Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, sfmi 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. I' síðustu viku birti Morgunblaðið athyglis- verðar fréttir um hlutfall ríkisútgjalda af vergri þjóðarframleiðslu á árabil- inu 1968 til 1976. Við at- hugun kemur í ljós, að séu framlög til almannatrygg- inga og niðurgreiðslna undan skilin hefur þetta hlutfall breytzt sáralítið á þessu tímabili. Hins vegar sýna þessar tölur, að fram- lög til þessara tveggja málaflokka, almannatrygg- inga og niðurgreiðslna, verða stöðugt stærra hlut- fall af vergri þjóðarfram- leiðslu. Vaxandi útgjöld hins op- inbera kalla á aukna skatt- heimtu ríkis- og sveitarfé- laga. Þessir aðilar seilast eftir stærri og stærri hluta þeirra tekna, sem einstakl- ingar afla til þess að standa undir sívaxandi útgjöldum. Þegar þessi skattheimta hefur náð ákveðnu marki, hljóta skattgreiðendur að segja: Hingað og ekki lengra. Ekki er ólíklegt, að skatt- heimta opinberra aðila hér á íslandi sé komin á það stig, að almennir skatt- greiðendur uni því ekki að lengra verði gengið í þeim efnum. En um leið og menn lita svo á, að hér verði að nema staðar í auk- inni skattheimtu er og ljóst, að útgjaldaaukning hins opinbera í hlutfalli við þjóðarframleiðslu hlýtur að stöðvast. Þá vaknar sú spurning hvar á að stöðva? Hvar á að draga saman seglin eða a.m.k. stöðva aukningu? Þegar höfð er i huga sú staðreynd, að raunveruleg aukning ríkisútgjalda kem- ur fyrst og fremst fram í stórauknum framlögum til almannatrygginga og nið- urgreiðslna, verður ljóst, að umtalsverðum sparnaði verður tæpast hægt að koma við í hinum opinbera búskap, nema þessir tveir útgjaldaþættir verði teknir til gaumgæfilegrar skoðun- ar. Gífurlegir fjármunir fara í gegnum almanna- tryggingakerfið á hverju ári. Þar sem um svo mikla fjármuni er að ræða og kerfið umfangsmikið má líklegt telja að víða sé pott- ur brotinn, og að peningar renni þar út að óþörfu. Stöðug og rækileg athugun á almannatryggingakerf- inu er því eðlileg og könn- un á því hvar hægt er að spara fjármuni skattgreið- enda. Ýmsar vakna. Á þessu ári er skyndilega byrjað að afgreiða sum lyf ókeypis. Hvaða rök liggja til þess? Fleiri spurningum af þessu tagi mætti varpa fram. Frá markmiðum al- mannatrygginga má hins vegar ekki hverfa. Mark- mið þeirra hlýtur fyrst og fremst aö vera, að búa svo í haginn fyrir sjúka og aldr- aða og þá, sem af einhverj- um ástæðum eiga í erfið- leikum í samfélagi okkar, að gera þessum aðilum kleift að búa við mannsæm- andi lífskjör, en jafnframt er ástæða til að íhuga, hvort ástæða sé til að tekjuháir einstaklingar njóti bóta almannatrygg- inga til jafns við aðra. Niðurgreiðslum hefur mjög verið beitt í sambandi við kjarasamninga og þær hafa gjarnan verið tæki ríkisvaldsins til þess að greiða fyrir samningum og halda niðri verðlagi á nauð- synjavörum. Niðurgreiðsl- urnar hafa haft mikla þýð- ingu i þeim efnum, og fár- ánlegt væri að ætla að hægt væri að fella þær nið- ur með öllu. En ekki má ganga of langt í niður- greiðslum. Það hefur í ein- á síðustu árum og haft slæmar afleiðingar. eftir JÓN Þ. ÞÓR Gamaldags Talskák ENGUM manni er Tal líkur. Eftir hinn góða sigur Robert Byrne yfir Smyslov I 12. um- ferð og ágæta taflmennsku fram til þessa munu fáir hafa spáð því, að Byrne yrði að gef- ast upp eftir aðeins 22 leiki gegn Tal. En svo er það, þegar Tal nær sókn stenzt fátt. 15. leikur Tals, h4 hefur varla kom- ið Byrne á óvart, en aftur á móti þykir mér líklegt að hon- um hafi yfirsézt hinn snjalli 17. leikur hvíts. Og eftir það átti hann enga vörn. Hvltt: Tal Svart: Byrne Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Dxd4 — Rc6, 5. Bb5 — Bd7, 6. Bxc6 — Bxc6, 7. Rc3 — Rf6, 8. Bg5 — e6, 9. 0-0-0 — Be7, 10. Hhel — 0-0, 11. Dd2 — Da5, 12. Rd4 — Hac8, 13. Kbl — Kh8, 14. f4 — h6, 15. h4 — hxg5,16. hxg5 — Rxe4,17. Dd3! — Bxg5, 18. Rxe4 — Bxe4, 19. Hxe4 — Bh6, 20. g4 — f5, 21. Hxe6 — Bxf4, 22. Rxf5 og Byrne gafst upp. Og nú nælir júgóslavneski stórmeistarinn Matnovic sér í góðan punkt. Hvftt: Csom Svart: Matnovic Enskur leikur 1. c4 — Rf6, 2. g3 — c6, 3. Bg2 — d5, 4. Dc2 — g6, 5. Rf3 — Bg7, 6. d3 — 0-0, 7. 0-0 — He8, 8. b3 — e5, 9. Bb2 — Rbd7, 10. e4 — dxe4, 11. dxe4 — Bf8, 12. Rc3 — Dc7, 13. Hfdl — a5, 14. Framhald á bls. 19 Magnús Björnsson: Lokaorð um ljóð Ég vil ljúka spjalli mínu við sveitunga minn, frænda og vin, Helga Hálfdanarson, með því að benda honum á, að síð- asta svargrein hans til mín í Morgunblaðinu þann 22. þ.m. er óbein viðurkenning á því sem ég hélt fram í upphafi, að honum hefði að réttu lagi borið að velja svo kölluð- um þýðingum sínum á japönskum ljóðum hefð- bundið bragform. Og þar hefði hann þurft að vanda mjög til valsins. í greininni segir H.H. réttilega, að formið sé það sem úrslitum ráði um farnað sérhvers skáld- verks. Og þá er að sjálf- sögðu ekki um það eitt að ræða, hvernig á tilteknu formi er haldið, enda þótt sjálf vinnubrögðin hljóti ævinlega að skipta meg- inmáli. Hitt er ekki síður mikilvægt, hvaða form er valið aö tilteknu efni. Þar vitna ég einmitt til þess samanburðar, sem H.H. gerir á eigindum ljóð- forms og prósa. Þegar hann leyfir sér að þýða á lausamál hefðbundið ljóðverk af annarri tungu, þá er hann að sarga á einn streng þann tónskap, sem var saminn handa hljómsveit. Kannski hefði hann að þessu sinni komizt af með höglátan styrk fárra hljóðfæra; en hljómsveit þurfti hann eigi að síður. Hitt er að sjálfsögðu jafn-rétt fyrir því, að gildi hvers ljóðs á meira undir efni en formi, þó að einungis gott form, sem vel er á haldið, geti gert góðan skáldskap að lista- verki. Ég gat þess áður í þess- ari viðræðu, að fríljóð veitti mönnum það sýnd- ar-frelsi um form, sem flestum reyndist ærinn háski. Ég gat einnig um merkar nýjungar í skáld- legri hugsun, sem fram hafa komið á síðari tím- um. Þar gegnir raunar líku máli og um form frí- ljóðsins. Að því leyti, sem horfið var frá klassískri kröfu um rökvísi, hlaut einnig þar að hilla undir það sýndar-frelsi, sem ýmsum yrði hált á. Enda hefur raunin orðið sú hin sama og um formið. Ógrynni af hraklegu prósa hafa verið „ort“ í blóra við fríljóð, og í skjóli skáldlegs rökfrelsis í ljóðrænni hugsun hafa verið ,,samin“ heil ver- aldarbýsn af allsendis marklausu rugli. Á því svelli hafa ekki mörg ís- lenzk skáld getað fótað sig, þó að víst séu þau til. í grein sinni vildi H.H. gera mörkin milli ljóð- forms og prósa svo loðin, að þar yrði ekki á milli greint. Af því leiðir, að „vanddregið verður í dilkana“, eins og hann sjálfur kemst að orði. Þetta má raunar mein- laust kalla, þegar svo virðulegt skáldskapar- form sem prósa tekur við þar sem ljóðforminu sleppir. Öðru máli gegnir um hin óglöggu mörk skáldlegrar hugsunar. Því þar tekur við á aðra hönd óskáldleg rök- hyggja, en alger mark- leysa á hina. Og þegar út i þá hliðina hallar, kann ýmsum að þykja „vand- dregið i dilkana“, og kall- ast þá jafnvel eitt og ann- að skáldskapur, sem í eðli sínu er rugl. Og það er öllu háskalegra fyrir menn og málefni en hitt, að eitthvað af lausamáli sé ranglega kallað ljóð. Að svo mæltu þakka ég H.H. fyrir þessi orða- skipti, og fyrir góð kynni allt frá því við ^orum að alast upp norður á Sauð- árkróki, löngu áður en orðið „formbylting“ var upp fundið. Setjarar Morgunblaðsins þykjast vera menn leturglöggir og halda því fram, að mér beri einnig að þakka H.H. fyrir lánið á ritvél. Framlög til almannatrygginga og niðurgreiðslna spurningar stökum tilvikum verið gert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.