Morgunblaðið - 05.09.1976, Page 2

Morgunblaðið - 05.09.1976, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 „Konurnar á fæðinga- deildinni sjá ekkert athugavert við þetta — rætt við Helga Benediktsson, sem þar starfar við hjúkrun — VIÐBRÖGÐ sjúklinKanna, þegar karlmaður birtist við storf hjúkrunarkonu eru yfir- leitt jákvæð. Konurnar hér á Fæðingadeildinni sjá ekkert at- hugavert við þetta, en viðbrögð hjá konum á öðrum deildum, sem ég hef unnið, hafa verið misjöfn. Hjá stúlkum á aldrin- um 16 til 2S ára eru viðbrögðin ekki ólík þeim, sem verða hjá strákum, þegar ungar hjúkrun- arkonur eiga að annast þá. Annar hópur, sem ekki er alveg sáttur við þetta, eru konur á aldrinum frá fimmtugt til sjö- tugl. Á þessa leið fórust Helga Benediktssyni orð, 22 ára göml- um Reykvfkingi og nema í hjúkrun þegar við hittum hann við störf á Fæðingadeild Land- spítalans. Helgi hefur verið við nám i hjúkrun sl. 214 ár og er hann einn fjögurra karlmanna, sem nú eru við nám í Hjúkrun- arskólanum. S.l. þrjár vikur hefur Helgi starfað á Fæðingá- deild Landspítalans og þegar okkur bar að garði, var hann við störf á barnastofu deildar- innar. — Ég get eiginlega ekki svarað því, af hverju ég fór í þetta nám. En ég hafði áhuga á þessu og þá dreif ég mig bara í það. Þetta er ágætt framtíðar- starf og bíður upp á trygga at- vinnu. Stelpurnar í skólanum tóku mér vel og mér líkar þetta starf ágætlega enda væri ég löngu hættur ef þetta væri leiðinlegt, sagði Helgi, og bætti við, að hann hefði nú verið við flest þau verk, sem flokkast undir starf hjúkrunarkvenna, en það starfsheiti er nú ekki lengur hið rétta heiti þeirrar stéttar, því orðið hjúkrunar- fræðingur hefur leyst það af hólmi. — Já, það er fremur fátítt, að karlmenn sjáist við störf hérna á Fæðingadeildinni. Eg er hér allan daginn, en læknarnir koma og fara. Þeir, sem komið hafa í heimsóknartima, hafa stundum orðið hissa, þegar karlmaður sýnir þeim börnin. Helgi heldur hér á einu þeirra barna, sem verið hafa í umsjá hans sfðustu daga. Ljósm. Mbl. RAX. Sú mikla hreyfing, sem verið hefur í átt til jafnréttis kynj- anna á síðustu árum, er aðeins það, sem koma skal og konur og karlmenn eíga að hafa sama rétt til að takast öll störf á hendur. Ég fer trl dæmis inn í starf, þar sem ríkt hefur einræði kvenna og mér hefur verið tekið vel og ég býst ekki við, að kvenfólki, sem gengur inn í störf karlmanna sé tekið verr, sagði Helgi að lokum, því nú var ekki til setunnar boðið, yngsta kynslóðin tók að kalla og kallið var grátur. Ekki verulegur áhugi hjá togaraeigendum á siglingum ÍSLENZKU togararnir hafa að undanförnu aðal- lega haldið sig á miðunum vestan og norðvestan af landinu, og eitt skip mun lítillega hafa reynt fyrir sér á Grænlandsmiðum, en lítið haft upp úr krafsinu. Að sögn Marteins Jónas- Klausturhólauppboð GUÐMUNDUR Axelsson f Klausturhólum efnir til þriggja uppboða á næstunni. Laugardag- inn 25. september verður bóka- uppboð, þar sem m.a. eru á boð- stólum Konungsskuggsjá, Her- vararsaga pá gammal götska og Arngrímur Jónsson, Specimen íslandiæ Historicvm et Magna ex parte chorographicvm, Amstel- odami 1643. Sunnudaginn 3. október verður málverkauppboð á vegum Klausturhóla og 10. októ- ber listmunauppboð. Klaustur- hólar eru nú með mjög mikið úr- val málverka, sem verða á þessum uppboðum og verða þau til sýnis f Klausturhólum. sonar framkvæmdastjra BÚR hefur afli verið frem- ur tregur á hinum hefð- bundnu Halamiðum og þar f grennd síðan dró úr straumnum, og Marteinn kvaðst hafa haft samband við eitt skip, sem var komið með 70 tonn út af Látra- bjargi og í Víkurálnum. Hins vegar kvaðst hann engar spurnir hafa haft af Austfjarðamiðum enn sem komið væri. Marteinn kvaðst búast við því, að þegar menn færu frekar að hugsa til siglinga til Þýzkalands færu togararnir að halla sér meira að miðunum suðaustan- lands — milli Dyrhólaeyjar og Ingólfshöfða, því að þar væri einkum að fá þær tegundir, sem hentuðu þýzka markaðinum einna helzt, svo sem karfa, ufsa, blálöngu og blandaðan afla. Marteinn sagði þó, að ekki væri verulegur áhugi hjá togaraeig- endum á siglingum. Bæði þætti mönnum illt, ef siglingarnar leiddu til þess, að loka yrði frysti- húsunum vegna hráefnisskorts og eins hitt, að verð á þýzka markað- inum virtist ekki eins hagstætt og menn héldu með lækkun tolla samfara gildistöku bókunar 6. V-æri útlit fyrir, að meðal tolla- lækkunin væri ekki nema um 7%. Karfi og ufsi lækkuðu mest, en ýmsar aðrar tegundir töluvert minna. Sr. Hannes Guðmundsson. Prestkosningin í Dómkirkjunni PRESTSKOSNING fer fram f Dómkirk junni f Reykjavfk sunnudaginn 10. okt. Tveir um- sækjendur eru, sr. Hannes Guð- mundsson f Fellsmúla og sr. Hjalti Guðmundsson f Stykkis- hóimi. — Sr. Hannes prédikar f Dómkirkjunni ki. 11 f.h. f dag, en sr. Hjalti prédikar þar sunnudag- inn 19. sept. Sr. Hannes Guðmundsson, sem prédikar í dag, er færfdur 23. marz 1923 í Elfros, Saskatchewan Eitthvað af íslenzkum kart- öflum í verzlanir eftir helgi — ÉG VEIT ekki enn, hvenær fsienzkar kartöflur koma almennt á markaðinn, en hins vegar eigum við von á að fá einhverjar kartöfl- ur eftir helgina úr Þykkvabæn- um, sagði Jóhann Jónasson for- stjri Grænmetisverzlunarinnar í samtali við Morgunblaðið f gær. Að sögn Jóhanns gengur mjög hægt að taka upp kartöflur f Þykkvabænum, þar sem mikil bleyta er f jörð og sagði Jóhann, að hann ætti vart von á, að hægt yrði að fá samfellt ísienzkar kartöflur í næstu viku. Þá sagði hann, að ítölsku kartöflurnar, sem verið hefðu á boðstólum að undanförnu væru nú á þrotum. Ingi Þór Ingimarsson bóndi á Neðri-Dálksstöðum í Eyjafirði sagði, er Morgunblaðið ræddi við hann, að tíðarfar hefði verið held- ur þurrt fyrir kartöflusprettu í Eyjafirði. Léleg spretta væri sandgörðum og í görðum sem stæðu í bröttum giljum. Að öðru Ieyti sagði hann, að uppskera væri góð. Sagði Ingi Þór, að kartöflugrös hefðu fallið i frosti fyrir fjórum nóttum og væru menn nú farnir að taka upp, og virtist spretta mjög svipuð og á s.l. ári. í Kanada, sonur hjónanna Guð- mundar Guðmundssonar og Elísa- betar Jónsdóttur. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni, Guðrúnu Jónsdóttur verkakonu í Reykja- vík. Var bankaritari og sfðan gjaldkeri í Gtvegsbanka íslands 1939—1948. Vann með námi sem ritari fjárveitinganefndar alþing- is 1950—1953. Hannes lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1955. Sama ár var honum veittur Fellsmúli og hefur þjónað þar siðan. Hann átti sæti f safnaðarráði Fríkirkjusafnaðar- ins f Reykjavík 1942—1955. Var um skeið í stjórnarnefnd hinna almennu kirkjufunda, formaður skólanefndar barnaskóla Land- mannahrepps 1955—1958,1 skóla- nefnd barna- og unglingaskólans á Laugalandi f Holtum 1958—1970, f sáttanefnd, barna- verndarnefnd og endurskoðandi hreppsreikninga frá 1956. Þá hef- ur hann verið formaður Kirkju- kórasambands Rangárvallapró- fastsdæmis frá 1973 og átti sæti f þjóðhátíðarnefnd Rangárvalla- sýslu 1974. Guðsþjónustunni í dag verður útvarpað á miðbylgjum Í412 kilo- herts eða 212 metrum. Sigurður finnur loðnu SIGURÐUR RE fann stórar og miklar loðnutorfur síðari hluta dags á föstudag um 70 mflur norð- ur af vestri frá Straumnesi og um miðnætti var Sigurður búinn að fá um 500 lestir. Fjölmörg loðnu- skip héldu þegar á þessar slóðir, sem eru nokkru vestar en skipin hafa verið að veiðum að undan- förnu. Eftir birtingu f gærmorgun náðu skipin ekki loðnunni, en nokkur munu hafa verið búin að fá einhvern afla, t.d. var Gísli Árni lagður af stað í land með 340 lestir, en hann var búinn að fá einhvern afla áður en komið var á nýja svæðið. Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ein sex skip hefðu haldið í land í fyrra- dag með slatta, samtals um 1000 lestir. Skip, sem hefðu verið kom- in f land og beðið átekta, hefðu þegar haldið úr höfn. — Útópía Framhald af bls. 1 urvarpar útvarpsbylgjum frá geimskipinu til jarðar. Gervi- tunglið snerist, þegar Víkingur losnaði frá þvf og hóf þriggja klukkustunda langa ferð sfna nið- ur á yfirborð og þar með rofnaði sambandið. Verkfræðingar unnu í 12 tfma við að koma tunglinu á réttan kjöl. Víkingur 2. lenti í dag nálægt hinu ísifagða norðurheimskauti. Vegna þess að þar er vatn, ís og þoka álíta vísindamenn, að þar sé meiri von um að finna lífverur en á þeim hrjóstruga stað, sem Vík- ingur 1. lenti og er í 6.400 km. fjarlægð, hinum megin á hnettin- um. Dr. Carl Sagan, sem er stjörnu- fræðingur og starfar við Vfkinga- verkefnið, sagði að landslagið f Utopíu virtist sem risastór melur, en smásteinar og möl, sem sjást skýrt við fætur geimfarsins, gætu verið hrungrýti. Vísindamennirnir voru hissa á því að sjá ekki sandbreiður og voru sumir með getgátur um, að Víkingur hefði lent í stórum gíg. Eins og nafni hans 1. mun Vík- ingur 2. taka með skóflu sýnis- horn úr jarðveginum til efna- greiningar og ræktunar, en upp- lýsingar frá Víkingi 1. bentu til að um lífverur gæti verið að ræða í jarðveginum. — Kortsnoj Framhald af bls. 1 dag. Starfsmenn sovézka skák- samhandsins hafa einnig lagt til við alþjóðaskáksambandsið, að Kortsnoj verði bannað að taka þátt í keppni um heimsmeistara- titilinn. Ákvörðunin um að svipta Kortsnoj titlinum, þar á meðal „heiðursmeistari íþróttanna" og „sovézkur meistari íþróttanna" var tekinn vegna þess, að athafnir hans þóttu ekki sæmandi íþrótta- manni, sagði blaðið. Blaðið sakaði Kortsnoj um að hafa svikið ættland sitt, sem er lögbrot í Sovétríkjunum, og vísaði á bug fullyrðingum hans um, að honum hafi ekki verið frjálst að ákveða á hvaða mótum hann tefldi. Benti blaðið á, að hvað keppni snerti þá hafi Kortsnoj farið á mót víða um lönd þar á meðal til Bandaríkjanna, Vestur- Þýzkalands, Frakklands, Spánar og Júgóslaviu. Þá sagði blaðið, að í keppni um réttinn til að skora á heimsmeist- arann 1974 hafi Kortsnoj beitt öllum ráðum til að vinna og notað ólöglegar sálfræðilegar aðferðir til að veikja keppinauta sína. Kortsnoj, sem er 45 ára gamall, var álitinn þriðji bezti skákmaður heimsins 1973. Hann leitaði hælis sem pólitískur flóttamaður í Hollandi 27. júlí sl. eftir að hafa tekið þátt í alþjóðlegu skákmóti í Amsterdam. Hann sagði hollenzk- um skákmanni, að hann hefði gagnrýnt sovézka skáksambandið og því óttaðist hann, að hann fengi ekki aðtefla aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.