Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SE.PTEMBER 1976 — Morðmálið Framhald af bls. 36 þar sem hann var að fjarlægja ýmsa verðmæta muni úr íbúðinni. Ekki hefur komið fram, hvers vegna Ásgeir kaus að játa fyrir v-þýzka lögreglumanninum, en Karl Schútz hefur verið rann- sóknarlögreglunni hér til að- stoðar við rannsókn þessa máls og hafði tvívegis áður yfirheyrt Ás- geir. Á fundi með blaðamönnum í gær greindu Haraldur Henrýsson sakadómari, rannsóknarlögreglu- mennirnir Gísli Guðmundsson og Magnús Eggertsson yfirlögreglu- þjónn frá nánari tildrögum morðsins á Lovísu heitinni Kristjánsdóttir, eins og Ásgeir hafði lýst þeim fyrir rétti fyrr um daginn. LEITAÐI VERÐMÆTRA MUNA Ásgei,' ber, að hann hafi um kl. 10.30 að morgni fimmtudags komið að Míklubraut 26 og farið inn í íbúðina með lykli, sem hann hafði útvegað sér í fyrra, þegar hann hafði aðstöðu til og var i kunningsskap við húsráðendur. Kveðst hann hafa komið í íbúðina til að leita að frímerkjasafni, sem honum var kunnugt um, aö látinn húsbóndi heimilisins hafði átt. Ásgeir kveðst hafa fundið frí- merkjasafnið eftir nokkra leit og einnig tekið ýmsilegt annað verð- mætt, svo sem skartgripi. Asgeir dvaldist nokkurn tíma í íbúðinni, en hann kveðst í þann veginn hafa verið að búa sig til brottfarar, þegar hann heyrir, að útidyr hússins eru opnaðar. Var þar komin Lovísa Kristjánsdóttir og segist Asgeir hafa farið á móti henni, kynnt sig og hún kynnt sig fyrir honum. Ásgeir kveðst hafa sagt við Lovísu, að hún gerði sér vafalaust grein fyrir því, í hvaða erindagjörðum hann væri i íbúð- inni. Hafi hann lagt fast að henni. að hún léti það kyrrt liggja, að hann hefði verið í íhúðinm, en stað þess boðizt til að skila öllum hlutum á sinn stað og afhenda henni lykilinn. Konan hafi eftir nokkra umhugsun neitað að ganga að þessu. Ásgeir kveðst hafa ítrekað þessa beiðni tvívegis, en hún verið óbifanleg og búizt til borttfarar. Segir Ásgeir, að þá hafi gripið hann örvinglan, þar eð hann hafi ekki mátt til þess hugsa, að upp um hann væri kom- ið og þá gripið til örþrifaráða. VEITTI BANAHÖGGIÐ MEÐ KtJBEINI Ásgeir ber, að þegar hann hafi farið ínn í húsið, hafi hann haft meðferðis verkfæratösku úr bíl sínum og í þvi hafi m.a. verið lítil járnstöng, eins konar kúbein. Kveðst hann hafa gripið til járns- ins og slegið aftanvert á hnakka konunnar i þann mund, sem hún beygði sig til að fara í skó sína. Hafi hann slegið nokkrum sinn- um, en konan ekki fallið við held- ur reikað inn í íbúðina aftur, inn í stofu og fallið niður í kjallara hússins um hringstiga sem þar Iiggur milli hæða. Kveðst Ásgeir hafa faríð á eftir henni og veitt henni þar banahöggin. Ásgeir kveðst hafa setið í íbúð- inni drykklanga stund eftir þetta og þá raunverulega fyrst runnið úpp fyrir honum hvað gerzt hefði. Síðan hafi hann farið fram í eld- hús íbúðarinnar, þvegið blóð af kúbeininu en það hafi verið hans fyrsta hugsun að fela verkfæra- töskuna. Hafi hann ekið að sorp- haugunum, sett töskuna í poka og kastað á haugana. Eins og áður segir, vísaði Ásgeir rannsóknar- lögreglumönnunum á þann stað, þar sem hann taldi sig hafa kastað töskunni, en hún hafði ekki fund- izt í gær, þrátt fyrir leit. Að sögn Gísla Guðmundssonar rannsóknarlögreglumanns hafði rannróknarlögreglan í upphafi rannsóknarinnar ekkí mikíð til að byggja á, þar sem ekkert fannst í íbúðinni, sem bent gæti til þess, hver verknaöinn hafði framið. Var þá farið að kanna hvaða fólk hefði eitthvað umgengizt þetta heimiii, og var Ásgeir í þeim hópi. Bárust böndin að Ásgeiri, þar sem verulegs ósamræmis gætti í fram- burði hans um það, hvar hann hefði verið um það leyti, sem morðið var framið og ýmissa vitna, sem töldu sig hafa séð hann i grennd við húsið. ÞAKKA ÓMETANLEGA AÐSTOÐBORGARA Ásgeir hafði setið i gæzluvarð- haldi frá þvi á aðfaranótt laugar- dagsins. Að sögn Gísla og Magnús- ar Eggertssonar hafði Ásgeir ekki verið yfirheyrður ýkja mikið nú síðustu daga, heldur hafði megin- vinna lögreglunnar þá legið í gagnasöfnun af ýmsu tagi. Báðir báðu fyrir þakklæti til fjölda borgara, sem veitt hefðu ómetan- lega aðstoð við rannsókn málsins og til hinnar almennu lögreglu, sem unnið hefði mikið að lausn málsins. Þá bæri að þakka sér- staklega þá aðstoð, sem Karl Schutz og v-þýzki rannsóknar- stofumaður dr. Kiesling hefðu veitt i þessu máli, og þeir rann- sóknarlögreglumennirnir hefðu mikið af henni lært. Sagði Gísli að Schiitz hefði bent t.d. rannsóknar- lögreglumönnum á ýmislegt, smá- vægilegt, sem þýðingu hefði haft fyrir rannsóknarlögregluna, en þeir ekki áttað sig á í upphafi. Ásgeir Ingólfsson hefur átt við sálræn vandamál að stríða um skeið og verið til meðferðar hjá geðiækni. Að sögn Haralds Henrýssonar sakadómara voru gerðar ráðstafanir strax í fyrra- dag til að fá skýrslu frá lækninum um andlega heilbrigði Ásgeirs en Haraldur sagði, að síðan væri venja í málum sem þessum að menn væru látnir sæta geðheil- hrigðisrannsókn. Ásgeir sat fyrir nokkru 7 daga í gæzluvarðhaldi vegna gruns um að hann væri valdur að innbroti í vélsmiðjuna Héðin, en fyrir rétti I gær ítrekaði hann sakleysi sitt í því máli. Ásgeir Ingólfsson starfaði í mörg ár sem blaðamaður. Þá var hann um skeið framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Upp á síðkastið hefur hann ekki verið I fastri vinnu, en hefur unn- ið að þýðingum. — Banaslys Framhald af bls. 36 niður að Búrfellsvirkjun, en þangað var hann kominn um 11.30. Hringdi þá Gísli Gfslason stöðvarstjóri í Slysavarnafélag ís- lands og bað um aðstoð. Óskar Þór Karlsson, fulltrúi hjá Slysavarnafélagi íslands, hafði þá samband við varnarliðið, sem sendi þegar í stað björgunarþyrlu austur. Fór hún fyrst að Búrfelli og tók þar upp Þjóðverjann, sem farið hafði til þess að sækja hjálp, en síðan var haldið upp í Heklu- hlíðar. Var ólendandi á slysstað og var því lent á tindinum og gengu björgunarmenn niður til hins slasaða. Var hann síðan flutt- ur í Slysadeild Borgarspítalans, en var látinn, er þangað kom. Þyrlan varð að skilja eftir á fjallinu 3 björgunarmenn, þar sem eldsneytisbirgðir þyrlunnar voru það takmarkaðar, að hún komst naumlega báðar leiðir með alla mennina. Fór hún síðan frá Reykjavíkurflugvelli suður á Keflavíkurflugvöll til þess að ná sér í eldsneyti áður en hún gat farið austur i Hekluhlíðar á ný til þess að sækja björgunarmennina, sem þar biðu. — Carter Framhald af bls. 1 komna trausts og stuðningsyfir- lýsingu. Einnig fékk Carter góðar víðtökur hjá leiðtogum Gyðinga í New York, er hann ávarpaði sam- komu rabbía (presta) þar í borg. Hann sagði i ræðu þar, að sem forseti myndi hann gera allt það sem nauösynlegt væri til að tryggja öryggi ísraels. Ford forseti réðst harkalega að Carter í dag fyrir ummæli hans um að hann styddi hægfara brott- flutning bandarískra hermanna frá herstöðvum erlendis. Ford sagði að þeir sem töluðu um hæg- fara brottflutning töluðu eins og þeir héldu að varnirnar myndu ekki veikjast ef aðeins einn steinn væri fluttur á brott í einu. Þetta væri alrangt, viðbúnaður tryggði frið, veikleiki byði styrjöld heim. Þetta kom fram í ræðu Fords á fundi með yfir- mönnum þjóðvarðliðsins i fylkjum Bandaríkjanna. — Síldin ... Framhald af bls. 36 hamar SH var með 100 tunnur, Steinunn SF 83 tunnur, Jó- hannes Gunnar GK með 81 tunnu og Haukafell SF með 80 tunnur. Síldin fór öll í salt nema átta tonn, sem fóru í frystingu og voru saltaðar 520 tunnur, og í fyrradag voru 400 tunnur saltaðar. Að sögn Jens voru ekki allir Hornafjarðarbátar farnir til reknetaveiða, er aflinn byrjaði að glæðast, en búizt var við, að nokkrir héldu til veiða í gær og eins i dag. Hann sagði, að gíf- urleg atvinna væri nú á Höfn og legði fólk nótt við dag. Fyrir utan afla reknetabáta hefur afli logbáta verið góður og skuttogarinn Skinney landaði 104 tonnum á mánudag. — Kissinger Framhald af bls. 1 og tryggja starfsgrundvöll hennar. Hann sagði, að Banda- ríkjamenn væru tilbúnir til að láta endurskoða þetta fyrirkomu- lag reglulega, einkum með tilliti til þess, að ekki yrði hægt að hefja vinnslu á hafsbotni fyrr en eftir 10 ár. Kissinger sagði, að erlendar þjóðir skyldu ekki treysta á breyt- ingu á afstöðu Bandaríkjastjórn- ar eftir kosningarnar í nóvember, því að það yrði engin ný stjórn, auk þess sem núverandi stefna væri byggð á langtíma og varan- legum hagsmunum þjóðarinnar og að hann væri viss um, að hver sem kynnti sér málið myndi komast að sömu niðurstöðu. Með þessu sagði ráðherrann óbeint, að Ford forseti myndi hljóta kosningu í nóvember n.k. Kissing- er sagði, að samningaviðræðurnar í nefndinni, sem fjallaði um hafs- botnsvinnsluna, hefðu verið of einstrengingslegar, og slikt gæti aldrei gengið. Enginn hagsmuna- hópur gæti þröngvað eigin tillög- um upp á mótherja sína. — Krafla Framhald af bls. 36 þætti, sem væru rannsóknaboran- ir. Tvær rannsóknaholur 'hefðu verið boraðar með minni bor, en þær voru einungis gerðar til þess að stinga á svæðinu og sjá hvaða hita væri þar að finna. Hann nefndi að á Nýja-Sjálandi væri nú tilbúið virkjunarsvæði, sem væri með 9 holum, sem látnar hefðu verið blása í á þriðja ár. Þannig ættu menn að gefa sér tima til þess að sjá niðurstöður holanna. Þessum rannsóknarkafla er al- gjörlega sleppt við Kröflu og það hefnir sín í lélegri árangri af bor- unum. Sá rannsóknatími, sem menn ætluðu að sleppa við, getur komið fram i töfum vegna mis- heppnaðra borana. Það er ekki vafi á, að fyrr eða síðar hitta menn á góðan stað, en hve margar árangurslausar holur verða bor- aðar áður veit enginn. Þá sagði Sveinbjörn, að það hafi verið rétt sem komið hefði fram hjá Jóni Jónssyni um daginn, að í raun væri tvöföld áhætta við þessa framkvæmd. í fyrsta lagi væri það þessi óvissa og flýtir og í öðru lagi þau áhrif, sem gos og sífelldar hræringar hafa á boranirnar. Jarðhræringar eru mjög óæskilegar í sambandi við boranir. Hins vegar sagði Svein- björn, að engin ástæða væri til að örvænta, en þessi flýtir á mál- unum gerði boranirnar dýrari þegar ekki væri unnt að meta árangur úr holu með tilliti til hvar bora ætti næst. Hann sagði að hola 9 yrði boruð á grundvelli vitneskju, sem fékkst við borun á holu 6. Þá sagði Sveinbjörn Björnsson að hann hefði nýlega farið til Kenya, þar sem byrjað var á jarð- borunum vegna virkjunar fyrir 2 árum og þá undir stjórn ísleifs Jónssonar yfirverkfræðings. Þar hafa verið boraðar 6 holur, sem hafa blásið þennan tima og nú var verið að meta árangur þeirra til þess að ganga úr skugga um, hvort unnt yrði að mæla með virkjunarframkvæmdum. Þannig kvað hann, að staðið væri að slíkum málum erlendis. Þá hefur heyrzt að búast megi við erfiðleikum vegha borana er frysta tekur, þar sem kælivatn muni frjósa í leiðslum. í þvísam- bandi sagði Sveinbjörn Björnsson að væri hugsanlegt að nota heitt kælivatn, þ.e. vatn úr holu 4 til kælinga á holum. — Indland Framhald af bls. 1 frumvarp, undirbúningur þess hefði verið hreinn einstefnuakst- ur stjórnarinnar. Hún hefði bann- að allar samkomur eða fundi stjórnarandstöðunnar. Endanlegt markmið stjórnarinnar væri að búa svo um hnútana, að krafa um frjálsar kosningar verði aldrei framar borin upp. Hann sagði, að engin stjórn, sem teldi sig stjórna skv. þingræðislegu lýðræði, gæti talizt lögleg þegar flestir leiðtogar stjórnarandstöðunnar og andófs- menn innan stjórnarflokksins væru bak víð lás og slá. Gokhale, löggjafarmálaráð- herra stjórnarinnar, sagði að miklar umræður hefðu farið fram meðal landsmanna um stjónar- skrárbreytingar, en viðurkenndi að sumar af tillögum stjórnar- skrárnefndar Kongressflokksins, sem sett var á laggirnar fyrir ári. Hann sagði, að stjórnarandstöðu- leiðtogar, sem í haldi væri, gætu sjálfum sér um kennt — en þeir hefðu verið frjálsir, hefðu þeir notað tima sinn til að reyna að grafa undan lýðræðinu. Hann sagði, að þingið væri fullkomlega hæft til að breyta öllum greinum stjórnarskrárinnar. 1 tilkynningu indversku ríkis- stjórnarinnar um þetta frumvarp sagði að það væri nauðsynlegt til þess að vinna bug á erfiðleikum, sem komið hefðu upp við að reyna að ná markmiði þjóðfélags og efnahagsbyltingarinnar, sem myndi binda enda á fátækt, fá- fræði, sjúkdóma og misrétti í þjóðfélaginu. — Þjóðleikhús Framhald af bls. 3 and Superman eftir Berhard Shaw. í leikritaröðinni verða eftir- talin leikrit: Nótt ástmeyjanna eftir Per Olav Endkvist, þýtt af Stefáni Baldurssyni leikstýrt af Helga Skúlasyni; nýtt leikrit eftir Odd Björnsson, leikstýrt af Benedikt Árnasyni með leik- mynd Birgis Engilberts, verk Arrabals Þeir settu handjárn á blómin, leikstykrt af Nigel Wat- son og leikmynd er eftir Magnús Tómasson og loks leik- ritið Endatafl eftir Samuel Beckett, en það hefur ekki verið sýnt áður í húsinu. Leik- stjórn annast Hrafn Gunnlaugs- son, en hann, Helgi og Watson leikstýra nú í fyrsta sinn í Þjóð- leikhúsinu, að sögn Sveins Einarssonar. Hjá Þjóðleikhúsinu er nú unnið að hópverki 5 leikara og verður það af svipuðum toga og Inuk, sem frægt er orðið víða erlendis og verður farið með þetta verk í skóla, auk þess að sýna það á litla sviðinu. Að sögn Stefáns Baldurs- sonar, sem hefur umsjón með samningu verksins verður hér um verk að ræða, sem ætlað er yngri kynslóðinni en það verður samið, auk hans, af þeim Þórhalli Sigurðssyni, Sig- urði Erni Arngrímssyni, Þór- hildi Sigurðardóttur og Helgu Jónsdóttur. — Schiitz Framhald af bls. 36 hver væri skoðun hans á íslenzku rannsóknarlögreglunni. Schutz kvaðst vilja benda á að í Reykja- vík væri auðvitað mun minna um afbrot en í hinum stærri borgum erlendis, og þar af leiðandi skorti íslenzka rannsóknarlögreglu- menn eðliega nokkra reynslu til að fást við ýmis meiriháttar af- brot vegna þess hve fátíð þau væru. „Hins vegar er tæknideild lögreglunnar hér töluvert-á eftir tímanum og aðferðir hennar hæfa ekki ýmsum þeim meiriháttar af- brotum, sem nú eru að koma til sögunnar," sagði Schutz. Tækni- deildina skorti ýmsan nauðsyn- legan búnað í því skyni, og benti Sehíitz á að ekki væri nein að- staða hér til hvers kyns lífefna- fræðilegra rannsdókna svo sem á blóði, svita, þvagi og ýmsum likamsvessum, heldur yrði að senda allt slíkt til útlanda. Taldi Schutz, að brýnast væri að bæta alla aðstöðu tæknideildarinnar. Haraldur Henrýsson saka- dómari skaut því hér þá inn, að mikilvægasti þáttur samvinn- unnar við hina v-þýzku lögreglu- menn væri einmitt sá að starfs- menn embættisins hefðu lært mjög mikið af rannsóknaraðferð- um þeirra og augun opnazt fyrir ýmsum aðferðum tæknilegs eðlis sem mönnum hefðu ekki verið ljósar áður. Kvaðst Haraldur fast- lega vonast eftir því, að Saka- dómur gæti nú frekar menntað menn á þessu sviði. • GEIRFINNSMALIÐ Morgunblaðið spurði Schiitz hvað hann gæti sagt um rann- sóknina á Geirfinnsmálinu svo- nefnda. Kvaðst Schiitz ekki geta gefið miklar upplýsingar um þá rannsókn þar sem ennþá væri unnið að lausn málsins. Hins vegar væri lögð mikil vinna í það og starfað af miklum áhuga að lausn þess. Morgunblaðið spurði þá, hvort hann teldi eitthvað miða í rann- sókninni, en hann kvað erfitt að svara til um það. Þess bæri að gæta, að hér væri um glæp :ð ræða sem framinn hefði verið fyr- ir æði löngu og þær upplýsingar, sem þegar lægju fyrir, bæru með sér algjört misræmi í framburði þeirra, sem bendlaðir væru við málið. Schiitz sagði, að það hefði að sjálfsögðu verið auðveldara viðfangs, ef hann hefði verið kvaddur fyrr til starfa eða þegar skemmst var liðið frá manns- hvarfinu. Þá hefði verið hægt að beita i miklu ríkara mæli ýmsum tæknilegum áhöldum og aðferð- um. Karl Schiitz kvaðst þó ekkert vilja fullyrða um, að slíkt hefði nægt til að upplýsa málið. Hann var þá að síðustu spurður hvort hann teldi í raun nokkra von til þess að upplýsa mætti Geirfinnsmálið. Hann ítrekaði, að þar væri að mörgu leyti óhægt um vik, en „ég tel þó, að enn sé mögu- legt að Geirfinnsmálið upplýsist." — Ánægður ef... Framhald af bls. 3 tilraun væri gerð, sagði Snæbjörn en þegar Sverrir sagðist geta gert þennan kafla fyrir um 8,4 milljón- ir mæltum við með því við ráðu- neytið, að hann fengi að gera það, þar sem okkar áætlun hljóðaði upp á rúmar 13 milljónir. Það þótti óeðlilegt, að við sæjum um eftirlit með framkvæmdum, þar sem við vorum þessu mótfallnir svo til eftirlitsins voru fengnir menn frá Verkfræðistofunni Mat s.f.“ Eins og fram hefur komið hefur þessi vegarkafli kostað rúmar 30 milljónir og hefur hann hækkað svo vegna þess að nokkur viðbót- arverk voru unnin og vegna al- mennra verðhækkana, en verkið hefur tekið alls um 3 ár. Sverrir sagði að eftirlitsmennirnir hefðu gefið Vegagerðinni skýrslu um kostnað og fylgzt með verkinu daglega og hefði Vegagerðin því átt að geta stöðvað framkvæmdir ef hún hefði óskað þess. Lang- mesti kostnaðurinn var við undir- byggingu vegarins sem fór fram árið 1974, eða um 67% af heildar- kostnaði og það sem þá er eftir er kostnaðurinn við þau tvö lög, sem voru lögð þar ofan á. Er það ann- ars vegar sementsblönduð möl, og var hún lögð sumarið 1975 og var vegurinn óvarinn í vetur, en í sumar var lögð dreifð möl ofan í lag af asfalti. Þetta efsta lag er misjafnlega þykkt, en talið er lik- legt, að holurnar myndist að mestu leyti á samskeytunum. þ.e. mölinni var dreift á asfaltið með dreifara sem var 180 cm breiður og koma holurnar mest þar. Þetta er þó ekki fullkannað og mun tíminn skera úr, um hvernig veg- urinn reynist, en Sverrir sagðist vera ánægður, ef einn fermetri hans myndi standast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.