Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 19 (Ljósm. «1. K. MaB.) Leifur Blumenstein byggingarfræðingur útskýrir teikningar að sundlaugunum við Fjölbrautarskólann f Breiðholti. irstörf um, rými er fyrir hjúkrunarkonu, heimahjúkrun og heimilishjálp, félagsráðgjafa, ritara, auk tann- lækningastofu. t stöðinni verður rekin mæðra-, ungbarna- og smá- barnavernd. Skólaeftirlit verður á vegum stöðvarinnar og reynt verður að taka upp nýjungar, svo sem skipulagða heilbrigðis- fræðslu og reglubundið heilsu- farseftirlit. Með tilkomu heilsugæzlustöðv- arinnar I Breiðholti, og sfðar ann- ars staðar í borginni, verður mun auðveldara fyrir fólk að ná til allrar heilsugæzlu. t stað þess að þurfa e.t.v. að fara á 6 mismun- andi staði I borginni mun fólk með tilkomu heilsugæzlustöðv- anna varla þurfa að fara á nema 2—3 staði til að fá leyst úr sfnum vandamálum. Til að byrja með munu starfa 2 heimilislæknar í stöðinni, en sfðar þrír. Er reiknað með þvf að fólk i hverfinu leiti sér heimilislækna á staðnum, en það verður ekki skyldað til þess og getur haldið sfnum gömlu heimilislæknum. BUNINGSAÐSTAÐA ______i vinnuskUrum________ Skólasundlaugar eru dýr mann- virki og það heyrir sennilega til undantekninga að sundlaug Breiðholtsskóla, sem tilbúin var til notkunar fyrr I sumar skuli aðeins kosta 10 milljónir króna. Er sundlaugin utan húss, en þeg- ar lokið verður við byggingu Breiðholtsskóla verður byggt yfir laugina og þarf ekki að færa hana til. Laugin er úr plasti og flutt inn frá Svíþjóð. Framkvæmdir við sundlaugina hófust á sfðastliðnu hausti, en vinna lá niðri yfir háveturinn, hófst aftur f apríl. Búningsað- staða er til bráðabirgða I vinnu- skúrum og er þar pláss fyrir 36 nemendur, en laugin er eiiigöngu ætluð til kennslu. Framtfðarbún- ingsaðstaða og annað, sem til- heyrir, verður f viðbyggingu, sem væntanleg er á næstu árum. Laugin er 18x36 metrar og þar sem hún er dýpst er hún 1.40 m. Töluvert hefur borið á því, að unglingar hafi klifrað yfir girð- ingar um laugarsvæðið að nóttu til en nú hefur girðingin verið hækkuð og settur á hana gadda- vfr. INNILAUG FYRIR YNGRI BÖRNIN Við Fjölbrautarskólann f Breið- holti verður væntanlega f lok október tekin f notkun innilaug, sem er 12.5x7.5 metrar og er aðal- lega ætluð fyrir sundkennslu yngri barna. Einnig er verið að ganga frá þeim hluta hússins, þar sem verða gufuböð f framtfðinni, en í fyrstu verða þar sturtur og búningsaðstaða fyrir innilaugina. 1. aprfl 1978 á að vera lokið við byggingu húss þess sem innilaug- in er f, en þar verða auk gufubaða og anddyris búningsaðstaða fyrir um 500 manns. Mun búningsað- staðan þar einnig vera fyrir úti- sundlaug skólans, sem á vera til- búin þá. Á hún að verða 25x12.5 metrar, svipuð og Sundlaug Vest- urbæjar. Áætlaður kostnaður við laugarnar og aðalanddyri er 305 milljónir króna, en þess skal get- ið, að útilaugin er ekki aðeins ætluð sem skólalaug, heldur einn- ig fyrir almenning. FÆRANLEGUR SKÓLI Þegar komið var f Ölduselsskól- ann f Breiðholti voru það ekki framkvæmdirnar ivð skólann, sem f framtfðinni verður skóli barna f Seljahverfi, — er vöktu mestu athygli fréttamanna, held- ur sex færanlegar kennslustofur sem fyrst voru notaðar f Fossvogs- skóla. I þessum stofum, sem lfkj- ast mest kössum utan af nýjum bflum, var kennt í fyrravetur og næstu daga hefst þar kennsla á nýjan feik. Næsta vetur hefst kennslan f nýja skólanum og þá verða færanlegu stofurnar fluttar eitthvert annað, þar sem nauðsyn verður fyrir þær. Áslaug Friðriksdóttir skóla- stjóri f Ölduselsskóla sýndi blaða- mönnum skólann og þegar hún var spurð að þvf hvort ekki væri hljóðbært milli kennslustofanna, sem tengdar eru saman með göng- um og aðeins lokað tjaldi, svaraði hún þvf til að f eyrum kennar- anna væri þetta ekki hávaði, held- ur yndislegur kliður. Áætlaður nemendaf jöldi f vetur er 220 börn og standa stofurnar á leiksvæði fyrir nýja skólann. 1 nýja skólanum verða 16 al- mennar kennslustofur auk hóp- kennslurýmis f miðju á baðum hæðum. Bráðabirgða stjórnunar- aðstaða er f tengibyggingu. Stærð hússins er 918 fermetrar á tveim- ur hæðum. Ölduselsskóli er byggður eftir sömu teikningum og Hólabrekkuskóli, með aðeins smávægilegum breytingum. Verkinu á að vera lokið f júlf á næsta ári, samningsupphæð við byggingu hússins er rúmar 137 milljónir króna. ÞAR SEM GRÆNA BYLTINGIN VARÐ TIL 1 sumar hefur verið unnið mik- ið við útivistarsvæði f Reykjavfk og var ekið framhjá nokkrum þessara svæða í gær. 1 Fossvogi var að mestu lokið við móta, sá og gróðursetja f tvö stór svæði. Við bakka Elliðaánna var lokið við kanthleðslu meðfram vesturkvfsl- inni, sáningu f brekkuna og gróð- ursetningu trjáplantna og vfða um borgina hefur verið unnið við ræktun götueyja. I Breiðholti hafa framkvæmdirnar verið mest- ar og mörg svæði, sem báru aðeins brúnan lit moldarinnar f vor, hafa nú skipt um lit og skarta grænu. Leið fréttamanna f fylgd borgarstjóra lauk f Ræktunar- stöðinni og Grasagarðinum í Laugardal, en f sumar var einmitt unnið að stækkun grasagarðsins. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri sýndi gestum starf það, sem þar fer fram. Eru nú f ræktun í Ræktunarstöðinni 20 þúsund birkiplöntur og á milli 7 og 8 þúsund greniplöntur. F: allar borgarstofnanir þaðan þær plönt- ur og tré sem þær þurfa á að halda, en einstaklingar fá ekki keyptar vörur f Ræktunarstöð- inni. Hafði Birgir Isleifur Gunn- arsson borgarstjóri á orði að und- ir stjórn Hafliða Jónssonar garð- yrkjustjóra og hans fólks hefði „græna byltingin" verið búin til. Sagði borgarstjóri þetta um leið og hann brosti kankvfslega til blaðamanna. Hýr á brá vann hún við að vökva í Ræktunarstöðinni f Laugardal f gær. Plastsundlaugin við Breiðholtsskóla, búningsaðstaða verður í vinnuskúrum við enda laugarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.