Morgunblaðið - 26.08.1976, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1976
Dregið í Evrópumótunum í handknattleik í gær:
Auðveldir leikir hjá
íslenzku þátttakendunum
EKKI verður annað sagt
en mótherjar fslenzku lið-
anna, sem þátt taka í
Evrópumótunum í vetur,
séu léttir í 1. umferðinni.
íslandsmeistarar FH eiga
að leika gegn FIF frá Þórs-
höfn og bikarmeistarar
Vals fá Red Boys frá Lux-
emborg sem mótherja í 1.
umferðinni. Framstúlk-
urnar þurfa heldur ekki að
kvarta en þær sitja hjá í 1.
umferð keppninnar.
Bæði liðið frá Þórshöfn
og Luxemborg ættu að
verða íslenzku liðunum
auðveld bráð og þau því
örugglega að komast áfram
í keppninni. í fyrra töpuðu
þáverandi tslandsmeistar-
ar Víkings gegn Gummers-
bach í fyrstu umferðinni
íslandsmeistarinn mátti
sætta sig við annað sæti
guten tag,
resuLtat europa-cup-ausLosung
nationaLe melster maenner
fk hafnarfJardar gegen fif torshavn
pokaLsieger maenner
hb red-boys differdange (Luxemburg) gegen kf vaLur reykjavik
nationaLe melster frauen
fram reykjavik hat ohne spieL (freiLos) die aechteLrunde
erreicht
aLLes ok?
best regards
interhandbaLL / peppmeier
2127 morgbL is
64150 ihf ch
Skeyti það sem Peppmeier framkvæmdastjóri Alþjóða handknattieiks-
sambandsins sendi Morgunblaðinu I gær.
og töpuðu Víkingarnir báð-
um leikjunum naumlega.
FH-ingar töpuðu hins veg-
ar fyrir Oppsal og var það
blóðugt fyrir FH-ingana
því þeir höfðu greinilega
betra liði á að skipa heldur
en Norðmennirnir.
Morgunblaðinu bárust
ekki upplýsingar um það í
gær hvaða lið önnur leika
saman í 1. umferðinni.
Ásgeir leys-
ir Hermann
af hólmi
hjá Leikni
ÁSGEIR Ellasson mun leysa Her-
mann Gunnarsson af hólmi sem
þjáifari liðs Leiknis f 2. deildinni
I handknattleik á vetri komanda.
Ásgeir hefur gengið úr tR yfir I
Leikni og mun hann leika með
félaginu eins og Hermann hefur
gert tvö undanfarin ár. Hermann
hefur hins vegar gengið I raðir
sinna gömlu félaga f Handknatt-
leiksdeild Vals.
Af öðrum félögum f 2. deild er
það m.a. að frétta að Olfert Naaby
mun þjálfa Ármann, en með þeim
hefur Olfert leikið f mörg ár. Þá
mun Arni Indriðason landsliðs-
maður úr Gróttu þjálfa félaga
sfna f Gróttu og jafnframt leika
með liðinu. Pétur Bjarnason mun
Chivers sá
um sigur
Servette
í Alpabikar
Stórgott skallarnark Martins
Chivers, enska landsliðsmannsins
fyrrverandi, gaf liði hans, Serv-
ette frá Genf, sigur í „Alpa-
bikarkeppninni" í knattspyrnu í
fyrrakvöld. Servette lék til úrslita
gegn Nimes frá Frakklandi, urðu
úrslitin 2:1 og er þetta annað árið
í röð, sem Servette vinnur þennan
bikar.
Sigur Servette var þó varla
sanngjarn því lengi vel var Nimes
betri aðilinn á vellinum. Áhuga-
knattspyrnumaðurinn Dussaud
skoraði fyrsta mark leiksins fyrir
Glæsileg verð-
laun í boðs-
keppni Nesklúbbs
FLESTIR af beztu golfleikurum
landsins verða væntanlega meðal
keppenda í „GLASSEXPORT"
keppninni á Nesvellinum á
sunnudaginn. í boði eru sérlega
glæsileg verðlaun, eins og sjá má
á meðfylgjandi mynd. Þrir krist-
alvasanna eru eignarverðlaun og
auk þess farandbikar.
Til keppninnar hefur verið boð-
ið fimm beztu kylfingum frá
stærstu golfklúbbunum, en auk
þeirra mun Alec Graz, sem varð 6.
í „Icelandic Open“ verða meðal
keppenda. Má því búast við að
keppendur verði 25—30 og verða
leiknar 36 holur. Keppnin hefst
klukkan 10 fyrir hádegi og stend-
ur fram eftir degi.
Badminton hjá KB
STARF badmintondeíldar KR er
að hefjast og verða fyrstu æfing-
arnar í íþróttahúsi KR væntan-
lega 1. september. Innritun í tfma
deildarinnar i vetur verður í KR-
heimilinu á milli klukkan 18 og 20
f kvöld.
Ásgeir Elfasson
ekki vera hættur þjálfarastörf-
um, eins og hann hefur svo oft
sagzt ætla að gera og verður að
öllum Ifkindum með Haukaliðið
næsta vetur.
Chivers
Nimes á 55. mfnútu, en fimm mfn-
útum síðar var Maurice Boyron,
miðvallarleikmaður með Nimes
borinn af velli vegna meiðsla. Var
þjálfari liðsins búinn að skipta
tveimur leikmönnum inn á og
varð lið hans því að leika með
aðeins 10 menn það sem eftir lifði
leiksins.
Einum fleiri tóku leikmenn
Servette leikinn smátt og smátt í
sfnar hendur, Chivers átti góðan
skalla rétt yfir á 67. mínútu. Mark
af 30 metra færi frá Pfistler jafn-
aði síðan leikinn og á 74. mínút-
unni flaug Chivers hærra en allir
aðrir í vítateigi franska liðsins og
hamraði knöttinn í netið.
Þeir Jón og Bjarki eiga fullt f
fangi með að halda á verðlaunun-
um glæsilegu.
Holbæk leiðir enn
með tveimur stigum
HOLBÆK færist enn nær meistara-
titlinum I Danmörku og sigraði B 93
2:1 á laugardaginn Hefur Holbæk
nú tveggja stiga forystu eftir 18
leiki. Atli Þór Héðinsson er enn ekki
kominn aftur f lið Holbæk, en hann
datt út úr liðinu vegna meiðsla fyrr I
sumar.
Staða efstu og neðstu liða:
Holbæk 18 11 5 2 27:14 27
Frem 18 11 3 4 30:10 25
B 1903 18 10 5 3 32:17 25
AaB 18 9 6 3 29:22 24
Vanlöse 18 3 4 11 25:52 10
Randers 18 3 4 11 22:29 10
Fremad 18 3 3 3 12 1635 9
INGA Magnúsdóttir bar sigur úr
býtum f opnu kvennamóti f golfi,
sem fram fór á Hvaleyrarvellin-
um f Hafnarfirði á laugardaginn.
Inga er eiginkona Birgis Björns-
sonar, formanns landsliðsnefnd-
arinnar f handknattleik. Iþrótta-
áhugann vantar ekki f þá fjöl-
skyldu, því auk þeirra hjónanna
eru börnin einnig mikið f fþrótt-
um, t.d. f golfi.
Keppt var bæði með og án for-
gjafar í kvennakeppninni á laug-
ardaginn og gaf Jens Guðjónsson
gullsmiður vönduð verðlaun. í
keppni án forgjafar sigraði Inga á
91 höggi, en í öðri sæti varð síðan
íslandsmeistarinn tvö síðastliðin
ár, Kristín Pálsdóttir, á 92 högg-
um. I þriðja sæti varð síðan
Jakobína Guðlaugsdóttir frá Vest-
mannaeyjum á 93 höggum, þann-
ig að keppnin gat varla orðið jafn-
ari.
1 keppni með forgjöf sigraði
Hanna Gabríelsdóttir á 78 högg-
um nettó, en í öðru sæti varð
Ágústa Dúa á 80 höggum.
Á laugardaginn var leikið til
úrslita f öldungakeppni Keilis-
manna og sigraði Pétur Auðuns-
son.
ftermann Gunnarsson, Sigurður Dagsson, Halldór Einarsson, Bergsveinn Alfonsson og Alexander
Jóhannesson — samanlagt hafa þessir kappar leikió nokkuð á annað þúsund leiki fyrir meistara-
flokk Vals.
Stórkostlegt hve vel ungu strákarnir
hafa staðið sig sögðu „gömlu mennirnir"
FIMM þeirra leikmanna, sem urðu tslands-
meistarar með Val f fyrrakvöld, urðu einnig
meistarar með liðinu árið 1967, þeir Sigurður
Dagsson, Bergsveinn Alfonsson, Hermann
Gunnarsson, Halldór Einarsson og Alexander
Jóhannesson. Fjórir þeir fyrst nefndu urðu
einnig meistarar með Val árið 1966. Tveir þeir
sfðastnefndu hafa lengst af verið varamenn með
liðinu f sumar, en hinir þrfr hafa verið fasta-
menn f líðinu og á margan hátt burðarásar þess.
Morgunblaðið rabbaði stuttlega við þá Sigurð
Dagsson og Bergsvein Alfonsson að leiknum við
Þrótt loknum. Voru þeir sammála um að ein
helzta forsendan fyrir þessum árangri Vals f
sumar væri mjög góður þjálfari liðsins, Sovét-
maðurinn Youri Ilytehev. Sögðu þeir hann sér-
staklega góðan og skynsaman þjálfara og sögð-
ust ekki hafa kynnzt betri þjálfara ásfnum ferli
og er hann þó orðinn ærið langur. Á sama tfma
og þetta var mælt gekk Youri um klefa Vals-
manna, barnslega ánægður með sigurinn, þrýstí
hendur strákanna sinna og brosið náði út að
eyrum.
— Við áttum tæpast von á að ná svona langt f
sumar, sögðu þeir Sigurður og Bergsveinn. —
Lið okkar er ungt og það er alveg stórkostlegt
hvað ungu strákarnir hafa þolað vel „pressuna"
sem verið hefur á okkur f allt sumar; reyndar
alveg frá upphafi tslandsmótsins, þvf það er
erfitt að vera f efsta sætinu f svona langan tfma.
Strákarnir hafa staðið sig eins og hetjur og ef
þeir haida áfram hjá Val, en verða ekki rifnir
frá okkur, t.d. í atvinnumennsku, þá verður
Valur á toppnum næstu árin, sögðu þeir félagar.
Þeir bættu þvf við, að það hefði ekki aðeins
verið liðið, sem hefði verið samstillt f sumar.
Stjórnin hefði haldið utan um starfið af rögg-
semi og stuðníngsmenn Vals á áhorfendapöllun-
um hefðu ekki verið eins atkvæðamiklir f mörg
ár.
— Annars er eitt, sem menn mega ekki
gleyma, sögðu þeir Bergsveinn og Sigurður að
lokum. og það er hin óskaplega vinna, sem er að
baki sigrí f svona miklu móti, sem tslandsmótið
er orðið. Ætli fólk geri sér almennt grein fyrir
þvf hve mikil hún er f raun og veru?