Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976 25 VEL-VAKAINIDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Hvar er- dráttar- hesturinn okkar? Þorsteinn Jónsson skrifar: „Já, hvar er dráttarhesturinn okkar? Var honum útrýmt? Hefur íslenzka þjóðin að meira eða minna leyti verið undir stjórn fá- vita frá striðslokum? Flestar þjóðir Evrópu eiga enn sín drátt- arhestakyn og halda þeim vel við. Nærtækasta dæmið er danski dráttarhesturinn sem oft sést nið- ur við höfn fyrir stórum vagni. Tröllslegur að vexti með skeifur sem eftir útliti að dæma eru ef- laust þrjátiu sentimetrar í þver- mál. Þá má nefna enska tröllið sem mig minnir að sé um fjögur þús- und kíló að þyngd. Og þeir eru stoltir af þessari skepnu og hafa fulla ástæðu til þess. Þae eiga frændur okkar Norðmenn enn einn dráttarhest, sem er enn i starfi hjá þeim. Var islenzka þjóðin virkilega svo skammsýn, að hún útrýmdi sínu afburða þoina og þrautgóða þungavinnuhesti? Ef þetta reynist rétt, sem ég hef minnzt hér á, þá ber forystumönn- um i landbúnaði að fá til landsins hrossakyn, sem þjálfað verði til kynbóta við hvers kyns aðstæður og verkefni sem hesturinn áður vandist. Þá má nefna kerru- og vagnhestinn, rakstrarvélahestinn, jarðabótajötnana sem jafnframt voru notaðir fyrir sláttuvél, og svo alhliða hestinn, gæðinginn, dráttarhestinn — þarfasta þjón- inn. Þið þarna hjá Morgunblaðinu verðið ekki í neinum vandræðum með að veita upplýsinsar um það sem um hefur verið spurt. Þvilík- ur bændavinur og bústólpar sem þið teljið ykkur vera. Virðingar- fyllst, Þorsteinn Jónsson, Barmahlið 14, R.“ Þarfasti þjónninn er ef til vill ekki eins þarfur og hann var til skamms tima. Hestar eru þó mik- ið notaðir enn í dag og langt er í land með að honum verði útrýmt. Hitt er annað, að hlutverk hans hefur tekið miklum breytingum og öll þau mörgu verkefni sem Þorsteinn minnist á i bréfinu eru horfin, og unnin á annan hátt í dag. Það er vissulega eftirsjá í því, en hver á að taka að sér að rifja þau upp, og þjálfa hesta að nýju til gömlu verkefnanna? Þorsteinn nefnir i bréfinu á landbúnaðaryfirvöld ættu að sjá I einu sá ég að hann var að skrifa I mölina. Og eitt einasta orð stóð þar og það orð var HJÁLP... Ég hrökk við og við horfðumst f augu. Þegar hann sá að ég hafði meðtekið boðin kinkaði hann kolli svo að varla sást og tók að fjarlægja krotið með skónum. Hann tók gulan blýantsstúf upp úr vasanum. — Eg er ekki viss um að Richelieu hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann sagði að peningar hefðu meira afl en sverðið. Merkilegur orðsins sigur er enn ekki orðinn að veruleika — ef svo verður einhvern tfma. Eða hvað haldið þér? Hann blés á blýantsoddinn og var eins og hann vildi þar með gefa til kynna að hann hefði fjar- lægt öll ummerki við fætur sér. Ilann brosti og lagði blýantinn niður f vasann aftur. — Ég ber alltaf blýant á mér. Ég veit aldrt-i hvenær ég þarf á honum að halda. — Skrifið þér alltaf með blýanti en ekki með penna eða ritvél, spurði ég og braut ákaft heilann um hvernig ég ætti að skilja gjörð hans og hvað hann væri eiginlega að reyna að segja til þess að þetta yrði gert og þvi má ef til vill líka beina til hesta- mannafélaga, að þau taki upp nýja liði í sinu starfi. Þau gætu kannski fengið aðstöðu til að þjálfa hesta til þeirra verkefna sem nefnd voru og á þann veg gefið nýjum kynslóðum tækifæri til að kynnast þessum störfum. 0 Týnd net — dauðagildrur fiska „I Dagblaðinu 11. júní 1976 er fréttagrein og tvær myndir sem sýna stóran þorsk, sem lent hefur í ónýtum og týndum netadræsum úti af Snæfellsnesi. Þorskurinn var afar illa farinn, þótt hann héldi lífi, því l'A sm för voru um haus hans aftanverðan og kverk. Skipverjar á viðkomandi báti segjast áður hafa veitt fiska sem líkt var ástatt um. Má geta nærri hvílikar þjáningar þessi þorskur hefur verið búinn að líða. Augljóst er og hefur lengi verið að net í sjó eru einhver andstyggi- legustu veiðarfæri, sem um getur, fyrst og fremst vegna þess að mjög oft týnast net, oft mörg sam- an, og halda áfram að veiða i sig fiska, engum til gagns, en til ómældra þjáninga fyrir þau dýr sem í þeim lenda. Fiskveiðar eru yfirleitt grimmdarleg atvinnugrein, því ekki verður komizt hjá að þúsund- ir og milljónir dýra deyi á kvalar- fullan hátt. En við menn, sem teljum okkur hafa rétt til að hafa allt líf jarðarinnar í hendi okkar og hagnýta það að eigin geðþótta, höfum okkur það þó til afsökun- ar, að við séum að afla okkur viðurværis og annarra lífsnauð- synja. Orkar þó oft tvimælis hvort svo sé i raun og veru, eins og t.d. það atriði að nokkur hluti sjávar- afurða okkar fer til að kaupa áfengi og tóbak, sem illt eitt getur hlotizt af og nokkur hluti þeirra kvikmynda og sjónvarpsefnis sem inn er flutt, einnig fyrir andvirði sjávarafurða, vel,dur mengun hugarfars þeirra er á horfa og spillir þannig siðgæði þjóðarinn- ar. Týndnet, sem liggja í sjó vikum og mánuðum saman, í veiðifæru ástandi og halda áfram að veiða fisk, eru óverjandi blettur á veiði- mennsku okkar. Þar eru á ferð veiðitæki sem kvelja lífið úr nytjafiskum á seigdrepandi hátt og þó engum til gagns. Vmsir sjómenn eru algjörlega á móti notkun þorskaneta, vegna skaða, sem týnd net valda á fisk- stofnum. Og til eru þeir sem vilja banna notkun þeirra af þessum sökum. Ég er þeim alveg sammála, og ekki eingöngu vegna fjárhags- skaðans, sem þau valda, heldur einnig og raunar mikiu fremur vegna þeirra langvarandi dauða- þjáninga, sem þau valda fórnar- dýrum sinum, engum til gagns. 1 öllum athöfnum okkar til öfl- unar auðs og lífsgæða skyldi það ávallt vera fyrsta markmið okkar að valda lífverunum kringum okkur sem minnstum þjáningum. Því í rauninni eiga þær rétt á sinu lifi eins og við á okkar. Þessu skyldu'm við ekki gleyma. Ingvar Agnarsson." Víst er að fiskveiðar eru ein af fjölmörgum leiðum til að afla lífs- viðurværis og þar, sem á öðrum sviðum, verður að farga dýrum til manneldis — eins dauði er annars brauð mætti nefna í þessu sam- hengi. Hitt er náttúrlega óþarfi að leggja net fyrir þá fiska sem aldrei koma til með að verða nýtt- ir, en hér er sjálfsagt erfitt mál við að eiga, að finna týnd net. HÖGNI HREKKVISI ©1976 ' * McN.unht Syndicate, Inc. BÚNINGSKLEFAR rv ,Amma! — Högni þarf að fá nýjan sundbol/ G2P S\GGA V/öGA g ýlLVEWM — Suður-Kórea Framhald af bls. 1 yfirlýsingu Norður-Kóreustjórnar þar sem drápin á hermönnunum voru hörmuð. Áður hafði Banda- ríkjastjórn sagt að yfírlýsinguna væri ógerlegt að taka sem af- sökunarbeiðni, þar eð N- Kóreumenn tækju ekki ábyrgð á morðunum. I gær sagði banda- rfska utanrikisráðuneytið hins vegar að yfirlýsingin væri jákvætt skref. Ekki hefur verið gefin nein skýring opinberlega á 'j þessari breyttu afstöðu, en svo virtist sem Bandaríkjastjórn teldi að N-Kóreumönnum ætti að vera ljóst að frekari árásir á Banda- ríkjamenn yrðu ekki liðnar. í Seoul var skýrt frá því að ríkis- stjórnin í Washington hefði ráð- fært sig við stjórn S-Kóreu áður en tilkynnt var um hina breyttu afstöðu. — Líf á Mars? Framhald af bls. 1 niðurstöður þeirra eigin til- rauna sýni svo að varla verði dregið f efa, að ekkert Iff leynist á reikistjörnunni. Lfffræðingar eru furðu lostn- ir vegna þess að nánast hver einasta niðurstaða sem boð hafa borizt um frá Mars virðist boða til möguleika á lifi. Þeir gerðu meira að segja sérstaka könnun — svokallaða „eftirlits- prófun“ — á einu jarðvegs- sýninu og niðurstaðan varð sú sama. En Dr. Klaus Biemann, yfir- maður lffefnatilraunanna, hefur hins vegar fengið alveg gagnstæðar niðurstöður, og hann kveðst ekki geta komið auga á neitt sem bendi til að lff sé hugsanlegt á Mars. Hann og starfslið hans hafa leitað að lif- rænum samstæðum sem nauð- synlegar eru lffrænni starfsemi á jörðu, en ekkert hefur komið í leitirnar. Dr. Biemann hefur einkum leitað eftir merkjum um kolefni sem öll lífsform á jörðu byggjast á. — Fimm féllu Framhald af bls. 1 uðu í gær að reyna að fá 200.000 blökkumenn í Soweto sem vinna í hverfum hvftra i borginni til að leggja niður vinnu í þrjá daga, en margir verkamannanna brugðust ókvæða við aðferðum þeirra. Hins vegar herma fréttir í kvöld að um 60—70% þátttaka hafi verið i verkfallinu í dag. í gær urðu um 300 vefnaðarverksmiðjur að loka vegna verkfallsins. Þurrkar Framhald af bls. 1 að hafa helmingi minna vatn en venjulega. „Blómin verða að sölna, bílarnir verða að vera skft- ugir, og vatn til baða verður að nota aftur til að hreinsa salernis- skálar. Þvottavélar má aðeins nota einu sinni til tivsvar í viku og þá frekar með miklum þvotti f einu en oftar og minni þvotta". Hann sagði að fólk myndi fá áfram nægilegt vatn í bili, en það yrði þó að búa sig undir alls kyns óþægindi af völdum vatnsskorts- ins. Með tilliti til þess að iðnaðurinn og landbúnaðurinn nota þriðjung alls vatns í landinu sagði ráðherrann að hann myndi mælast til þess að sérstökum mönnum innan hvers fyrirtækis yrði falin umsjón með vatns- notkun þess. Hann sagði að stjórnvöld íhuguðu nú flutninga á vatni frá Skotlandi með tankskipi en þar eru vatnsból vel full, og einnig að flytja vatn frá Norður- Wales, þar sem ástandið er sæmi- Iegt, til Suður-Wales, þar sem liggur við að sé neyðarástand. Hann gat þess þó að flutningar með skipi eða gegnum leiðslur væru afar dýrir. Þá væri verið að kanna hugsanlega dýpkun borhola. Howell sagði að þótt venjuleg meðalúrkoma yrði í Bretlandi í vetur myndu viss héruð eiga i miklum erfiðleikum næsta sumar. Að minnsta kosti 152 mm úrkomu þyrfti til að bleyta í jörðinni áður en vatn tæki að safnast fyrir að ráði í vatnsbólunum. Howell mun fara i ferð um þurrkasvæðin á fimmtudag og föstudag, og mun hann fyrst fara til Wales, þar sem milljónir manns fá nú aðeins vatn sjö klukkustundir á dag. Þar mun einnig hefjast skömmtun á vatni til fyrirtækja frá og með næstu viku, og munu þau aðeins fá helming venjulegs vatns. — Miki snýr Framhald af bls. 1 Masayoshi Ohira fjármálaráð- herra. Miki slapp hins vegar klakklaust gegnum þingflokks- fund LDP f dag, þar sem hugsan- legt var að reynt yrði að fá sam- þykkt vantraust á hann. Slík til- laga kom ekki fram á fundinum, sem stóð aðeins stutta stund. Var einróma samþykkt tillaga þar sem hvatt er til einingar og umbóta innan flokksins. Miki sagði i sjón- varpi í kvöld að hann teldi fullar líkur á þvf, að unnt yrði að ná málamiðlun f viðræðum þeirra Fukuda og Ohira. — Ford Framhald af bls. 1 myndi þvf lftið tóm gefast fyrir hann til að kynna sér nægilega þau flóknu og umdeildu mál sem til umræðu yrðu. Ford stæði að þessu leyti betur að vígi með reynslu sfna við stjórnarstörf að bakhjarli, og kynni staða hans í skoðanakönn- unum að breytast í samræmi við það. Carter skýrði í dag frá því á fundi með fréttamönnum, að hann myndi þegar á fyrstu viku sinni sem forseti náða alla þá sem neituðu að gegna herþjónustu í Víetnamstrfðinu. „Ég mun ekki láta í ljós skoðun á því hvort þessir ungu menn hafi til sakar unnið eða ekki. Ég mun láta nægja að segja að þeim skuli fyrirgefið það sem þeir gerðu, — hvort sem það var rétt eða rangt,“ sagði Carter. — „í heyskap Framhald af bls. 10 geymslu. Svo þyrfti að þrífa fjósið og helzt vildi ég geta málað það lika. Siðan þarf náttúrlega að þvo vélarnar og koma þeim í geymslu og jafnvel að taka þær elztu i sundur og dytta að þeim á ýmsan hátt, þvi það má ekkert bila á sumrin. í hey- skap á sumrin verður nefni- lega allt að vera pottþétt ef vel á að vera. árós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.