Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 29 fclk í fréttum Skipting út á við + Þeir sem hafa I hyggju að leita sér tilbreytingar utan hjónabandsins verða fyrst og fremst að gæta þess að láta ekki sektarkenndina ná tökum á sér, segir brezkur læknir, dr. Philip Cauthery, I virtu brezku lækna- blaði. Bezt er að einangra framhjá- haldið aigjörlega frá öðrum þáttum daglegs lffs og koma væntanlegum friðli eða frillu í skilning um að það sé ekki meiningin að skaða á nokkurn hátt maka eða f jölskylduna. Þess vegna, segir læknirinn, skuluð þið vera ákveðin í þvl að játa aldrei neitt. Dr. Cauthery segir, að konu- skipti um stundarsakir geti ver- ið liður I sállækningum og vegna þess að þeir sem þau stundi eigi vanalega við ein- hver tilfinningaleg eða kyn- ferðisleg vandamál að strfða beri fremur að líta á þau sem læknislyf en syndsamlegt at- hæfi. Konuskipti, sem stunduð eru um skamman tíma, geta rennt styrkari stoðum undir hjónabandið, segir læknirinn, en hann er ekki enn kominn að niðurstöðu um afleiðingarnar af slfku fyrirkomulagi ef það stendur f langan tfma. Varúð — vélmenni! + Þetta skringilega apparat sem sést hér á leið til ókunns áfanga- staðar þykir hin mesta völundarsmfð. Tækinu er stjórnað með rafeindabúnaði og er þvf ætlað að inna af höndum ýmis vandasöm störf sem mönnum er talin geta stafað hætta af. A umferðarskiltinu stendur að þar sé vélmenni á ferð og eins og gefur að skilja ber öllum dauðlegum mönnum að sýna þvf tilhlýðilega virðingu þvf að sá vægir jafnan sem vitið hefur meira. Mark Twain upprisinn + Þessi skemmtilega mynd er af skáldinu og háðfuglinum Mark Twain, sem réttu nafni hét Samuel Clemens. Myndin var tekin árið 1908 en Twain lézt tveimur árum sfðar. Aðdáendur skáldsins hyggja nú gott til glóðarinnar þvf að nú eru komnar fram í dagsljósið 300 myndir sem einkaritari Mark Twains tók af honum á sfnum tfma. Þessi upprisa á ljósmyndum hefði vafalaust glatt Mark Twain sem lét svo um mælt einu sinni, að „frásagnir um dauða sinn væru mjög orðum auknar." Vaknað við vondan draum + Það svaf enginn yfir sig f Madsen-fjölskyIdunni, seip býr í Randers f Danmörku, morguninn sem mikil gassprenging iagði heimili hennar f rústir. Það' var þó lán f óláni og varð fólkinu til lffs að svefnherbergið féil niður f kjallara um leið og þakið lagðist yfir leifar hússins. ÚTSALA Terylenebuxur frá kr. 1975.— Frakkar frá kr. 3575.— Nærföt, skyrtur o.fl. ANDRÉS, Skólavörðustíg 22 A HIN FULLKOMNA VIÐARVÖRN í 15 LITUM Hin fullkomna viðarvörn heitir Architectural SOLIGNUM, viðarvörn sem þekur viðinn varanlega. Architectura! SOLIGNUM kemur í stað málningar um leið og það ver viðinn gegn hvers konar fúa. HÖLMSGÖTU 4. SÍMI 24120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.