Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST 1976 Lada Topas Mælaborðið Htur mjög þokkalega út. 1 þessum bíl eru aukahlutir svo sem útvarp, segulband, hiti f afturrúðu og yfirdekk á stýris- hjðli. ÁRIÐ 1972 var hafin framleiðsla á Lada bfl- unurn f Sovétríkjunum. Verksmiðjur voru reist- ar í Togliatti með aðstoð ftölsku bflaverksmiðj- anna Fiat. Það er hinn rússneski Fíat, sem á Vesturlandamálum kall- ast Lada. Annars kallast hann Shiguli VAZ. Lada 1200 var upphaf- lega byggður á Ffat 124 gerðinni. Ffnna módel var fijótlega smíðað og var það Lada 1500 eða Lada Topas. Topasinn er mun Ifkari Fiat 125, sem var fyrirrennari Fiat .132. Lada Topas er hins vegar nokkru þyngri en 125 gerðin vegna annars efnis, sem í bílinn er not- að. Topasinn vegur 1030 kg. óhlaðinn. Lada Topas er sennilega vandaðasti rússneski billinn, sem hér er fáanlegur, enn sem komið er a.m.k. Bráðlega mun þó vætanlegur hingað bíll, sem er enn meiri lúxusútgáfa af Lada. Vélin er fjögurra strokka, 1452 rúmcm og 84 hestöfl (SAE) við 5600 snún./mín. Þjöppun 8,8:1. Viðbragðið er gefið um 15 sekúndur frá 0—100 km/klst., en vinnslan er mjög þokkaleg upp í 120 km/klst., þá dregur nokkuð úr hámarkshraðanum, sem er um 150 km/klst. er ekki náð nema við hagstæð skilyrði. Hægt er að keyra í fjórða gír alveg frá um 30 km/klst. hraða. Ekki er þó æskilegt að fara niður fyrir 2000 snún./mín. í fjórða. Snúningshraðamælirinn er einn margra mæla í mæla- borðinu. Auk hans eru hraða- mælir, bensínmælir, olíuþrýst- ingsmælir og vatnshitamælir. Allir eru þeir með rússneskum áletrunum en auðvelt á samt að vera að þekkja hver er hvað. Krafturinn er þannig ágætur í raun. Ladan er hins vegar þung í stýri, sérstaklega við „parkeringar“ og hefði ekki veitt af vökvaaðstoð á stýri. Gormafjaðrir eru að framan og aftan og eru þær fremur stífar, sem gerir bílinn nokkuð hast- an. Billinn lætur hins vegar vel að stjórn í holum. Högg frá djúpum holum finnast áþreif- anlega á stýrishjólinu. Lausa- mölin er öllu varasamari eins og raunar á flestum bílum, en Topasinn, sem ég prófaði, bremsaði nokkuð skakkt en væntanlega hefur það einungis verið vegna vanstillingar. Bremsurnar eru að öðru leyti mjög góðar, diskar eru að fram- an en borðar að aftan og vökva- aðstoð þýðir fislétt ástig. Lada Topas er sæmilega rúm- góður aftur í en nokkuð er lágt til lofts. Sætin eru allgóð en bök framsætanna mættu vera hærri. Frágangur bílsins að innan er allur vandaður og far- angursrými er gott og vandlega klætt að innan. Dekkin eru 13 tommu og hæð undir lægsta punkt er 17 cm. Billinn er 411,5 cm langur og 161 cm breiður. Bíllinn yfirstýrir nokkuð á mikilliferð (þ.e. hefur tilhneig- ingu til að setja afturendann út á hlið). Hita- og loftræstikerfið er gott og miðstöðin er tveggja hraða. Útsýni úr bílnum er mjög gott nema hvað glugga- póstar að aftan eru nokkuð breiðir. Lada Topas kostar nú um kr. 1215 þúsund og er ryðvörn inni- falin. Umboðið hefur Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Suður- landsbraut 14. br.h Gott pláss er 1 vélarrúminu og auðvelt að komast að helztu hlutum. Líbanon: Stríðsaðilar ræða vopnahlé á föstudag Beirút 24. ágúst — Reuter. HELDUR dró úr bardögum 1 Líbanon 1 dag er friðargæzlulið Arababandalagsins gerði nýja til- raun til að koma á tryggu vopna- hléi með þvf að kveðja alla aðila að átökunum ( landinu saman til fundar á föstudag. Stjórnmála- skýrendur 1 Damaskus spáðu þvf ennfremur í dag, að sú ákvörðun sýrlenzku rfkisstjórnarinnar f gærkvöldi að samþykkja að taka þátt 1 nýjum leiðtogafundi Araba- rfkja um Lfbanonmálið kunni að verða tilraununum ti að koma á friði mikill styrkur, þar eð Sýr- lendingar séu eina þjóðin sem geti haft nokkur áhrif á strfðsað- ila f Lfbanon. Til þessa hafa Ifbanskir hægri menn verið hlið- hollari sáttatilraunum Sýrlend- inga en sams konar viðleitni Arababandalagsins. Sýrland er sjötta landið sem samþykkir þennan leiðtogafund, sem Kuwait stakk upp á í síðustu viku. Þegar hefur Arababanda- lagið fengið vilyrði fyrir þátttöku frá Bahrain, Súdan, Marokkó, Túnis, Norður-Jemen og Jórdaníu. Ekkert hefur verið ákveðið um dagsetningu eða fundarstað og er ekki búizt við slíkri ákvörðun fyrr en eftir utan- ríkisráðherrafund bandalagsins 4. september. Camille Chamoun, leiðtogi hægri manna, hitti i dag að máli Mohammed Hassan Ghoneim hershöfðingja og yfirmann gæzlu- liðs Arababandalagsins. Var haft eftir hershöfðingjanum í útvarps- stöð hægri manna að allir deiluað- ilar myndu koma saman til fund- ar n.k. föstudag til að ræða nýja vopnahléstillögu sem lögð er fram af gæzluliðinu. Útvarp vinstri sinna í Beirút skýrði síðar í dag frá því, að Ghoneim hershöfð- ingja hefði einnig tekizt að ná samkomulagi við herflokka þá sem staðið hafa í stórskotaliðsár- ásum á Beirút um að hætta árás- um á íbúðarhverfin frá og með deginum í dag. Svipað samkomu- lag hefur verið gert margoft áður án árangurs, og bíða borgarbúar átekta. Bretar veðja um lok þurrka Lundúnum — 24. ágúst — Reuter. FÁTT er svo með öllu illt, að ekki boði eitthvað gott, og uppþornaðir Bretar geta framvegis huggað sig við að veðja um það hvenær þurrkarnir miklu taki enda. Þeir, sem vilja veðja ákveðinni upphæð um að tiltekinn dag nemi úrkoma a.m.k. einum tfunda úr millimetra — sem er minnsta mælanleg úrkoma — fá upphæð- ina tffaldaða, ef tilgáta þeirra reynist rétt. Veðmál hafa löngum verið þjóð- arskemmtun Breta, og þátttakan er þegar orðin mikil. Hingað til hafa flestir veðjað á 6. september, sem er mánudagur. Ef það verður fyrsti rigningardagurinn, verður sá mánudagur ekki til mæðu, því að í Bretlandi hefur ekki komið dropi úr lofti síðan 20. júlí s.l. Veðurfræðingar spá því, að næsta öruggt sé, að ekki muni rigna fyrr en í fyrsta lagi n.k. föstudag, en lengra nær spáin ekki. Venjulega verða veðra- brigði í Bretlandi í september- mánuði, en þar í landi treysta menn því ekki lengur að veður- Líbanar til Kýpur Nikósíu — 24. ágúst NTB YFIRVÖLD f Nikósíu hafa ákveðid að krefjast vega- bréfsáritunar af Líbönum, sem koma til Kýpur. Ástæðan er sú að mikill fjöldi Lfbana hefur að und- anförnu streymt til eyjar- innar, og hefur útlendinga- eftirlitið átt fullt í fangi með að hafa reglu á ferð- um þeirra þangað. Vitað er að einnig hefur fjöldi Palestínuaraba komið til Kýpur frá hafnar- borgunum Tripoli, Týros og Sídon í Líbanon. Telja yfirvöld á eynni, að alls hafi milli 25 og 30 þúsund manns komið til Kýpur frá Líbanon á undanförnum mánuðum. guðirnir hagi sér með hefðbundn- um hætti eftir það sem á undan er gengið. Batman kom til bjargar Jórvík — 24. ágúst — Reuter. LÖGREGLAN f Jórvfk vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Batman, „leðurblöku- maðurinn" vígreifi, vippaði sér inn á stöðina, þar sem ver- ið var að yfirheyra mann, sem lá undir grun um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Batman hafði ekki verið lengi innandyra þegar hann hóf afskipti af máli hins grunaða manns, en brátt kom í ljós, að þar fór Michael Ashley- Brown lögmaður í dularklæð- um. Hann hafði verið staddur á grímudansleik, þegar hann fékk boð um að koma skjól- stæðingi sínum til aðstoðar. Svo snarlega brást lögmaður- inn við, að hann gaf sér ekki tíma til að fara heim og hafa fataskipti. Sismik I íhöfn Ankara — 24. ágúst — NTB TYRKNESKA olfuleitarskipið Sismik I lauk í dag þriðja leiðangri sfnum í leit að olfu f Eyjahafi. Skipið er nú í höfn í Ismír, þar sem það verður í viku, en ætlunin er að koma fyrir nýj- um tækjum um borð. Skipið hefur að undanförnu verið við oliuleit I námunda við grísku eyjarnar Khíos og Ikaríu, en þær eru rétt vestur af Ismír. Gríska stjórnin hefur tvívegis mótmælt olíuleit Tyrkja á þessum slóðum, þar sem hún stofni heims- friðnum í hættu og sé í andstöðu við alþjóðalög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.