Morgunblaðið - 04.09.1976, Side 22

Morgunblaðið - 04.09.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 Svavar Júlíusson verkstjóri-Minning F. 15. október 1920 D. 27. ágúst 1976 Horfinn er sannur vinur og félagi, Svavar Júlíusson. Lokið er 9 ára hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm. Svavar var fæddur hér í borg þann 15. október 1920, og var hann elsta barn hjónanna Ágústfnu Jóns- dóttur og Júlíusar Þorkelssonar. Agústina er nú nýlátin i hárri elli, og var hún einhver sú duglegasta og hugrakkasta kona, er ég hefi kynnst. Svavar erfði hina miklu kosti móður sinnar í rikum mæli. Hann hóf störf hjá Vegagerð ríkisins ungur að árum og starfaði þar af dugnaði og trúmennsku fram að síðustu stund, oft sárþjáð- ur hin síðari ár. Viðbrugðið var umhyggju hans fyrir hverjum hans minnsta meðbróður og mun t Eigmmaður minn 09 faðir. KRISTJÁN JÓHANNSSON, matsveinn. Ljósheimum 4, lé?t erlendis þann 1 september Jarðarforin auglýst siðar Rósa Pálsdóttir Tómas Kristjánsson. öllum, er kynntust hinum góða dreng, minnisstætt. Svavar kvæntist 25. október 1947 eftirlifandi konu sinni Hönnu Pétursdóttur frá Sauðár- króki. Hanna hefur reynst manni sinum hinn bezti förunautur ekki sízt hin síðari ár, er erfiðleikarnir sóttu á. Eignuðust þau 4 börn: Pétur, Ágúst og Sigurð, sem eru nú allir kvæntir og eina dóttur, Sigrúnu, sem enn dvelst í foreldrahúsum og hafa þau öll erft hina góðu eiganleika foreldra sinna. Að iokum vil ég þakka Svavari innilega vináttu og tryggð yfir 30 ár og samstarf, sem aldrei bar skugga á. Ég og fjölskylda mín sendum Hönnu, börnunum, tengdadætrum, barnabörnum, systkinum, aldraðri tengdamóður og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa. Magnús Nikulásson. I dag er kvaddur hinstu kveðju Svavar Júlíusson bifvélavirkja- meistari og verkstjóri á vélaverk- stæði Vegagerðar ríkisins til heimilis að Otrateig 56 hér í borg, en hann lést 27. ágúst. Svavar átti að baki langan stárfsferil hjá Vegagerðinni og var m.a. einn af fyrstu jarðýtu- stjórum þar, en fór seinna að t Hjartkær eiginmaður minn, ÁGÚST MÁLMKVIST JÚLÍUSSON, húsasmiður, Heiðargerði 23, R. lézt í Borgarspítalanum þann 31 ágúst Steinunn Jónsdóttir. t Eiginmaður mmn GUÐMUNDUR Á BJORNSSON, Skúlagotu 52, lézt í Landakotsspitala 3 september Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda Ágústdóttir. t Inmlegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunn- ar minnar, HELGU P. JÓNSDÓTTUR, Longuhlíð 21. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 4D og 3A, Landspítalanum fyrir góða umönnun i hennar löngu veikindum Ólafur Tyrfingsson. t Hjartans þakkir sendum við öllum aðstandendum og vinum er auð sýndu okkur samúð og vmarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður. tengdamóður og ömmu, MORTU ANDRÉSDÓTTUR, Jókulgrunni 1, Bjarni Benediktsson Halldóra G Bjarnadótíir Leó Þórhallsson og barnaborn t InnHegar þakktr ~ sendum vrð öllum er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langómmu HELGU HALLDÓRSDÓTTUR, Safamýri 40. Órn Sigurgeirsson Ingibjörg Gestsdóttir Sigurgeir Arnarson Guðrún Sigurjónsdóttir Gestur Arnarson Anna Óskarsdóttir Sveinbjörn Örn Arnarson og barnaborn vinna við viðgerðir á vinnuvélum Vegagerðarinnar og ferðaðist þá viða um landið. Kom sér þá oft vel hve lfkamlega hraustur hann var en hann var með hærri mönnum, þrekinn og hraustbyggður. Muna áreiðanlega margir eftir honum þegar hann á striðsárunum vann við snjðruðning á Hellisheiðinni og víðar. Seinna Jærði hann bifvéla- virkjun og étrfð meistari í þeirri iðngrein. Sem bifvélavirkja- meistari lagði hann sig mjög fram um að kenna lærlingum sínum sem best, svo að þeir yrðu sem hæfastir fagmenn, og hvatti þá alltaf ef þeir voru eitthvað óráðn- ir í huga, sem oft er þegar ungir menn eru að velja sér lifsstarf. Svavar hafði marga góða mann- kosti, en áberandi I fari hans fannst mér samviskusemi í starfi, og drenglyndi. Tel ég það góða mannkosti, og við sem störfuðum með honum urðum oft varir við drenglyndi hans, ekki síst ef ein- hver vinnufélagi átti eitthvað erfitt, þá var hann oftast fyrstur að rétta hjálparhönd. Svavar var félagslyndur að eðlisfari og tók mikinn þátt í félagslífi bæði í Starfsmanna- félagi Vegagerðar ríkisins, en hann var einn af stofnendum þess og formaður um tíma, og alla tlð mjög áhugasamur félagi, og eins I Félagi bifvélavirkja, og veit ég að það er samdóma álit allra sem til þekktu að hann hafi fylgt þar vel eftir þeim málum sem hann taldi vera til batnaðar. Einnig átti hann ríkan þátt í að eitt af áhugamálum hans náði fram að ganga, en það var að koma á verklegu námi með góðum tækjum og færum kennurum inn í Iðnskólann I Rvík. Síðustu 9 árin átti Svavar við erfióan sjúkdóm að stríða. Eigi að síður vann hann nær alltaf fullan vinnudag með nokkrum frávikum þó, þar til nú í sumar að hann að læknisráði átti að hvíla sig frá vinnu í nokkra mánuði. En þá kom kallið. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum votta ég samúð mína, en huggun harmi gegn er minningin um góðan dreng. Friðþjófur Björnsson Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á 1 mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. AL'GI.VSINGASÍMINN ER: 22480 íW*rfltmbUi&ití Guðmundur Pálsson Húsafelli ■ Guðmundur Pálsson, Húsafelli, er látinn. Eftir er skilin minning- in um drenglyndan sómamann, sem í engu mátti vamm sitt vita, framúrskarandi heimilisföður -og eiginmann, nágranna góðan og traustan vin. Guðmundur var fæddur að Hjálmsstöðum, Laugardal, sonur Páls Guðmundssonar bónda og skálds og konu hans Rósu Eyjólfs- dóttur er þar bjuggu. Búfræðingur varð Guðmundur frá Hvanneyri 1946, síðar lærði hann til skógræktar og vann hjá Skógrækt rikisins nokkur ár. Guðmundur kvæntist árið 1957 Ástríði Þorsteinsdóttur hjúkrunarkonu frá Húsafelli. Hófu þau þá þegar búskap á Húsafelli, byggðu sér þar myndarlegt íbúðarhús juku við túnin og hleyptu fram búfé sfnu. Bjuggu þau fyrst i sambýli við bræður Ástríðar, þá Magnús og Kristleif, en sfðar, er Magnús kvæntist austur að Vatnsnesi í Grímsnesi og Kristleifur snéri sér eingöngu að móttöku ferðamanna og þjónustu við þá, bjó Guðmundur á nálega öllu Húsa- felli og var þá með fjárflestu bændum á landinu. Þau Guðmundur og Ástriður eignuðust 4 börn, Guðrúnu fædda 1957, Pál fæddan 1959, Þorstein fæddan 1960 og Rósu fædda 1963. Kveðja þau nú elskaðan föður með sorg í huga. Kallið kemur þó ekki með öllu óvænt. Tvisvar áður hafði Guðmundur fengið hjarta- áfall, hafði hann að loknu sfðara ■■■■■■ áfallinu brugðið búi að mestu og flutt aðsetur sitt til Reykjavíkur yfir veturinn, en hvert vor, er sól hækkaði á lofti, héldu Guðmundi engin bönd, hugurinn stefndi upp i fjalladalinn, sem var orðinn hon- um svo kær. Fjölskyldan dvaldi þar einnig eftir föngum, en Ásta hefur síðan þau fluttu til Reykja- víkur, stundað hjúkrun á Land- spitalanum þar. Guðmundur hefur heyjað tún sitt á Húsafelli sem áður síðan hann dró að mestu úr skepnu- haldi. Hafa ýmsir bændur notið góðs af sem ekki áttu nægan forða fyrir. Nú í sumar hefur hey- skapartíð verið í erfiðasta lagi sem kunnugt er, mikið starf hefur verið lagt í að reyna að bjarga heyjum. Guðmundur var þar engin undantekning. Síðustu hey- sátu sína hafði hann hlaðið upp og breitt yfir f góðviðrinu 30. ágúst, er kallið kom. Hann bognaði aldrei en brotnaði í bylnum stóra seinast. Við í Kalmanstungú höfum Guðmundi ákaflega margt að þakka fyrir 20 ára vináttu.sem aldrei hefur borið minnsta skugga á. Það var alltaf hátíð, er Guðmundur kom í heimsókn, hvort sem hann kom einn saman eða fjölskylda og vinir með honum. Var þá stundum tekið lagið en Guðmundur var söng- maður góður, svo sem þeir eru fleiri Hjálmsstaðamenn og lagviss með afbrigðum, svo aldrei skeik- aði. Hagmæltur var hann í besta lagi. En ef til vill verða aldrei til fulls skilgreindir persónutöfrar manna eins og Guðmundar, hlýjan í viðmótinu blandin glettni, drengskapur í öllu sem til bar. Það er fögur minning, sem - Minning slfkir skilja eftir, er þeir kveðja og ganga á vit æðri heima. Má það vera eftirlifandi ástvinum, eigin- konu börnum, systkinum, frændum og tengdafólki mikil huggun f sfnum mikla harmi. Við hér i Kalmanstungu minnumst hans með sorg ogþakk- læti. Eftirlifandi ástvinum vott- um við einlæga samúð. Kalman Stefánsson Kalmanstungu eftir JÓN Þ. ÞÓR Og nú vann Larsen EFTIR tvö töp í röð beit Bent Larsen á jaxlinn, bölvaði f hljóði og sveið vinning af Matanovic í 17. umferð milli- svæðamótSins í Biel. Larsen hefur aldrei fylgt bókinni f byrjunum, en sjaldan hef ég séð hann tefla eins „óreglu- lega“ og f þessari skák. Og sjálf- sagt hefur teóríuhestinum, rit- stjóra Informators, ekki liðið vel yfir stöðunni. Hvftt: Bent Larsen Svart: A. Matanovic Kóngsbiskupsleikur 1. e4 — e5, 2. Bc4 — Rf6, 3. Rc3 — Rc6, 4. d3 — Bc5, 5. Bg5 — h6, 6. BH4 — d6, 7. Ra4 — Bb6, 8. Rxb6 — axb6, 9. f3 — Be6, 10. Re2 — g5, 11. Bf2 — d5, 12. exd5 — Rxd5, 13. Dd2 — De7, 14. 0-0 — Rf4, 15. Bb5 — Ha5, 16. a4 — Rxe2+, 17. Dxe2 — 0-0, 18. c3 — Dd6, 19. Hfel — H5a8, 20. Bg3 — f6, 21. d4 — Bf7, 22. Hadl — De7, 23. Dc2 — Be8, 24. dxe5 — Rxe5, 25. Bxe5 — fxe5, 26. Hd5 — Bxb5, 27. axb5 — Hae8, 28. Hel — Hf6, 29. h4 — gxh4, 30. Hxh4 — c6, 31. bxc6 — bxc6, 32. Hd2 — He6, 33. He4 — b5, 34. Ddl — Hg6, 35. Hd7 — Dc5+, 36. Kfl — Hf8, 37. Dd3 — H8f6, 38. b4 — Db6, 39. Hxe5 og svartur gafst upp. Eins og við sáum f sfðustu grein tapaði Portisck illilega fyrir næstneðsta manni mótsins í 16. umferð. Nú hristi hann af sér slenið og sigraði Ulf Andersson örugglega. Hvftt: Andersson Svart: Portisch Enskur leikur 1. c4 — c5, 2. Rc3 — Rf6, 3. Rf3 — d5, 4. exd5 — Rxd5, 5. g3 — Rc6, 6. Bg2 — Rc7, 7. a3 — g6, 8. b4 — Bg7, 9. bxc5 — Re6, 10. Bb2 — Rxc5, 11. Ra4 — Bxb2, 12. Rxb2 — Be6, 13. 0-0 — 0-0, 14. Hcl — Da5,15. Rc4 — Bxc4, 16. Hxc4 — Dxa3, 17. d4 — Rd7, 18. Dd2 — Dd6, 19. Dh6 — f6, 20. e3 — Rb6, 21. H4cl — Hac8, 22. Rd2 — e5, 23. Re4 — De7, 24. Hcdl — Hfd8, 25. Dh4 — Kg7, 26. Rc5 — exd4, 27. exd4 — Hxd4. 28. Hxd4 — Rxd4, 29. Dxd4 — Hxc5, 30. h4 — Dc7, 31. Kh2? — Hc4, 32. De3 — Hxh4+, 33. Kgl — Hh5, 34. Hdl — Hc5, 39. Dal — Rd2 og hvftur gafst upp. Allir hinir, sem stóðu í bar- áttunni um þrjú efstu sætin gerðu jafntefli. Tal við Solsonko, Smyslov við Htibner, Petrosjan við Smejkal og Byrne við Lombard. Israelski stórmeistarinn Liberzon varð fyrir slæmu óhappi f þessari umferð. Hann tefldi við Bandaríkjamanninn Rogoff, og þegar Liberzon lék 21. leik sin- um skrifaði hann leikinn óvart tvisvar á blaðið. Leið nú og beið unz Liberzon lék sfnum 39. leik. Þá hafði hann leikið 40 leiki samkvæmt blaði sfnu, fór fram fékk sér kaffi og settist sfðan til þess að hugsa biðleikinn. Þá féll klukkan og Rogoff, sem ekki virðist tiltakanlega mikill íþróttamaður í anda, stóð hlæj- andi upp og benti Liberzon á að hann hefði tapað á tíma. Skemmtileg framkoma, eða hitt heldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.