjálslega og skyn- samlegar málamiðlunarleiðir voru valdar. Vonir stóðu til þess að stjórnmál blönduðust ekki inn í málin, og að fram- kvæmdaráð Efnahagsbanda- lagsins í Bríissel myndi hafa aðstöðu til að fylgjast náið með atferli Þjóðverja, eins og ríkis- stjórnir aðildarríkjanna höfðu áður gert. Á þessu ári hafa orðið mikil straumhvörf. Hinn nýi auð- hringur, sem nú er í uppsigl- ingu, er tröllaukinn. í krafti hans mun forustumönnum í þýzkum stáliðnaði hlotnast æg- ishjálmur, sem þeir geta haldið yfir álfunni og mun það hafa í för með sér ómældar pólitiskar afleiðingar. Ríkisstjórnir aðild- arrikja EBE æmta hvorki né skræmta, framkvæmdaráðið í Brússel tvístígur í ráðaleysi, og segir það sina sögu um það, hvílíka lotningu menn bera fyr- ir Þjóðverjum, sem nú eru álitnir rikasta þjóð í Evrópu. Ríkisstjórn sú, sem lánar fé á báðar hendur og styrkir fjár- hagsáætlanir bandalagsins, kallar fram þrælsótta hjá bandamönnum sinum. Franska stjórnin gat ekki látið hjá liða að hafa einhver afskipti af mál- inu vegna fyrirspurna, sem fram komu í þinginu, og baðst skýringa á þessari þróun mála. Svar fékkst hins vegar ekki. Siðasta sameiginleg yfirlýsing ríkisstjórna aðildarrikjanna var sambland af kattarþvotti og glæstum loforðuip; I siðustu til- lögu framkvæmdáráðsins, sem væntanlega hlýtur ekki sam- þykki, er farið á svig við kjarna málsins. Hringamyndun hefur ekki verið bönnuð formlega. Þeir, sem eru andvigir því, að ákvæðum samkomulagsins sé beitt, hafa þá einu röksemd frá að færa, að engum standi leng- ur ógn af Þjóðverjum. Vita- skuld eru aðstæður ekki hinar sömu og áður fyrr. Þýzkaland er ekki lengur ein heild. Þegar menn meta friðarhorfur í Evr- ópu verður að gaumgæfa hinar raunverulega aðstæður í álf- unni (de facto) og lagalegar aðstæður (de jure), þ.e. þá skipan, sem komið var á eftir síðari heimsstyrjöld. Sérhver breyting á skipan mála (de facto og de jure) er háð sam- þykki viðkomandi þjóða. Sömu skilmálum urðu Frakkar að lúta eftir ósigurinn við Water- loo. Þrátt fyrir þetta er stað- reyndin sú, að Vestur- Þjóðverjar hafa unnið mikið þrekvirki á umliðnum árum, og það hlýtur að teljast einn merk- asti viðburður í Evrópu á þess- ari öld, hversu vel þeim hefur tekizt að rétta úr kútnum eftir stríðið. Þeir hafa vissulega af mörgu að státa. Athafnalíf þeirra stendur með meiri blóma en viðast hvar annars staðar. Þeim hefur hlotnazt for- usta i viðskiptum, gjaldmiðill þeirra er sá sterkasti í heimi og mennta- og tryggingakerfi þeirra er með afbrigðum gott. Hið eina, sem skyggir á, er það, að fæðingum fer sífellt fækk- andi. Þýzka þjóðin var mjög fjölmenn fyrir stríð, og enda þótt hún yrði fyrir miklu mann- falli i striðinu, bættist henni drjúgur liðsauki, þar sem milljónir manna flúðu til Vest- ur-Þýzkalands frá löndunum austan járntjalds og lögðu fram sinn skerf til að skapa hið þýzka efnahagsundur. En allir hafa einhvers staðar snöggan blett og sú sára staðreynd verð- ur ekki umflúin, að þýzku þjóð- inni er tekið að fækka. NV VIÐHORF Menn færa einnig fram þau rök og vissulega með nokkrum sanni, að hernaðarmáttur Þjóð- verja sé takmarkaður, að þeir þurfi á aðstoð Bandaríkja- manna að halda, ef beita þurfi herafli, og að með undirritun Parísarsáttmálans hafi þýzka ríkisstjórnin afsalað sér rétti til að framleiða kjarnorkuvopn. Allt er þetta satt og rétt og afar þýðingarmikið. En menn skyldu hafa það hugfast, sem við höfum lært af biturri reynslu, að gerbreyting gæti átt sér stað á örfáum árum. Al- mennt andvaraleysi í Evrópu gæti leitt til þess, að innan skamms tíma sköpuðust alger- lega ný viðhorf í þessum mál- um. Þýska stjórnin lætur það viðgangast, að iðnjöfrar hennar ganga i berhögg við samkomu- lagið um Kol- og stálsamsteypu Evrópu, sem undirritað var árið 1950. Hver veit, hvaða sáttmál- ar og samningar aðrir verða virtir að vettugi á komandi ár- um. Og raunar er það svo, að ýmsir þættir í samstarfi Þjóð- verja og annarra Atlantshafs- bandalagsríkja gætu hæglega ýtt undir slíka þróun. En svo segja menn,' að þetta sé einskær hugarburður, engin hætta stafi af Þjóðverjum og til að koma i veg fyrir, að svo verði, þurfi að koma á eðlilegu jafnvægi i Evrópu sem skjótast. Þegar hagsmunir Þjóðverja og annarra Vestur-Evrópu-þjóða fari saman, láti þeir þjóðar- metnað sinn lönd og leið og hætti að leiða hugann að Aust- ur-Þýzkalandi, Dónárdal og El- sass-Lótringen. En menn eru löngu hættir að taka mark á slíkri röksemdafærslu. Evrópa verður framvegis það, sem hún hefur ávallt verið, þ.e. löndin, sem byggja hana. Þau rikustu og sterkustu munu jafnan hafa yfirhöndina, en smærri ríki verða að láta I minni pokann og < Jl Michel Debré halla sér sjálfkrafa að því öfl- ugasta. Það væri mjög óvitur- legt að búast við öðru af þeim. Hvað Rómönsku-Evrópu varðar, þá er hún ekki lengur til, hafi hún nokkru sinni verið það. Efnahagsbandalagið skeyt- ir á engan hátt um þær hættur, sem liggja i leyni við Miðjarðar- hafið, vegna þess að Frökkum hefur ekki tekizt að hvetja grannriki sin ti dáða. (Italir hafa i ærnu að snúast á innan- landsvettvangi og Spánn hefur enn ekki gerzt aðili að EBE) og vegna þess að Þjóðverjar hafa engan áhuga á Suður-Evrópu og Mið-Austurlöndum, nema á því, sem lýtur að verzlun og viðskiptum. ÓSKHYGGJA Þá má einnig líta þannig á, að Frökkum og Þjóðverjum beri að gleyma því, sem skilur á milli ríkjanna, og axla sameig- inlegar byrðar i nútíð og fram- tíð. Þetta er mjög markvert sjónarmið og það er snar þátt- ur, ef ekki meginforsendan fyr- ir því, að jafnvægi haldist i Evrópu, að stjórnirnar I París og Bonn komist að sérstöku samkomulagi. Ég mun fyrstur manna hafa haldið þessu sjón- armiði fram I franska þinginu — það var árið 1949, og oft siðan, en sérstaka áherzlu lagði ég á það í Elsass, þegar þess var minnzt á áhrifamikinn hátt, að öld var liðin frá hinu hörmu- lega striði 1870. En menn skyldu samt ekki gera ráð fyrir, að slikt samkomuleg sé sjálf- sagður hlutur. Hagsmunir þess- ara tveggja ríkja fara ekki allt- af saman. í stjórnmálum taka þau oft hvort sinn pól i hæðina, og þau eru harðvitugir keppi- nautar í viðskiptum. Það er ekkert annað en óskhyggja, þegar því er haldið fram, að hvert land hafi ekki sín sér- kenni. Og þá erum við aftur komin að hinni fornu kenningu: Eng- in hætta stafar af Þjóðverjum, svo fremi, að Frakkar séu öfl- ugir. Hvort sem Helmut Schmidt kanslara líkar það bet- ur eða verr, þá er það engin tilviljun, að sambúð Frakka og Þjóðverja stóð með miklum blóma, þegar de Gaulle hers- höfðingi var forseti Frakk- lands. Franska efnahagsundrið, sem kom í kjölfar hins þýzka, gerði það að verkum, að jafn- ingar gátu ræðzt við. Ef við værum ennþá öflugir og ákveðnir, þá hefði fram- kvæmdaráðið i Brússel ekki tví- stigið lengi áður en það tók ákvörðun um auðhringa í stál- iðnaði Þjóðverja. Það hefði þeg- ar i stað tekið afstöðu gegn öll- um slikum hugmyndum. En Frökkum hefur hægt og sigandi miðað aftur á bak. Verðbólga hefur veikt mjög stöðu gjald- miðilsins. Fjárfesting í iðnaði hefur ekki svarað nauðsynleg- um kröfum; rikisstjórnin getur ekki tekið ákvörðun um, hvaða stefna skuli tekin, jafnvel í brýnustu hagsmunamálum, hún fæst lítið við að vernda hagsmuni Frakka erlendis: og ofan á þetta bætist, að fæðing- um fer sifellt fækkandi. Á upp- gangstímum þjóðarinnar fyrsta aldarfjórðunginn eftir síðari heimsstyrjöld tókst henni ekki að bæta sér upp þá mannfækk- un, sem hún hafði orðið fyrir á undanförnum 150 árum að við- bættu manntjóni á stríðsárun- um. Sú þróun, sem hefur átt sér stað hjá okkur, getur haft hörmulegar og afdrifaríkar af- leiðingar. Ég skal fúslega viðurkenna, að enda þótt Þjóðverjar séu öfl- ugir, stendur engin ógn af þeim þessa stundina. En Frakkar mega hins vegar ekki glopra niður öllu því, sem þeim ávannst á hinu 10 ára blóma- skeiði sinu, sem því miður var allt of skammvinnt. Þeir sem vilja búa úsátt og samlyndi við Þjóðverja mega aldrei láta sér úr minni líða hina sigildu stað- reynd, að standi Frakkar illa að vígi, þá er voðinn vís. Friði, öryggi og sjálfstæði Frakka verður ávallt teflt i tvisýnu, á meðan við kostum ekki kapps um áð halda hlut okkar til jafns við Þjóðverja. Vandamálin, sem við okkur blasa eins og sakir standa eru hvorki sveitarstjórnarkosning- ar árið 1977 né þingkosningarn- ar árið 1978. ÖFLUGT FRAKKLAND! Við ættum ekki að eyða tíma okkar i vangaveltur um breyt- ingar á skipan ráðherraemb- ætta og stefnubreytingar, sem eru afleiðingar hinnar pólitísku refskákar eða persónulegra duttlunga. Við þurfum umfram allt að vinna að því að gera Frakkland öflugt, dugandi og sjálfstætt, þannig að það hafi þrek og þor til að ráðast gegn aðsteðjandi vandamálum, verð- bólgu og mannfækkun. Kæri lesandi. Geymdu þessa grein og lestu hana aftur að fimm árum liðnum. Ef þjóðin hefur ekki rétt úr kútnum að þeim tíma liðnum, er ég hrædd- ur um, að ég hafi reynzt of sannspár. Og ég er þegar hræddur um, að svo sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.