Morgunblaðið - 26.08.1976, Page 3

Morgunblaðið - 26.08.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1976 3 Bændur fá upp- bót á lífeyris- greiðslur I GÆR voru gefin út bráðabirgðalög sem miða að því að tryggja llfeyrisþegum Lífeyrissjððs bænda sambærilega uppbót á Iffeyris- greiðslur árin 1976 og 1977 og samið var um í febrúarmánuði sl. milli ASl og vinnuveitenda til handa þeim er þiggja slfkar greiðslur úr almennum Iffeyrissjóðum verkalýðsfélaga. Lög til staðfestingar þvf samkomulagi voru sett á Alþingi f maí sl, en ekki vannst tfmi til þess á þinginu að gera sambærilegar breytingar á lögum um Lífeyrissjóð bænda. Er með bráðabirgðalögunum bætt úr þessu ósamræmi, en lífeyrisgreiðslur til aldraðra félaga í Lífeyrissjóði bænda hafa ekki hækkaðfrá árinu 1974. I fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu segir eftirfar- andi til skýringar bráðabirgðalög- unum: „Við setningu laga um Lífeyris- sjóð bænda árið 1970 var í veiga- miklum atriðum höfð hliðsjón af reglugerðarákvæðum hinna al- mennu lífeyrissjóða verkalýðs- félaga, sem tekið höfðu til starfa það ár. J :fnframt voru ákvæði II. kafla laganna um sérstök lífeyris- réttindi til handa öldruðum bændum og mökum þeirra sniðin eftir ákvæðum laga um eftirlaun til aldraðra félaga í stéttarfélög- um. Sá grundvallarmunur var þó á bótaákvæðum, að í reglugerðum hinna almennu lífeyrissjóða verkalýðsfélaga var kveðið á um takmarkaða og skilorðsbundna verðtryggingu lífeyris, og sam- kvæmt 8. gr. laga nr. 63/1971 um eftirlaun til aldraðra félaga I stéttarfélögum hefur ráðherra heimild til að ákveða árlega upp- bætur á lifeyrisgreiðslur, en í lög- um um Lífeyrissjóð bænda eru engin ákvæði af þessu tagi. Þessi mismunar stafaði af því, að vegna mjög óhagstæðrar aldursskipting- ar var fjárhagsgrundvöllur Lif- eyrissjóðs bænda talinn tiltölu- lega veikur og útgjöld vegna II. kafla voru hlutfallslega mikil. Þetta kemur m.a. fram í greinar- gerð nefndar þeirrar, er samdi upphaflegt lagafrumvarp, en hún taldi rétt, að möguleikar á verð- tryggingu yrðu athugaðir við endurskoðun laganna síðar. Með lögum nr. 67/1974 voru lífeyris- fjárhæðir samkvæmt eldri úr- Framhald á bls. 20 Stóri messudagur 1 Skálholti á sunnudag STÓRI messudagur I Skálholti verður að þessu sinni haldinn næsta sunnudag, 29. ágúst. Verð- ur þá að venju helgihald með ýmsu móti I kirkjunni allan dag- inn. Morguntfð verður sungin kl. 9, barnaguðsþjónusta verður ki. 10, lesin messa kl. 11,30, mið- degistfð ki. 13, messa kl. 14, orgel- tónieikar kl. 16, messa kl. 17, les- in messa kl. 18,30 og sfðast messa kl. 21 sfðdegis. Á tónleikunum kl. 4 mun Glúm- ur Gylfason, organleikari á Sel- fossi, sem f sumar hefur einnig verið organleikari Skálholts- kirkju, flytja verk eftir erlenda og íslenzka höfunda. Norskur nemandi hans, Gry Ek, mun og leika við messurnar, og e.t.v. munu fleiri koma þar við sögu, þvf að námskeið fyrir organista og söngstjóra hefst í Skálholti þennan dag. Haukur Guðlaugs- son, söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar, veitir þvi forstöðu. Tveir kirkjukórar munu væntanlega koma við sögu. Kór Selfosskirkju mun að líkindum syngja við mess- una kl. 2 og Skálholtskórinn við kvöldmessuna. En að venju munu margir prestar og leikmenn leggja sitt af mörkum þennan dag. Þeim, sem kynnu að vilja hafa lengri dvöl á staðnum um daginn, skal á það bent, að borðsalur Lýð- háskólans mun standa gestum og gangandi opinn, og geta ferða- menn snætt þar nesti sitt. (Fréttatilkyning) Vitnið gefi sig fram EKIÐ var sl. mánudag á bifreið- ina R-5052 sem er Saab-fólksbifr., rauðbrún að lit, árg. 1973, þar sem hún stóð á bifreiðastæðinu við Smiðjustíg á tímabilinu kl. 16.00—17.00. Vitni gaf sig fram við eiganda R-5052 og sagðist hafa séð þegar blárri Volkswagen 1600 bifreið var ekið utan í hægra afturaurbretti R-5052, en eigand- anum láðist að taka nafn sjónar- vottsins, sem er beðinn um að gefa sig fram. FÖSTtJDAGINN 27. ágúst opnar Unnur Svavarsdóttir málverkasýningu í sýningarsal MÍR á Laugavegi 178. Á sýningunni verða 50 myndir, unnar í olíu og acryl. Þetta er önnur sýning Unnar, en hún hefur áður sýnt í Keflavík. Sýningin verður opin til 5. september frá kl. 2—10. Allar myndirnar eru til sölu. Hvorki er elli né áhyggjur að sjá á þessum öldruðu borgurum úr Kópavogi, sem þarna sjást stfga um borð f flugvél á leið til Austurlands (Ljósm. ÓI.K.M.) 85 aldraðir borgar- ar úr Kópavogi til Austurlands í gær I GÆRMORGUN fór hópur aldraðs fólks úr Kópavogi I skemmtiferð til Egilsstaða og Austurlands á vegum Félags- málastofnunar Kópavogs. Með I förinni voru 85 manns, 67 ára og eldri, en flogið var I tveim flugvélum til Egilsstaða og það- an farið til Seyðisfjarðar en komið við I Skriðuklaustri, á Hallormsstað og Valþjófsstað á leiðinni til baka til Egilsstaða. Komið var til Reykjavíkur I gærkvöldi eftir um 12 tfma ferðalag. Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar félagsmálastjóra i Kópa- vogi er ferð sem þessi orðinn árlegur viðburður í félagsstarfi aldraðra borgara f Kópavogi. I fyrra var farið til Akureyrar og Húsavfkur en árið þar áður í öræfasveit. Margir hafa farið f þessar ferðir ár eftir ár. Reynt er að stilla kostnaði í hóf og fargjaldið nú var 6000 krónur. en inni f því var falinn kvöld- verður, sem snæddur var f Valaskjálf. Ferðalangarnir höfðu einnig með sér nesti sem snætt var fyrri hluta dags. Kristján sagði að Félagsstofn- unin greiddi annan kostnað við ferðina, en stofnunin hefði jafnan notið mjög góðrar fyrir- greiðslu Flugfélags Islands f sambandi við þessar ferðir. Smávegis töf varð á flugvellinum f Reykjavfk. Hér sjást ferðalangarnir úr Kópavoginum fá sér kaffisopa á meðan beðið var þess að ferðin hæfist. Fatasýning í Laugardalshöll 1 sept. á vegum Iðnkynningar Islenzk iðnkynning áformar að setja upp fatasýningu f Laugar- dalshöllinni f september n.k., sem verður f senn fatakaupstefna og sýning fyrir almenning. Skv. upplýsingum Péturs Sveinbjarn- arsonar framkvæmdastjóra Iðn- kynningar er þe$si sýning einn liður af mörgum sem fyrirhugað er að Iðnkynning beiti sér fvrir á svokölluðu iðnkynningarári, er hefst f september. Eins og komið hefur fram f Mbl. er tslenzk iðn- kynning samstarfsverkefni sex aðila sem afskipti hafa af iðn- aðarmálefnum til eflingar fslenzkum iðnaði. Fatasýningin hefur hlotið heit- ið „Islenzk föt — 76“ og á að hefjast 8. september og standa í fimm daga. Þar verður innkaupa- stjórum gefinn kostur á að kynnast hinu nýjasta i islenzkum fatnaði fyrri hluta dags, en frá kl. 15 til 22 verður sýningin opin almenningi. Jafnframt verða tvisvar á dag viðamiklar tízku- sýningar. Á sýningunni munu 30 fataframleiðendur sýna fram- leiðslu sina. Til samanburðar má geta þess, að á haustkaupstefnu fataframleiðenda í fyrra sýndu 12 framleiðendur. Vonazt er til að almenningi gefist góð yfirsýn á sýningunni yfir islenzka fata- framleiðslu. Að sögn Péturs Sveinbjarnar- sonar verða önnur verkefni hjá íslenzkri iðnkynningu m.a. „Dagur iðnaðarins", sem ráðgert er að verði haldinn á ýmsum stöðum á landinu, þar sem iðn- aður er nokkur. Þegar er ákveðið að sýning þessi verði haldin á fjórum stöðum fyrir áramót, þ.e. Akureyri, Egilsstöðum, Kópavogi og Borgarnesi. Þá er fyrirhugað að kynna islenzkan iðnað á fund- um ýmissa félag:; ' vetur og að sögn Péturs er vo. azt til að hægt verði að senda ræðumenn og dreifa upplýsingaefni á 100 fund- um fyrir 1. júní n.k. Einnig er ráðgert að kynna islenzkan iðnað í sjónvarpi í sérstökum auglýs- ingaherferðum sem ákveðið er að verði þrjár talsins. í marz er síðan ætlunin að efna til svonefndrar „Viku íslenzkra matvæla", sem Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.