Morgunblaðið - 05.09.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976
3
Fundur fastanefndar
þingmannasambands
NATO haldinn hér í marz?
ÁRLEGUR fundur fastanefndar þingmannasambands Atlants-
hafsbandalagsins verður væntanlega haldinn hér á landi I marz
nk., og I tilefni þess kom framkvæmdastjri sambandsins, Phil-
ippe Deshormes hingað f fyrradag til að ræða við fslenzka aðila
um undirbúning. Mbl. hitti Deshormes stuttlega að máli f gær
ásamt Ólafi G. Einarssyni, formanni íslenzku þingmannanefndar-
innar og fræddist hjá þeim um starfsemi sambandsins.
Deshormes sagði að um 40
manns myndu sækja þennan
fund, þar sem rætt verður um
ýmis stjórnmálaleg atriði,
skipulagsmal og fjármál. 172
þingfnenn frá 15 aðildarríkjum
NATO eiga sæti í þingmanna-
sambandinu og eru þeir kjörnir
af þjóðþingum hvers lands. Ár-
lega er haidið aðalþing sam-
bandsins og þá á haustin í höf-
uðborgum NATO-landanna.
Verður þingið nú haldið í
Williamsburg í B: ndaríkjunum
og verður það sett strax eftír
kosningarnar í Bandaríkjun-
um. Eru þá rædd helztu mál er
snerta NATO og aðildarríkin
hverju sinni og fulltrúar skipt-
ast á skoðunum. Þingmanna-
sambandið hefur ekkert
ákvörðunar- eða framkvæmda-
vald, hér er um að ræða mikil-
vægan vettvang skoðanaskipta
og persónulegs sambands full-
trúa aðildarríkjanna. Innan
sambandsins starfa 5 aðal-
nefndir auk fastanefndarinnar,
stjórnmálanefnd, hermála-
nefnd.efnahagsmálanefnd, vís-
indamálanefnd og menningar-
málancfnd. Þessar nefndir
halda fundi tvisvar á ári. Þá
eru að auki starfandi margar
undirnefndir, sem fjalla um
ákveðin mál og eru haldnir í
þeim reglulegir fundir.
25 manna ^tarfslið er i aðal-
stöðvum sambandsins í Brtlssel,
sem vinnur að gagnasöfnun og
skýrslugerð fyrir nefndirnar og
þingið. Á þinginu eru sem fyrr
segir rædd þau mál, sem efst
eru á baugi innan NATO-
landanna hverju sinni og at-
kvæði greidd um ályktanir, sem
fram eru lagðar. Eru niðurstöð-
urnar síðan sendar fram-
kvæmda- og fastaráði Atlants-
hafsbandalagsins. Að sögn
þeirra Ölafs og Deshormes tel-
ur yfirstjórn bandalagsins staf-
semi þingmannasambandsins
mjög mikilvæga og fylgist
framkvæmdastjóri þess náið
með öllum málum og lætur í té
umsögn sína um þær ályktanir,
sem sendar eru NATO.
Þeir sögðu, að er landhelgis-
deila Breta og tslendinga hefði
staðið sem hæst, hefði hún ver-
ið rædd á þinginu, sem haldið
var I Kaupmannahöfn sl. haust.
Hefðu íslendingar þar notað
tækifærið svo og á fundi fasta-
nefndar í Róm í marz og fundi í
Brtlssel i mai og kynnt mjög
rækilega málstað sinn og skipzt
á skoðunum. Hefði mikill skiln-
ingur ríkt á málstað þeirra og
einnig meðal ýmissa brezku
fulltrúanna, sem ekki hefðu all-
ir fylgt stjórn sinni að málum.
Deilur Tyrkja og Grikkja hefðu
einnig verið mikið til umræðu á
þingunum og ýmislegt gert á
þeim vettvangi til að stuðla að
lausn. Kostnaður við starfsemi
sambandsins í ár er áætlaður
um 125 milljónir ísl. króna og
greiða aðildarrikin kostnaðinn
hlutfallslega miðað við þátt-
töku. Islendingar hafa þrjú at-
kvæði á þinginu, en í íslenzku
nefndinni eru þeir Tómas
Árnason, Benedikt Gröndal og
Jón Sólnes auk Ölafs.
Meðan á heimsókn
Deshormes hér stóð ræddi hann
m.a. við forsætisráðherra, Geir
Hallgrímsson, Ólaf Jóhannes-
son dómsmálaráðherra, sem
gegnrr störfum utanrikisráð-
herra í fjarveru Einars Ágústs-
sonar og Matthías Á Matthiesen
fjármálaráðherra, en Matthías
var forseti þingmannasam-
bandsins 1968, er Deshormes
tók við framkvæmdastjóra-
starfinu og störfuðu þeir mikið
saman. Deshormes heldur héð-
an í dag áleiðis til Bandaríkj-
anna.
Nær 200
börn úr
Hafnar-
firði í sum-
arbúðum
KFUM
Sumarstarf K.F.U.M. og
K. í Hafnarfirði hefur í
mörg ár starfrækt sumar-
búðir í Kaldárseli fyrir of-
an Hafnarfjörð. 1 sumar
dvöldu á vegum félaganna
180 börn, telpur og drengir
í 5 dvalarflokkum, á tíma-
bilinu 5. júní til 24. ágúst.
Á hverju hausti ljúka Kal-
dæingar sumarstarfinu
með samkomu og kaffisölu
í Kaldárseli.
í dag, sunnudaginn 5.
september, verður sam-
koma í Kaldárseli er hefst
kl. 14.30. Á samkomunni
talar Benedikt Arnkelsson
guðfræðingur. Þegar sam-
komunni lýkur verður bor-
ið fram kaffi og kökur og
gefst þá samkomugestum
og öðrum, sem heimsækja
Kaldársel, kostur á að
kaupa kaffi os styrkja með
því sumarbúðirnar i Kald-
árseli. Kaffi verður selt frá
kl. 15.30 til kl. 23.30.
Spjallað við Philippie
Deshormes framkv.stj. og
Ólaf G. Einarsson alþm.
Ólafur G. Einarsson og Fhilippe Deshormes.
Lignano ^ COSTABR AV A & & Cost del Sol
Næsta brottför 10. sept. — Faein sæti laus.
Siðasta ferð sumarsíns
UMMÆLI FARÞEGA í ÁGÚST ,,1976
Við hjónin höfum aldrei fengið jafn mikið fyrir
jafnlitið af peningum Við höfum aldrei skemmt
okkur jafn vel Það hefur aldrei verið stjanað jafn
mikið við okkur. i
Brottför 8. sept.
Síðasta ferð sumarsins
AUSTU RSTRÆTI 17
FUENGIROLA
Næsta brottför 13. sept.
Fáein sæti laus.
TORREMOLINOS
Brottför 12. sept. — Uppselt.
Brottför 19. sept. — Örfá sæti laus.
SIMI26611