Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976 27 HAUKAR OG ÍBÍ DEILDU STIGUNUM HAUKAR og ÍBl skildu jöfn er liðin mættust 1 2. deild f knatt- spyrnu I Kaplakrika á sunnudag- inn. Skoruðu liðin eitt mark hvort, en einu áhrifin, sem þessi úrslit hafa á stöðuna f 2. deild eru þau að Haukar eru öruggir'um áframhaldandi veru f 2. deild, enda væri annað óeðlilegt, þar sem liðið hefur ágætum leik- STAÐAN STAÐAN f 2. deildinni f knatt- spyrnu er nú þessi: IBV 14 12 2 0 57:10 26 Þór 14 9 4 1 37:13 22 Ármann 15 6 4 5 25:20 16 Völsungur 14 5 4 5 21:22 14 KA 15 5 4 6 26:28 14 Haukar 14 4 3 7 21:27 11 ÍBf 14 3 5 6 16:28 11 Selfoss 14 3 3 8 21:45 9 Reynir 14 2 1 11 13:44 5 Markahæstu leikmenn eru: Örn Óskarsson tBV 23 Gunnar Blöndal KA 13 Jón Lárusson Þór 13 Tómas Pálsson IBV 13 ^íi iniiiiiiisBa—— IIDróMlrl mönnnm á að skipa, og óskiljan- legt hve illa þvf hefur gengið f sumar. tsfirðingar voru fyrri til að skora og var Gunnar Pétursson þar að verki. Vippaði hann knett- inum yfir markvörð Haukanna, sem var framarlega í vítateignum. Markið verður þó að skrifast á reikning annars bakvarðarins, sem urðu á slæm mistök. Kom markið um miðjan fyrri hálfleik- inn, en Guðmundur Sigmarsson jafnaði síðan fyrir Hauka með föstu skoti af stuttu færi. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, en í þeim síðari voru Hauk- arnir mun atkvæðameiri. En eins og svo oft áður tókst liðinu illa upp fyrir framan mark andstæð- inganna og tókst ekki að skora. SeHyssingar tryggðu sig SELFYSSINGAR tryggðu stöðu sina í 2. deildinni í knattspyrnu er liðið vann KA frá Akureyri nokk- uð óvænt á laugardaginn. Úrslitin urðu 3:2 og skoraði Guðjón Arn- grímsson öll þrjú mörk Selfyss- inga. Markakóngur KA, Gunnar Blöndal, sá um að skora bæði mörk norðanliðsins. Okkur varð heldur betur á f messunni í gær er við birtum mynd af þeim Björgvini Þorsteinssyni og Einari Guðnasyni og sögðum Einar vera Þorbjörn Kjærbo. Biðjumst við velvirðingar á þessum mistökum, en meðfylgjandi er af þeim Þorbirni og Þórhalli Hólmgeirssyni, en þeir lentu f 2. og 3. sæti f „Opna íslenzka meistaramótinu í golfi“ sem fram fór í Leirunni um helgina. Snæborgarkeppni unglinga af Snæfellsnesi og úrBorgarfirði: HSH sigraði í frjálsum - Borgfirðingar í sundi UNGLINGAB 16 ára og yngri úr HSH og UMSB kepptu í frjalsum^ fþróttum og sundi 15. ágúst síðastliðinn. Keppni þessi hefur verið nefnd Snæborgarkeppnin og fór fram í Varmalandi í fyrsta skipti í fyrrasumar. Keppnin fór að þessu sinni fram í Ólafsvík og í frjálsum íþróttum var um mjög jafna og spennandi keppni að ræða, en Snæfellingar báru sigur úr býtum, hlutu 279V4 stig gegn 276‘A stigi Borgfirðinga. Sundkeppnina unnu Borgfirðingar hins vegar með yfir- burðum, hlutu 214 stig gegn 113 stigum HSH. Úrslit í einstökum greinum SUND urðu sem hér segir: SVEINAR: Sveinar: 100 m hl. Erlingur Jóhannsson IISll 12.3 sek. 800 m hl. Arnljótur Arnars. HSH 2:13.3 mfn. 4x 100 m hoóhl. Sveit HSH 50,5 sek. langstökk Erlingur Jóhannsson HSH 5,29 m þrfstökk Erlingur Jóhannsson HSH ll,70m hástökk Hnnar Vilhjálmsson UMSB 1,60 m , kúluv. Einar Vilhjálmsson UMSB 13.73 m kringluk. Einar Vilh jálmsson UMSB 44,88 m spjótk. Einar Vilhjálmsson l’MSB 47.94 m MEYJAR: 100 m skriðsund Jón II. Steingrfmsson UMSB 1:06,2 mín 100 m hringusund l’nnar Vilhjálmsson UMSB 1:24,1 mín 50 m haksund Kristján Oddsson UMSB 37,5 sek 50 m flugsund Kristján Oddsson UMSB 36,6 sek 100 m fjórsund Jón II. Steingrímsson l!MSB 1:16,9 mín 4x50 m fjórsund Sveit UMSB 2:23,7 mín 100 m hl. Ólöf Amundad. UMSB 14,0 sek. 800 m hl. Agnes Gudmundsd. UMSB 2:38.9 mfn. 4x 100 m boóhl. Sveit UMSB 58.1 sek. langstökk Ólöf Amundadóttir UMSB 4,36 m hástökk Kristjana Hrafnkelsd. HSH 1,45 m kúluvarp Ingihjörg Bjarnad. UMSB 8,37 m kringluk. Guórún Kristjánsd. HSH 23,38 m spjótk. Iris Grönfeldt UMSB 27,50 m MEYJAR: 100 m skrióstund Þorgeróur Þráinsdóttir HSH HSH met 1:12,4 mfn 100 m hringusund Jóhanna Jónasdóttir HSH 1:31.3 mfn 50 m haksund Þorgeróur Þráinsdóttir HSH HSH met 39,6 sek — íþróttir Framhald af bls. 26 liðsins mjög við þetta mark. Höfðu þeir allt fram að þessu verið mjög spenntir og tóku enga áhættu. Eftir markið fóru þeir hins vegar að leika knattspyrnu eins og þeir bezt geta. Hvað eftir annað skall hurð nærri hælum við mark Þróttara, en marki tókst að forða þar til á 33. minútu. Það var Ingi Björn, sem þá skoraði aftur, en nú eftir að Jóni Þorbjörnssyni höfðu orðið á mistök I úthlaupi og knötturinn gengið á kollum manna nokkra stund áður en Inga tókst að skjóta í netió. I byrjun seinni hálfleiks breytt- ist leikurinn aftur, Valsmenn virtust allir ætla að skora sjálfir, en samleikurinn var látinn lönd og leið. Gekk dæmið engan veg- inn upp og fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Valsmenn voru allan timann mun sterkari, en hins vegar börðust Þróttarar bet- ur I þessum leik, greinilega ákveðnir í að selja sig dýrt. Stilltu þeir liði sínu upp með varnarleik i huga og skapaði liðið sér því fá tækifæri í leiknum og tap í þess- um leik þýðir að Þróttur verður að vinna Viking í síðasta leik liðs- ins i mótinu, en á sama tima verð- ur FH að tapa fyrir KR. Fær Þróttur þá aukaleik um 8. sætið í 1. deild __áij — Blóðsöfnunar- bíll RKÍ Framhald af bls. 2 útbúnaður og var I gamla bllnum, heldur eru svokallaðir kælikassar I bllnum, sem annars er aðeins notaður til þess að flytja á milli tæki og starfsfólk. Samkvæmt upplýsingum Eggerts Ásgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Rauða krossins eru bílakaupin styrkt af ávísanasjóði bankanna og er hann mun með- færilegri en gamli bíllinn, sem nú hefur verið seldur. Ölafur Jensson, yfirlæknir og forstöðumaður Blóðbankans, sagði í viðtali við Mbl. i gær að yfir sumartímann hefði oft verið erfitt um blóð og nyti Blóðbank- inn þá jafnan aðstoðar Rauða krossins. Væri þetta ástand sér- staklega á meðan skólar væru lokaðir, en skólanemendur á aldrinum um og yfir tvitugt væru beztu blóðgjafarnir. Á sumrin hefði því verið gripið til þess ráðs að fara í nokkra kaupstaði og fjöl- menna vinnustaði til blóðsöfnun- ar. - Geirfinnsmálið Framhald af bls. 28 sóknarlögreglumenn að þessu máli einu auk SchUtz og Arnar Höskuldsson fulltrúa. Mikil vinna er lögð i rannsóknina og öll atriði málsins könnuð gaumgæfilega á nýjan leik, en eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur þó ennþá ekkert komið fram sem varpar nýju ljósi á þetta mál. — Nafnbirtingar Framhald af bls. 28 komið upp. Þar á meðal væru menn sem hann teldi af og frá að væru nokkuð viðriðnir málið, án þess þó að hann hefði neinar sannanir fyrir því, en þó væri sérstaklega eitt dæmi þar sem væri augljóslega um mis- skilning að ræða og mönnum einfaldlega ruglað saman. „Ég vil því undirstrika að ég tel að birta eigi nöfn meira en gert er almennt séð og tel að í því felist viss varnarsjónarmið, eins og ég gat um áðan, og er þannig algjörlega ósammála þessum afbrotafræðingum um að ekki megi gera það. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er þungbært fyrir aðstand- endur afbrotamanna að þurfa að þola nafnbirtingu, en það verður líka að líta á þjóðfélagið í heild og á þá sem verða fyrir barðinu á afbrotamönnunum Síðan kemur hitt til — og það á auðvitað sérstaklega við um mál eins og ávisanamálið — að þar eru algjörlega saklausir menn dregnir inn í það af almannarómi og alls kyns kvik- sögur á kreiki í sambandi við það.“ sagði Sigurður enn- fremur. Sigurður kvaðst geta fallizt á sjónarmið sakadóms, að embættið ætti ekki gott með að birta nöfn þessara manna, þar sem þar væri ekki farið að fjalla um málið að ráði, og taldi að eðlilegast hefði verið að bankarnir hefðu birt nöfn þessara manna um leið að þeir létu þau frá sér fara til saka- dóms. Að vísu skytu bankarnir sér gjarnan á bak við það að ekki samræmdist starfsreglum þeirra að gefa upplýsingar um viðskiptaaðila og væri banka- leyndin reyndar kapítuli út af fyrir sig, sem Sigurður kvaðst telja að draga ætti stórléga úr. NAFNBIRTING GÆTI SKAÐAÐ RANNSÓKNINA Benedikt Blöndal hæsta- réttarlögmaður sagði aftur á móti að samkvæmt mati hans ætti ekki að birta nöfn þeirra manna, sem rannsókn ávísana- málsins næði til, þar sem slíkt gæti skaðað rannsókn málsins. „Rannsóknin nú er á þvf stigi, að ég tel að nafnbirting væri óviturleg og þeir menn, sem eru á þessum margumtöluðu listum er sagðir eru ganga manna á meðal í borginni, að láta sér það lynda í bili,“ sagði Benedikt. SÖGUSAGNIRNAR EINAR GERA ILLT VERRA „Ólafur Ragnar Grímsson prófessor svaraði þessari spurningu Morgunblaðsins með eftirfarandi hætti: „Félagsleg samskipti á Islandi einkennast af persónu- legu návígi, sem skapar ýmis þjóðfélagsleg sérkenni. Meðal slíkra sérkenna er mikilvægi munnmæla i fréttum og frásögnum. Sögusagnir eru I reynd fjölmiðill ekki síður en blöð útvarp og sjónvarp. önnur afleiðing hinna nánu og persónulegu félagstengsla er tilhneiging yfirvalda til að brengla formlegum reglum og veita mótsagnakennd fordæmi — eftir því hver á f hlut. Þessi tvö sérkenni, fjölmiðlunarhlut- verk sögusagna og persónu- bundin afstaða yfirvalda, setja mjög svip sinn á svonefnt nafn- birtingarmál. Meðal almennings hafa munnmælin þegar auðkennt tiltekna ein- staklinga sem afbrotamenn, og tilhneiging yfirvalda til að úti- loka blöð, útvarp og sjónvarp frá fjölmiðlunarhlutverkinu og láta sögusagnirnar einar um hituna hefur aðeins gert illt verra. Nafnbirtingar f ýmsum afbrotamálum á síðustu mánuðum leiða einnig í ljós al- gjöran regluskort á þessu sviði. Formleysi og ruglandi yfir- valda stuðlar eingöngu að þvf að draga úr gildi réttarreglna í íslenzku þjóðfélagi. Skilnings- leysi rannsóknarmanna á hlut- verki blaða, útvarps og sjón- varps, skapar munnmælunum áfram þann veglega sess, sem þau hafa um aldir haft með íslendingum. Það er svo annað mál hvort slík hollusta við þjóð- legar erfðir getur ekki til lengdar orðið réttarkerfinu hættuleg." — Líkur fyrir Framhald af bls. 28 hefur aftur á móti reynzt betra og hjálpar það eitthvað upp á. Sigfús sagði að sá hrygningarstofn, sem þetta góða klak kæmi frá, væri lélegasti hrygningarstofn, sem vitað hafi verið um. Sýnir það að ytri skilyrði ráða ákaflega miklu um hvernig til tekst með klakið. Hafa þau verið óvenjuhagstæð í ár. Vetrarvertíðin var óvenjuléleg f ár, enda byggist hún aðallega á hrygningarfiskinum. Þessar góðu fréttir koma frá rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni, en þar er Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur leið- angursstjóri. Morgunblaðinu tókst ekki i gær að ná sambandi við Hjálmar. Jakob Jakobsson fiskifræðingur sagði hins vegar, að þetta klak þýddi að hér væri fyrsta stig eða fyrsta þrep i þá átt að við fengjum sterkan árgang og mikla þorskveiði að 6 til 7 árum liðnum — ef við högum okkur eins og menn. Ef við högum okkur hins vegar eins og bandftt- ar verður góð veiði eftir 3 til 4 ár, sem verður svo litið meir. Þessar fréttir létta þvf af manni þungu fargi og eigum við nú annan möguleika, sem við héldum að við værum búnir að tapa. Þetta er fyrsta þrepið — sagði Jakob. Seiðin eru komin yfir krftískan punkt, því að venjulega deyr megnið af þeim rétt eftir klakið, en hins vegar verða menn að gera sér grein fyrir að þau eru enn ekki orðin að stórþorski og ýmislegt getur gerzt. Árið 1973 fannst óskaplega mikið af svona seiðum um allan sjó og allt vestur til Grænlands. Sá árgangur er aðeins þriggja ára og við vitum enn ekki hvernig hann verður, en hann virðist ætla að skila sér mun verr en seiðarannsóknirnar bentu til. „Því er ekki sopið kálið, þótt í ausuna sé kornið," sagði Jakob Jakobsson, og bætti við: „Það er vitað mál, að ef klak mistekst eins og var i fyrra og hitteðfyrra, þá eru engir möguleikar. Nú eru hins vegar mjög miklar líkur. Lik- urnar á góðum árgangi og góðri þorskveiði og uppbyggingu þorsk- stofnsins hafa stóraukizt.“ Jakob sagði að hér væri. ekki aðeins um þorsk að ræða heldur og ýsu, loðnu og allar fisktegund- ir. Hann kvað Hjálmar Vilhjálms- son að vfsu ekki hafa fundið mikla loðnu, en í fyrri viku kvaðst Jakob hafa verið norður í Dumbs- hafi og þar hafi þá allt verið fullt af loðnuseiðum. Hjálmar hafi hins vegar ekki farið nógu djúpt út, en mikið væri af loðnuseiðum, sem hann kvað feit og lífvænleg. Því virtist sem allar fisktegundir hafi komið sérstaklega vel út f klaki á þessu vori. — Umboðsdómari Framhald af bls. 2 neytið, að sérstökum umboðsdóm- ara yrði falin meðferð máls þessa, svo að rannsókn þess gæti farið fram með nægilegum hraða. Að sögn Ólafs Walters, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu, starfar slíkur umboðsdómari algerlega sjálfstætt og í hverju Þvi umdæmi á landinu, sem hann telur þörf á vegna rannsóknarinnar. Hrafn Bragason hefur starfað hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík í 11 ár, eða allt frá því að hann lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskólanum, en hann hefur einnig numið í Osló og Bristol í grein sinni. Hann varð borgardómari 1972, en hafði áður starfað sem fulltrúi og sfðan sem aðalfulltrúi þar til hann var skip- aður dómari. Hrafn hefur áður fengizt við rannsóknir, þó að ekki hafi það verið á sviði sakamála, og Hrafn var dómari í hinum um- fangsmiklu meiðyrðamálum út af undirskriftasöfnun Varins lands á sínum tíma. - Vill hagstæðari Framhald af bls. 28 greiddi þær kröfur, sem lægju til grundvallar uppboðsbeiðninni, sem allra fyrst og kvaðst nann gera það einnig vegna þess sjónarmiðs, að hann væri einnig verjandi uppboðsþola i þvi saka- máli, sem höfðað er á hendur hon- um og kennt hefur verið við Klúbbinn. Sagði Ingi að greiðsla þessara skulda yrði jákvætt inn- legg í það mál, ef hægt yrði að gera upp þessa uppboðsskuld. Ingi kvað það vera rétt, sem áður hafi komið fram í Morgun- blaðinu að áfrýjunin hafi átt sér stað vegna þess að ágreiningur hafi orðiö um uppboðsskilmála. Var krafizt rýmri uppboðsskil- mála en almennra uppboðsskil- mála. Ingi Ingimundarson kvað slikt mál áður hafa komið fyrir og væri til um þetta sérstakur hæsta- réttardómur, sem felldur var fyrir allmörgum árum. Morgun- blaðið spurði Inga, hvaða atriði i skilmálunum hafi orðið ágreiningsefni og kvaðst hann ekki geta skýrt það f stuttu máli. Meginatriði málsins var að óskað var eftir hagstæðari greiðsluskil- málum fyrir hugsanlegan upp- boðskaupanda heldur en eru i hinum almennu skilmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.