Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976
Ævintýrið um
móða Manga
eftir BEAU BLACKHAM
reiðilega á lestarstjórann. Hvers vegna
er lestin að nema staðar?
— Við erum orðnir vatnslausir, herra
Surtur, svaraði lestarstjórinn. Við getum
ekki farið fetinu lengra, án þess að
sprengja ketilinn. Hann lét sem sér þætti
þetta mjög leitt, enda þótt hann auðvitað
yæri alls ekki leiður, enda hvíslaði hann:
()g þar með ert þú nú búinn að vera,
gamli sjóræningi.
Surt grunaði að lestarstjórinn hefði
stöðvað járnbrautarlestina viljandi, en
ekki gat hann þó sannað þetta, þar sem
hann hafði lítið vit á vélum. Hann var að
hugsa um hvað hann ætti að gera, þegar
hann kom auga á tjörn skammt fyrir
framan járnbrautarlestina. Mangi sá
tjörnina líka og féll allur ketill í eld.
— Fari það nú norður og niður, sagði
hann lágt. Ef þetta er ekki óheppni, þá
veit ég ekki hvað. Nú þarf Surtur ekki
annað að gera en fylla ketilinn aftur, og i
þetta skipti hlýtur hann að gæta þess, að
vatnshaninn sé vel lokaður.
Og þetta gerðir Surtur. Hann benti á
tjörnina og sagði við lestarvörðinn:
— Flýttu þér að fylla gufuketilinn.
Svo lét hann lestarstjórann og lestar-
vörðinn og tvo farþegana fara niður að
tjörninni með fötur og fylla ketilinn.
Vörðurinn var óheppinn. Fyrst festist
hann í leðjunni á tjarnarbakkanum, og
lestarstjórinn og farþegarnir urðu að
draga hann upp úr; og svo missti hann
alveg jafnvægið og steyptist á höfuðið
ofan í tjörnina. Tjörnin var full af græn-
um gróðri og slýi, og hann varð alveg
ógurlegur á að líta. Surtur hló eins og
óður maður, þegar hann sá vesalings
lestarvörðinn með stígvélin full af vatni,
rennblaut fötin og hárið út atað í mold og
aur.
— F'ari það nú norður og niður, hróp-
aði Surtur, það er meira að sjá þig mað-
ur.
Verðinum fannst þetta þó ekkert
skemmtilegt, og ekki bætti það úr skák að
að minnsta kosti tvö síli höfðu komizt
undir skyrtuna hans og sprikluðu, eins
COSPER
Sæl vina! Rétt
einu sinni enn
gleymdi ég gler-
augunum i vinn-
unni!
Viw
MORÖdN-ípS^
kaft/nu w r*
Þetta er mjög skemmtilegur
lltill bær — enginn ferda-
mannabær og þangað flykkjast
allir.
Við komum með lfm til að lag-
færa ef þau skyldu brjóta eitt-
hvað I afmælinu.
Er eitthvað að Gorgur minn? Ekki spá fyrir mér heldur f jár-
— Þú hefur aldrei kvartað yfir festingunum mfnum.
matnum.
1 blómaverzluninni: Viljið
þér ekki kaupa blómvönd til
að gefa konunni, sem þér elsk-
ið?
Viðskiptavinurinn: Nei, það
mundi ekki vera rétt af mér,
ég er nefnilega giftur maður.
X
Rithöfundurinn: Það tók mig
tfu ár að komast að raun um að
ég hefi ekki nokkra hæfileika
til að skrifa.
Vinurinn: Hættirðu þá að
þessum tíu árum liðnum?
Rithöfundurinn: Nei, þá var
ég orðinn of frægur til að geta
hætt.
X
Ef ég tek asna og teymi hann
að vatnsfötu og síðan að ann-
arri fötu fullri af bjór, úr
hvorri fötunni heldurðu að
hann vilji þá drekka?
—Vatnsfötunni.
— Rétt, og hvers vegna?
— Af þvl hann er asni.
X
Húseigandinn. Jæja, ég skal
gefa yður þrjá daga til að
greiða húsaleiguna.
Leigjandinn: Ágætt, ég ætla
þá að velja 17. júnf, jóladaginn
og páskana.
X
Hún: Hvers vegna sagðirðu
henni, að maðurinn hennar
væri dauður, úr því að þetta var
ekki afvarlegra en gjaldþrot?
Hann: Ég hélt, að það væri
betra að búa hana undir reiðar-
slagið.
11
— Helen? Það er ekki líkt
henni... Hún hrukkaði ennið.
— Hevrið mig nú, eitt get ég að
minnsta kosti sagt yður, sagði
hún. — Reg Curtiss getur ómögu-
lega ráðið vfir þessu öllu.
Kannski vfir búgarðinum. En um
viðskiptamál Jamies sér að
minnsta kosti Arthur Wheeloek.
— Hver er hann?
— I.ögfræðingurinn hans.
Walter sá um allt slfkt meðan
hann lifði. Art framfvlgdi aðeins
skipunum hans, vann skítverkin
ef svo má orða það. En nú hvflir
öll ábvrgðin á honum. Kannski
hann geti sagt yður eitthvað.
— Nema hann sé horfinn af
sviðinu Ifka.
Fyrir tilviljun veit ég að svo er
ekki.
Sá sem réð fjármálum Everest.
Ef einhver maðkur var f mysunni
var óhætt að ganga út frá þvf sem
nokkurn veginn gefnu að
peningar voru með f spilinu á
einhvern hátt.
Ilann hafði hugsað sér að bjóða
Sue Ann Carrington að borða með
sér, en hann hafði ekki gert það.
Hann hafði ekki séð neitt boðlegt
veitingahús neins staðar f
grenndinni og næsta þorp, Hardy,
var ekki beinlfnis upp á marga
fiska. Hann gat naumast ímyndað
sér að hin vellauðuga ekkja
Walters Carringtons myndi falla
inn f þá mynd.
Svo að lyktir urðu að hann
kvaddi hana við dyrnar, þakkaði
henni fyrir og lét f Ijós von um að
þau hittust aftur við tækifæri.
— Þér hafið gert mig dálftið
áhyggjufulla, sagði hún. — Ég er
að hugsa um að fara þangað og
heimsækja Hefene. Það er orðið
langt um liðið sfðan Walter dó og
við erum svo sem engir óvinir. Ef
eitthvað er að ...
Mérgazt engan veginn aðþeirri
hugmynd.
— Ég hélt ekki þið Helene
töluðu saman?
— Æ, það er svo langt sfðan ...
— Ég held ekki það væri vit f
að þér færuð þangað.
— Þvf ekki það? Þegar allt
kemur til alls erum við nágrann-
ar.
— Kallið þér þetta að vera
nágrannar.
— Þér þekkið ekki Texas. Ég
skal viðurkenna að það er drjúg-
ur spölur að búgarði Everest, en
hvort sem þér trúið þvf eða ekki
liggja lönd okkar saman. Þetta
eru engar smájarðir hér.
— Sannarlega stærri en ég
hafði gert mér f hugarlund.
— Hvað haldið þér að myndi
svo sem bera út af þótt ég brygði
mér í kunningjaheimsókn til
Helene?
— Mér finnst þér ættuð að láta
það vera. Það er hugulsamt af
yður að láta yður koma það f hug,
en...
Hún brosti til hans, bæði her-
ská og æst.
— Það kemur yður ekki baun f
bala við, hvað ég hefst að. Þér
skuluð ekki hafa áhyggjur af
mér. Ég myndi aldrei flækja mér
inn f eitthvað sem kæmi sjálfri
mér f koll. Til þess er ég alltof
sjálfselsk manneskja.
— Ég vona að minnsta kosti
þér séuð nógu vel viti bornar til
þess.
— Þér viljið ekki hafa mig á
samvizkunni. Skil ég yður ekki
rétt á þann mátann?
Það var einmitt öldungis það
sem hann var að hugsa um, þegar
hann ók aftur til Western Spring.
Ilugsunin um Sue Ann Carring-
ton nagaði hann.
Hann vissi nú hvers vegna. Hún
minnti hann á Eloise, eiginkonu
hans. Nei, fyrrverandi eiginkonu
hans. Eloise hafði einnig verið
ljóshærð og bláeygð með þessa
ffngerðu andlitsdrætti og fágað
fas. Að vfsu hafði Eloise haft
sfðara hár en Sue Ann og hún
hafði pfrt augun á sérstakan hátt
eins og hún vantreysti fólki við
nánari athugun. Ein einhverja
ákveðna þrjózku áttu þær
sameiginlega — Sue Ann
Carrington og konan hans...
Arthur Wheelock réð yfir
örlftilli skrifstofukytru f Western
Spring. Jack lagði bflnum gegnt
hvftu bindingshúsinu og gekk
yfir götuna og inn um dyrnar sem
á stóð Endurskoðunar- og lög-
mannaskrifstofa Brady &
Wheelock. Miðaldra kona sem var
svo digur að stóllinn sem hún sat
á virtist varla rúma hana tók á
móti honum.
— Góðan dag
— Er hr. Wheelock ...
— Já hann er við, gangið bara
inn, svaraði hún og benti. Jack
gekk inn um dyrnar og lokaði á
eftir sér.
Maðurinn sem sat við skrifborð-
ið virtist vera um fertugt. Hann
hafði stórt höfuð, grænleit, stór
augu og þunnt, skollitað hár og
vingjarnlegan munnsvip. Afskap-
lega stór maður hvar sem á hann
var litið, hugsaði Jack með sér.
Það var eins með hann og konuna
frammi við ritvéiina, að það var
eins og hann rúmaðist varla í
þessu þrönga umhverfi.
Hann sagði með áberandi
Texasáherzlum:
— Hvað get ég gert fyrir yður.
Jack sagði honum frá grein-
inni.