Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976
Marta Andrés-
dóttir Kveðja
Fædd 18. mars 1900.
Dáin 22. ágúst 1974.
Þegar mér var tilkynnt andlát
Mörtu Andrésdóttur, hváói ég og
vissi ekki hvað á mig stóð veðrið,
þótt undir niðri hafi ég búist við
slíkri fregn.
Nú er sóiin setzt í iífi hennar,
hvað tekur síðín við er hin mikla
lifsins gáta.
Marta var góð húsfreyja heim
að sækja og allir voru aufúsugest-
ir á heimili þeirra hjóna að Jökul-
grunni.
Hún átti þann stóra kost að vera
hreinskilin, og alltaf gat maður
treyst orðum hennar.
Eg ætla ekki að fara að rekja
ætt hennar hér, heldur læt aðra
ATIIYGI.I skal vakin á því,
að afmælis- og minningar-
greinar verða að berast blað-
inu með góðuni fyrirvara.
Þannig verður grein, sem
hirtast á í miðvikudagsblaði,
að berast í síðasta lagi f.vrir
hádegi á mánudag og hlið-
stadt meðgreinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í
sendibréfsformi eða hundnu
máli. Þær þurfa að vera vél-
ritaðarog meðgóðu línubili.
um það, þetta eru aðeins fátækleg
kveðjuorð.
Ég man alltaf hve vel hún þakk-
aði heimsóknir okkar hjóna, og
hve vel hún bar okkur söguna.
Ekki hafði hún trúmál sin i
flimtingum, en ég tel að hún hafi
lifað mikið eftir kenningunni:
„Guð hjálpar þeim sem hjálpar
sér sjálfur.“
Síðast er ég heimsótti hana var
greinilega farið að draga úr bar-
áttuþreki hennar vegna þess sjúk-
dóms sem hún átti við að stríða,
en samt var hún ekki á því að
gefast upp.
Eiginmaður hennar var hennar
stoð og stytta í lífi hennar allt til
hins síðasta.
Ég var alltaf velkomin á heimili
Mörtu, og það verður örugglega
vel tekið á móti henni að loknu
ævikvöldi.
Við hjónin í Breiðholtinu mun-
um alltaf taka vel á móti aðstand-
endum hennar, og við munum
alltaf minnast hennar með vin-
semd og virðingu.
Undirritaður biður algöðan guð
að styrkja eiginmann hennar
Bjarna Benediktsson, og dóttur,
Dóru Bjarnadóttur.
Góði guð varðveiti minningu
hennar og gefi henni eilífan frið.
Bened. Viggós.
t
GUÐMUNDUR PÁLSSON
lézt að heimili sinu Húsafelli 30 ágúst Jarðarförin verður að Húsafelli,
laugardaginn 4 september kl 5 síðdegis
Ástríður Þorsteinsdóttir.
t
Eigmmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
VALGEIR KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON,
Gufuskálum, Leiru, Gerðahreppi,
sem lést að heimili sinu 26 ágúst, verður jarðsunginn frá Keflavíkur-
kirkju föstudagmn 3 sept kl 2
Fynr hönd vandamanna
Halldóra P. Þorláksdóttir.
t
Móðir okkar
MARÍA E EYJÓLFSDÓTTIR
Laugavegi 1 33,
andaðist i Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg 31 ágúst
Kolbrún Jónsdóttir og systkini.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum aðstandendúm og vinum er
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður
okkar, tengdaföður og afa
ÁRNA EINARSSONAR.
verzluninni Minni-Borg,
Grímsnesi.
Sérstakar þakkir og kveðjur sendum við öllum Grímsnesingum
Einar Arnason, Andrés Árnason,
Haraldur Arnason, Arnar Árnason,
tengdadætur og barnabörn.
t
Innilegár þakkir sendum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og
vmarhug viðfráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
GUÐRÚNAR H. EINARSDÓTTUR,
Hlfðarbraut 17, Hafnarfirði.
Karl M. Jónsson,
Sigurjón Jónsson,
Hinrik Jónsson,
Guðmundur St. Jónsson,
Björn Jónsson,
Gyða Antoníusardóttir,
barnaborn og barnabarnabörn.
Hulda Magnúsdóttir,
Marfa Jónsson,
Erla Ellertsdóttir,
Gísli Jóhannsson,
Bústnir svartbakar
— sveltandi börn
DUNTEKJA er nú ein arösam-
asta athöfn á jörðinni: Dún-
sæng var og dúnsæng er kon-
ungsgersemi.
Versti óvinur varpbænda og
um leið vargur í véum dún-
tekju er veiðibjalla — svartbak-
ur. Tæplega hefur sú plága
blómstrað betur en nú í allri
sögu íslenzkra anna. Það munar
minnstu, að svífandi hópar
svartbaks byrgi fyrir sólu i
sjávarþorpum og verstöðvum
víða unj land. Meira að segja
endurnar í miðborg Reykjavík-
ur fara ekki varhluta af heim-
sóknum þessara feitu, sjálfbirg-
ingslegu fugla. Þeir eru næst-
um orðnir tákn um græðgi nú-
timans í veizlum hér á Vestur-
löndum. En hver er orsök þess-
ara veizluhalda vargsins? Gæti
það verið heimska, skammsýni
okkar mannvarganna?
Er hægt að trúa því, sem sagt
er hér á landi á þorskastriðs-
timum, þegar fræðimenn og
spekingar telja gullkistur hafs-
ins að tæmast, að önnur
milljónin, sem að bátstokki ber,
sé hirt en hinni kastað? Getur
það verið að á tímum tækni,
iðnaðar og málmblendiverk-
smiðja sé dýrmætasta efni úr
heilsulindum lífsins gert að
vargafóðri og mengun? Er lifur
og slógi varpað fyrir borð og
þorskhausar og úrgangur, sem
ekki er hægt að gera nógu fint
fyrir frúr í Ameríku, notað til
að eyðileggja annars vegar og
ala upp varga hins vegar?
Þetta er ekki trúlegt, en mun
samt vera staðreynd í dansin-
um mikla kringum gullkálfinn
á Islandi 1976. En hve mörgum
vinnudögum í verksmiðjum og
iðnaði er þarna um leið varpað í
glatkistu? Hve mörgum
milljónum rænt óbeint frá þjóð-
arbúinu?
Uti i heimi bíða sveltandi
börn, sem hafa raunar eitthvað
til að tönnla. Og þetta gæti orð-
ið þeim uppspretta orku, heilsu
og heilla, ef í það væri blandað
og með því neytt þeirra efna
lífs og krafta, sem lifur, slóg og
þorskhausar eru svo auðug af.
Hvar er nú öll tæknin og efna-
fræðin, matreiðslusnilldin og
veizluhönnunin, ef ekki er
hægt að gera þessi efni að álit-
legri fæðu í fínum umbúðum?
Einu sinni lifði fátækt fólk i
Islandi af eina plágu af ann-
arri, meðan það gat náð í hamsa
og hausa, lýsi og þorskhöfuð.
Ég veit um konu við Breiða-
fjörð, sem var allslaus kona,
með eina kú á rýringskoti,
átján barna móðir, þótt sum
þeirra létust í frumbernsku,
samt urðu hin, sem komust á
spena eins og hún sagði atorku-
söm, hraust og ódrepandi. Hún
hafði selspik fyrir dúsu handa
þeim og lýsi. Sumir hefðu sagt
grút í staðinn fyrir rjóma i pel-
ann. Þegar börn nágranna-
kvenna veiktust var þeim
meira að segja komið undir
handarjaðar hennar Guddu og
komu þaðan von bráðar sælleg
og hraust.
Svo hendum vió, menntaða
kynslóðin, tæknivædda þjóðin,
þessum ódáinsefnum í varga,
kveinum svo og kvörtum yfir
fiskleysi og auðn þeirra gull-
kista sem guð gaf beztar, en við
erum að tæma af taumlausri
græðgi eftir bezta bitanum.
Og úti í heimi magnast svart-
bakar öfundar, illgirni og hat-
urs til okkar á Vesturlöndum,
af þvi að við miðlum ekki meira
til sveltandi barna af molum af
borði ríka mannsins. Ættum við
nú ekki að ganga á undan, þessi
kotþjóð úti við Dumbshaf, og
hefja sem bezt samskipti við
svartar þjóðir? Færa þeim
föngin, sem vargfuglum eru nú
veitt, til þess að börnin þar
megi blómgast eins og hjá
gömlu konunni fyrir vestan. —
Nú hafa norrænar konur þing-
að hér um matvælaframleiðslu.
— Eignast þar vini og velunn-
ara fyrir viturleg samskipti.
Drífa upp verktækni og vinnu-
brögð til að hirða hvert einasta
hrogn, lifrartætlu og þorskhaus
handa þeim, sem vantar þau
fæðuefni, sem í þessum auði
fátæka fólksins varð upp-
spretta lífsins handa fimm þús-
und í eyðimörk, örfáir smáfisk-
ar þar sem ekkert fór til spillis.
Svo hyrfi vargurinn — svart-
bakur lífsins, — af sjálfu sér.
Sveltandi börn fjarlægra
stranda yrðu broshýr og sælleg
og meira að segja dúnsængur
kæmust aftur i tízku, svona á
beztu bæjum.
Árelius Nfelsson.
Skósmíðavinnustofa
Gísla Ferdínandssonar í
Lækjargötu á 20 ára af-
mæli um þessar mundir.
Hér á myndinni, sem tek-
in var í gær, sést Gísli
(lengst til hægri) ásamt
öðru starfsfólki vinnu-
stofunnar.
t
Við þökkum af heilum hug vináttu og samúð við andlát og útför
FLEMMINGS THORBERG.
Gerður Thorberg og synir.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum sem vottuðu okkur samúð við andlát
og útför
GUÐRÚNAR STEINÞÓRSDÓTTUR
frá Brekku
Fyrir hönd vandamanna
Árni Guðmundsson.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall
BENEDIKTS ÞÓRARINS DÚASONAR
skipstjóra
Theódóra Oddsdóttir
Dúa Þórarinsdóttir Baldur Eirlksson
Ásgeir Þórarinsson Katrín Valtýsdóttir
Brynja Þórarinsdóttir Gunnar Bergsteinsson
Ása Þórarinsdóttir Óli Geir Þorgeirsson "
Norræn verk-
fræðingaráð-
stefna um
launamál
Dagana 26. og 27. ágúst síðast-
liðinn var haldin ráðstefna norr-
ænna verkfræðinga um launamál
—NIL 13 — á Hótel Loftleiðum.
Þessar ráðstefnur eru haldnar ár-
lega til skiptis á Norðurlöndum.
Þetta er 13. ráðstefna, sem haldin
hefur verið, og sú fyrsta, sem
haldin er hér á landi.
Á ráðstefnunni var rætt al-
mennt um launamál og atvinnu-
mál verkfræðinga á Norðurlönd-
um og samvinnu þeirra á milli.
Kjarafélag verkfræðinga og
Stéttarfélag verkfræðinga buðu
til ráðstefnunnar og er gert ráð
fyrir að fslenskir verkfræðingar
bjóði til þessarar ráðstefnu á 10
ára fresti hér á landi.
Verkfræðingafélag tslands
Skilti á krossa
Flosprent, sími 16480.