Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 Jaworsky Watergate-saksóknari: Réttarhöldin yfir Nixon hefðu ekki verið réttlát BANDARfSKI LÖGFRÆÐING URINN Leon Jaworsky, sem var sérstakur saksóknari í Watergate- málinu, segir ( nýútkominni bók sinni, „Rétturinn og valdið“, að ekki hefði verið hægt að láta fara fram réttlát réttarhöld yfir Nixon fyrrum forseta ef hann hefði ver- ið formlega ákærður. „Ég vissi það með sjálfum mér að hefði verið birt opinber ákæra og rétt- urinn hefði spurt mig, hvort ég teldi Nixon geta fengið skjót og réttlát réttarhöld, eins og fyrir er lagt í stjórnarskránni, hefði ég orðið sem starfsmaður réttarins að svara neitandi," skrifar Jaw- orsky. Jaworsky segir einnig í bókinni, að hann hafi ekki átt von á því að Nixon væri svo illilega flæktur í málið, þegar hann tók að sér sak- sóknarastarfið. „Ég átti von á því að aðstoðarmenn væru viðriðnir alls kyns klæki, jafnvel glæpsam- lega starfsemi, en mér datt aldrei í hug að forsetinn sjálfur væri potturínn og pannan óllu sam- an". Næg korn- framleiðsla Rússa í ár Moskvu 3. september Reuter. LEONID Brezhnev aðalritari Sovézka kommúnistaflokksins sagði f ræðu f dag f Alma Ta, höfuðborg Mið-Asfurfkisins Kazakhstan, að f.vrir lægi að næg kornuppskera yrði í land- inu í ár til að mæta þörf lands- manna. Hins vegar viður- kenndi Brezhnev, að skortur væri á kjöti og öðrum dýraaf- urðum. Þetta er f fyrsta skipti, sem sovézkir leiðtogar viður- kenna matvælaskort, en fréttir um slfkan skort byrjuðu að berast snemma á þessu ári. Brezhnev talaði í 90 mfnútur og fjallaði að mestu um vanda- mál landbúnaðarins, en sagði þó einnig, að vel horfði með iðnaðarframleiðslu f landinu, og að aukningin fyrstu 7 mánuði ársins hefði ,verið um 5%, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 4.3%. Ummæli Brezhnev um kornframleiðsluna urðu til þess, að gullverð hækkaði í Lundúnum um 1.85 dollara hver únsa, en Rússar urðu á sl. ári að selja mikið gull til að kosta hveitikaup frá Banda- rfkjunum. — Blóðugar . . . Framhald af bls. 1 Talið er að möguleiki sé á að Kissinger fari til Afríku að lokn- um fundum með Vorster ef ein- hver árangur verður af viðræðun- um. Kissinger mun koma við í London á leiðinni til Sviss og ræða við Anthony Crosland utan- rfkisráðherra áður en hann held- ur áfram. Miklar öryggisráðstaf- anir hafa verið gerðar í Ziirich vegna fundar ráðherranna og verða hundruð Iögreglumanna á verði umhverfis Doler Grand- hótelið, þar sem viðræðurnar fara fram. — Kúbumenn Framhald af bls. 1 ins, sem staðið hefur í 17 mánuði. Gert er ráð fyrir, að hann gefi Assad Sýrlandsforseta skýrslu um viðræður sfnar, áður en hann tekur við forsetaembættinu 23. september nk. Fulltrúar Palestinumanna og hægrisinnaðra F'alangista rædd- ust við i dag og var umræðuefnið vopnahlésáætlun í þremur liðum, sem Arababandalagið samdi. Er það 55. tilraunin til að koma á vopnahléi frá því að stríðið hófst. í bókinni segir Jaworsky enn- fremur að starfsmenn Hvíta húss- ins hafi ýjað að þvi við hann að honum stæði til boða dómarastarf í Hæstarétti Bandaríkjanna, þeg- ar hann tók fyrst að sér saksókn- arastarfið. Jaworsky segist hafa litið á þau ummæli sem agn, sem hann hafi ekki bitið á. Að sögn Jaworskys var það Alexander Haig hershöfðingi, sem þá var skrifstofustjóri í Hvíta húsinu, sem færði í tal við hann þennan möguleika. Haig, sem eins og kunnugt er er nú yfirmaður her- afla NATO í Evrópu, hefur ekki sagt neitt um þessar uppljóstranir Jaworskys. — Ávísanamálið Framhald af bls. 32 um að bankarnir hefðu lokað öll- um reikningunum, sem rannsókn- in næði til, þótt flestum hefði verið lokað. Hann sagðist telja, að svo hefði ekki verið gert í tveimur tilvikum — og er Hrafn sagði þetta bætti hann við orðunum „því miður“. Hann kvað banka- stjórnir vita um alla þá reiknings- hafa, sem haft hefðu viðskipti við þá sérstaklega, en vildi ekki full- yrða að bankar vissu um nöfn allra mannanna. Þá sagði Hrafn Bragason að nú væru 12 ár síðan hann hefði hafið störf í Borgar- dómi Reykjavíkur. Störf hans þar hófust með því að hann hafði með höndum málaflokk, sem voru van- greiddir víxlar og innstæðulausir tékkar. Hann kvað sum nafnanna á listanum vera hin sömu og hann hefði þá átt við að etja. Hann kvaðst þess jafnframt fullviss, að ef bankarnir færu strangt eftir reglunum, sem samstarfsnefnd bankanna setti á árinu 1967, væri ekki unnt að leika þann leik, sem þessir menn hefðu gert. Þá kvað Hrafn Bragason það hugsanlegt, að banki eða útibú gætu haft talsverðar tekjur af því að loka ekki reikningum, sem mis- notaðir hefðu verið vegna refsi- vaxta sem eigendur þeirra yrðu að greiða. • Brot á hvaða grein hegningarlaga? Morgunblaðið spurði Hrafn Bragason, hvaða grein almennra hegningarlaga þessir menn hefðu brotið, ef sök þeirrateldist sönn- uð. Hrafn sagði að til greina kæmu tvær greinar, 248. gr. og 261. gr. Hin fyrrnefnda hljóðar svo: „Ef maður kemur öórum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.“ Hin greinin er: „Hafi maður drýgt athafnir sams konar þeim, sem í 248. — 250. gr. getur, án þess að auðgunartilgangur þyki sannaður, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 1 ári.“ Aðalbankarnir, sem þessir reikningar eru í, sem mennirnir 15 hafa notað, eru þessir (um útibú getur líka verið að ræða): Alþýðubanki, Utvegsbanki, Landsbanki, Búnaðarbanki, Verzlunarbanki, Iðnaðarbanki og Sparisjóðurinn Pundið. Hrafn sagði að innan þessara stofnana þyrfti þó ekkert misjafnt að hafa átt sér stað vegna þessara keðju- ávísanahringa. 0 Greinargerð Hrafns Bragasonar Hér fer á eftir skýrsla Hrafns Bragasonar til fjölmiðla eins og hann afhenti hana á blaðamanna- fundinum í gær . Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins: „Þann 24. ágúst s.l. var ég und- irritaður skipaður skv. sérstakri umboðsskrá til þess að fara með rannsókn vegna umfangsmikillar notkunar á innistæðulausum tékkum. Eg mun sinna þessum umboðsstörfum meðfram mínu fasta starfi og vonast til að geta eytt til starfans umtalsverðum tíma. Skilyrði þess að ég tók þetta starf að mér svoru þau að ég fengi alla hugsanlega aðstöðu og aðstoð frá Sakadómaraembættinu í Reykjavík, Dómsmálaráðuneyt- inu, Saksóknaraembættinu, Seðlabanka fslands, Reiknings- stofu bankanna og bankastofnun- um landsins. Hingað til bendir ekkert til þess að mér verði ekki látin þessi aðstoð í té. Að máli þessu mun starfa með mér Guð- mundur Guðmundsson, rannsókn- arlögreglumaður, og ennfremur geri ég ráð fyrir að verða að kalla til ýmiss háttar aðra aðstoð, sér- staklega ýmiss konar sérfræðiað- stoð. % Bannsókn með aðstoð tölvu Þegar ég tók við máli þessu hafði það verið til athugunar í Sakadómi Reykjavíkur þó nokk- urn tíma. Það má þvi segja að ég komi í þetta mál í miðju kafi. Samkvæmt upplýsingum Saka- dóms Reykjavíkur var upphaf rannsóknar þessarar það, að snemma ársins 1976 bárust Saka- dómi Reykjavíkur kærur vegna innstæðulausra tékka sem útgefn- ir voru af tveimur aðilum hér í borg. Á svipuðum tíma voru yfir- lit og tékkar stórfyrirtækis hér í borginni skoðuð vegna rannsókn- ar annars máls. Vegna upplýsinga sem fram komu við rannsókn vegna þeirra kæra er að framan getur og við athugun á framan- greindu reikningsyfirliti og tékk- um þessa fyrirtækis vöknuðu grunsemdir um að hér væri um svokallaða keðjutékkastarfsemi að ræða. Seðlabanki íslands bauð aðstoð við rannsókn þessa máls og var hún þegin. Að höfðu samráði við Seðlabanka islands var sam- inn listi yfir reikningshafa, sem taldir voru þessu tengdir og þann 25. mars. s.l. var allmörgum bankastofnunum send bréf með beiðni um að gögn yrðu látin í té varðandi nöfnín á listanum. Gögn þessi bárust svo smám saman og voru að berast allt fram í júní- mánuð. Jafnhliða var hafin athug- un gagna sem borist höfðu starfs- mönnum Seðlabankans og þótti fljótlega sýnt að mikið hagræði og vinnusparnaður mundi verða af því að mata tölvu Reikningsstofu bankanna meó upplýsingum sem fengust við þessa athugun. Var þetta gert að ósk Sakadóms Reykjavíkur. Urvinnsla Reikn- ingsstofu bankanna ásamt bréfi Seðlabanka ísiands barst svo Sakadómi Reykjavíkur þann 9. ágúst s.l. % 57 þúsund athafnir Urvinnsla Reikningsstofu bank- anna er yfirlif yfir tékkahreyfing- ar á 26 reikningum árin 1974 og 1975, ásamt stöðu þessara reikn- inga á hverjum tíma þessi ár. Reikningsstofan vann þetta yfir- lit eftir þeim upplýsingum sem hún fékk sérstaklega f þessu skyni frá Seðlabankanum. List- arnir sem fyrir liggja eru mis- munandi niðurröðun þessara upp- lýsinga, þar sem reynt er að leita svara við þeim spurningum sem vaknað höfðu með misundandi uppröðun og samtengingu gagn- anna. Af tölvuútskriftunum má rekja leið hvers tékka um banka- kerfið. Rúmlega 16.000 voru til meðferðar. Færðar voru um það bil 57.000 athafnir en þá er átt við útgáfu tékka, framsal tékka og bókun tékka, hvert sem eina at- höfn. Heildarupphæð þeirra tékka sem teknir voru í þessa athugun nam um 2 milljörðum. Rétt er að taka það fram að hér er ekki um það að ræða að þetta fjármagn hafi náðst út úr banka- kerfinu, heldur bendir talan ein- göngu til umfangs könnunarinn- ar. I þessari könnun kemur fram, að 5 aðilar hafa hver um sig gefið út ávísanir fyrir 100—557 milljón- ir á tveggja ára tímabili. 8 aðilar hafa framselt yfir 100 milljónir hver yfir tímabilið. Hér er sum- part um einhverja sömu aðila að ræða sem útgefendur í einu til- felli en framseljendur í öðru. Rétt er að láta þess getið að hér er sumpart um fyrirtæki að ræða í fullum rekstri og þarf því útgáfa þetta mikillar upphæðar ekki endilega að vera tortryggileg. Athugaðir voru 26 reikningar, en það eru aðeins 15 menn sem ávísa á þessa reikninga. Nokkuð ljóst er að sumir útgefenda koma fram fyrir aðra aðila. Þá er hér um 12 fyrirtæki að ræða, sum þeirra eru ekki á firmaskrá. % Seðlabankinn kærir Seðlabanki tslands hefur með bréfi dags. í gær staðfest að af bankans hálfu sé litið á bréf bankans frá 9. ágúst 1976 til Saka- dóms Reykjavíkur, þess sem áður er getið, sem kæru. Því er haldið fram að við könnun á ofangreind- um tékka reikningum komi í ljós að reikningshafar hafi notað þá að verulegu leyti til þess að stofna til og viðhalda umfangsmikilli og flókinni tékkakeðju. Með tékka- keðju eða keðjusölu á tékkum sé átt við að greindir reikníngshafar hafi selt tékka á bankareikninga sína í öðrum banka, enda þótt innstæða hafi ekki verið fyrir hendi en síðan séð um í flestum tilvikum, að áður en tékkar kæmu fram í reikningsbanka væri búið að leggja inn á reikningana og þá, að því er virðist, með öðrum tékka eða tékkum sem eins hafi verið ástatt um, eins og hina fyrri. Reikningshafarnir hafi síðan við- haldið tékkakeðjdnni og á þennan hátt skapað sér ótrúlega mikið fé, sem þeir hafi ekkert átt í. Þetta megi ljóslega sjá á tölvuútskrift- um tékkareikninganna. Fullyrðir bankinn að víxilviðskipti með tékka, með notkun tveggja eða fleiri reikninga hafi verið skipu- lögð til að ná út fé með blekking- um úr bönkunum. Vísa þeir í því sambandi m.a. til 4. gr. tékkka- laga frá 1933 og ákvæða hegning- arlaga sem beitt hefur verið til þessa við tékkamisferli. Það meinta misferli sem hér er lýst hefur frá 9. júní sl. verið gert erfiðara, þar sem Reikningsstofa bankanna vinnur nú daglega alla tékka af stór- Reykj avíkursvæðinu. % Enginn banki hefur lýst yfir tapi Eftir að Seðlabanki íslands hafði sent Sakadómi Reykjavikur umrædda kæru frá 9. ágúst 1976, tilkynnti bankinn viðskiptabönk- um viðkomandi reikningshafa um hvað málið snerist og það varðaði þennan tiltekna reikningshafa bankans. Þann 26. ágúst sl. ritaði ég þessum tilgreindu viðskipta- bönkum bréf þar sem ég óskaði eftir ákveðnum upplýsingum um þessa reikningshafa þeirra. Ég hefi þegar þessar upplýsingar í höndum. Enginn þessara banka hefur þó enn sem komið er gefið upp að þeir hafi tapað fjármunum vegna þeirrar starfsemi þessara reikningshafa sem hér hefur ver- ið gerð að umtalsefni. í þessu sambandi er rétt að taka fram, að jafnvel þótt ákveðnir aðilar nái fjármagni úr bönkum með tékka- keðju þá er ekki þar með sagt að viðkomandi bankar tapi endilega fjármagni. Hitt er réttara að reikningshafinn tekur sér á þenn- an hátt lán án þess að spyrja nokkurn að því og án þess að, minnsta kosti í sumum tilfellum, að borga nokkuð fyrir það. Hversu umfangsmikið mál þetta er að fjármagni til liggur ekki fyrir í dag. Þá þarf að athuga enn nokkra fleiri reikningshafa og aðra reikninga þeirra reiknings- hafa sem hér hafa verið gerðir að umræðuefni. Ennfremur þarf að færa rannsóknina nær deginum í dag og verður það gert. Framund- an er því enn frekari vinna í Seðlabanka, Reikningsstofu bank- anna og hjá fleiri sérfræðingum sem ég verð að kalla til. Sam- kvæmt þeirri reynslu, sem þegar er fengin, hlýtur þessi rannsókn að taka töluverðan tíma. Nú þegar liggur fyrir mikið magn skjala og annarra gagna, en það á eftir að aukast. Rannsókn sem þessi hefur ekki áður verið framkvæmd hér. Ég leyfi mér að fullyrða að hún er ekki möguleg án þess að tekin sé í notkun öll hjálpartæki og fjöldi aðila sé reiðubúinn að vinna sam- an að sameiginlegu markmiði. Þetta markmið er það að komast að raun um hvað þarna gerðist í raun og veru, hvað þetta er sem við erum með í höndunum. Mér sem dómara ber að rannsaka allar hliðar þessa meinta misferlis þeirra reikningshafa er hér koma við sögu og þá líka hvort það sem þeir eru grunaðir um er réttmætt. Það verður síðan ákvörðun Ríkis- saksóknara hvort þeir verða ákærðir. Hver siðan dæmir í mál- inu verði ákært er óráðið. 0 Nöfn ekki birt að svo stöddu Rannsókn mín er aðeins saka- málsrannsókn, en sú spurning vaknar óneitanlega hvort ekki hluti þessa máls varði bankakerf- ið sem slikt. Seðlabanki Islands er lögum samkvæmt eftirlitsaðili meó viðskiptabönkunum. Honum ber að senda viðskiptabönkunum athugasemdir sínar telji hann hag eða rekstur innlánsstofnunar óheilbrigðan, slíkar athugasemdir skulu tilkynntar bankamálaráð- herra. Mín ranngókn og rannsókn bankans getur að vissu marki fléttast saman. Varðandi banka- kerfið og þá bankarannsókn, sem hér hefir verið rætt um og er sem hjálpargagn í þeirri rannsókn sem ég fæst við, vil ég fullyrða að fyrir bankakerfið hefur hún verið mjög þörf. Það má draga af henni ýmsan lærdóm og ég þykist hafa vitneskju um það úr bankakerf- inu að fullur vilji sé til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka meinta misnotkun á bankakerf- inu í framtíðinni, en það er ekki mitt mál heldur bankakerfisins sem slíks og stjórnvalda. Eins og ég hefi nú lýst þá er rannsókn þessa máls á því stigi að ekki kemur til mála af minni hálfu að birta nöfn þessara reikn- ingshafa sem hér um ræðir. Ástæður þess eru að rannsókn- inni er að mínu viti skaði gerður með þvf. Þeim bönkum sem málið er skyldast hefur þegar verið til- kynnt um það. Þá er sýnilegt að þáttur sumra framseljenda er meiri en sumra þessara reiknings- hafa, þar sem eins og áður er sagt, sumir reikningshafanna koma fram fyrir aðra aðila. Með birt- ingu nafna þessara reikningshafa væri aðeins verið að birta nöfn sumra þeirra sem fléttast inn i þetta mál, sumpart væri þá verið að hengja bakara fyrir smið. Dóm- arar standa ekki að slíkum verk- um. Dómsvaldið í lýðræðisríki eins og okkar vill láta alla njóta sannmælis og telur þjóðfélaginu best þjónað með því. Ég vil samt ekki láta hjá líða að taka það fram að listar sem gengið hafa manna á meðal og ég hef heyrt ávæning af eru meira eða minna brenglaðir. Enginn fótur er fyrir fjölda þeirra nafna sem á þeim stendur. Málum er blandað saman, farið er að tengja þetta mál alls óskyldum málum eða málum sem á þessu stigi málsins engan veginn er hægt að fullyrða að séu því að nokkru tengd. Hitt vil ég segja að nöfn þessara reikningshafa og þeirra er starfa í skjóli þeirra ættu ekki að sæta neinum tíðind- um í bankakerfinu. Reykjavík 3. september 1976. Hrafn Bragason." — Póstgíró Framhald af bls. 8 framtíðarhorfur“ og urðu um það miklar umræður. Á sama tíma og fundur þessi var haldinn var undirritaður samningur milli ísl. póststjórnarinnar og Póstbankans í Finnlandi um útborganir úr finnsk- um póstsparibankabókum á pósthúsum hér á landi. Hliðstæðir samningar hafa verið í gildi við Svíþjóð og Noreg mörg undanfarin ár. (Frétt frá póst- og sfma- málastjórninni.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.