Morgunblaðið - 04.09.1976, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Oskum að ráða
lagtækan aðstoðarmann á verkstæði.
Reglusemi áskilin. Þarf að geta byrjað
fljótlega.
Bílaleigan Geysir h. f.,
Laugavegi 66,
sími 24460 og 28810.
Kjötbúðin Borg
Aðstoðarfólk óskast í eldhús, verslun og
vöruafgreiðslu. Upplýsingar í ' síma
1 1 639 fyrir hádegi næstu daga.
Kjötbúdm Borg
Laugavegi 78.
2 kennara vantar
við Barna og unglingaskóla Raufarhafnar
vegna húsnæðis er ákjósanlegra að ráða
hjón.
Upplýsingar 'gefnar á Fræðslumálaskrif-
stofunni og hjá skólastjóranum Angantýr
Einarsyni síma 96-51 1 25.
Laus staða
Kennarastaða í náttúrufræði við Menntaskólann að Laugar-
vatni er laus til umsóknar
Laun samkv launakerfi starfsmanna ríkisms
Umsókriir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og
störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja-
vík, fyrir 1 6 september n.k.
Menntamálaráðuneytið,
1 september 19 76
Snyrtisérfræðingur
eða stúlka með þekkingu á snyrtivörum
óskast til sölukynningar á snyrtivörum.
ígripavinna kemur til greina.
Tilboð sendist blaðinu fyrir 10. þ. mán.
merkt: Snyrtisérfræðingur — 2982.
Föstra óskast
að Hlíðarborg 1 október eða eftir sam-
komulagi Hálfsdags starf kemur til
greina. Uppl. gefur forstöðukona í síma
20096 eða 51 589.
Skólalæknar
óskast
til að annast heilsugæzlu i eftirtöldum
skólum borgarinnar:
Armúlaskóla
Fósturskóla íslands
Landakotsskóla
Réttarholtsskóla
Vesturbœjarskóla
Vogaskóla
Olduselsskóla
Laun samkvæmt samningi Læknafélags
íslands og Menntamálaráðuneytisins.
Upplýsingar hjá aðstoðarborgarlækní,
Heilsuverndarstöðinni.
Umsóknir berist borgarlækni fyrir 15.
september n k.
Reykjavík, 1. september 19 76
Borgarlæknir
OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF.
óskar eftir pilti eða stúlku til léttra sendi-
starfa. Skilyrði fyrir ráðningu er stundvísi,
lipurð og góð framkoma.
Starfstími kl. 9 — 5. Uppl. á skrifstofunni
Hafnarstræti 5, ekki í síma.
Stórt fyrirtæki
í miðborginni óskar eftir að ráða stúlku til
starfa í innheimtudeild. Vélritunar- og
bókhaldskunnátta nauðsynleg.
Umsóknum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir 8.
september n.k. merkt RÖSK — 2983
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða sem allra fyrst vanan
starfskraft, kvenmann eða karlmann á
skrifstofu okkar. Bókhaldskunnátta og
einhver reynsla i erlendum bréfaskriftum
nauðsynleg.
Stálver h. f.
Funahöfða 1 7, Reykjavik,
sími 83444.
Tónlistarunnendur
afgreiðslufólk
Hljómplötuverslun óskar að ráða afgreiðslumann (stúlku),
með þekkmgu á sem flestum sviðum tónlistar. Þarf að geta
hafið starf sem fyrst, helst strax. Góðir möguleikar fyrir góðan
starfskraft. Tilb. sendist Morgunblaðinu fyrir 8. sept. merkt:
..Plötur 2985".
Iðnfyrirtæki
í Hafnarfirði
Vill ráða lager og afgreiðslumann. Nafn
og heimilisfang leggist inn á afgr. Mbl.
merkt ,,Vanur — 2978”.
Trésmiðir
Vantar trésmiði og vana verkamenn.
Upplýsingar í síma 43091 á kvöldin eftir
kl. 7.
Tölvari
Staða tölvara við tölvudeild Borgarspítal-
ann er laus til umsóknar.
Laun samkv. kjarasamningum borgar-
starfsmanna.
Frekari upplýsingar gefur yfirmaður
deildarinnar.
Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum,
skulu sendar sama aðila fyrir 1 5. sept.
n.k.
Reykjavík 1. sept. 1976
Borgarspítalinn.
Skák
efíir JÓN Þ. ÞÓR
Og þá var
Larsen
loksins
öruggur
18. og næst síðasta umferð
millisvæðamótsins í Biel var
hrein úrslitaumferð. Bent Lar-
sen átti í höggi við Smejkal og
sigraði eftir harða og tvísýna
baráttu:
Hvltt: Smejkal
Svart: Larsen.
Vængtafl.
1. c4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Rc3
— Rf6, 4. g3 — b6, 5. Bg2 —
Bb7, 6. 0-0 — e6, 7. e4 — Db8, 8.
de — cxd4, 9. Rxd4 — Rxd4, 10.
Dxd4 — Bd6, 11. Bg5, 12. Dd2
— h6, 13. Be3 — 0-0, 14. Bd4 —
Bxd4 15. Dxd4 — e5, 16. Dd3 —
a6, 17. Hfdl — Hc8, 18. b3 —
Dc7, 19. Hacl — Hab8, 20. De3
— Dc5, 21. Dxc5 — bxc5, 22.
Ra4 — Hc7, 23. Hd6 — He8, 24.
Hb6 — Bxe4, 25. Bx4 — Rxe4,
26. Hxa6 — Rg5, 27. Hdl —
Rf3+, 28. Kg2 — Rd4, 29. Hel
— - f6, 30. f4 — e4, 31. Rc3 — f5,
32. g4 — Hc6, 33. Hxc6 — dxc6,
34. gxf5 — e3, 35. Ra4 — Kf7,
36. Rxc5 — Kf6, 37. a4 — Kxf5,
38. a5 — Kxf4, 39. a6 — g5, 40.
a7 — c2, 41. Kf2 — Ha8, 42. b4
— Hxa7, 43. b5 — cxb5, 44.
cxb5 — Hc7, 45. Hcl — Hf7, 46.
b6 — Kg4+, 47. Kg2 — Rc2, 48.
h3+ — Kh4, 49. Rd3 — Re3, 50.
Kh2 — h5, 51. b7 — Hxb7, 52.
Rel — g4, 53. hxg4 — hxgb4,
54. Hc3 — He7, 55. Ha3 — g3+,
56. Kgl — Kh3, 57. Ha8 — Rg2,
58. Hh8 — Rh4, 59. Hf8 — He5
og hvltur gafst upp.
Þar með hafði Larsen tryggt
sér rétt til þátttöku í áskor-
endakeppninni, en Smejkal var
úr leik.
Robert Hiibner yfirspilaði
Petrosjan gjörsamlega, vann
tvö peð og virtist næstaöruggur
um sigur og þar með þátttöku-
rétt í áskorendakeppninni. Þá
urðu honum á slæm mistök (35.
Db5), Petrosjan náði að rétta
úr kútnum og vann örugglega.
Hvltt: Húbner
Svart Petrosjan
Óregluleg byrjun.
1. Rf3 — gf>, 2. e4 ■— Bg7, 3. d4
— d6, 4. Bc4 — e6, 5. Bb3 —
Re7, 6. 0-0 — 0-0, 7. c3 — b6, 8.
Rbd2 — Rbc6, 9. Ilel — Ra5,
10. Bc2 — c5, 11. Rfl — Rac6,
12. Be3 — Dc7, 13. Hcl — e5,
14. h3 — Rd8, 15. R3h2 — Bb7,
16. Rg3 — exd4, 17. cxd4 —
Re6, 18. Bb3 — d5, 19. e5 —
Rc6, 20. Rg4 — Hfd8, 21. dxc5
— bxc5, 22. Bxc5 — Rxc5, 23.
Hxc5 — De7, 24. Dcl — Hac8,
25. Rf6 — Kh8, 26. Rxd5 — Df8,
27. I)e3 — Rxe5, 28. Hxc8 —
Hxc8, 29. Dxa7 — Bxd5, 30.
Rxd5 — Db4, 41. He2 — f6, 43.
Db7 — Hcl, 33. Kh2 — Df8, 34.
Framhald á bls. 21
— Eyjar
Framhald af bls 11
hefur Viðlagasjóður greitt Eimskipafé-
lagi islartds um 1 2 millj kr i leigu fyrir
þessa gáma Þarmig náði Eimskip nýt-
ingu út úr málinu með ákveðinni
stjórnun Þess má geta að ríkisskip tók
ekki leigu fyrir sína gáma, en það var
litið hægt að nota þá vegna smæðar
þeirra Alls hefur Viðlagasjóður greitt
Eimskipafélaginu tæplega 40 millj. kr
fyrir flutninga o.fl og er það ugglaust
vel sloppið
FLUGVALLARFRAM-
KVÆMDIN GLEYMDIST
Sorglegt dæmi um sinnuleysi for-
ráðamanna i Eyjum og á fastalandinu
er afgreiðslan á malbikun og frágangi
flugbrautanna í Eyjum Viðlagasjóður
ákvað vorið 1975 að lána 200 millj
kr til þessara framkvæmda og þá þeg-
ar hófu tæknifræðingar flugmálastjórn-
ar að undirbúa framkvæmdir og var
m a kannaður möguleiki á að fram-
kvæma verkið þá strax um sumarið, en
vegna þess hve áliðið var; þótti ekki
annað fært en láta malbikun og fl bíða
til sumarsins 1976 Þessi ákvörðun
Viðlagasjóðs kom til vegna brýnnar
nauðsynjar á framkvæmdum í þessum
efnum, en um árabil hefur þannig
verið háttað með flugbrautirnar að
keyrt hefur verið í þær reglulega upp-
fyllingarefni, því svo mikið fýkur úr
brautunum Flugvöllurinn liggur hæst
á Heimaey og i norðan og austan
rokveðrum fýkur ^arðvegurinn út um
alla Eyju, eyðileggur gróður og eignir
og t d hefur stórséð á suðurhluta
Heimaeyjar síðustu 20 árin vegna
þessa vandamáls Breytingar á vinds-
snerpu á þessu svæðt eftir gos hafa
aukið vandamálið til mikilla muna. Þau
rök voru smávægileg á móti malbikun
að þá þyrfti að kaupa ruðningstæki og
tæki til að sandbera völlinn í Isingu,
sem kemur mjög sjaldan til í Eyjum
Flugmenn FÍ sem ég hef rætt málið við
eru allir á einu máli um að allra hluta
vegna sé mestur kostur að malbika
flugbrautirnar Allir forráðamenn í Eyj-
um, bæði bæjarstjórnarmenn og þing-
menn, vissu um þetta mál og mögu-
leika á framkvæmd þess, en það
gleymdist hreinlega og á þó annar
þingmaður Eyjamanna, Garðar Sig-
urðsson, sæti í flugráði eg ræddi um
þetta mál víð forráðamenn flugmála í
vetur, þeir þökkuðu fyrir að þeir voru
minntir á málín — en síðan ekki
söguna meir. Það er ugglaust eins-
dæmi að bæjarfélag sem hefur slíka
möguleika i höndunum varðandi nauð-
synlega framkvæmd, skult ekki beita
sér fyrir framkvæmd málsins Það er
enn möguleiki á meðan Viðlagasjóður
hefur ekki skellt i lás, samþykkt hans
um fyrirgreiðslu stendur ennþá
Hrafn Jóhannsson tæknifræðingur
hjá flugmálastjórn sagði við mig að
þeir hefðu sett allt i fullan gang við
undirbúning vorið 1975, en siðan
hefði þetta einhvern veginn dottið nið-
ur vegna þess að ekkert heyrðist frá
Eyjum meira Þannig hefur hver visað
á hinn i málinu
LOKASPRETTURINN
ER EFTIR
Gott dæmi um árangursríka fram-
kvæmd i þessu margumrædda máli er
uppgræðslan i Eyjum á þessu ári, eftir
að nokkrir tugir milljóna i fræi og
áburði höfðu fokið til hafs í tilraunum á
undanförnum árum Máli þessu hrintu
starfsmenn Viðlagasjóðs i framkvæmd
af mikilli hörku þannig að stöðugt vex
nú hinn græni dúkur í skikkju Heima-
eyjar, en þar eins og í ýmsu öðru er
ekki séð fyrir endann á og nú verður
það ekki dregið öllu lengur að menn
setjist niður og afgreiði gosdæmið i
Eyjum á þann drengilega hátt sem
lofað var og mögulegt er þótt Ijóst sé
að fólki almennt og persónulega verði
aldrei bætt það mikla fjárhagslega tjón
sem það varð fyrir í gosinu í ýmsum
þáttum þarf Viðlagasjóður að trygggja
framkvæmdir næstu árin. Það hafa
margir gert margt gott í sambandi við
uppbygginguna í Eyjum, en það hefur
meira veriðfyrir harðfylgi einstaklinga í
ýmsum málum en ákveðinnar og dríf-
andi yfirstjórnar. Það birtir stöðugt yfir
bæjarbragnum í Eyjum, en fjárhagserf-
iðleikarnir eru stóra málið, eða hver
skyldi trúa þvi að bær eins og Vest-
mannaeyjakaupstaður rambaði á barmi
gjaldþrots Það er ábyrgra forráða-
manna að leysa það mál nú þegar, nóg
er komið samt Menn geta brosað að
mistökum eins og þeim þegar einn af
opinberum starfsmönnum flutti ræðu i
veizlu i Sviþjóð og þakkaði Finnum
kærlega fyrir veitta aðstoð i eldgosinu
eða þegar einn af forráðamönnum
Vestmannaeyjabæjar var nýkominn frá
Osló í sambandi við eldgosið og lenti í
húsi í miðri Reykjavik þar sem matur
og fleira var borið á borð I miðri
veizlunni stóð maðurinn upp, mælti á
skandinaviska tungu og þakkaði Norð-
mönnum kærlega fyrir þann höfðing-
skap sem þeir hefðu sýnt og sýndu
m a með þvi að bera hangikjöt á borð
inni i miðri Osló. Það er að minnsta
kosti óréttlátt að segja að menn reyni
ekki að þakka fyrir sig, en alvaran er að
alltof míkið hefur verið í framvindu
þessa máls i vitlausa átt á vitlausum
stað og stund Það má kalla þetta þras,
en hér er um að ræða fáeinar af
fjölmörgum staðreyndum um óstjórn
og misnotkun i Eyjagosmálinu, stjórn-
leysi sem varðar sérstaklega þúsundir
islenzkra þegna Það er mál að linni og
gert verði hreint fyrir dyrum Annað
sæmir ekki þar sem góð útgerð á að
vera