Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST 1976 5 Samgönguáætlun Norðurlands: 10 milljarðar til vegaframkvæmda FRAMKVÆMDASTOFNUN rfkisins hefur sent frá sér sam- gönguáætlun fyrir Norðurland, sem unnin hefur verið af áætl- unardeild stofnunarinnar I samráði við samgönguráðu- neytið, Vegagerð ríkisins, Flug- málastjórn og II: fnamálastofn- un. Áætlunin er sett fram sem mat Framkvæmdastofnunar- innar á samgönguþörfum Norð- urlands og Stranda, en án allra skuldbindinga af hálfu rfkis- stjórnarinnnar eða fjárveit- ingavaldsins. Framkvæmdaþörf í vegamál- um hefur verið metin miðað við ársbyrjun 1976 og þá tekið tillit til nýrra vegstaðla og sérstakra framkvæmdaákvarðana ásamt endurmati kostnaðar. Niður- staðan varð 6.626 millj. kr. mið- að við verðlag í ágúst 1975, en það er viðmiðunarverðlag vega- framkvæmda í áætluninni. Sé bætt við áætluðum kostnaði við uppbyggingu Norðurlandsveg- ar með bundnu slitlagi til Akur- eyrar, er verkefnamat talið nema 10.300 millj. kr. Mælt er með því í áætluninni, að heils- árssamband um vegi verði látið sitja í fyrirrúmi fyrir slitlags- og hraðbrautaframkvæmdum, þótt á þeim sé einnig brýn nauðsyn. Kostnaðaráætlun vegaframkvæmda skiptist eftir byggðum á eftirfarandi hátt (miðað við verðlag í ágúst 1975). milljónir kr. Strandabyggð 158.7 Húnaflóabyggð 1.315.8 Skagaf jarðarbyggð 1.064.5 Eyjaf jarðarbyggð 2.532.9 Skjálfandabyggð 759.1 Norðausturbyggð 795.2 I þessari áætlun er ekki gert ráð fyrir bundnu slitlagi í sam- ræmi við það sem segir að ofan, enda er það talið einsýnt í áætl- uninni, að meiri þörf sé á að lengja þann tíma, sem vegirnir eru opnir og auka burðarþol þeirra. Áætlanir um vegafram- kvæmdir svo og aðrar sam- gönguleiðir byggjast að vísu að miklu leyti á arðsemismati, en það er ekki einhlýtt við ákvarð- anatöku, þar sem það mælir ekki byggðavanda og félagsleg atriði. Framkvæmdaþörf vegna flugvalla á Norðurlandi hefur verið metin í einstökum atrið- um fyrir hvern flugvöll og er heildarniðurstaðan 1.090 millj. kr. Eru téknir með allir flug- vellir sem reglubundið flug er til, allt frá Gjögri austur í Vopnafjörð og höfð hliðsjón af flugumferð o.fl. Segir í áætlun Framkvæmdastofnunarinnar, að Norðurland sé allvel skipað flugvöllum og telur hún ekki nauðsyn á gerð nýrra flugvalla á stöðum, þar sem engir eru fyrir, heldur endurbætur og er aðeins gert ráð fyrir endur- byggingu eins flugvallar, sem ekki þjónar reglubundnu flugi, þ.e. á Ölafsfirði. Ekki hefur þótt fært að skipa flugmála- framkvæmdum niður í ár líkt og gert er við vegaframkvæmd- ir þar eð í undirbúningi er núna 4 ára áætlun hjá flug- málastjórn og er beðið niður- stöðu hennar. En miðað við mat sem byggist á farþegafjölda, vöruflutningum, tengslum við umhverfi o.fl. hefur flugvöllum á Norðurlandi með reglu- bundnu flugi sumarið 1975 verið skipað í eftirfarandi flokka, sem hafa má til hlið- sjónar við röðun framkvæmda í forgangsröð: 1. Akureyri 2. Sauðárkrókur, Húsavík 3. Siglufjörður, Þórs- höfn 4. Gjögur, Grfmsey, Blöndós, Raufarhöfn, Vopna- fjörður 5. Mývatnssveit, 6. Hólmavlk, Hvammstangi, Kópasker. Það er skýrt tekið fram, að þetta er engan veginn endanleg forgangsröð flugvallaframkv. I kaflanum um hafnarmál hafa verið athuguð fjármál hafnarsjóða, — þjónustuhæfni og ástand hafnanna. Áætlað er að um 3.000 millj. kr. muni kosta aó koma höfnum á Norðurlandi og á Ströndum í gott horf og er það um þrefalt hærri upphæð en gert er ráð fyrir í 4 ára áætlun Hafnamála- stjórnar fyrir sama svæði. Fjallað er um aðferðir til að mæla, hvernig skipta eigi tak- mörkuðu fjármagni til hafnar- framkvæmda milli einstakra hafna. Nauðsynlegt er talið að gera einhvers konar mat á gildi hafna til leiðbeiningar. Ekki er hægt að styðjast við arðsemis- athuganir eingöngu, þar sem gildismat fiskihafna á íslandi er flóknara fyrirbæri en hjá stærri þjóðum, og óbein nýting að jafnaði meiri. Til viðbótar arðsemis- og öryggissjónarmið- um koma að auki byggðasjónar- mið. Aðalreglan hljóti að vera að saman fari þéttbýlisstaður og höfn, og hafa verði 1 huga að enda þótt ástæða sé til að fækka höfnum eða sameina þær á nokkrum stöðum á landinu, þá séu til staðir, þótt smáir séu, þar sem verður að vera höfn ef byggó á að haldast. Fram kemur í áætluninni að á Norðurlandi og Ströndum eru skráðar 26 hafnir og þeim lýst. Telur Framkvæmdastofnunin að mörgu sé ábótavant í al- mennri þjónustu þeirra hafna og að gagnvart þjónustu við tog- ara sé ástandið enn verra. Að jafnaði veitir aðeins rúmur helmingur hafnanna fullnægj- andi þjónustu fyrir bátaflot- ann, að undanskildum trillum, en 37% fullnægjandi aðstöðu fyrir togara. Þó er aðeins talið að sex hafnir hafi fullnægjandi skjól og viðleguaðstöu fyrir tog- ara. Áætlanir Framkvæmda- stofnunarinnar taka tillit til þeirra breytinga, sem nauðsyn- legar yrðu til að bæta aðstöðu togara, en í 4 ára áætlun Hafna- málastjórnar er aðeins gert ráð fyrir brýnustu þörfum. Þre- földun kostnaðaráætlunarinnar mun m.a. rekja rætur sinar til þessa. Auk mats framkvæmdaþarfa i samgöngugreinunum eru i áætlun Framkvæmdastofnun- arinnar birtar ýmsar upplýsing- ar um þjónustustarfsemi flutn- ingagreina gagnvart Norður- landi og um samgöngumál al- mennt. Eins og segir i upphafi fylgja áætlunarverkinu engar skuldbindingar af hálfu ríkis- stjórnar eða fjárveitingavalds og ekki er miðað við fastmótað áætlunartímabil, þótt talið sé, að metnum þörfum vegamála og flugmála þurfi að mestu að fullnægja innan áratugs. Gjafir til uppbygg- ingar Hóla í Hjaltadal SUNNUDAGINN 3. ágúst færði Jón H. Þorbergsson fyrrum bóndi Laxamýri stofnsjóði kristilegs heimavistarskóla á Hólum í Hjaltadal, fimmtíu og fimm þús- und krónur, og hefur hann þá gefið í þessu skyni á annað hundrað þúsund krónur. Jon lét þess getið um leið að hann skoraði á Norðlendinga að fylkja sé um þetta málefni, að reisa lýðháskóla á Hólum, sem hann nefndi mesta menningar mál þeirra. Og nýlega bárust mér í hendur fimmtfu þúsund krónur frá hjón- unum Birni Jónssyni hreppstjóa og Kristinu Kristinsdóttur, Bæ Skagafirði, sem hjónin gefa í til- efni af gullbrúðkaupi sínu. Þau votta með þeim hætti hlýhug sinn til uppbyggingar Hólastaðar. Ég þakka þessar fögru gjafir og bið gefendum blessunar Guðs. Akureyri, 20. ágúst Pétur Sigurgeirsson Leiðarvísir að Vatnsdalsá GEFINN hefur verið út „Leiðar- vísir fyrir veiðimenn" í Vatns- dalsá, sem eins og kunnugt er er ein af helztu laxveiðiám í Húna- vatnssýslu. I leiðarvísinum er ánni lýst frá upptökum til ósa og birt er loftmynd, sem unnin er af Ágústi Böðvarssyni hjá Landmæl- ingum ríkisins. Texti leiðarvfsis- ins, sem er fremur stuttur, er bæði prentaður á íslenzku og ensku. Þrjár litmyndir eru á leið- arvísinum, sem prentaður er í Kassagerð Reykjavíkur. Lítil loðnuveiði RÓLEGT var yfir loðnu- miðunum og svo til engin veiði síðasta sólarhring að því er Loðnunefnd tjáði Mbl. í gær og var það vegna brælu. í gær var þó veður eitthvað að batna og voru bátar farnir að kasta, en engar spurnir höfðu fengizt af aflabrögðum. Þó hafði einn bátur tilkynnt afla. Var það Rauðsey, sem fengið hafði 180 tonn. AliGI.VSINGASlMINN ER: 22480 JR*ríunbtet»ib Flugvél til sö/u 77/ sölu er flugvélin TF-Örn sem er Piper Aztec PA 23 — 250 C. Flugvélin verður til sýnis hjá Guðjóni Sigurgeirs- syni, flugvirkja, Reykjavíkurflugvelli. Frekari uppl. gefur flugfélagið Ernir h.f., sími 94-3898. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA- SIMINN ER: 22480 MEGRUNARLEIKFIMI \ < Nýtt námskeið Vigtun — Mæling — Gufa Ljós — Kaffi — Nudd Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga kl. 13 — 22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.