Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976
8,83% hækkun á
landbúnaðarvörum
Á FUNDI sexmannanefnd-
arinnar með sáttasemjara í
gær náðist samkomulag
am nýtt verð á landbúnað-
Pílagrímaflugið:
Flugleiðir
leigja tvær
DC-8 þotur
FLUGLEIÐIR hafa nú leigt
tvær DC-8 þotur frá Seaboard
Airlines vegna pílagrímaflugs-
ins, sem félagið mun annast f
vetur.
Gert er ráð fyrir, að félagið
flytji a.m.k. 10 þúsund farþega
i um 90 ferðum — það er 45
ferðir hvora leið. Flug þetta
hefst 1. nóvember nk. og stend-
ur í fyrstu lotu til 25.
nóvember, en hefst síðan að
nýju i byrjun desember og
stendur til 26. desember.
arvörum. Gerir samkomu-
lagið ráð fyrir, að vörurnar
hækki um 8,83%.
Að sögn Einars Ólafsson-
ar. sem á sæti í nefndinni
fyrir hönd bænda, er enn
ekki vitað hvaða verð verð-
ur á hinum einstöku teg-
undum, þar sem gert er ráð
fyrir að hækkun vöruteg-
unda verði mismunandi.
Ejinar sagði ennfremur
aö kartöflur yrðu verðlagð-
ar sérsstaklega að þessu
sinni.
Fundur sexmannanefnd-
arinnar hófst kl. 16 hjá
sáttasemjara og lauk um
kl. 19. Voru fimm nefndar-
manna samþykkir þessari
nýju hækkun, en einn, full-
trúi sjómannafélagsins,
greiddi atkvæði á móti.
„IÐNKYNNINGARÁR" Islenzkar iðnkynningar hófst f gær f verksmiðjunni Dúk hf„ en þar er þessi
mynd tekin af framleiðslu fyrirtækisins. A myndinni eru (frá vinstri) Eyrún Þorleifsdóttir, Halla
Hansdóttir, Laufey Jónsdóttir, starfsstúlkur, ásamt Bjarna Björnssyni, forstjóra Dúks. Á bls. 13 er
sagt frá setningu „Iðnkynningarárs“. (Ljósm. Ól.K.M.)
Viðræður við
Mikla norræna
í Reykjavík
NÆST komandi þriðjudag
hefjast í Reykjavík viðræður milli
Mikla norræna símafélagsins og
íslenzku simamálastjórnarinnar
um samning þann, sem enn er í
gildi milli þessara aðila, varðandi
talsimasamband til og frá íslandi.
Að sögn Brynjólfs Ingólfssonar
ráðuneytisstjóra í samgönguráðu-
neytinu er þess ekki að vænta að
til neinna úrslita dragi á fundin-
um fyrr en í vikulok.
Tveir hringareikn-
ingarnir enn opnir
— segir setudómarinn í ávísanamálinu
— Birtir ekki nöfn reikningshafanna að svo stöddu
HEILDARUPPHÆÐ þeirra ávfs-
ana, sem eru innan þess hrings,
sem dómsrannsókn fer fram á
nam um tveimur milljörðum
króna. Athugunin nær til 26
reikninga og eru það aðeins 15
Fyrsta netatjónið af
völdum háhyrninga
Höfn í Hornafirði 3. september
frá Arna Johnsen blm. Morgun-
blaðsins.
FYRSTI báturinn sem verður
fyrir tjóni af völdum háhyrn-
inga á Hornafjarðarmiðum er
Halldór Jónsson frá Ólafsvfk.
Haildór Jónsson hafði lagt 50
net í birtingu, þegar háhyrn-
ingatorfa réðst á netin og eyði-
lagði 40 net af 50. Hvert nýtt
net kostar 24 þúsund krónur,
þannig að hér er um tæplega 1
milljónar kr. tjón að ræða.
Skipstjórinn á Halldóri Jóns-
syni.Brynjar Kristmundsson,
sagðist hafa lent í svipuðu á
sömu slóðum i fyrra, en þá var
hann búinn að leggja 19 net í
birtingu, þegar háhyrninga-
torfa réðst á netin og þeir
fengu aðeins teinana upp.
Brynjar sagði að engin net væri
að fá á Höfn og kvaðst ekki
vera búinn að leysa málin enn,
en sagðist ætla að leggja neta-
dræsuna alla í nótt og sjá hvort
eitthvað gengi, en ella færu
þeír heim til Ólafsvíkur.
Menn á bryggjunni röbbuðu
um þetta og voru með getgátur
um að háhyrningarnir tækju
ákveðna báta fyrir og nefndu
Vísi GK sem dæmi, en hann
varð oft fyrir veiðarfæratjóni
af völdum háhyrninga s.l. ár.
Garðar hafnarvöfður benti á,
að sumum hefði gefizt vel að
gefa háhyrningunum síld þegar
þeir kæmu að bátunum og
néfndi Helga skipstjóra á Hring
sem dæmi, en hann varð aldrei
fyrir veiðarfæratjóni eftir að
hafa gefið þessum gáfuðu
skepnum síld í fyrra.
Skipverjar á Steinunni frá
Ólafsvík voru með mikinn
stríðnissvip þegar þeir vörpuðu
fram þeirri hugmynd, að þetta
væru kvendýr úr háhyrninga-
hópi, sem réðust að Halldóri
Jónssyni, því þar um borð væru
allir um tvítugt og enginn
kvæntur. En Brynjar skipstjóri
kvaðst ætla að hugsa málið á
útleiðinni.
í dag var landað hérna 900
tunnum af síld og 53 tonnum af
bolfisk. Vinna er mjög mikil og
konur vinna til 11 öll kvöld en
karlar vinna útí tii kl. 3—4 á
nóttinni.
eru gögn, sem fylla stóran sendi-
ferðabíl. Þvi er skiljanlegt, að
mikil vinna er að kanna málið og
setja sig inn í það, sagði Hrafn, og
af þeim sökum sagðist hann ekki
geta að svo stöddu skýrt frá nöfn-
um þeirra 15 manna, sem eru
útgefendur að ávísunum. Væri
það bæði vegna þess að rannsókn
væri komin allt of skammt og
einnig vegna þess að stundum eru
aðrir aðilar notaðir sem skjöldur
fyrir ra unverulegan útgefenda.
Eru því sum nöfnið „peð“ og gæti
nafnbirting því hugsanlega að-
eins komið niður á röngum aðila.
Hrafn sagði að ýmsir færustu lög-
fræðingar landsins hefðu sagt það
skoðun sína að birta ætti nöfnin,
en hann sagðist ekki vera í vafa
um að ef þeir hefðu haft þá sömu
aðstöðu til þess að kanna málið og
hann hefur haft, kæmust þeir að
sömu niðurstöðu.
% Reikningar
enn opnir?
Hrafn sagðist ekki vera fullviss
Framhald á bls. 18
Hrafn Bragason borgardómari.
menn, sem ávísa á þá. Nokkuð er
Ijóst að sumir þeirra koma fram
fyrir aðra. Komið hefur fram við
könnun að 5 aðilar hafa hver gef-
ið út ávfsanir fyrir 100 til 557
milljónir króna á tveggja ára
tímabili og 8 aðilar hafa framselt
ávísanir yfir 100 milljónir hver á
tfmabilinu.
Þessar upplýsingar komu fram
í gær á blaðamannafundi, sem
Hrafn Bragason, borgardómari,
sem skipaður hefur verið umboðs-
dómari við rannsókn svokallaðs
ávísanakveðjumáls, boðaði til.
Hrafn sagði að rannsókn málsins
væri einhver umfangsmesta saka-
málarannsókn sem hér hefði farið
fram og eru gögn mikil að vöxt-
um. Frá rannsókn Seðlabankans.
3 ungir menn í
gæzluvarðhaldi
Reynt að smygla hassi
inn á Keflavíkurflugvöll
FlKNIEFNADÓMSTÓLLINN
úrskurðaði I gær ungan Reykvfk-
ing í allt að 10 daga gæzluvarð-
hald vegna dreifingar og með-
ferðar á hassi, en handtaka
mannsins kemur f kjölfar hand-
töku tveggja pilta, sem gripnir
voru, þegar þeir voru að reyna að
smygla hassi inn á Keflavfkur-
flugvöll
Piltarnir tveir voru úrskurðaðir
I 10 daga gæzluvarðhald hjá lög-
reglustjóraembættinu á Keflavik-
urflugvelli, og við yfirheyrslur
viðurkenndu þeir að hafa keypt
hassið af manni í Reykjavík.
Fíkniefnadómstóllinn i Reykja-
,vik handtók síðan þennan mann
og í gær var hann úrskurðaður í
10 daga gæzluvarðhald. Rannsókn
málsins var þá á byrjunarstigi, og
fleiri úrskurðir höfðu ekki verið
kvaðnir upp að sinni.
1 gær rann einnig út gæzluvarð-
haldstimi annars þeirra manna,
sem undanfarið hafa setið í
gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar
á öðru og umfangsmiklu fikni-
efnamáli. Hefur sá setið alls 45
daga í gæzlu en varðhaldsvist
hans var nú framlengd um allt að
15 daga.