Morgunblaðið - 26.08.1976, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. AGUST 1976
27
Minning:
Kjartan Einarsson
trésmíðameistari
Fæddur 4. desember 1910.
Dáinn 18. águst 1976.
Það kom fáum á óvart, sem til
þekktu, þegar Kjartan lézt á
Landakotsspítala 18. þ.m., því
hann hafði um skeið átt við
hjartasjúkdóm að striða, sem að
lokum hafði yfirhöndina, þrátt
fyrir harða baráttu lækna og
hjúkrunarliðs við sjúkdóminn.
Hann lézt í svefni sáttur við guð
og menn, Verður hann til moldar
borinn fimmtudaginn 26. þ.m.
Hann var fæddur í Reykjavík 4.
desember, 1910, sonur Einars
Björnssonar frá Þúfu í ölfusi og
Margrétar Sigurðardóttur frá
Langholti í Flóa. Kona hans var
Sæunn Glsladóttir, sen einnig á
ættir að rekja austur fyrir Fjall.
Börn Kjartans og Sæunnar eru
fjögur, Margrét, Gísli, Svava og
Ingibjörg.
Ekki ætla ég mér að fara frekar
út í ættfræðina, til þess eru aðrir
mér fróðari. Á hinn bóginn vildi
ég minnast á góða eiginleika
Kjartans. Hann var gæddur miklu
jafnlyndi, og áberandi var hið
góða skap sem hann jafnan var í.
Þetta var jákvæður eiginleiki,
sem smitaði frá sér og kallaði
gjarnan á góð viðbrögð viðmæl-
enda hans. Styggðaryrði voru
honum andstæð, og ekki veit ég
til þess að hann hafi nokkurn
timan veitzt að öðrum að fyrra
bragði. Fjarri fer þvi að hann hafi
verið skaplaus maður. Væri hon-
um misboðið, hafði hann lag á því
að koma skoðunum sínum á fram-
færi hávaðalaust, og með þeirri
festu sem nægði. Menn sýndu
honum því ógjarnan áreitni, því
hann bauð ekki upp á slikt.
Hann var hjálpsamur, og kunni
fitt að setja upp fyrir vinnu sína.
Hann verðlagði ekki hjálp sína.
Það reyndu vinir hans, en ekki
sízt börn hans og tengdabörn, því
þegar þau byggðu hús sín, þá kom
Kjartan ótilkvaddur og bætti þar
við aukavinnu eftir langan vinnu-
dag. Hann hjálpaði þeim á ósér-
hlífinn hátt að byggja yfir sig.
Það vita allir, að óskadraumur
ungs fólks er framar öðru sá að
komast i eigið hús eða íbúð, og
með þetta hjálpaði Kjartan börn-
um sínum og tengdabörnum, og
gladdist meó þeim, þegar hann sá
drauminn rætast. Þetta var og er
metið við hann ásamt ótalmörgu
öðru, sem ekki verður upp taiið.
Kjartan var húsasmíðameistari
Samband milli svefnvenja
fólks og skapgerðar
TIL er fólk, sem getur
alls ekki sofnað á
kvöldin nema meS þvi
að láta annan hand-
legginn hvíla á stól við
rúmið. Aðrir verða að
breiða vasaklút yfir
andlitið til þess að
geta sofnað, enn aðrir
eru ekki i rónni fyrr en
þeir hafa drepið allar
flugur inni í svefnher-
berginu og loks er til
fólk, sem þarf að hag-
ræða koddum sínum
og svæflum á alveg
sérstakan hátt til að fá
góðan nætursvefn.
Þessi dæmi kunna
að virðast fáránleg, en
eigi að siður er það
staöreynd, að þorri
manna hefur sina sér-
stöku aðferð við að
sofna. Þessar aðferðir
Eftir Renate
I. Mreschair
engan veginn slik fásinna, sem
margir vilja halda fram
Dr Ute Pleimes við Giessen-
háskóla hefur nýlega rannsakað í
Freiburg svefnvenjur manna og
kannað, hvernig þær koma heim og
saman við skapgerð þeirra Niður-
stöður þessara rannsókna benda um
margt til þess, að talsverð tengsl séu
þarna á milli
Þeir, sem yfirleitt eru i andlegu
jafnvægi og láta ekki smámuni
koma sér úr skorðum, eiga að jafn-
aði mjög auðvelt með að sofna Þeir
sofa yfirleitt á hliðinni og geta sofið
djúpum og værum svefni, jafnvel
um hábjartan dag. Þeir vakna fljótt
og vel og þurfa venjulega ekki á
vekjaraklukku að halda Þegar þeir
eru miður sín og undir andlegu
fargi, eiga þeir til að sofa lengur en
venjulega, andstætt við þá sem eru
slæmir á taugum Þegar þeir eiga í
sálarstríði, gengur þeim mjög illa að
slaka á, og þeir þjást þá oft af
svefnleysi.
Þrir af hverjum fjórum, sem við
var rætt, sögðu, að þeir vildu gjarn-
an hafa lengri svefn en þeir hefðu að
þetta skipti litlu máli Þeir sem ráða
vinnutíma sínum sjálfir eru ýmist
sprækir á morgnana eða siðdegis og
sama má segja um þá, sem vinna
fastan vinnutima á degi hverjum
Þeir, sem ekki hafa fastan vinnu-
tíma, vilja yfirleitt sofa dálitið fram-
eftir á morgnana Einnig er það
eftirtektarvert, að hinir, sem verða
að mæta til vinnu á ákveðnum tima
daglega, muna gjarnan, hvað þá
dreymdi, gagnstætt við þá, sem
ráða tíma sínum sjálfir
Aðeins um það bil einn fjórði af
þeim, sem spurðir voru, sofa naktir,
og það var athyglisvert, að þetta fólk
var venjulega sprækast siðdegis
Einnig virtist það almennt vilja
leggja sig í klukkutíma eða lengur
eftir hádegið
Fólk, sem sefur djúpum og vær-
um svefni á daginn, liggur venju-
lega á hliðinni, en dr. Pleimes telur,
að það sé hin ákjósanlegasta
hvíldarstelling Annar hver maður
vill fremur sofa á hliðinni en á
bakinu eða á maganum Af þeim,
sem spurðir voru, töldu 11%, að
þeim liði bezt, ef þeir svæfu á bak-
inu, en fimmti hver þátttakandi hafði
gert sér það að venju að sofa á
maganum. I þeirri stellingu sefur
fólk almennt ekki eins vært og ella
Enda þótt flestir telji *«ig sofna í
ákveðinni stellingu, gat meirihluti
eru ýmist meðvitaðar
eða ómeðvitaðar, en
menn eru þeim afar
háðir, og ef eitthvað
kemur í veg fyrir að
þeir geti beitt þeim,
veldur það vanlíðan og
jafnvel svefnleysi.
Þeir, sem sofa illa, eru venjulega
slæmir á taugum Þeim er hætt við
öndunar og meltingarkvillum, og
blóðrásin er oft óeðlileg Tilfinninga-
lif þeirra er alla jafna hvikulla en hjá
öðru fólki Þeir geta yfirleitt ekki
sofnað sitjandi i stól, og þeir vakna
af sjálfsdáðum á morgnana og muna
það, sem þá dreymdi
Til er gömul kenning um, að
dæma megi persónugerð manna eft-
ir þvi, hvernig þeir sofi, og er hún
jafnaði Samt sem áður er það svo,
að annar hver maður sefur lengur en
hann hefur líkamlega og andlega
þörf fyrir Fimmti hver maður virðist
ekki fyllilega endurnærður eftir eðli-
lega langan nætursvefn
Örgeðja fólk, sem hefur þörf fyrir
mikla hreyfingu og breytingu, þarf
venjulega talsverðan svefn, og sefur
þó yfirleitt lengur en annað fólk eða
átta til niu klukkustundir á sólar
hring Þetta fólk fer sjaldan i rúmið
fyrr en eftir miðnætti Því gengur illa
að vakna á morgnana, og oftast er
það ekki i essinu sinu fyrr en liða
tekur á daginn
Sumir eru í essinu sinu snemma á
morgnana, en aðrir siðdegis, og hef-
ur almennt verið álitið, að þetta fari
eftir þvi, hvort fólk hefur fastan
vinnutlma eða getur ráðið honum
sjálft að einhverju leytL Dr Pleimes
hefur hins vegar sýnt fram á, að
þátttakenda ekki kveðið á um, hver
sú stelling væri, fyrr en þeir höfðu
lagzt niður.
Hægt er að sjá mjög sterkt sam-
band milli atferlis fólks á daginn og
svefnvenja þess, og kemur þetta
samband einkum fram hjá þeim,
sem búa við stöðuga streitu Þeir
sofa venjulega lítið, fara snemma á
fætur og hafa vanliðunarkennd á
daginn Oft sofnar þetta fólk ein-
hvern tima á dagínn án þess að ætla
sér það, og þvi reynist erfitt að vinna
á fastákveðnum timum.
Þar að auki er starfsþrek þeirra
mjög mismunandi mikið, en oft
gengur þessu fólki bezt að einbeita
sér að flóknum verkefnum að kvöld
lagi
Fyrri rannsóknir hafa yfirleitt gefið
til kynna, að enginn teljandi munur
sé á svefnvenjum karla og kvenna
Framhald á bls. 21
og vann jm' við trésmíðar alla
sína ævi. Lítið þekki ég til starfa
hans framan af ævinni, en hin
síðari ár vann hann hjá fyrirtæk-
inu Sindrastál h.f., eða trésmíða-
deild þess. Þar leið honum vel hjá
þeim drengskaparmönnum, sem
það fyrirtæki reka, forstjóranum
Einari Ásmundssyni og sonum
hans. Ætið heyrði ég hrós um það
fólk af hans hálfu. Þakkir eiga
þeir skilið.
Það sjá margir eftir Kjartani,
þvi skarð er þar sem hann var.
Kona hans, sonur, dætur, tengda-
börn, bróðir, systur og barnabörn
sitja eftir með sorgmæddan hug,
en góðar minningar. Góðvinur
hans, Hjalti, fer nú líklega einn í
morgungönguna á næstunni og
minnist góðs vinar.
En þótt sorgin knýi nú á, þá
geta aðstandendur og vinir hugg-
að sig vió það, aö sé til betri
staður eftir þetta líf en „hótel
jörð“, þá er Kjartan þangað kom-
inn á vit áður látinna vina og
ættingja og skapara síns.
Blessuð sé minning góðs
drengs.
Ingi Adolphsson.
HRAUST OG ANÆGÐ BÓRN
mllupa
bamamaturinn
fæst í næstu IMA-verzlun
ISLANDSAFTEN
I NORDENS HUS
Torsdagen den 26. august
Filmforevisning
Kl. 20:30 VULKANUDBRUDDET PÁ
HEIMAEY
— film af Osvaldur Knudsen
Kl. 22:00 Varme Kilder pá Island
— film af Osvaldur Knudsen
I udstillingslokalerne:
Hafliði Hallgrímsson — malerier — tegninger
Velkommen
NORRÍNÁ HUSIÖ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
1. stig: 2. stig: 3. stig: 4. stig:
um 30% minna níkótín um 60% minna níkótín um 70% minna níkótín um 80% minna níkótín
og tjara og tjara. og tjara. og tjara.
Hvernig hætta má reykingum
á 4 sinnum tveimur vikum.
A meðan þú reykir áfram í nokkurn
tíma eftirlætis sígarettu þína
verður þú jafnframt óháðari reyk-
ingum. Án neikvæðra aukaverkana
og án þess að bæta við líkams-
þyngd.
Frá Bandaríkjunum kemur nú ný
aðferð, þróuð af læknum í
Kalifornfu, fyrir alla þá, sem hafa
reynt árangurslaust að hætta reyk-
ingum eða fyrir þá sem vildu gjarn-
an hætta en óttast aukaverkanir.
Þessi aðferð hefur verið nefnd:
MD4 stop smoking method.
Eðlilegt reykbindindi — á meðan
þér reykið.
MD4 Method er byggt upp á 4
mismunandi síum, og er hver þeirra
notuð í 14 daga. Áhrif þeirra koma
fram við stigminnkandi níkótín- og
tjörumagn í reyknum. Þannig verð-
ur „Níkótín hungur" þitt, smám
saman minna — án aukaverkana
—, þar til þú einfaldlega hættir að
reykj^.
1. stig: Innihald skaölegra efna í
sígarettunni minnkar um 30% án
þess að bragðiö breytist.
2. stig: Tjara og níkótín hefur nú
minnkað um 60%. Eftir nokkra
daga kemur árangurinn í Ijós, minni
þreyta og minni hósti.
3. stig: Fjöldi þeirra sígaretta, sem
þú hefur reykt, hefur minnkað tals-
vert, án þess aö þú verðir var við
það. Þörf líkamans fyrir níkótíni
hefur dofnað.
4. stig: Jafnvel þótt þú reykir 10
sigarettur á dag, þá er innihald
skaðlegra efna samsvarandi 2 síga-
rettum án MD4.
Nú getur það tekist.
Ef þú ert nú tilbúin að hætta reyk-
ingum, þá er líkaminn einnig und.
það búinn.
Fæst einungis í lyfjaverzlunurr
MD4
anti smoking method