Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10100 Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 22480 Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr á mánuði innanlands. í lausasolu 50,00 kr. eintakið. Borgarstjóri á ferð með blaðamönnum: Heilsugæzlustöð í Ai sundlaugar í Breiðhi opin svæði og ræktun Atvinnuuppbygg- ing næstu ára Aundanförnum árum hefur orö ið geysimikil uppbygging í sjávarútvegi og fiskvinnslu með viðamiklum skuttogarakaupum og endurbótum á frystihúsum og öðrum fiskvinnslustöðvum lands- manna. Með þessa staðreynd í huga og ástand fiskstofnanna er ekki óeðlilegt að menn fhugi i hvaða atvinnugreinar beri að leggja mest fjármagn á næstu ár- um.Nú er það að visu svo, að þrátt fyrir bölsýni, sem hvað eftir annað hefur gripið menn um framtíð sjávarútvegs hefur hann þó alltaf risið á ný og jafnan verið undirstaða batnandi lífskjara þjóðarinnnar, og svo mun verða um langa framtíð. Hitt er svo annað mál.að menn gera sér nú betri grein fyrir þvi, að ef til vill er hægt að hagnýta auðlindir hafsins á hagkvæmari máta en við höfum gert, með því að hafa betri stjórn á veiðunum og nýta betur atvinnutækin í sjávarútvegi. En hvað sem því líður er eðli- legt, að vaxandi þjóð leiti Ieiða til þess að skjóta fleiri stoðum undir afkomu sína.I því skyni hefur verið lögð rík áherzla á orkuöflun, og við höfum fetað okkur áfram til samstarfs við erlendar þjóðir í orkufrekum iðnaði jafnframt þvi sem við höfum eflt okkar eigin verksmiðjuinað.I viðtali Morgun- bl. við Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra síðastl. laugardag var fjallað um atvinnuuppbygg- ingu næstu ára og í því sambandi sagði forsætisráðherra: „Pvf er halítid -fram, ' áð. .fiskiskfpaflofi landsrtianhá sé jafnvel helmingi eða þriðjungi of stór miðað við hagkvæma nýtingu fiskstofna innan 200 mílna markanna. Ég vil ekki leggja dóm á þessar staðhæf- ingar, en ljóst er að endurnýjun fiskiskipaflotans er nú fyrst og fremst bundin við afkastagetu íslenzkra skipasmíðastöðva og kapp er lagt á að þær hafi næg verkefni. Lánareglur nú eru þær að Fiskveiðasjóður lánar 75% og Byggðasjóður 10% í smíði innan lands, eða samtals 85%, en til skipakaua erlendis frá lánar Fisk- veiðasjóður 67% og ætti þessi munur að hafa sín áhrif. Unnið hefur verið að endurbótum á fisk- vinnslustöðvum og má sjá þess merki víða um landið. Gruknd- vallarskilyrði atvinnuöryggis eru auðvitað góð afkoma atvinnuveg- anna. Opinberar framkvæmdir geta aldrei komið í veg fyrir at- vinnuleysi til lengdar og mundu vera á sandi byggðar ef atvinnu- vegirnir væru reknir með halla. Ljóst er að landbúnaður og útgerð taka ekki svo nokkru nemi, við fjölgun vinnufærra manna, og það eru því iðnaður eða þjónustu- greinar eins og verzlun og sam- göngur, sem hijóta að hafa það hlutverk með höndum. En hver atvinnugrein styður aðra, eins og ljóst er um landbúnað og iðnað, þegar byggt er á hráefnum frá landbúnaði. Mestu máli skiptir, að fjármagni sé beint inn í arð- vænlegustu framleiðsluna. Það verður ekki gert nema lánakjör séu sem líkust í öllum atvinnu- greinum og enn fretnur, að kröfur séu, gerðar um arðsemi einstakra framkvæmda og fyrirtækja og eigin fjár, framlag þeirra, sem íframkvæmdir vilja ráðast.“ Síjórnarsamstarfið Andstæðingar núverandi ríkis- stjórnar hafa hvað eftir annað á síðustu tveimur árum gert sé vonir um, að stjórnarsam- starf Sjálfstæðisflokksins og F'ramsóknarflokksins mundi fara út um þúfur áður en kjörtímabil- inu lyki, og hafa sjálfsagt byggt þær vonir að einhverju leyti á því að þessir tveir flokkar höfðu ekki starfað saman í átján ár, þar til núverandi ríkisstjórn var mynduö og tekizt mjög á á vettvangi þjóð- málanna. En reynslan af tveggja ára stjórnarsamstarfi sýnir, að góð samvinna hefur tekizt með stjórnarflokkunum, og þeir eru nú komnir vel á veg með að leysa þau vandamál, sem þeir tóku sér fyrir hendur með stjórnarsátt- málanum, að glíma við. ' viðtali Morgunbl. við Geir Ha.igrímsson forsætisráðherra sl. laugardag fórust ráðherranum svo orð um reynsluna af stjónar- samstarfinu: ,,Það liggur í augum tippi, að flokkar, sem hafa ólíka stefnu á ýmsum sviðum og hafa starfað í andstöðu hvor við annan um svo langt skeið, þurfa tíma til að samræma sjónarmið sín til lausnar aðsteðjandi vandamálum. I stjórnarsamvinnu ólíkra stjórn- málaflokka skiptir miklu máli.að menn geri sér grein fyrir því, að annar flokkurinn fær ekki öllu því ráðið sem hann vill. En auð- vitað verður stjórnarsamstarfið ekki langlíft nema samstarfs- flokkar geti sætt sig við lausn mála. Á heildina litið tel ég að stjórnarsamstarfið hafi verið gott. Á þessum tveimur stærstu flokkum þjóðarinnar hvilir sú skylda að leiða hana út úr þeim erfiðleikum, sem við okkur hafa blasað.Við erum á góðri leið, en engan veg svo, að erfiðleikar séu yfirstignir. Þeir eru enn nægir framundan. Til þess að yfirstíga þá er auðvitað ekki fullnægjandi atbeini stjórnarflokkanna einna, heldur verða stjórnarandstaða og einstakir hagsmunahópar að gegna sínu mikilvæga hlutverki. Um leið og þeír að sjálfsögðu gagnrýna stjórnvöld og veita þeim aðhald, hljóta þeir og að benda á aðrar leiðir en stjórnvöld, ef þeir kunna á þeim skil. En öll hljótum viðað sýna ábyrgðartil- finningu og láta skammtíma flokkshagsmuni víkja fyrir lang- tima hagsmunum þjóðarheildar- innar." FRAMKVÆMDIR á veg- um Reykjavíkurborgar hafa verið miklar í sumar og í gær gafst fréttamönn- um kostur á að ferðast um borgina í fylgd með borg- arstjóra, Birgi tsleifi Gunnarssyni. Skoðuðu blaðamenn hluta þeirra framkvæmda, en flest mannvirki, sem skoðuð voru, eiga það sammerkt, að þau eru komin á loka- stig og verða sum þeirra tekin í notkun á næstu vik- um. Heilsugæzlustöðin i Árbæjar- hverfi var fyrst heimsótt, en fratnkvæmdum er nú að Ijúka þar. Áætlað er að kostnaður við Heilsugæzlustöðina, húsnæði, innréttingar og tækjakaup verði um 70 milljónir króna, en stöðin er hönnuð fyrir 6—7000 manns. Komið var við í Fjölbrautarskól- anum í Breiðholti og skoðuð sundlaug þar, sem vætnanlega verður tekin ( notkun I lok næsta mánaðar. Er sundlaugin aðeins hluti mikils mannvirkis, sem á að rlsa þar, og verða í samtengdu húsnæði inni- og útisundlaug, iþróttahús, anddyri, gufuböð og búningsaðstaða. Fyrir sundlaug- arnar verður búningsaðstaða fyr- ir 500 manns. Það er innilaugin, sem verður tekin ( notkun til kennslu á næstunni. Mannvirkin sem heimsótt voru í gær voru þó ekki öll jafn stór í sniðum og þau tvö, er nefnd hafa verið hér að framan. Við Breið- holtsskóla var skoðuð snotur plastsundlaug, sem fyrst um sinn verður útisundlaug og einungis ætluð til kennslu. t framtfðinni verður byggt yfir laugina og verð- ur hún þá hluti af byggingum Breiðholtsskólans. Ölduselsskóli var heimsóttur, en það sem fyrst og fremst vakti athygli blaða- Úr bráðabirgðahúsnæði Ölduselsskóla, sem áður var notaður í Fossvogi. manna þar voru hinar færanlegu kennslustofur á staðnum, en ekki nýbyggingin, sem tekin verður ( notkun næsta haust. Skoðaðar voru vegafram- kvæmdir f Breiðholti, útivistar- væði og að lokum var Ræktunar- stöðin i Laugardal heimsótt. FJÖLÞÆTT AÐ STAÐA FYRIR ALHLIÐA HEILSUGÆZLU Heilsugæzlustöðin f Árbæjar- hverfi verður fyrsta stofnunin sinnar tegundar ( einu afmörk- uðu hverfi I borginni. 1 framtfð- inni er gert ráð fyrir, að slfkar heilsugæzlustöðvar rfsi f öðrum hverfum borgarinnar og þegar hefur fengizt leiguhúsnæði f Breiðholti III fyrir slfka stöð. Sfð- ar er svo ráðgert, að f Mjóddinni við Breiðholt I rfsi heilsugæzlu- stöð. Húsnæði það, sem Heilsugæzlu- stöðin verður opnuð í innan skamms, var f upphafi ætlað sem verzlunarhúsnæði, en borgin keypti sfðan þetta húsnæði, sem er að Hraunbæ 102. Er tryggð hafði verið þátttaka rfkissjóðs í stofnkostnaði samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, hófst undirbúningur að innréttingu húsnæðisins árið 1975. Kaupverð húsnæðisins var 25 milljónir, en samtals er kostnaður orðinn 46 milljónir. Verið er að ganga frá kaupum á húsgögnum og tækja- búnaði. Stöðinni er ætlað að þjóna fbú- um Árbæjarhverfis og er útbúin til að veita 6—7000 manns þjón- ustu. Aðstaða verður fyrir þrjá heilsugæzlulækna, sérfræðinga, er munu heimsækja stöðina með ákveðnu millibili, sérstök barna- verndaraðstaða, rannsóknastofa, aðgerðarstofa, þar sem hægt verð- ur að gera að minni háttar slýs- Skúli Johnsen borgarlæknir skýrir frá gangi mála við byggingu Heilsugæzlustöðvarinnar, borgarstjóri lengst til vinstri, síðan byggingarnefndarmennirnir Gísli Teitsson framkvæmdarstjóri og Páll Gíslason yfirla*knir. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.