Morgunblaðið - 01.09.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.09.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 5 Jón Kr. Olsen, formaður Vélstjórafélags Suðurnesja: „Sjómönnum var ekki hlátur í huga þegar þeir felldu samningana” JÓN Kr. Olsen, formaður Vél- stjórafélags Suðurnesja hafði samband við Morgunblaðið og óskaði að koma á framfæri eft- irfarandi athugasemd: „Sjómannasamnigngar felld- ir í annað sinn“, „Lítill hluti greiddi atkvæði“. Undirþessari fyrirsögn birti Morgunblaðið viðtal við Kristján Ragnarsson formann L.I.U. og Jón Sigurðs- son formann Sjómannasam- bands tslands. I viðtalinu segir Kristján: „Það er napurt að manni skuli vera hlátur i huga.“ Seinna i viðtalinu segir hann að ástæðan sé sú „að mað- ur hefur ekki verið þátttakandi í öðru en skripaleik" og á þar við að honum hafi verið skemmt við úrslit þessi. Ég vil í fyrsta lagi gera þá athugasemd við viðtalið við Kristján að það voru 274, sem skiluðu atkvæðaseðlum í þess- ari atkvæðagreiðslu en ekki 262, sem viðurkennt skal að er ekki mikil þátttaka, ef tekið er tillit til félagsmannatölu þeirra félaga sem þarna áttu hlut að máli. Ég kannast við að talað hefur verið um lélega þátttöku sjómanna í atkvæðagreiðslum um kjarasamninga, en hefur Kristján og aðrir sem slíkt hafa haft á orði tekið tillit til algjörr- ar sérstöðu sjómanna hvað snertir að sækja fundi í stéttar- félaginu sínu, sem og þá I at- kvæðagreiðslum, en bátar allt i kringum landið eru oftast mannaðir að litlum hluta heimamönnum, hinir eru viðs vegar að af landinu og hafa ekki atkvæðisrétt í stéttarfélög- um i viðkomandi verstöð og þvi hafa þeir ekki möguleika á að greiða atkvæði, sem þeir ann- ars gerðu. Hefur ekki einnig hvarflað að Kristjáni að taka tillit til fjarveru sjómanna vegna skyldustarfa á hafi úti sem útiloka þá frá að neyta atkvæðisréttar sins. Ég minnist þess að hafa einu sinni hringt í Kristjan og beðið hann um að L.t.Ú. færi fram á það við útgerðarmenn og skip- stjóra að þeir frestuðu að fara á sjó þar til áhafnir bátanna hefðu neytt atkvæðisréttar sins. I sambandi við þá yfir- standandi atkvæðagreiðslu bátakjarasamninga og var þar aðeins um nokkrar klukku- stundir að ræða. Þessu synjaði Kristján, kvað enga ástæðu til að stöðva bátana út af atkvæða- greiðslunni. Þá vil ég einnig benda Krist- jáni á að augu sjómanna eru enn frekar að opnast fyrir þvl ranglæti, sem þeir eru beittir í launum miðað við aðrar stéttir I þjóðfélaginu. Það vegur ekki litið I viðhorfi sjómanna til samninganna nú, að enn skuli þeir greiða i stofnfjársjóð fiski- skipa, eftir þeim upplýsingum, sem Kristján Thorlacius, for- maður B.S.R.B., og siðar Berg- ur Guðnason, lögfræðingur, gáfu upp um skatt- og fyrninga- mál útgerðarinnar, þar sem sýnt er fram á með rökum, að útgerðarmenn hagnast vel á Framhald á bls. 18 „IVlerki um raunverulegt eðli Sovétríkja nútímans: Fasisma, heimsvalda- stefnu og auðdrottnum” MORGUNBLAÐINU barst f fær eftirfarandi fréttatilkynning frá Einingarsamtökum Kommúnista (m—1). Fer fráttatilkynningin hér á eftir: „Til ríkisstjórnar Sovétrikjanna Kommúnistaflokks Sovétrikjanna þjóðþings Sovétrikjanna c/o sendiráð Sovétrikjanna Reykja- vik. Yfirlýsing Innrás Sovétherja og liðs Var- sjárbandalagsins i Tékkóslóvakiu 21. ágúst 1968 var gróft brot á Prestkosning- arnar tæplega fyrr en í október LÍKLEGT er að prstskosningar í Dómkirkju- og Háteigssóknum í Reykjavík fari fram i byrjun októ- bermánaðar og verði kosið sam- timis i báðum prestaköllunum. Umsóknarfrestur rann út 27. ágúst og sóttu fimm prestar um þessi embætti. Að sögn Óskars J. Þorlákssonar dómprófasts í Reykjavík eru kjörskrár ekki til- búnar, en þær verða lagðar fram um leið og gengið hefur verið frá þeim. Sagði hann að ákvörðun um kjördag yrði tekin I lok vikunnar, en sagði að kosið yrði í síðasta lagi 10. október. sjálfsákvörðunarrétti tékknesku þjóðarinnar og grundvallaratrið- um sósialismans. Sú kúgun og það arðrán sem ný yfirstétt Sovétríkjanna leiddi yfir Tékkóslóvakíu eftir 1956 og marg- efldi eftir innrásina, er merki um raunverulegt eðli Sovétrikja nú- timans: — Fasisma, heimsvaldastefnu og auðdrottnun. Við fordæmum íhlutun Sovét- ríkjanna í Tékkóslóvakíu og her- nám þeirra. Við lýsum yfir sam- stöðu með tékkneskum verkalýð og alþýðu sem mun sigra aftur- haldið og reisa raunverulegt sósíalískt riki í Tékkóslóvakíu. Við krefjumst þess að allri íhlutun í innri mál Tékkóslóvakíu verði hætt, að allt sóvéskt herlið hverfi úr landinu og að allir póli- tiskir fangar þar fái frelsi. Við heitum á islenskan verka- lýð, íslenska alþýðu og allt fram- sækið fólk að taka undir þessar kröfur og mótmæli og hefja bar- áttu gegn hinum kapitalísku Sovétríkjum og striðshættunni, sem stafar af völdum þeirra og hins risaveldisins — Bandaríkj- anna. Einingarsamtök kommúnista (marx-lenínistar) “ Kjarvalsbíó Hvað er það sem skapar nýjar stefnur og viðhorf í myndlist? Eru það málararnir sjálfir, gagn- rýnendurnir eða listasöfnin? Leit- azt er við að svara þessari spurn- ingu I kvikmynd, sem sýnd verður á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 2. september. Kvikmyndin heitir Ur kvikmyndinni um Oldenburg „Listmálarar mála“ og fjallar um bandariska málara, sem starfa í New York. Auk málaranna sjálfra, sem koma fram í mynd- inni — þ.á.m. Andy Warhol, Frank Stella og Rauschenberger svo fáir séu nefndir — koma fram listfræðingar og gagnrýnendur og ræða ofangreindar spurningar. Þessi kvikmyndasýning hefst kl. 20 en fyrr um daginn verða sýnd- ar tvær aðrar, önnur um enska myndhöggvarann Henry Moore, sem talinn er mesti mynd- höggvari Bretlands á þessari öld, og hin um Claes Oldenburg, sem m.a. kom mikið við sögu pop-listar á sínum tíma. Þessar sýningar hefjast kl. 17.30. Kvikmyndasýningarnar eru lið- ur i Haustsýningu Félags is- lenzkra myndlistarmanna, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Aðgöngumiði að sýningunni gild- ir á allar kvikmyndasýningarnar, en þeim verður framhaldið á með- an á Haustsýningunni stendur og verða sýndar kvikmyndir um surrealisma, franska málaralist eftir 1950, málara'-eins og t.d. Picasso, Mattisse, Hundertwasser o.m.fl. Sumar- ALAN SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR ER í FULLUM GANGI í 4 VERZLUNUM SAMTÍMIS NÝJAR VÖRUR TEKNAR FRAM A ÚTSÖLUNNI í DAG HERRAFÖT M/VESTI ST. JAKKAR TERYLENE ULLARBUXUR BÚNAR TIL BEINT Á ÚTSÖLU DENIM BUXUR FLAUELSBUXUR DENIM MUSSUR SKYRTUR BLÚSSUR HERRAPEYSUR DÖMUPEYSUR DÖMUKÁPUR HERRAFRAKKAR KJÓLAR DÖMUDRAGTIR BINDI OMFL. HLJOMPLÖTUR - SKOR Látið ekki happ úr hendi sleppa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.