Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGUST 1976 19 Gunnar Jónsson málari—Minning Dáinn er maður á besta alctri, stór og stæðilegur, maður ímynd karlmanlegrar hreysti. Iðinn, vinnusamur, glaður og reifur í vinahópi. Gunnar Jónsson var fæddur þann 6. júlí 1921, dáinn 22. júlí 1976. Kynni mín af tengdaföður mínum voru ekki löng, en eru mér bæði minnisstæð og lærdómsrík. Heim í Gnoðarvog var ætíð gott að koma, glaðværð húsbóndans og elskulegheit hús- móðurinnar réðu þar ríkjum. Þau giftust 6. nóvember 1943, það var stórt gæfuspor að ganga að eiga Margréti Vilhjálmsdóttur, góða og vel gefna konu, sem var góð móðir barna sinna. Gunnar var heilsulitið barn fram eftir aldri og þurfti oft að dvelja langdvöl- um á sjúkrahúsum, og reyndi þá oft á þolgæði móður Gunnars. Hún missti mann sinn 6. desemb- er 1931, og reyndi þá á þraut- seigju og dugnað, og þá dásam- legu skapgerð sem henni var léð og mörgum var lærdómsrík og aldrei man ég eftir að minnst væri á fátækt á því heimili, því að hún gat miðlað af visku sinni, gjafmildi og gleði, og þann arf og uppeldi fengu þau systkinin í rík- — Skák Framhald af bls. 14 a3 — b6, 15. Rel — Rc5, 16. Re2 — a4, 17. b4 — Rb3, 18. Habl — c5, 19. b5 — bg4, 20. h3 — Be6, 21. Rd3 — Rd7, 22. Rdcl — Rd4, 23. Dd3 — f5, 24. Rc3 — Rf6, 25. Rd5 — Bxd5, 26. exd5 — Dd6, 27. Re2 — Bg7, 28. Hel — Rd7, 29. Ddl — e4, 30. Rxd4 — cxd4, 31. Bxd4 — Bxd4, 32. Dxd4 — Dxa3, 33. He3 — Dc5, 34. Dxc5 — Rxc5, 35. Ha3 — Ha7, 36. Bfl — Kg7, 37. Be2 — Kf6, 38. Kfl — g5, 39. Hdl — Hd8, 40. Kel — f4, 41. Kd2 — Ke5, 42. Kc2 — Hf7, 43. gxf4 — gxf4, 44. Bg4 — Hg7, 45, Hel — Kd4, 46. Hc3 — Hg5, 47. Hdl+ — Ke5, 48. Hel —h5, 49. Bf3 — Kf5, 50. h4 — Hg7, 51. Bxh5 — Hh7, 52. Be2 — Hxh5, 53. f3 — 23, 54. Kb2 — Hh2, 55. Hc2 — Hg8, 56. Kc3 — Ke5, 57. Bdl — Hxc2+, 58. Bxc2 — Hg3, 59. Hhl — Hxf3, 60. Hh5+ — Kf6, 61. Hh6+ — Kg5, 62. IIg6+ — Kh4, 63. Hg7 — e2, 64. Kd2 — He3, 65. Kel — f3, 66. Hgl — a3, 67. Bbl — a2 og f þessari vonlausu stöðu fór hvftur yfir tfmamörkin. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt meðgreinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vél- ritaðar og með góðu línubili. t Maðurinn minn BÆRING NÍELSSON andaðist I sjúkrahúsi Stykkis- hólms þann 23. ágúst Ólöf GuSrún Guðmundsd. um mæli. Gunnar ólst upp í stór- um systkinahópi og þar rfktu skemmtilegar frásagnarhæfileik- ar, og góðmannleg kímnigáfa, sem aldrei særði neinn og bar þá oft hæst góðlátlega kímni húsmóður- innar, sem aldrei særði neinn. Samband systkinanna var sterkt og gott og var það sönn gleði að vera í návist þeirra, þar sem þau gerðu góðlátlegt grín að því sem á daga þeirra hafði drifið. Nú er höggvið stórt skarð á Þrastargötu 9, þar sem Gunnar er sá fimmti af níu systkinum er hverfur héðan. Systkini Gunnars voru Ingvar bóndi á Hofsstöðum í Borgarfirði, Ingibjörg kona Guðmundar Böðv- arssonar skálds frá Kirkjubóli, en þar dvaldi Gunnar oft á sumrin og minntist hann oft á veru sína þar hjá þeim hjónum og börnum þeirra. Næstir voru tvíburabræð- urnir Kristinn og Guðmundur, sem dóu báðir fyrir aldur fram. Gunnar var góður og elskulegur systkinabörnum sfnum. Mikia umhyggju bar hann fyrir börnum Friðriks bróður síns, sem hann tregaði alltaf. Það var Gunnari mikil gleði að börn Friðriks eru mikið mannkostafólk. Systkini Gunnars sem eftir lifa eru Ingvar bóndi og Jórunn Jónsdóttir, ekkja Ásbjörns Jónssonar málarameist- ara, til heimilis að Hringbraut 45 (Lóa frænka eins og hún er alltaf kölluð af ættingjum hans), Sigur- laug, gift Ágústi Kristjánssyni prentara, Ingibjörg Jóna (Imma), sem gift er Hafsteini Guðjónssyni vélsmið, en hún var augasteinn bróður síns, en hún var aðeins tvegja ára gömul þegar faðir henna lést, en þá kom upp í Gunn- ari bróður- og föðurkærleikurinn til yngri systkina sinna. Börn Gunnars og Margrétar voru sjö, elst var Þóra Júlía, fædd 13. júli 1942, en dó aðeins fimm ára gömul, næst kemur Jón Frið- rik, sem giftur er Benediktu Ás- geirsdóttur og eru þau búsett í Bolungarvík, þar næst er Þóra Júlía, gift Ómari Franklinssyni og kvaddi hún föður sinn daginn áð- ur en hann dó, því hún var að flytja búferlum til fjarlægra landa, þar næst er Karl stýrimað- ur, kvæntur Kristinu Thórodd- sen, og Jóhann Hinrik, sem dvel- ur í heimahúsum, og Vilhjálmur sem fetar i fótspor bræðra sinna og stundar sjóinn. Yngstur er Gunnar, sem stundar nám, og á hann um sárt að binda að missa góðan föður og félaga. Ekki ætla ég mér að hafa þessi fátæklegu orð mín miklu lengri og ætla ég að Þorgeir Guðmunds- son — Kveðjuorð enda þessar linur með sálmi sem Guðmundur Böðvarsson orti I til- efni andláts móður þeirra, sem hefur verið sunginn yfir öllum þeim ellefu manns, sem hafa horfið á níu árum. Endalaust fellur f eilffðar sæ elfur vors jarðlffs f stormi og blæ, hvort sem að streymir hún hægt eða strangt hvort sem að streymir hún skammt eða langt Dagar og ár sorgir og sár vara oss við vak þú og bið. (G.B.) Margrét min ég votta þér og börnum þínum samúð og bið alla góða vætti um að börn þin megi líkjast föður sinum. Þin tengdadóttir K.Th. Þann 24. agúst var vinur okkar Þorgeir Gulmundsson til moldar borinn og er okkur systkinum mikil eftirsjá I svo góðum dregn sem Þorgeir reyndist okkur þann tíma sem við umgengumst hann hérna megin tjaldsins. Af einkennum Þorgeirs mátum við mest hlýju hans og vináttu I hverjum þeim vanda er að steðj- aði. Þorgeir lá ávallt gott orð til allra manna og aldrei urðum við þess vör að hann skipti skapi eða hagaði orðum sínum svo að nokk- urn sakaði eða særði. Þetta eru sjaldgæfir mannkostir sem við munum aldrei gleyma. Þorgeir var góður heim að sækja og reyndist gestum sinum góður gestgjafi og skemmtilegur í viðræðu, laus við fordóma og dómhörku; hafði sinar eigin skoð- anir og leyfði hverjum að hafa sitt álit á vandamálum samtíðarinnar án þess að þrengja sínum skoðun- um upp á aðra. Nú grúfir sorg yfir heimili Þor- geirs og samhryggjumst við inni- lega ástvinum hans er eftir lifa í söknuði yfir falli svo góðs manns. Með sárum trega kveðjum við þig, Þorgeir, og þökkum þér fyrir liðnar samverustundir er okkur líða aldrei úr minni. Vertu sæll. Anna Torfadóttir Helgi Torfason Ólafur H. Torfason Baldur Hermannsson Kristján Jóhannsson Ella Bjarnarson Signý Pálsdóttir Björg Karlsdóttir Jakobína Jónas- dóttir—Minning F. 5. 6. 1884. D. 9. 8. 1976. „Sælir eru hjartahreinir, þvi að þeir munu Guð sjá.“ Matt. 5:8 Föstudaginn 13. ágúst fór fram í Fossvogskirkju jarðarför elsku- legrar ömmu okkar Jakobínu Jónasdóttur, Rauðalæk 34 hér I borg. Hún andaðist í hárri elli i Borgarspítalanum mánudaginn 9. ágúst sl. Við systurnar viljum þakka allt, sem hún hefur gert fyrir okkur. Hún tók okkur til sin sem móðir, þegar foreldrar okkar fluttust búferlum til framandi lands, þegar við vorum ungar að árum. Hjá ömmu leið okkur vel, þótt ekki væri þar ríkidæminu fyrir að fara. Þar fundum við alltaf sömu hjartahlýjuna. Amma missti mik- ið, þegar afi féll frá, þau voru svo samrýnd. Hún varð einnig fyrir mikilli sorg, þegar hún missti dóttur sina, er ætið hafði búið hjá okkur. Svo liðu árin og við stofnuðum okkar eigin heimili, en alltaf var sama hjartahlýjan hjá ömmu, og barnabörnunum var hún sérlega góð og þau höfðu náið samband við hana, jafnvel þótt um langan veg væri að fara. Við munum öll sakna hennar mikið og sérstaklega um jólin, því að við vorum vön að halda með henni jól á heimili Guðrúnar dótt- ur hennar. Komu þá saman börn- in og barnabörnin, það voru hátíð- legar gleðistundir og nú vantar mikið, þegar elsku amma er farin. Amma var trúuð kona, hún átti mikla elsku og var svo vongóð. Hún átti létta lund og var bros- mild og reyndi alltaf að sjá björtu hliðar lifsins. Það veganesti, sem hún gaf okk- ur, er okkur dýrmætur fjársjóður. Um leið og við þökkum henni, þá biðjum við algóðan Guð að gefa henni frið, hvíld og eilífa blessun. Jóhanna og Jakobina Cronin. Faðir minn og fósturfaðir t MAGNUS MAGNUSSON frá Lykkju á Kjalarnesi til heimilis að Fálkagötu 3, andaðist að Sólvangi 23 þ m. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 27 ágúst n.k. kl 1 0 30 Fyrir hönd vandamanna Kristjana Magnúsdóttir Örn Kristjánsson t Eiginkona min og móðir okkar KRISTÍN HELGADÓTTIR frá Álfatröðum I Hörðudal andaðist á heimili sfnu Laugarnesvegi 1 1 8 að morgni 24 þ m Hjörtur Ogmundsson og dætur t Hjartkær móðir. tengdamóðir, amma og langamma okkar, ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR Kleppsvegi 6 verður jarðsungin frá Frikirkjunm fimmtudaginn 26 ágúst kl Blóm afbeðin Guðfinna Júliusdóttir Jón Júlfusson 3 e.h Svavar Júllusson Gunnar JúHusson Guðjón Júliusson Bjami Júlfusson Sigurður Hafliðason Hanna Pétursdóttir Jóna Geirsdóttir Auður Jörundsdóttir Rfta Júllusson Abbing Klara Tómasdóttir bamaböm, bamabarnaböm og barnabarnabamaböm. t Ástkðer móðir okkar, amma og langamma, ÞÓRA MÓLLER KRISTJÁNSDÓTTIR Ingólfsstræti 1 0. lézt í Landspítalanum aðfararnótt þriðjudagsins, 24 ágúst Kristján Hjálmarsson Halldóra Hjálmarsdóttir Hjálmar Kristjánsson Þór Kristjánsson Lilja Kristjánsdóttir f Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi KJARTAN EINARSSON húsasmfðameistari Brávallagötu 18, R. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, I Reykjavlk, fimmtudaqinn 26 ágúst kl 13.30 Þeim. sem vildu minnast hins látna er bent á llknarstofnanir Sæunn Glsladóttir Margrét H Kjartansdóttir Sólberg Vigfússon Gfsli J. Kjartansson Júlfana S. Aradóttir Svava Kjartansdóttir Ingi Adolphsson Ingibjörg Kjartansdóttir Pétur Pétursson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.