Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976
3
..ÞAÐ verður býsna mikið um
ið vera hjá okkur f vetur. Alls
verðum við með 8 nýjar
sýningar á stóra sviðinu, svo og
6 nýjar á litla sviðinu í
kjallaranum, en starfsemin þar
hefur gefið góða raun og er
orðin hefð. Tilkoma þess hefur
opnað möguleika á að bjóða
upp á meira og fjölbreytilegra
efni og ég held að allir aðilar
séu ánægðir með þennan hátt i
starfsemi Þjóðleikhússins,"
sagði Sveinn Einarsson þjóð-
leikhússt jóri I viðtali við Mbl. f
gær.
Það verður 18. sept. n.k. sem
næsta leikár Þjóðleikhússins
hefst, en þá verður frumsýnt
leikritið Sólarferð eftir Guð-
mund Steinsson Að sögn Sveins
er þetta leikrit nokkurs konar
skráning á þvi, hvernig við ís-
lendingar högum okkur i sólar-
löndum. Kvað Sveinn leikrit
þetta sennilega eiga eftir að
verða mörgum sólarfaranum
forvitnilegt, því ef þeir fyndu
ekki mynd af sjálfum sér í því
þá myndu þeir vafalaust
kannast við einhvern samferða-
mann sinn í þvi. Leikritinu
leikstýrir Brynja Benedikts-
dóttir og leikmynd er eftir Sig-
urjón Jóhannesson.
Af öðrum nýjum verkum sem
síðan koma hvert á eftir öðru,
má nefna leikritið Vojtsek, sem
er eftir Georg Biichner, en
hann er eitt af höfuðskáldum
Þjóðverja og var uppi á róman-
tíska tímabilinu. Leikstjóri
verður Rolf Hádrich, en hann
annaðist kvikmyndun Brekku-
kotsannáls á sínum tíma, og
honum til aðstoðar verður Gísli
Alfreðsson. . Þorsteinn Þor-
Miklar nýjungar
1 Þjóðleikhúsinu
á komandi leikári
Hér eru
þau Þóra
Friðriks-
dóttir og
Róbert
Arnfinns-
son I
hlutverkum
sfnum
[
Sólarferð,
Guðmundar
"***' Steins-
sonar, en
það
verður
frumsýnt
18.
september
steinsson þýddi verkið og leik-
mynd er eftir Sigurjón
Jóhannesson. Gullna hliðið
verður frumsýnt á öðrum degi
jóla og nú í örlítið breyttri
uppsetningu, en tónlist verður
sú sama og áður, en hana samdi
Páll ísólfsson. Leikstjórnin er í
höndum Sveins sjálfs, en leik-
mynd gerir Björn Björnsson.
Um þetta leikrit sagði
Sveinn, að það væri eitt af hlut-
verkum Þjóðleikhússins að
taka til endursýningar með
jöfnu millibili helztu íslensku
leikritin sem áður hafa verið á
dagskrá leikhússins.
Samhliða þessum nýju
verkum verð sýnd nokkur verk
frá síðasta ári, sem ekki voru
útleikin þá. Þau eru
ímyndunarveikin, sem hlaut
mjög góðar undirtektir bæði i
húsinu svo og í leikför um
Norður- og Austurland, Karlinn
á þakinu, Litli prinsinn, sem er
að hluta brúðuleikrit og var
sýnt á síðustu Listahátíð, og þá
verða hafnar sýningar á leikriti
Laxness, Silfurtunglinu, en af
ýmsum ástæðum hófust
sýningar á því leikriti ekki í
fyrravetur þótt það hafi verið
ætlunin.
Unnendum Shakespears
verður leikritið Lér konungur
vafalaust mikill hvalreki, þvi
þótt það leikrit hafi verið flutt í
útvarpi hérlendis, þá verður
þetta i fyrsta sinn sem leikritið
verður sviðsett hér. Leikstjóri
verður Bretinn Hovhannes I.
Pilikian, en hann hefur getið
sér mjög gott orð fyrir upp-
setningar á verkum Shake-
spears, og einnig er hann sér-
fræðingur i að stjórna grískum
leikum.
Söngleikur verður á dagskrá
Þjóðleikhússins í vetur og í
þetta sinn verður það Helena
fagra. Þetta vinsæla verk, sem
gert er við tónlist Offenbachs,
verður flutt i leikgerð Kristjáns
Árnasonar.
Dýrin í Hálsaskógi verða á
fjölum Þjóðleikhússins i vetur
eftir 15 ára fjarveru. „Við höf-
um mikið verið spurð um
þennan leik og þar sem nú er
komin alveg ný kynslóð barna,
þá töldum við rétt að taka Dýr-
in í Hálsaskógi til sýningar nú í
vetur." sagði Sveinn í viðtalinu
við Mbl.
Sveinn sagði ennfremur að
ekki væri ákveðið enn eitt
verkið sem sýnt yrói á stóra
sviðinu, þar sem þeim þætti
betra að binda ekki algerlega
prógrammið heldur væri gott
að hafa möguleika á að ákveða
það, þegar liði á veturinn, því
aðstæður gætu breytzt þegar á
liði.
Að öllum líkindum verður
eitt ballettverk á stóra sviðinu
nú fyrri hluta vetrar en ekkert
er þó ákveðið hvað það verður
þar sem hinn nýráðni ballett-
meistari er ekki enn kominn til
landsins.
Á litla sviðinu verður um
tvær sýningar að ræða. Annars
vegar verður flutt röð leikrita
og hins vegar verða úrvalsverk
flutt þar í lestrarformi. Fyrsti
lestúrinn verður 7. okt. og
flytja þar 4 leikarar undir
stjórn Baldvins Halldórssonar
þáttinn Don Juan i helvíti en
það er hluti úr leikritinu Man
Framhald á bls. 20
„Ánægður ef einn
fermetri stenzt”
— segir Sverrir Runólfsson um tilraunaveg sinn
NÚ ER liðinn um það bil hálfur mánuður síðan umferð var hleypt á
vegarkaflann, sem Sverrir Runólfsson gerði við Tlðaskarð, en það var
16. ágúst. Þeir, sem hafa átt leið um veginn að undanförnu, hafa tekið
eftir því, að nokkuð er u .1 holur I honum og I gær boðaði Sverrir
fréttamenn á sinn fund >g ræddi við þá um þessar framkvæmdir.
Ásamt Sverri voru þarna Snícbjörn Jónasson yfirverkfræðingur Vega-
gerðar ríkisins og menn frá Verkfræðistofunni Mat s.f., þeir Baldur
Jóhannesson og Kristján Björnsson.
Sverrir Runólfsson sagði, að
hann vildi taka það fram, að hann
væri ekki á neinn hátt sár eða
reiður út í neinn, og að Vegagerð-
in væri rekin með miklum sóma, í
viðskiptum sínum við hana sagð-
ist hann hafa sannfærzt um, að
hún væri til mikillar fyrirmynd-
ar. Sverrir sagðist vera þakklátur
Vegagerðinni fyrir að hafa fengið
tækifæri til að halda þessari til-
raun áfram, þó að í Ijós hafi kom-
ið, að hún færi nokkuð fram úr
upphaflegri kostnaðaráætlun.
Það var árið 1972 sem hann fékk
loforð um að fá vegarkafla til að
gera tilraunir með og 1973 fékk
hann hingað til lands vél frá
Bandaríkjunum til að nota við
þær framkvæmdir og hafði hann
hana á leigu til að byrja með.
Sverrir sagði að Vegagerðin
hefði hafnað verklýsingu sinni og
hefði hann þá þurft að gera á
henni breytingar, en þá var vélin
á leiðinni til landsins, „og varð eg
að gera mitt bezta til að bjarga
því, sem hægt var að bjarga, því
að þegar Vegagerðin neitaði að
samþykkja verklýsingu mína
skriflega var of seint að snúa til
baka án þess að tapa stórfé, því
vélin var á leið til Islands".
Snæbjörn Jónasson yfirverk-
fræðingur Vegagerðarinnar sagði
hins vegar, að verklýsing Sverris
hefði ekki verið nógu ýtarleg til
að hægt væri að samþykkja hana
og hefðu þeir farið fram á, að
gerðar væru á henni lagfæringar
og geröi Sverrir það með aðstoð
frá Verkfræðistofu Guðmundar
Óskarssonar. Sagði Snæbjörn, að
eftir þeirri verklýsingu hefði ver-
ið unnið og sér fyndist skritið ef
nú ætti að fara að segja, að ekki
hefði verið unnið með þeim tækj-
um, sem óskað var eftir. „Vega-
gerðin var á móti því, að þessi
Framhald á bls. 20
KE-2500 K
UNDIRSAMA
ÞAKI
Plötuspilari - útvarp - magnari
25W+25W RMS Kohms 20Hz 20,00»H/.
Nýr Kenwood! Hi Fi samstæðan KE 2500 frá Kenwood, sú bezta sem völ er á.
Þú hvorki heyrir né sérð aðra betri. Raunverulega er hún samstæða 3ja
úrvals Kenwood tækja serri sameinuð eru í fallegum hnotukassa undir einu
og sama þaki, fágað og fyrirferðarlítið,en ódýrt. c
Komið og kynnist KENWOOD, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
FÁLKIN N*
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670