Morgunblaðið - 04.09.1976, Side 12

Morgunblaðið - 04.09.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Af Haust- sýningu F.I.M. Fyrir nokkrum árum hélt saman hópur nemenda mynd- listardeildar Myndlista- og handiðaskólans er nefndi sig stutt og laggott „masterpiece" — meistaraverkið. Það var mikið líf, sprell og spé í þessum ungu mönnum og að sjálfsögðu tóku þeir þetta nafn upp i græskulausu gamni og til að storka hinum skemur komnu skólafélögum sinum á lista- brautinni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, tveir úr hópnum hafa forframazt við nám hjá viðurkenndum snillíngum heimslistarinnar og ferðazt vítt og breitt um heims- byggðina til að skoða söfn og sýningar og kynnast mannlíf- inu í hinni breytilegustu mynd — en flestir úr hópnum hafa þó haldið sig hér heima við ýmis störf. mm Sigurður Orlygsson: „Morgunlcikfimi" '76. The Masterpiece Hinir tveir áðurnefndu, sem heita Magnús Kjartansson og Sigurður Örlygsson, ásamt hin- um þriðja Ómari Skúlasyni, er haldið hefur sig á heima- slóðum, koma mjög sterkt út á núverandi Haustsýningu á Kjvarvalsstöðum — svo sterkt að ég tel tilefni til að geta þeirra sérstaklega um leið og ég vek athygli á sjálfri sýningunni, en listdómur um sýninguna f heild mun birtast hér i blaðinu um miðja næstu Máski er hér brotið blað í þróun íslenzkrar myndhugsun- ar, a.m.k. er hér i senn á ferð kyngimagnaður kraftur og öfl- ugur undirtónn og hér er gengið umbúðalaust til verks, litir og form brjótast um á myndfletinum, en er þó haldið f skefjum af kunnáttusemi í meðferð efniviðarins. Það er eftirtektarvert þegar ungir menn með vökult auga fyrir hræringum heimslistar- innar standa um leið með báða Ómar Skúlason: „An nafns“, '76 — viku. Félagarnir þrír eru merkilega sjálfstæðir hver um sig þótt grundvallarhugsunin og myndstíllinn sé ekki ósvip- aður — er hér um það að ræða sem á fagmáli nefnist „Assemblage" með ívafi af pop og öðrum stílum í bland. Er merkilegt hve myndirnar eru persónulegar innan þessa ramma, og hve kröftugar þær eru í lit- og formaríkdómi sínum. Um leið taka þeir félagar öðru framar myndefni úr umhverfi sínu — máia hið íslenzka svið, ef við þá viljum skypja sviðið, allt um kring en ekki einungis klassísk mynd- hugtök. fætur á íslenzku sviði. Ameriski málarinn Stuart Davis krufði eitt sinn afstöðu sina til sjálfs sín og listar sinnar á snilldarlegan hátt, og væri það ánægjulegt að sem flestir íslenzkir framúrstefnu- listamenn gætu tileinkað ser þá framsögn, en hún hljóðar svo, ef við í gamni heimfærum hana á hina þrjá ungu menn. „Við erum íslendingar, fæddir í Reykjavik af íslenzkum stofni. Við námum list á íslandi, — við málum það sem við sjáum á íslandi — með öðrum orðum sagt, við málum hið islenzka svið.. Bragi Asgeirsson. Vilhjálmur Þ, Gíslason: Þýzkur menningarsióður Einhver umfangsmesti menn- ingarsjóður í Evrópu er „Stiftung F.V.S." í Hamborg, sem veitir margivsleg verðlaun og fjárfrain- lög til ýmissa menningarmála. Þetta er starfsemi, sem er að vissu leyti hliðstæð Nóbelsverð- laununum sænsku eða Carls- bergssjóðnum í Danmörku. Þetta er einkafyrirtæki og sjálfseignar- stofnun, stofnað af gjöf þýzks kaupsýslumanns, dr. Alfred Toepfer, sem lagt hefur stofnun- inni mikinn hluta eigna sinna, að sögn um 150 milljón marka. Fyrir- tæki Toepfers eru heimsfyrir- tæki, starfandi frá Kanada til Sovétríkjanna, frá Indlandi til Ástralíu og fást við kornverzlun og framleiðslu fóðurbætis, skipa- útgerð og bankastarfsemi. Fram- kvæmda og fjármálastjóri menningarsjóðanna er dr. jur. Walther Reusch. Til grundvallar menningarsjóði F.V.S. liggur hugsjón stofnand- ans, dr. Toepfers, um einingu eða samvinnu Evrópu, en áhugamál hans i þessum efnum eru á mörg- um sviðum og í mörgum löndum. Þess vegna eru verðlaun sjóðsins og fjárframlög í ýmsum greinum og á margan hátt, sumt eru heiðurslaun eða verðlaunapen- ingar, sumt fjárveitingar í heiðursskyni fyrir andleg störf, bókmenntir og vísindarannsókn- ir, eða styrkir til verklegra og hagnýtra framkvæmda. T.d. hef- ur dr. Toepfer mikinn áhuga á landvernd — s.s. ^LUneborgar- heiði — og á minjavernd og á eflingu og viðhaldi þjóðlegra lista, en einnig á sviðum stjórn- fræði og stjórnsýslu. Upphæð þessara heiðursverðlauna eða fjárframlag nemur frá 5000 til 200 þúsund mörkum hverju sinni og tala þeirra mun nú vera um hálfur þriðji tugur á ári. Sjóður- inn gefur út vandað tímarit á þýzku, ensku og frönsku. Margt af þessum veitingum fer eðlilega til þýskra framkvæmda, en því fer fjarri að þær séu bundnar heimalandi stofnandans. M.a. er einn sjóðurinn ætlaður Norðurlöndum og kölluð Henrik Dr. Alfred Toepfer Steffens verðlaun og veitt árlega einhverjum norrænum rithöfundi eða listamanni. Koma bæði til greina fræðimenn, skáld, tónlista- menn, arkitektar o.fl. Tveir Is- lendingar hafa hlotið þessi verð- laun, prófessor Magnús Már Lárusson og Hannes Pétursson skáld. Það fylgir verðlaununum, að þeir sem fá þau, geta valið með sér ungan mann til framhalds- náms í fræðum sínum í Þýzka- landi á kostnað sjóðsins. Verð- launin eru veitt með sérstöku til- liti til alþjóðlegs gildis og human- iskra verðmæta þeirra starfa, sem unnin hafa verið. A svipaðan hátt eru á vegum sjóðsins einnig veitt árlega mörg önnur verðlaun svo sem „Goethe- verðlaun", „Montaigne-verðlaun“ í Frakklandi, „Shakespeare- verðlaun" í Englandi og „Robert- Schuman-verðlaun“. Sumir af þeim, sem verðlaun hafa hlotið, eru eðlilega ekki mik- ið þekktir hér á landi, en ýmsir þeirra eru Evrópufrægir menn og konur. Af Norðurlandamönnum má nefna, auk Islandinganna, Harry Martinson og Villy Sören- sen og af öðrum Paul Tillich, Martin Buber, Benjamin Britten, Walther Gropius, André Malraux, Salvador de Madariaga, Heath forsætisráðherra, leikstjórann Giorgio Strehler og leikarann Paul Scofield, svissneska skáldið Philippe Jaccottet, René Cassin, sem lengi var forseti evrópska mannréttindadómsins í Strass- borg, Hanns Lilje biskup í Hann- over, arkitektana Cordes í Kiel og Vassas í París. Stofnandi þessara víðtæku sjóða, dr. Toepfer, er nú rúmlega áttræður maður, en í fullu f jöri og sækir fundi, þar sem verðlaunin eru veitt við hátíðlegar athafnir að viðstöddum helztu virðinga- mönnum hvers staðar. Stjórnir fara annars einar með úthlutanir. I forstöðunefnd (kuratorium) Henrik Steffens verðlauna eiga nú sæti: prófessor A. Scharff í Kiel, forseti, ríkisbókavörður Palle Birkelund Kaupmannahöfn, prófessor G. Cordes, Kiel, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Reykja- vík, Werner Kock, borgarstjóri í Llibeck, prófessor E. Nevanlinna, Helsinki, prófessor O. Oberholtz- er, Kiel, og prófessor A. West- holm, Gautaborg. I veglegu minningarriti, sem gefið var út á áttræðisafmæli dr. Alfred Toepfer, eru rakin hin fjölbreyttu áhugamál hans og framkvæmdir. Hann er hinn merkasti hugsjónamaður og at- hafnamaður og hinn öflugi gjafa- sjóður hans hefur haft mikil áhrif til stuðnings og kynningar á mörgum verkum og framkvæmd- um og til skilnings og eflingar evrópskri samvinnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.