Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 Spjallað við Einar Olgeirsson hótelstjóra „FERÐAMANNASTR AUMUR- INN hingað til Húsavíkur hef- ur verið svo til sleitulaus frá því í byrjun júní og nær full- bókað er hjá okkur út allan september," sagði Kinar Ol- geirsson hótelstjóri hins glæsi- lega Hótels Húsavíkur, er við hittum hann að máli fyrir norð- an í sfðustu viku og spurðum hann frótta. Fyrir ferðalang á ferð um landið kemur það þægilega á óvart að koma inn á þetta fyrsta flokks hótel, sem ekkert gefur eftir beztu hótel- um höfuðborgarinnar. Við spurðum Einar hvernig útlitið væri. — Það kom mér sannast sagna á óvart að heyra það í sjónvarpinu um daginn, að nú væri allur ferðamannastraum- ur að deyja út á Norðurlandi. Mér er ekki kunnugt um annað en að bókanir séu mjög góðar hjá Hótel KEA á Akureyri enn þann dag í dag og hér hjá okkur er eins og ég sagðí áðan svo til fullbókað út september og það af erlendum ferðamönnum, sem vilja gjarnan sækja ísland heim á öðrum tíma en háanna- tímanum. Þetta eru ferðir, sem Flugleiðír hafa komið af stað og er að mínum dómi eitt stærsta skrefið, sem unnið hefur verið hér á landi til lengingar ferða- mannatímanum. — Hvenær hófust þessar ferðir? — Fyrstu ferðirnar voru í fyrravor, héldu áfram í vor sem leíð og byrjuðu síðan aftur 23. ágúst. Ég veit ekki betur en að Öli Sigmundsson, aðstoðarhótelstjóri, Einar Olgeirsson, hótelstjóri, og Jónas Már Ragnarsson, matsveinn, fyrir framan hótelið. ég það hafa átt sinn þátt í þessu, að um áramotin var sett hér upp bílaleiga, sem hefur sannað ágæti sitt þótt lítil sé ennþá, þvi að það eru margir, sem vilja fljúga hingað beint og fá btTaleigubíl til skoðunar- ferða. F'ólk virðist einnig vera að gera sér grein fyrir þvi, að Húsavík er eins miðsvæðis í Þingeyjarsýslu og hugsast get- ur og má sem dæmi taka, að aðeins er um klst. akstur héðan austur Tjörnes til Ásbyrgis, eða Hljóðakletta, tæp klukkustund í Mývatnssveit og sami tími í Vaglaskóg. Margir hafa líka uppgötvað heillandi fegurð Bárðardalsins og þá staðreynd, að hægt er að aka á venjulegum fólksbíl að jaðri Ódáðahrauns. Efsti bærinn í Bárðardal, Svart- árkot, stendur einmitt við hraunjaðarinn og þótt ótrúlegt sé eru þar rekin mestu fyrir- myndarfjárbú. góðum skíðalyftum, þar sem fólk þarf ekki að standa í bið- röðum eða umferðaröngþveiti til að geta rennt sér. Mikið hef- ur verið spurt um þessar ferðir, en þær verða ódýrar og við bindum miklar vonir við þær. Þá skapa þessar ferðir mögu- leika á að nýta þá góðu aðstöðu, sem hótelið hefur upp á að bjóða í sambandi við ráðstefnu- hald. — Það hefur verið töluverð aukning á ráðstefnuhaldi hjá ykkur? — Já, og ég er þess fullviss, að hvergi er betra að halda ráð- stefnu en úti á landsbyggðinni, svo framarlega sem aðstaða er fyrir hendi. Sannleikurinn er sá, að þegar ráðstefnur, sérstak- lega innlendar, eru haldnar á Reykjavíkursvæðinu, vill það oft verða þannig að utanbæjar- mennirnir þurfa að sinna ýms- um erindum fyrir sunnan, eins Látlaus ferðamannastraumur til Húsavíkur frá því 1 júní þær hafi tekizt mjög vel, alla- vega hefur enginn kvartað und- an veðri. F’ólk veit að það er ekki að fara til sólarlanda og klæðir sig eftir því. Það má kannski skjóta því inn í hér, að í sumar hafa m.a. heimsótt okk- ur íslenzkir alþingismenn með starfsbræðrum sínum frá Þýzkalandi, menntamáladeild Norðurlandaráðs þingaði hér, norrænir endurskoðendur og í síðustu viku var hér leiklistar- ráð Nordvision svo eitthvað sé talið. Auknar flugferðir —Hverju þakkarðu þessa miklu aukningu ferðamanna á Húsavík? — Mestan þátt í aukningunni tel ég hinar auknu flugferðir hingað eiga, en í fyrsta skipti í sumar eru ferðir daglega. Það er hins vegar athyglisvert og ánægjulegt, að þrátt fyrir þessa aukningu hingað hefur flug aldrei staðið með meiri blóma til Akureyrar að því er fréttir herma. Þetta sýnir að Norður- landið heillar ferðamenn og að mínu áliti þarf enginn hér norðanlands sem byggir af- komu sína á ferðamönnum, að óttast annan, því að með betri aðstöðu og bættum hótelkosti aukum við ferðamannastraum- inn hingað norður. Einnig tel — Nú auglýstir þú talsvert skíðaferðir á sl. tveimur árum, þótt góðviðrið færi illa með skíðafærið hjá ykkur í vetur. Verður áframhald á þessu? Skíðaferðir um helgar — I vetur er ákveðið að fljúga hingað til Húsavíkur á föstudags og sunnudagskvöld- um, sem gerir okkur í fyrsta .gkjpti samkeppnisfæra til að nýta okkar ágætu skíðaaðstöðu fyrir ferðafólk um helgar. Hér eru skíðabrekkurnar svo til við hóteldyrnar með tveimur mjög og skiljanlegt er, en heima- menn flýta sér aftur á móti heim eftir fundarsetu, sem einnig er skiljanlegt. Á stöðum eins og hér á Húsavík eru að- stæður aðrar, menn hafa ekki tækifæri til að fara mjög mikið frá, þeir sitja fundi og annað, sem ekki er minnst um vert, þeir eyða kvöldunum saman og í frjálsum samræðum eftir góð- an kvöldverð eru einmitt mikl- ar líkur á að menn eigi betra með að samræma skoðanir sín- ar en með einhliða málflutningi úr ræðustól. Þetta Hafa frænd- ur okkar á Norðurlöndum skil- ið fyrir löngu enda ekki óal- gengt að lítil hótel úti á lands- byggðinni séu meira og minna ..Grænmetis- verzlunin og tilkostnað- urinn að drepa okkur” Kartöflubændur á Suðurlandi óánægðir með sín mál EINS og skýrt hefur verið frá I Morgunblaðinu héldu kartöflu- bændur á Suðurlandi nýlega með sér fund og stofnuðu hags- munasamtök til að vinna að ýmsum úrbótum f málefnum þeim er varða þá og þeir telja nauðsyn á að breyta. Kom skýrt fram f umræðum á fundinum megn óánægja meðal kartöflu- bænda með ýmis hagsmunamál og stjórnsýsla stofnana sem með þessi mál fara var gagn- rýnd. I tilefni af þessu tók Morgunblaðið nokkra bændur tali á fundinum. Grettir Jóhannesson bóndi í Skarði og Gunnar Guðmunds- son bóndi í Vatnskoti í Þykkva- bænum tjáðu blaðamanni, að helztu erfiðleikar, sem kar- töflubændur ættu við að glíma væru tfðarfar, svo og gífurlega hár framleiðslukostnaður. „Við getum náttúrulega engu ráðið með tíðarfarið, en það hefur í ár stórskert uppskeruhorfur sem þó virtust í byrjun sumars ætla aA verða sérlega góðar,“ sögðu þeir. Þeir tjáðu Mbl. að í upphafi hefðu menn verið von- góðir með metuppskeru, en 24. júní síðastliðinn hefði svo skoll- ið á mikið rok sem hefði hrein- lega blásið burt jarðvegslaginu ofan af kartöflunum og þannig stórskemmt margar spildur. „Bleytan að undanförnu hefur einnig farið illa með garðana og seinkar uppsprettunni því mjög, en við förum að lenda í vandræðum hvað tima snertir, því nú fara næturfrost að koma sagði Grettir. Aðspurður sagði Gunnar, að hægt væri að færa sér í nyt jarðhita til að ná jafnari árum og að fyrirbyggja að einhverju leyti þær hættur, sem framleið- endurnir yrðu að búa við, „en þá erum við komnir að fram- leiðslukostnaðinum. Hann er slíkur í dag, að við getum vart meira en að vinna okkur inn lágmarks iaun í meðal- uppskeru, og því þyrftum við Ekki eru kartöflubændur f Þykkvabænum eins brosmildir þessa dagana sem þessi Eyfirðingur þvf að mikiil tilkostnaður og slæmt tfðarfar stefnir afkomu þeirra f hættu. Þau eru hraustleg þessi kartöfiugrös, og undir þeim leynist eflaust væn uppskera. Þessi grös eru f reit á höfuð- borgarsvæðinu, en þaðan mun vera von á góðri uppskeru í ár. Aðra sögu er að segja úr lands- ins mesta kartöfluhéraði, Þykkvabænum. Þar er reiknað með slæmri uppskeru og lakari afurð, þar sem tíðarfarið hefur gert bændunum afar erfitt fyrir. ◄---------- að fá mikla hækkun á verði því, sem okkur er borgað fyrir framleiðsluna, ætluðum við að færa okkur í nyt jarðhita. Já, áburðarkostnaður og ann- ar tilkostnaður við framleiðsl- una er orðinn slfkur, að við fáum frekar lítil laun fyrir erf- iði okkar, þótt vel árí. Það þarf mjög lítið út af að bera með uppskeruna til að um hallabú- skap verði að ræða hjá okkur“, sagði Grettir. Þeir félagar sögðu að verð á öllum aðföng- um og öðru sem til framleiðsl- unnar þarf hefði stórhækkað á undanförnum árum, en á móti hefði verð það sem þeim er borgað fyrir kartöflur hækkað miklu minna og því væri þeim sífellt þrengri og þrengri stakk- ur skorinn. Það kom skýrt fram á fundin- um, að bændur eru ákaflega óánægðir með viðskipti sín við Grænmetisverzlun landbúnað- arins. Aðspurðir um þau mál sögðu þeir Gunnar og Grettir, að helzt væri ábótavant geymslu og meðhöndlun þeirri sem er á kartöflunum af hálfu verzlunarinnar. Þeir félagar sögðu það allsendis ófært, að ætlast til að, hver bóndi hefði sínar kæligeymslur svo að framleiðslan skemmdist ekki er liði á vetur! „Grænmetisverzl- unin ætti að hafa fullkomnar og nægar geymslur til að taka við framleiðslunni, svo að geyma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.