Morgunblaðið - 05.09.1976, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976
fMtftgtniirlfifrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, slmi 22480
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Islenzkur verksmiðju-
idnaður mun verða æ
þýðingarmeiri í atvinnulífi
okkar og efnahagslífi á
næstu áratugum. Fyrirsjá-
anlegt er, að iðnaðurinn og
ýmsar þjónustugreinar
verða að taka til sín megin-
þorra þess vinnuafls, sem
kemur til skjalanna á
næstu árum og áratugum.
Þá er einnig sýnt, að fjár-
munum landsmanna verð-
ur í vaxandi mæli beint til
uppbyggingar í iðnaði á
næstu árum, þar sem þess
má vænta, að hún gefi mest
í aðra hönd. Þess vegna
stendur íslenzkur verk-
smiðjuiðnaður nú enn einu
sinni á vegamótum í þriðja
sinn á einum og hálfum
áratug.
Fram til ársins 1960
hafði iðnaðurinn fyrst og
fremst þróazt og byggzt
upp í skjóli tollmúra og
innflutningshafta, sem að
vísu komu iðnaðinum einn-
ig illa, þar sem hann þurfti
bæði á hráefnum og vélum
að halda erlendis frá. Engu
að síður naut hann veru-
legrar verndar vegna
hárra tolla og hafta. Á ár-
inu 1960 varð hiris vegar
gjörbreyting á, þegar Við-
reisnarstjórnin hóf um-
bótastarf sitt í efnahags-
málum og stefndi smátt og
smátt að því að afnema
höftin. Það varó til þess, að
innflutningur erlendra
iðnaðarvara jókst að mun
og samkeppnin þar með við
íslenzkar iðnaðarvörur.
Iðnaðurinn tók á í þeirri
aukni samkeppni og lifði
hana af og sannaði þar með
tilverurétt sinn. Áratug
síðar stóð iðnaðurinn í ann-
að skipti á vegamótum. Þá
gerðist ísland aðili að
EFTA. Því fylgdi tvennt:
Tollar á innfluttum iðnað-
arvörum voru lækkaðir
smátt og smátt, sem þýddi
aukna samkeppni, en jafn-
framt Var hafin skipuleg
starfsemi við að byggja
upp íslenzkan útflutnings-
iðnað.
Nú stendur íslenzkur
verksmiðjuiðnaður frammi
fyrir stærsta verkefni sínu.
Fram til þessa má segja, að
landsmenn hefi litið á sjáv-
arútveg og landbúnað sem
undirstöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar. En á næstu
árum mun iðnaðurinn
jafnt og þétt koma til sög-
unnar í vitund fólks sem
ein af höfuðatvinnugrein-
um landsmanna.
Á þessum tímamótum i
þróunarferli íslenzka verk-
smiðjuiðnaðarins hafa
samtök, sem með einum
eða öðrum hætti starfa að
málefnum iðnaðarins,
launþegar, vinnuveitendur
og opinberir aðilar, tekið
höndum saman um að
kynna íslenzkan iðnað, efla
sölu á islenzkum iðnvarn-
ingi og glæða almennan
skilning á mikilvægi iðnað-
arins. Þetta er tilgangur
íslenzkrar iðnkynningár,
sem hófst í fyrradag og
mun standa næstu mánuði.
í ræðu, sem Gunnar Thor-
oddsen, iðnaðarráðherra,
hélt við setningu iðnkynn-
ingar kom fram, að röskur
f jórðungur landsmanna lif-
ir nú á iðnaði og að hlutur
hans er rúmur þriðjungur
af þjóðarframleiðslu. Iðn-
aðarvörur nema nú um
fimmtungi útflutnings
þjóðarinnar og íslenzkur
iðnaður sparar geysilegt fé
í gjaldeyri.
1 ræðu sinni fjallaði iðn-
aðarráðherra um stöðu iðn-
aðarins gagnvart öðrum at-
vinnugreinum og sagði:
„Ríkisvaldið þarf að veita
fulltingi til að skapa heil-
brigð vaxtarskilyrði fyrir
iðnþróun. Því er oft haldið
fram, að iðnaður sé settur
skör lægra í ýmsum efnum
en aðrir höfuðatvinnuveg-
ir okkar og að hann njóti
ekki jafnfréttis við þá. Þótt
talsvert hafi áunnizt við að
jafna þennan aðstöðumun,
þá skortir mikið á, að jafn-
rétti ríki.“ Þá skýrði Gunn-
ar Thoroddsen frá því, að
áherzla yrði á það lögð i
framtíðinni, að opinberir
aðilar festu fremur kaup á
íslenzkum iðnaðarvörum
en erlendum, þegar um það
væri að velja.
íslenzkur iðnaður hefur
tekið miklum stakkaskipt-
um á einum og hálfum ára-
tug. Gæði íslenzkra iðnað-
arvara eru nú í langflest-
um tilvikum sambærileg
við það, sem tíðkast um er-
lendar iðnaðarvörur. Það
hefur veriri sérstakt fagn-
aðarefni að fylgjast með
framþróun sumra atvinnu-
greina i iðnaði og má þar
sérstaklega nefna fata-
framleiðslu, sem óumdeil-
anlega stendur jafnfætis
slíkri framleiðslu í nálæg-
um löndum, jafnframt því
sem fataiðnaðurinn hefur
náð fótfestu á erlendum
mörkuðum með fatnað,
sem ber íslenzkt yfirbragð
og íslenzk sérkenni. Hið
sama má raunar segja um
framleiðslugæði annarra
iðngreina, svo sem hús-
gangaiðnaðar, matvælaiðn-
arðar, og umbúðaiðnaðar
svo að nokkuð sé nefnt.
Þess er að vænta, að starf-
semi íslenzkrar iðnkynn-
ingar gefist vel og að hún
verði til þess að efla vitund
almennings um það, að ís-
lenzkur iðnvarningur er
ekki síðri að gæðum en er-
lendar vörur og að iðnaður-
inn er nú að komast á það
stig að verða ein höfuðat-
vinnugrein landsmanna,
og ber þann sess.
Islenzk iðnkynning
j Reykjayíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦«Laugardagur 4. september»..
Vilhjálmur
Stefánsson
Einn mesti afreksmaður ís-
lenzkur, sem uppi hefur verið var
Vilhjálmur Stefánsson. í liðinni
viku var frá því skýrt, að innan
tíðar mundi koma út bók eftír
skozkan kennara, sem var einn af
þeim, sem fylgdu Vilhjálmi
Stefánssyni í ferð um norðurslóð-
ir á árinu 1913. Mun bókar-
höfundur vera hinn eini, sem eft-
ir lifir þeirra, er fóru þá ferð. í
bók þessari mun því haldið fram,
að Vilhjálmur Stefánsson hafi
borið ábyrgð á því, að 11 af 25
leiðangursmönnum um borð í
hvalveiðiskipinu Karluk létu líf-
ið. Morgunblaðið hefur nú þegar
birt viðtal við höfund bókarinnar
og jafnframt lýsingar Vilhjálms
Stefánssonar á þessari ferð og
verður því ekki frekar fjallað um
þá deilu hér.
Ilins vegar gefur hún tilefni til
að varpa fram þeirri spurningu,
hvort við íslendingar höfum sýnt
minningu Vilhjálms Stefánssonar
þá virðingu sem skyldi. Þær til-
finningar, sem hann bar í brjósti
til íslands voru sterkar. Höfundi
þessa Reykjavíkurbréfs mun
seint líða úr minni heimsókn á
heimili Vilhjálms Stefánssonar i
háskólabænum Hanover í Néw
Hampshire í Bandaríkjunum
fyrir tæpum einum og hálfum
áratug, u.þ.b. tveimur mánuðum
áður en hann dó. Sú heimsókn
stóð stutt, því að þessi aldni
höfðingi var þá þrotinn að kröft-
um og þoldi illa þá áreynslu, sem
fylgdi því að taka á móti gestum.
Yfirbragð hans var mikilúðlegt og
persónuleikinn sterkur. Hann
heilsaði gestum á íslenzku og brast
hvað eftir annað í grát, þegar
hann heyrði íslenzka tungu tal-
aða. Hann þurfti bersýnilega að
taka mikið á til þess að tala
íslenzku og brá því yfir í ensku
öðru hverju en bað svo alltaf um,
að töluð yrði íslenzka á ný. Hann
langaði til þess að heyra hana.
Allar umræður af hans hálfu
snerust um ísland og íslendinga
og þá vinsemd og hlýju, sem hann
taldi íslendinga hafa sýnt sér. Um
sterk tilfinningaleg tengsl
Vilhjálms Stefánssonar við ísland
gat sá ekki efast, sem hitti hann
þessa dagstund.
Höfum við sýnt þessum merka
íslendingi þá ræktarsemi, sem
okkur er samboðin? Hér skal ekk-
ert sfaðhæft um það. En vissulega
er orðið tímabært að rejsa honum
og lífsstarfi hans einhvern þann
minnisvarða, sem tengja mun
nafn hans landi okkar og þjóð um
ókomin ár. í Dartmouth College í
Han&ver er geymt bókasafn Vil-
hjálms Stefánssonar um heims-
skautasvæðin. Það var á sinni tíð
annað stærsta bókasafn sinnar
tegundar í heimi. Aðeins bóka-
safn í Leningrad var stærra.
Bókasafn Vilhjálms Stefánssonar
mun vafalaust eiga heima í þess-
um bandaríska háskóla, sem á sín-
um tfma var tilbúinn til þess að
taka við því, en hugsanlegt væri
að tengja einhverja vísindastarf-
semi á vegum Háskóla íslands
nafni Vilhjálms Stefánssonar á
þann veg, að minningu hans yrði
verðugur sómi sýndur. Það er orð-
ið tímabært að huga að þessu.
Vandi bænda
Við verðum að horfast í augu
við það, að bændur um sunnan- og
vestanvert landið hafa orðið fyrir
geysilegu áfalli vegna óþurrk-
anna í sumar. Segja má, að mik-
inn hluta sumars hafi verið svo til
stöðug óþurrkatið en afleiðingin
er sú, að fóðuröflun til vetrarins
er í algeru lágmarki. Margir
bændur munu standa frammi
fyrir því að fækka bústofni mjög
eða kaupa fóður dýru verði og
hafa sjálfsagt efni á hvorugu.
Halldór E. Sigurðsson, landbún-
aðarráðherra, hefur þegar lýst
því yfir, að ríkisstjórnin muni
beita sér fyrir nauðsynlegri að-
stoð við bændur vegna þeirra
áfalla, sem þeir hafa orðið fyrir á
þessu sumri, sem er raunar annað
óþurrkasumarið í röð í þessum
landshlutum. En ráðstafanir til
aðstoðar bændum vegna áfallanna
nú eru aðeins annar þáttur vanda-
málsins. Hinn er sá, sem að fram-
tíðinni snýr. Við búum í landi,
sem er á mörl$um þess að vera
byggilegt og mjög erfitt til bú-
skapar. Við höfum langa reynslu
af því, að óþurrkatíð af þessu tagi
getur alltaf skollið yfir. Þess
vegna hljóta menn að spyrja,
hvort tækniframfarir í landbún-
aði geri ekki kleift að mæta þess-
um óþurrkum með einhverjum
hætti. Það vakti athygli þeirra,
sem fóru um landið í sumar hvað
heyskapur var mismunandi vel á
veg kominn, jafnvel í sömu sveit-
inni. Einn merkisbóndi hafði á
orði, að í svona tíð kæmi í ljós,
hverjir væru góðir bændur og
hverjir ekki. Og vafalaust er það
svo, að sumir menn eru veður-
gleggri en aðrir og útsjónarsam-
ari og hafa notfært sér til hins
ýtrasta þá þurrka, sem komið
hafa. En það er líka ljóst, að þeir
bændur sem hafa góða súgþurrk-
un eru mun betur undir það bún-
ir að takast á við óþurrkatíð en
hinir, sem hana hafa ekki. Og
raunar hefur höfundur þessa
Reykjavlkurbréfs heyrt það á
máli bænda, að súgþurrkun eða
ekki súgþurrkun ráði I raun úr-
slitum um það, hvernig bændum
reiði af á rigningasuihrum. Sé
þetta rétt sýnist fyllsta ástæða til
þess að gera myndarlegt átak í því
að koma upp súgþurrkun á þeim
bæjum, þar sem hún er ýmist
ekki til staðar eða ekki fullnægj-
andi.
Fyrirætlanir
Efnahagsbanda-
lagsins
Ekki verður enn séð hverjar
verða lyktir hafréttarráðstefn-
unnar í New York en hvað sem
um hana verður er auðvitað alveg
ljóst, að 200 mílna fiskveiðilög-
saga verður til frambúðar. Nú
hafa Norðmenn tilkynnt, að þeir
muni innan tíðar færa út I 200
mílur og miklar umræður fara
fram innan Efnahagsbandalags
Evrópu um útfærslu þess í 200
mílur og um rétt einstakra aðild-
arríkja þess til einkalögsögu inn-
an þeirra marka. Þar eru Bretar
kröfuharðastir en mæta harðri
mótspyrnu annarra aðildarrikja
EBE og má nú segja, að Bretar
séu að sumu leyti komnir í svip-
aða aðstöðu gagnvart EBE og við
vorum svo lengi gagnvart þeim.
Við Islendingar hljótum að
fylgjast mjög náið með áformum
Efnahagsbandalagsins, enda eig-
um við þar nokkurra hágsmuna