Morgunblaðið - 04.09.1976, Page 2

Morgunblaðið - 04.09.1976, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 pPwýh Þau sýna á SEPTEM ’76 — Kristján Daviðsson (f.v.), Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Guðmunda Andrésdóttir, Sigurjón Ói- afsson og Valtúr Pétursson. A myndina vantar Þorvald Skúlason. Ljósm. Mbl. RAX. Sjö listamenn sýna á SEPTEM 76 SEPTEM '76 nefnist listsýning, sem f dag verður opnuð f Norr- æna húsinu. Þessi sýning er þriðja samsýningin, sem hópur- inn „Septem“ efnir til, en sú fyrsta var haldin árið 1974. Listamennirnir, sem mynda þennan hóp, eru þau Guð- munda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Kristján Davfðsson, Sigurjón Ólafsson, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason. Verkin á sýningunni eru tæplega 60, en auk málverka eru fjórar högg- myndir eftir Sigurjón Ólafsson, sem unnar eru f tré. í samtali við einn listamann- anna, Kristján Davíðsson, kom fram, að verkin á sýningunni eru öll unnin á árinu 1976. Á bak við þessar sýningar hópsins er í raun sama tilfinningin og bak við gömlu septembersýn- ingarnar á árunum 1947 til ’53. Við viljum fá almennilega myndlistarsýningu og geta bor- ið saman bækur okkar, sagði Kristján. — Til hvers eru listamenn yfirleitt að sýna? Listamenn vilja ekki lenda úti í horni með verk sýn og það er lika hoit að sjá verk sin á sýningu og geta borið þau saman við verk ann- arra, sagði Kristján og tók fram að ekki væri um miklar breyt- ingar að ræða hjá þeim félögum frá sýníngu hópsins í fyrra. — Við erum orðin roskin og búin að finna okkar farveg. Sýningin SEPTEM ’76verður opnuð kl. 15 I dag og verður opin daglega frá kl. 14 til 22, en henni lýkur 19. september n.k. Loðnuhrognin: „Hirðum aldrei nema nokkur pro- mill af hrognunum” segir Trausti Eiríksson verkfræðingur — ÉG TEL að þótt loðnuhrogn verði hirt um borð í sjálfum veiðiskipunum verði það ekki til að hafa nein fyrirsjáanleg áhrif á loðnustofninn á næstu árum. Það stafar m.a. af því að af 400 þús. lesta loðnuafla sem við veiðum að meðaltali, veiðast ekki nema 100 þús. lestir á Faxaflóasvæðinu og það er ekki nema rétt síöustu dagana á vertíöinni, sem loðnu- hrognin eru orðin það þroskuð, að þau myndi lífvænleg seiði, sagði Trausti Eiríksson vcrkfræðingur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins í samtali við Morgunblað- ið í gær varðandi nýtungu loðnu- Varð undir dráttarvél ÞAÐ óhapp átti sér stað á bænum Eyði-Sandvík í Sandvíkurhreppi, að hjól dráttarvélar lenti yfir stúlku, sem féll út af vélinni. I fyrstu var talið, að stúlkan hefði slasazt verulega og var hún flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Við nánari rannsókn reyndist stúlkan fekki eins mikið slösuð og haldið var f fyrstu. ftMHSftf ÞAU HEIHTA AP FA 30 MILUÓNIR TIL AD BÚATILVE6 Sumargjöf fær lóð við Eiríksgötu BORGARRÁÐ samþykkli á fundi sínum fyrir skiimmu, að gefa Barna- vinafélaginu Sumargjöf kost á lóö vió Eiríksgötu fyrir barnaheimili, enda afsali félagið sér lóð milli Sundhallarinnar og Heilsuverndarstöðvarinn- ar, sem því hafði áður ver- ið úthlutaó. Mannekla í Vegna þessa hafði Morgunblað- ið samband við Braga Kristjáns- son formann Sumargjafar, og spurði hann hvort félagið hygðist hefja byggingu barnaheimilis á þessum stað. Hann sagði, að ekki væri búið að ganga nákvæmlega frá þessu máli og yrði vart gert fyrr en í næstu viku. Þá sagði Bragi, að sem kunnugt væri af fréltum, væri nú í undir- búningi, að Reykjavíkurborg tæki við öllum rekstri Sumargjafar, en e'nn væri mörgu ólokið í undir- búningi þess máls. hrogna um borð í veiðiskipum, en um það mál var fjallaö f Mbl. í gær. Trausti sagði, að loðnuveiðarn- ar takmörkuðust fyrst og fremst af bræðslugetu verksmiðjanna, og nokkur af þeim skipum, sem feng- ið hefðu bróðurpartinn af loðn- unni á undanförnum loðnuvertíð- um, hefðu verið seld úr landi. — Því verða það aldrei nema nokkur promill af hrognunum, sem hægt er að hirða með hrognaskiljurum um borð í veiðiskipunum, sagði hann. Að sögn Trausta þá á að vera mjög auðvelt að safna loðnu- hrognum þeim, sem annars færu útbyrðis við dælingu, saman um borð í veiðiskipunum og væri hér um mjög dýrt hráefni að ræða, en á s.l. loðnuvertíð hefði tonnið af hrognunum verið selt á 175 þús- und krónur. Morgunblaðið spurði Trausta hvort ekki bæri að leggja meiri áherzlu á, að ná hrognunum úr loðnunni um leið og landað væri til bræðslu. „Það á að vera mjög auðvelt sagði hann, og eins og kunnugt er, er hrognaþyngd loðn- unnar stundum um 1/3 af heild- arþyngdinni. Það sem hér veldur enn mestu er hreinlega skipulags- leysi í landi. Hins vegar verðum við að leggja meiri áherzlu á að nýta þetta verðmæta hráefni, sem hrognin eru, bæði um leið og loðn- unni er dælt um borð og eins þegar henni er dælt í land.“ Aðspurður sagði Trausti, að kostnaðurvið að koma fyrir hrognaskiljara og tilheyrandi út- búnaði um borð í veiðiskipum væri ekki talinn mikill. Þá sneri Morgunblaðið sér til Hjálmars Vilhjálmssonar fiski- fræðings og spurði hann hvað hann vildi segja um þetta. Hann sagðist ekki hafa mikið við það að bæta, sem hann sagði i Mbl. í gær. Það mætti að vísu segja, að sem stæði skipti það ekki miklu máli, hvort þessi hrogn væru hirt. Hins vegar gæti það skipt máli síðar og því ættu íslendingar að fara var- lega í sakirnar í þessum efnum. Við hefðum séð nóg af æðibunu- ganginum í íslenzkum sjávarút- vegi stundum. Útsending- unni seinkaði vegna fundar starfsfólks UTSENDING sjónvarps hófst ekki fyrr en 18 mínútur gengin i níu í gærkvöldi, þar sem fundir starfsfólks stofnunar- innar dróst á langinn og hefði að sögn getað orðið miklu lengri ef honum hefði ekki verið slitið rúmlega átta. Eiður Guðnason fréttamað- ur, sem á sæti í launamála- nefnd starfsfólks sjónvarpsins, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi, að þetta hefði eingöngu verið fundur, þar sem rætt hefði verið um stöð- una í launamálunum eftir fund sem haldinn var í fyrra- morgun með fulltrúum fjár- málaráðuneytisins. — Við teljum að það hafi gott sem ekkert komið út úr þeim fundi, sagði Eiður. Hann sagði að fundur starfs- fólk hefði hafizt kl. 19 í gær- kvöldi og einfaldlega dregizt á langinn og getað staðið miklu lengur ef honum hefði ekki verið slitið. — Hér er mikil og megn óánægja með launin, eins og uppsagnir starfsfólksins bera með sér og hefur svo verið lengi, sagði Eiður að lokum. Öll gisti- herbergi full á Höfn Höfn í Hornafirði 3. september frá Árna Johnsen blm. Morgun- blaðsins. Hótel og annað gistirými á Höfn í Hornafirði er nú yfirfullt, bæði á Hótel Höfn og í Nesjaskóla. Á Hótel Höfn er 90 manna ráðstefna Sambands sveitarfélaga á Austur- landi, þar sem fjallað er um ýmis mál, bæði sameiginleg og sérstök. Þá er í Nesjaskóla aðalfundur Sambands austfirzkra kennara, þannig að segja má að forystulið í félagsmálum Austfirðinga sé nú á Höfn í Hornafirði. Munu þessir tveir fundir standa yfir fram á sunnudag. VI© erom alls L íKKERT ■JKATfAWA OKKAR' V/O MlTOM N3 V6I« VA«A fKKi ÍKFINN 6'PARTA' • Siglufirði 3. september Skuttogarinn Sigluvík landaði 14 tonnum af góð- um fiski hér í Siglufirði fyrir tveimur dögum og Dagný landaði 72 tonnum i gær. Auk þessa er Dagný með á milli 40 og 50 tonn af heilfrystum fiski um borð, sem gert er ráð fyrir, að togarinn sigli með. Gífur- leg atvinna er nú hérna í bænum og atvinnurekend- ur leita eftir fólki viða um land, en með misjöfnum ár- angri. mj. Tveir hasshundar hjá varnarliðinu: Meira af fíkniefnuin smyglað inn á völlinn en út af honum VARNARLIÐIÐ á Keflavfkur- flugvelli hefur nú tvo hass- hunda, sem athuga allan póst, sem berst til hermanna á vell- inum, ennfremur eru þeir látn- ir þefa af hverjum hcrmanni, sem kemur til landsins, ef vera skyldi, að þeir væru með hass innan klæða. Þá tjáði Asgeir Friðjónsson ffkniefnadómari Mbl. f gær, að miklu meira virt- ist vera um, að eiturlyfjum væri smyglað inn á Keflavfkur- flugvöll heldur en út af vellin- um. Hannes Guðmundsson full- trúi í varnarmáladeild utanrík- isráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að seinni hasshundurinn váeri fyr- ir skömmu kominn til landsins. Það væri nýjung hér á landi, að hasshundar væru látnir þefa af fólki, því ef þeir yrðu varir við eitthvað, stykkju þeir á fólk og rifu og bitu. Þá sagði Hannes að í smygi- málinu á Keflavíkurflugvelli s.l. vetur hefði komið í Ijós, að viðkomandi hefðu helzt reynt að smygla til Bandaríkjanna og þeir hermenn hefðu tekið ís- lenzkar áætlunarvélar í Stað hervéla, þar sem þeir töldu áhættuna miklu minni og varn- árliðið virtist gera allt sem hægt væri til að koma f veg fyrir eiturlyfjasmygl á vellin- um. Ásgeir Friðjónsson fíkniefna- dómari sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að til skamms tfma hefði það verið svo, að miklu meira af fikniefn- um væri smyglað inn á Kefla- víkurflugvöll heldur en út af vellinum og virtist svo vera enn. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.