Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JtUrgtmblabiii MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976 Birgir fsleifur Gunnarsson borgarstjóri leikur hér fyrsta leik í 7. Reykjavfkurskákmótinu í skák Inga R. Jóhannssonar og Miguel Najdorfs. Borgarstjóri lék c2—c4. (Ijósm. Ól.K.M.) Geirfinnsmálið: V-þýzkur rann- sóknarstofumaður tekinn til starfa STARFSHÓPIþeim, sem nú vinn- ur að rannsókn Geirfinnsmálsins svonefnda og öðrum málum tengdum þvf undir stjórn v-þýzka rannsóknarlögreglumannsins Karl Schiitz, hefur nú bætzt frekari liðsauki frá V-Þýzkalandi, þar sem er sérstakur rannsóknar- stofusérfræðingur. Þjóðverji þessi er þegar tekinn til starfa og hefur aðstöðu í tækni- deild rannsóknarlögreglunnar. Maðurinn er hámenntaður líf- efnafræðingur sérhæfður í efna- greiningu fyrir lögreglu vegna sakamála. Það sem af er hefur rannsókn starfshópsins aðallega beinzt að hvarfi Guðmundar Einarssonar í Hafnarfirði og í fyrri ferðinni hingað til lands tók Karl Schiitz með sér út ýmis gögn, sem þessi þýzki rannsóknarstofumaður hefur síðan athugað og greint. Mun þýzki sérfræðingurinn m.a. staðfesta hér fyrir dómi þær rannsóknir og niðurstöður sem hann hefur fengið. Nu starfa sjö islenzkir rann- Framhald á bls. 27 UPPBOÐI á Álfsnesi, jörð Sigur- bjarnar Eirfkssonar á Kjalarnesi hefur verið frestað, þar sem lög- færðingur uppboðsþola, Sigur- bjarnar, hefur áfrýjað uppboðs- skilmálum til Hæstaréttar, sem enn hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn. Morgunblaðið spurði Inga Ingimundarson, FYRIRLIÐI OG MARKA- KÓNGUR — Valsmenn tryggðu «ér íslandsmeistara- titilinn í knattspyrnu í gær- kvöldi er þeir sigruðu Þrótt 2:0. Ingi Björn Albertsson skoraði bæði mörk Vals og á myndinni sést Ingi, sem er fyrirliði Vals og markahæstur í 1. deild, fagna fyrra marki sínu i gær. Ljósm. Rax. hæstaréttarlögmann, sem er lög- maður Sigurbjarnar á hvaða for- sendum hann hafi áfrýjað og kvað hann það hafa verið gert til þess að fá rýmri skilmála. Ingi Ingimundarson sagði að hann hefði lagt ríka áherzlu á það við skjólstæðing sinn að hann Framhald á bls. 27 Lögmaður Sigurbjarnar Kiríkssonar um Alfsnessuppboðití; Vill hagstæðari greiðsluskilmála en almennt tíðkast Gerbreytt ástand eftir nokkur ár að mati fiskifræðinga: •ir Líkur fyrir góðri og sterkum stofni þorskveiði stóraukast — Klak allra nytjafiska við Island hefur tekizt frábærlega vel í vor. KLAK allra nytjafiska við Islandsstrengur hefur tekizt frá- bærlega vel í sumar og eru þetta einhverjar beztu fréttir, sem lengi hafa borizt — sögðu fiski- fræðingar, sem Morgunblaðið ræddi við I gær. Þorskklakið hefur tekizt mjög vel, þótt hrygningarstofninn, sem er frá 1968, hafi verið fremur lélegur og sýnir það, hve ytri skilyrði I sjónum geta haft mikið að segja. Unnt verður að byrja að grisja stofninn eftir um það bil 4 ár — fari allt vel og ekkert komi fyrir séiðin þangað til. Kynþroska verður svo þorskurinn 7 ára eða 1983. Sigfús Schopka fiskifræðingur sá er skrifaði hina margumtöluðu svörtu skýrslu um ástand þorska- stofnanna við Island, kvað hér vera um mikla gleðifrétt að ræða. Sagði hann að þessi árgangur myndi koma til með að vega upp á móti lélegum árgöngum þorsks frá árunum 1974 og 1975 — ef ekkert hendir þessi seiði á lífs- leiðinni þangað til þau fara að koma fram í veiðinni, sem verður eftir 4 ár eða 1980. Kvað hann stofninn þurfa að fá að verða í friði fram að því en þá kvað Sig- fús óhætt að grisja hann eitthvað. Sigfús benti þó á að margt gæti hent þessi seiði. Hann kvað fiski- fræðinga hafa átt von á sterkum stofni frá klakinu 1973, en nú virtist sem hann mundi ekki koma út eins sterkur og vonazt var til. Verður styrkleiki þess stofns þó eitthvað fyrir ofan meðaltal. Hins vegar sýndu seiðarrannsóknir 1972 að lélegt klak hefði átt sér stað, en það Framhald á bls. 27 Forseti lagNadeildar Háskólans: Telur nafnbirtingu sjálf- í ávísanamálinu ENGAR veðurfarsbreytingar voru sjáanlegar í gær og sagði veðurfræðingur á Veðurstofunni að búast mætti vð meira eða minna samfelldri rigningu næsta sólarhring eða skúraveðri. Þó verður veður milt. Þá er heldur ekki búizt víð breytingum á Norð- austurlandi, en þar var mjög gott veður í gær. sagða MJÖG hefur verið til umræðu undanfarið vegna ávfsanamis- ferlis þess, sem nú er í frum- rannsókn, hvort birta skuli þegar f stað nöfn þeirra manna sem tengdir eru þessu máli eða beðið með það, þar til dóms- kerfið hefur fjallað frekar um málið. Mjög andstæðar skoð- anir eru uppi manna á meðal og má benda á, að Ólafur Jóhannesson dómsmálaráð- herra hefur lýst þvf yfir að hann telji sjálfsagt að birta nöfn þessara manna nú þegar, en af hálfu sakadóms hefur komið fram, að ekki komi til greina að embættið birti nöfnin á þessu stigi. Morgunblaðið sneri sér í gær til þriggja manna, þeirra Sigurðar Lfndals, forseta lagadeíldar Háskóla tslands, Ólafs Ragnars Grfmssonar prófessors og Bene- dikts Blöndals hæstaréttarlög- manns og leitaði álits þeirra á þessu atriði. SAKLAUSIR MENN DREGNIR INN I SAKAMAL „Ég er þeirrar skoðunar að birta eigi nöfn í saka málum í miklu ríkari mæli en gert er, og þá einnig í þessu tiltekna máli“ sagði Sigurður Líndal þegar álits hans var leítað. Kvaðst hann styðja þá skoðun sfna bæði við varnarsjónarmið, þ.e. að rétt væri að þekkja afbrota- mennina, og einnig við það sjónarmið, að þessi leynd sém nú hvíldi einatt yfir rannsókn sakamála leiddi til þess að ýms- ir alsaklausir menn væru dregnir inn í þau. Sigurður kvaðst sjálfur hafa heyrt nöfn- um fleygt í sambandi við ávís- anamisferlið, sem nú væri Framhald á bls. 27 Benedikt Ólafur Sigurður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.