Morgunblaðið - 05.09.1976, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976
Skaphöfn prinsins verður
miklum mun skiljanlegri en áð-
ur, þegar þær uppljóstranir,
sem nú hafa komið fram, eru
hafðar til hliðsjónar. Fyrir
hneykslið var Bernharður prins
torráðið sambland af konung-
legum manni, duglegum og at-
hafnasömum í viðskiptum — og
þetta var síðan kryddað dálæti
með hraðakstri og tilhneigingu
tíl glaumgosalífs. Allt þetta
gerði Bernharð næsta óvenju-
legan mann, er hefði fundið og
tileinkað sér frumlega leið til
að vera prins í nútíma lýðræðis-
ríki.
Bln nú er ljóst að Bernharður
hefur litíð svo á að staða hans
innan konungsfjölskyldunnar
byði ekki aðeins upp á ákveðn-
ar konunglegar skyldur, heldur
væri hún eins konar töfrahjúp-
ur, sem gerði hann ósnertan-
legan.
Nú þegar ýmis konar iðja
hans síðustu árin hefur verið
dregin fram í dagsljósið, virðist
hann langtum hversdaglegri,
venjulegri; litlu meira en
áhugasamur og áfjáður sölu-
maður, gæddur „atvinnutöfr-
um“ manns sem fæst við við-
skipti meðótviræða ha'fni til að
Iaða fólk að sér og láta því Iíða
vel í návist sinni. Bin sú mikla
harðsvífni, sem að baki er
þessu ytra borði, kann að ein-
hverju leyti að verða rakin til
uppruna hans, sem er ef til vill
ekki upp á það öruggasta.
í skýrslu rannsóknarnefndar-
innar er einmitt vísað til upp-
runa hans. Þar er komið fram
með upplýsingar, sem enginn í
Hollandi hafði heyrt svo mikið
sem ýjað að. Árin 1960, 1961 og
1962 var ein milljón dollara,
300 þús., 300 þús og 400 þús
greitt í þremur skömmtum inn
á svissneskan banka og á
reikning hershöfðingja
nokkurs að nafni
Patnehoulidzew. Hershöfðing-
inn var Hvítrússi að uppruna
og vikið að honum í skýrslunni
sem „fylgdarsveini" eða
„félaga“ móður hans hátignar
Bernharðs prins.
Verður nú að leita enn lengra
aftur í tímann og rifja upp
giftingu foreldra Bernharðs.
Henni var komið í kring af hag-
kvæmnis ástæðum og faðirinn,
Bernharður prins af Lippe, var
áhrifasnauður prins og lítt efn-
um húinn. Hann lézt árið 1934.
Áður en Bernharður fæddist
árið 1911 er Patnehoulidzew
kominn til sögunnar. Faðír
Bernharðs var oft langdvölum
utanlands. Og í þessu umrædda
hjónabandi leikur ekki vafi á
því að hjónin fóru sinar eigin
leiðir.
Þegar faðir Bernharðs
andaðist skildi hann eftir sig í
meira lagi furðulega erfðaskrá.
Forsjá barna hans var falin
hershöfðingjanum og í bréfi,
sem opnað var að honum látn-
um, óskaði hann eftir þvf að
hershöfðinginn annaðist eigin-
konu hans í framtíðinni. Eftir
þetta voru hershöfðinginn og
móðir Bernharðs óaðskiljanleg.
Þau bjuggu saman í Warmelo-
höll í Hollandi, sem er skammt
frá þýzku landamærunum. Svo
virðist sem þau hafi gengið í
hjónaband fyrir lát hers-
höfðingjans árið 1968. En þar
sem hjón í Hollandi þurfa bæði
að láta gifta sig borgaralega og í
kirkju, var hjónaband þeirra
ekki talið löglegt, af þvj að þau
létu aðeins gefa sig saman í
kirkju. Armgard prinsessa,
móðir Bernharðs, er nú einnig
látin.
Því leikur ekki vafi á, að
milljón dollararnir, sem voru
greiddir með leynd gegnum
svissneska bankann á árunum
upp úr 1960, runnu til manns,
sem hafði óumdeilanlega geng-
ið Bernharði í föður stað og var
,,félagi“ móður hans, eins og
skýrslan orðar það. Sumir Hol-
lendingar velta því fyrír sér,
hvort hershöfóinginn hafi ef til
vill verið hinn rétti faðir Bern-
harðs. Þegar rannsóknarnefnd-
in spurði Bernharð um þessar
greiðslur, svaraði hann því til
að hann gæti ekki ímyndað sér,
að hershöfðinginn hefði fengið
eina milljón dollara á þennan
hátt. Rannsóknarnefndin álykt-
ar þó, að hvorttveggja hefi
gerzt: hershöfðinginn hafi
fengið milljónina og að Bern-
harður hafi óhjákvæmilega
hlotið að vita af henni. Raunar
er látið að því liggja, að greiðsla
þessi hafi aðeins farið um
hendur hershöfðingjans forms-
ins vegna og runnið síðan til
Bernharðs prins.
Þráit fyrir birtingu þessara
upplýsinga hafa hollenzk blöð
verið sérdeilis varfærin í skrif-
um sínum um uppruna prins-
ins, en hann gæti verið hlekk-
urinn sem vantar í keðjuna og
gefið ástæðu fyrir því, hvers
vegna hann bar sig að eins og
siðar hefur komið á daginn.
En atburðarásin öll vekur
upp spurningar, ekki aðeins um
Bernharð sjálfan, heldur og um
stjórnmálalegt ástand í Hol-
landi, eðlí og stöðu konung-
dæmisins.
Og hvernig má það svo vera,
að þessi myrkraverk Bernharðs
prins, sem fjöldi manns tók þátt
í með honum og ýmis fyrirtæki
áttu aðild að, lágu í þagnargildi
svona lengi? Hvers vegna
þurfti til rannsóknarnefnd
vestur í Washington, sem var
að fást við athugun á allt öðru
máli, til að afhjúpa meíri háttar
hneyksli, sem spannar ' yfir
tuttugu ár, þegar grannt er
skoðað? Því að sama er að segja
um Bernharðarhneykslið í Hol-
landi og Watergate í
Bandaríkjunum að það er af-
hjúpað nánast fyrir tilviljana-
keðju og kom í ljós sem af-
leiðing af Watergaterannsókn-
inni.
Watergaterannsóknarnefnd-
in uppgötvar að meðal fyrir-
tækja, sem lögðu fé fram ólög-
lega til að fjármagna kosninga-
baráttu Nixons árið 1972 voru
Northropflugvélaverk-
smiðjurnar. Það er síðan frek-
ari rannsókn á Northrop, sem
leiðir til, að afhjúpuð voru ýmis
alþjóðleg mútumál. Og þegar
yfirheyrslur yfir fulltrúum
Northrop hófust, og stýrt var af
Church öldungadeildarþing-
manni, upplýsa þeir, að þeir
Fall Hollandsprins:
TVEIR brezkir blaðamenn Observar, þeir Anthony
Sampsón og Michael Davie, hafa kannað skýrslu hol-
lenzku stjórnarinnar um mútumál þau, sem skóku á
dögunum undirstöður hollenzka konungdæmisins, og
fjalla í eftirfarandi grein um þau í samþjöppuðu máli.
Þeir víkja ekki hvað sízt að mikilvægi undarlegs sam-
bands milli móður Bernharðs prins og hvítrússnesks
hershöfðingja. Greinin er lauslega þýdd og sömuleiðis
er byggt á upplýsingum í nýjasta hefti vikuritsins Time.
Sagan um langan aðdraganda og margslungna aðild
Bernharðs prins að hinum vafasömustu fjármálum, sem
hollenzka stjórnin hefur nú gert heyrum kunnuga,
varpar nýju og óvægnu Ijósi á persónuleika prinsins
sjáifs og dregur upp mynd af því, hvernig að mútum má
standa til manna í valdastöðum í Evrópu. Spurningar
verða áleitnar um hvernig hamla megi gegn viðgangi
slíks og koma á einhvers konar eftirliti.
Bemharður prins í heimsókn 1 Bandarlkjunum og fer f æfingarflug f T-33. Til vinstri er þáverandi
yfirmaður Lockheed, Robort Gross, sem vikið er að f greininni.
Athafnasamur og
elskaður
drottningar-
maður reynd-
ist spilltur
ög ófyrirleitinn
fjárglæframaður
Pantchoulidzew hershöfðingi:
er hann faðir Bernharðs?