Morgunblaðið - 04.09.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976
5
Handavinnukennarar:
Vilja fleiri tíma í hann-
yrða- og smíðanámi
í fréttatilkynningu, sem Mbl.
hefur borizt frá Handavinnu-
kennarafélagi íslands segir, aö
LAUGARDAGINN 4. sept. hófst
sýning í Þrastarlundi við Sog, og
mun hún standa til 17. sept.
Á sýningunni eru teikningar
eftir Hreggvið Hermannsson, alls
þrjátiu. Eru stjörnumerkin meg-
inuppistaða þessarar sýningar en
aðrar eru einfaldar mannlífs-
myndir.
félagið vilji taka það fram, að í
inngangsorðum hinnar nýju nám-
skrár sé gert ráð fyrir, að grein-
ing nemenda eftir kynjum í hann-
yrða- og smíðanámi verði úr sög-
unni eins fljótt og aðstæður leyfa.
Segist félagið vera hlynnt því, að
samkennsla komist á, en þá með
þeirri tilhögum, að kennslutímum
fjölgi í samræmi við aukin nem-
endafjölda og námsefni.
Þá segir, að til þess að nemend-
ur fái lágmarksþekkingu í þessu
námi sé þeim nauðsynlegt að fá
tvær kennslustundir á viku vetr-
arlangt í greinunum.
Njadorf tefl-
ir fjöltefli
STÓRMEISTARINN Miguel Naj-
dorf frá Argentínu mun tefla fjöl-
tefli á vegum Sambands íslenzkra
bankamanna í samkomusal Ut-
vegsbankans n.k. miðvikudag, 8.
september, klukkan 19. Najdorf
mun tefla á 30—40 borðum við
bankamenn og eiga menn að hafa
með sér skákborð og taflmenn.
Sýning í
Þrastarlundi
Birgir (t.v.) og Magnús voru að koma fyrir verkunum á sýningunni,
þegar Ijósmyndari blaðsins, RAX, leit þar inn.
Sýna I Gallerie Súm
ÞEIR Magnús Pálsson og Birgir
Andrésson opna í dag sýningu í
Gallerie Súm við Vatnsstíg í
Reykjavík. Allmörg verk eru á
sýningunni. Magnús sýnir verk
unnin í gips en Birgir verk, sem
ýmist eru úr tré eða samsett af
ljósmyndum. Sýningin verður
opnuð kl. 4 i dag og stendur til 12
september n.k.
Sýnir í Hamragörðum
ANTON Einarsson opnaði mál-
verkasýningu að Hamragörðum
laugardaginn 4. september.
Sýningin verður opin frá kl.
2—10 um helgar og 4—10 virka
daga. Sýningin verður opin til
sunnudagsins 12. september.
Alls eru 35 myndir á sýning-
unni og er þetta úrklippu- og
vatnslitamyndir og teikningar.
Þetta er fyrsta sýning Antons,
og eru myndir hans flestar unn-
ar á þessu ári.
Gæti orðið
þurrkur á
sunnudag
ÞEIR dagar sumarsins, sem
bændur á Suður- og Vesturlandi
hafa getað unnið við heyskap,
hafa verið næsta fáir vegna
óþurrka. Þá sjaldan þurrkur hef-
ur verið hefur hann oft verið yfir
helgarnar en þá eru varahluta-
verzlanir lokaðar og hafa bændur
lent í erfiðleikum af þeim sökum.
Hafa þessi vandræði oröið enn til
að auka á vanda þeirra í þessu
slæma tiðarfari.
Tvö þeirra fyrirtækja, sem selja
búvélavarahluti hafa nú ákveðið
að hafa opið um helgina til að
bændur geti nálgazt varahluti ef
þörf krefur. Fyrirtækin, sem hér
um ræðir, eru Véladeild SÍS, sem
hefur opið í dag og á morgun milli
kl. 9 og 14 og Dráttarvélar h.f.,
sem hafa opið báða dagana frá kl.
lOtil 16.
Að sögn veðurfræðinga eru
ekki líkur á að þurrkur verði um
sunnan og vestanvert landið í dag
en nokkrar líkur eru á að þurrkur
verði á sunnudag.
Tvö söluskattsstig til að jama
aðstöðu dreifbýlisverzlunar
EMBÆTTISMANNANEFND hef- Georg Ólafsson verðlagsstjóri einum degi, heldur yrði slíkt að
ur lokið við að semja drög að nýju
frumvarpi tim verðlagsmál, sem
sniðin eru eftir norskri og
danskri fyrirmynd. t Norcgi og
Danmörku er verðlagning að
mestu frjáls, en þó er haldið uppi
ströngu verðlagseftirliti og gripið
til verðlagsákvæða ef álagning
verður óeðlilega há.
Viðskiptaráðherra hefur ákveð-
ið að láta fara fram á næstunni
sérstaka athugun á vanda dreif-
býlisverzlunar og verður að lfk-
indum skipuð nefnd til að kanna
það mál.
Ofangreint kom fram i máli
Ólafs Jóhannessonar viðskipta-
ráðherra á ráðstefnu SÍS um
„Vandamál smásöluverzlunar í
dreifbýli", sem haldin var að Bif-
röst í Borgarfirði 1. og 2. septem-
ber.
Sex framsöguerindi voru flutt á
ráðstefnunni. Axel Gislason
frkvstj. ræddi um aðstöðumun
verzlunar í dreifbýli og þéttbýli.
ræddi um framtíðarhlutverk
verðlagsyfirvalda með sérstöku
tilliti til hverfis- og dreifbýlis-
verzlana. Erlendur Einarsson for-
stjóri ræddi um aðgeröir annarra
þjóða til þess að leysa vandamál
smásöluverzlunarinnar í dreif-
býli. Óiafur Sverrisson kfstj. i
Borgarnesi ræddi um vandamál
dreifbýlisverzlunar kaupfélag-
anna. Ingi Tryggvason alþm.
ræddi um álagningarákvörðun
sex-mannanefndar. Ólafur
Jóhannesson viðskiptaráðherra
ræddi um viðskiptamál og svaraði
fyrirspurnum fundarmanna. Þá
voru einnig á ráðstefnunni al-
mennar fyrirspurna- og umræðu-
fímar, og vinnuhópar störfuðu.
Í ræðu sinni skýrði viðskipta-
ráðherra m.a. frá starfi nefndar
sem frá þvi í marz s.l. hefur unnið
að frumvarpsdrögum um ný verð-
lagslög. Sagði ráðherrann að hann
teldi að óhugsandi va>ri að gefa
allt verðlag í landinu frjálst á
gerast í áföngum og því aðeins að
samkeppni í landinu va>ri það
virk að hún tryggði sanngjarnt og
eðlilegt verðlag.
I almennum umræðum á ráð-
stefnunni varð mönnum tíðrætt
um erfiðleika smásöluverzlunar i
dreifbýli og hverníg mætti við
þeim bregðast. Var m.a. bent á
þann möguleika að byggðasjóður
hæfi að lána til verzlana og leiðir
til að jafna ýmsan kostnað t.d.
símagjöld, rafmagnskostnað og
flutningskostnað. Einnig kom
fram sú hugmynd að dreifbýlis-
verzlun yrði heimilað að halda
eftir hluta af þeim söluskatti sem
væri innheimta, t.d. sem svaraði
tveimur söluskattsstigum (þess
má geta að hvert söluskattstig
gefur ríkissjóði um 11 —1200
milljónir kréna). Einnig kom
fram sú hugmynd að takmarkanir
yrðu settar á frelsi manna til að
setja á stofn verzlanir hvar sem
hverjum sýndist.
/ LötfírOtXlutií/ rtntvttLt i.Borgárrid, 3L«'t9tfi
' fBORGAFÍÍFRKFRéoiNGÚRINN í 'œVKÍWÍiÍÍ
SKiPULAGSoea.o
ST;~
'•Áí//0 *-/■ írítVi .
'JVW - _ j .
^Vc«. a' i J
xiu NtrméuH . li 5
¥
J
Borgar-
mýrin
ÞAU mistök urðu í Mbl. i
gær, þar sem birt var
kort yfir þrjú svæði með
nýjum iðnaðar- og
verzlunarlóðum, að eitt
svæðanna — Borgarmýri
— var merkt-inn á nýja
miðbæjarsvæðið í
Kringlumýri. Borgar-
mýri liggur hins vegar
fyrir ofan Árbæ milli
Vesturlandsvegar og
Bæjarháls.
Á þessu korti sést nán-
ar skipulagsteikning af
Borgarmýrarsvæðinu, en
þess ber þó að geta að
byggingar eru þegar
risnar á nokkrum löð-
anna sem þarna sjást.