Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 187. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nauðganir, morð og rán í Soweto: Zúlú-menn ganga ber- fnoarskym serksgang í he Jóhannesarborg 25. igúsl — Reuter NTB MIKILL fjöldi manna af Zúlú- kynþætti gekk berserksgang f Soveto f nágrenni Jóhannesar- borgar í dag. Talið er að allt að þúsund manns hafi tekið þátt f óeirðunum, og voru Zúlú- mennirnir vopnaðir kylfum, sigðum, öxum, hnffum, og spjót- um. Þeir réðust inn á heimili og myrtu þar fólk, auk þess sem fregnir hafa borizt af ránum, mis- þyrmingum og nauðgunum. Heilu fjölskyldurnar hafa flúið Soweto vegna þessara hryðju- verka. Talið er að yfir 20 manns hafi látið Iffið í þessum sfðustu átökum, og mörg hundruð munu hafa særzt. Ástæða atburða þessara mun vera sú að Zúlu-menn sem búsettir eru í Soweto voru mót- fallnir hinum víðtæku verkföllum annarra blökkumanna I útborg- inni, og tóku ekki þátt í þeim. Er talið að hér hafi verið að ræða hefndarráðstafanir gegn þeim, sem stóðu fyrir verkföllunum. í gær, mánudag, kom til átaka milli Zúlú-manna og ungmenna, sem reyndu að hindra þá I því að halda til vinnu. Átökin hófust þó fyrst fyrir alvöru þegar Zúlú-menn komu til Soweto að vinnudegi loknum, og komust að raun um að kveikt hafði verið f skálum þeirra. Upphófust þá æsingar miklar, sem stóðu alla nóttina og fram á dag. Fregnum af þætti lögreglunnar i átökunum ber ekki saman. Segja sumir að lögreglan hafi að mestu haldið að sér hönd- um, en aðrir, að lögreglan hafi skotið að Zúlú-mönnum í því skyni að tvistra þeim. Zúlúmenn í Soweto búa þar í skálum, en fjölskyldur flestra Framhald á bls. 20 Deilan um Eyjahafið: Öryggisráð SÞ skorar á Tyrki og Grikki að hefja samningaviðræður IRENE Moloi við Ifk manns sfns fyrir utan heimili þeirra í Soweto. Hún horfði á Zúlú-menn vinna á honum „Þeir stungu hann þrívegis f bakið, og til þess að fullvissa sig um að hann væri dáinn, gengu þeir f skrokk á honum með sigðum og kylfum þar sem hann lá á jörðinni," sagði Irene Moloi. Þegar atburðurinn átti sér stað voru hjónin á flótta frá heimili sínu, en maðurinn ekki nægilega frár á fæti þar sem hann haltraði vegna meiðsla, sem hann hlaut nýlega. Sameinuðu þjóðunum — 25. ágúst — Reuter ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna skoraði í dag á Grikki og Tyrki að setjast að samningaborði og reyna þannig að leiða deiluna um réttindi á Eyjahafinu til lykta. Um leið beindi öryggis- ráðið þvf til stjórnvalda f þessum ríkjum að sýna ýtrustu varfærni f deilunni, og draga með þeim hætti úr spennunni, sem rfkt. hefur að undanförnu vegna olfu- leitar Tyrkja á svæði, sem Grikkj- ar gera tílkall til. Fulltrúi Breta í öryggisráðinu báru fram tillöguna um þessa ályktun ráðsins. Umræður fóru Framhald á bls. 20 Rannsókn mútu- málsins í Hollandi: Niðurstaða birt í dag Raymond Barre ræðir við frétta- menn fyrir utan Elyseé-höll f Parfs skömmu eftir að hann var tilnefndur forsætisráðherra f gær. Haag — 25. ágúst — Reuter. NIÐURSTÖÐUR rann- sóknar þeirrar, sem fram hefur farið á vegum hol- lenzku ríkisstjórnarinnar að undanförnu, á því hvort ásakanir í garð Bernharðs prins, eiginmanns Júlíönu drottningar, um að hann hafi þegið mútur af Lockheed-flugvélaverk- smiðjunum, eigi við rök að styðjast, verða birtar á þingi á morgun, að því er fulltrúi stjórnarinnar sagði í dag. Hann sagði ennfrem- ur, að um leið mundu Joop den Uyl, forsætisráðherra, j Framhald á bls. 20 1 Zúlú-menn f árásarhug við búðir sfnar f Soweto f gær. Neyðarlögin á írlandi verða trúlega samþykkt á þingi Dublin 25. ágúst — Reuter. S(J ÁKVÖRÐUN írsku ríkis- stjórnarinnar að fara þess á leit við þing lýðveldisins að það sam- þykki að lýst verði yfir neyðar- ástandi f landinu til að unnt verði að beita vfðtækum og ákveðnum aðgerðum til að brjóta á bak aftur hermdarverkastarfsemi frska lýð- veldishersins, IRÁ, og annarra ólöglegra samtaka, hefur vakið mikið umtal, en búizt er við því að frumvarpið muni mæta all- nokkurri andspyrnu á þingi og víðar vegna þeirra takmarkana á borgararéttindum sem það felur f sér. M.a. yrði unnt að hafa fólk f haldi í allt að sjö daga án þess að ákæra yrði birt. Pólitfskar heim- ildir í Dublin drógu hins vegar ekki í efa I dag, að þessi „strfðsyf- irlýsing" Liam Cosgraves, forsæt- isráðherra, gegn hermdarverka- starfseminni í landinu hlyti sam- þykki þings innan fárra vikna, þó með hugsanlegum breytingum. Þingið kemur saman á þriðjudag n.k. til að f jalla um málið. Raymond Barre falin stjómar- myndun eftir afsögn Chiracs París — 25. ágúst — Reirter — NTB GISCARD d’Estaing Frakklands- forseti fól f dag Raymond Barre myndun nýrrar ríkisstjórnar, en áður hafði Jacques Chirar sagt af sér, að þvf er virðist eftir harðar deilur við forsetann. Raymond Barre er 52 ára að aldri. Hann er hagfræðingur og varð viðskiptaráðherra f stjórn Chiracs f janúar á þessu ári, en hafði áður verið varaforseti fram- kvæmdanefndar Efnahagsbanda- lagsins. Hann er ekki flokksbund- inn, og gegna Gaullistar þannig ekki lengur forystuhlutverki f frönskum stjórnmálum, en for- sætisráðherra hefur jafnan verið úr flokki þeirra síðan árið 1958. Talið er að Raymond Barre birti ráðherralista sinn á föstudag. Giscard d'Estaing kom fram í sjónvarpi í kvöld og ræddi þar stjórnarskiptin. Hann kvaö ástæð- una fyrir ágreiningi þeirra Chir- acs þá, að forsætisráðherrann fyrrverandi hefði viljað auka Framhald á bls. 20 Eftir að lög um neyðarástand hafa verið samþykkt hefjast um- ræður um frumvarpið um það vald sem veitt skuli ríkisstjórn- inni meðan á neyðarástandinu stendur, m.a. um s'ö. daga varð- hald og um sérs <t ref imála- frumvarp, þar sem gert er ráð fyrir mun harðari fangelsisdóm- um fyrir ýmiss konar hermdar- verkastarfsemi. Þetta frumvarp mun einnig veita lögreglu og her landsins víðtæka heimild til að gera húsleitir, handtaka og gera eignir upptækar. Talsmenn stjórnarandstöðu- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.