Morgunblaðið - 05.09.1976, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976
Alfreð Jónssun oddviti á nýmalar-
bornum flugvellinum.
Staldrað við
í Grímsey
eina
dagstund
flutningjsv er ðm æti ð
a ekki langt
frá 7 staf a tölu
HÚN var falleg or gróðurmikil að
sjá Grímsey, þar sem hún blasti
við okkur úr áætlunarvél Flugfé-
lags Norðurlands ■ fyrri viku, og
það var ekkerl við hana, sem gaf
til kynna, að sjálfur Norðurheim-
skautsbaugurinn skæri hana
miðja. Úr flugvélinni sáum við
nokkra af bátum eyjarskeggja
leggja úr Sandvfkurhöfninni út á
gjöful miðin allt f kringum eyna.
Ifjólin sigu níður og flugmaður-
inn hóf aðflugið til suðurs og þeg-
ar við nálguðumst Básabjörgin
gaf hann inn og flaug vélinni
örugglega niður á brautarendann
við Básaha'inn, þar sem Alfreð
Jónsson oddviti þeirra Grfms-
eyinga býr ásamt Ragnhildi konu
sinni.
Þau hjón eru aðfiutt frá Siglu-
firði fyrir u.þ.b. tveimur áratug-
um og hafa unað hag sínum vel
við heimskautsbauginn. Gríms-
eyingar hafa heldur ekki tapað
neitt á þvi að fá þessa Siglfirðinga
til sín, því að Alfreð hefur verið
óþreytandi í oddvítastarfinu að
vinna að hagsmunum sveitarfé-
lags síns og þær framfarir, -sem
orðið hafa í Grímsey á undanförn-
um 10—12 árum, eru hreint ótrú-
legar og ber mönnum saman um,
að þar eigi Alfreð stærstan hlut
þótt hann eyði því, ef á er drepið í
samræðum. Gleggsti vitnisburð-
urinn um það starf, sem unníð
hefur verið, blasir við aðkomu-
manninufn, er kemur niður í
Sandvíkina, því að þegar litið er
suður eyjuna standa þar glæsileg
einbýlishús og runtiar og mynda
þéttbýliskjarna. Á sl. 2—3 árum
hafa verið byggð eða eru í bygg-
ingu 10 einbýlishús og allt er
þetta ungt fólk og sú kynslóð, sem
erfa skal eyna. Meðalaldur Gríms-
eyinga er nefnilega rétt undir 30
árum og erum við efins í að mörg
byggðalög geti státað af svo glæsi-
legum framtíðarhorfum.
GROSKAi
MANNLÍFINU
,,Eg held að það sé óhætt að
segja, að það sé gróska í mannlíf-
inu hjá okkur og fólki líði vel,“
sagðí Alfreð, er við spurðum hann
frétta. „Uér hefur mikið verið
unnið í sumar. Bátarnir hafa afl-
að mjög vel og ljóst, að árið í ár
verður mesta aflaárið hjá okkur
til þessa. Mikið hefur verið unnið
við húsbyggingar og svo er nýlok-
ið miklum framkvæmdum við
flugvöllinn hjá okkur og vega-
gerð.
_Við fengum á sl. ári fjárveit-
ingu til að láta bera möl ofan í
flugvöllinn og það verk hófst 17.
júlí sl. og lauk mánuði síðar. Það
var Björgun hf. sem tók verkið að
sér og skip þeirra, Sandey II, fór
31 ferð milli Grenivíkur og Gríms-
eyjar með möl. alls rúmar 20 þús-
und Iestir. Völlurinn var réttur af
og sléttur og nú er hann malar-
borinn á 900 m. löngum kafla og
30 m breiðum. Það þarf vart að
taka það fram, að þessi fram-
kvæmd er geysilega mikið örygg-
isatriði fyrir okkur, því að völlur-
inn hefur alltaf verið ófær á vorin
í 4—5 vikur vegna bleygu og svo
hefur hann einnig verið ónothæf-
ur um tíma í haustrigningunum í
sept.—október. Við notuðum
einnig tækifærið og fengum
Sandey til að flytja hingað út 2
farma af ofaníburði við veginn,
sem liggur um eyna, en hann hef-
ur nánast ekki verið annað en
moldarruðningur og ásigkomulag
hans þá eftir veðri og vindum
hverju sinni. Nú má segja, að við
séum komnir með uppbyggðan
veg alla leið og ekki annað eftir
en að olíumalarbera hann“ segir
Alfreð og brosir í kampinn og við
erum eiginlega á því að hann
meini það.
HÖFNIN BRÝNASTA
VERKEFNIÐ
— Nú er hér komið rennandi
vatn í öll hús, sjálfvirkur sími,
rafmagn frá RARIK, uppbyggður
vegur, glæsilegt skóla- og sam-
komuhús, einbýlishús yfir flesta
eyjarskeggja, sæmileg sjónvarps-
skilyrði og sæmileg höfn, hvert er
næsta verkefni hjá ykkur?
— Hjá. okkur er ennþá mikið
óunnið í höfninni til þess að hún
geti talizt örugg. Það sem brýnast
er nú, er að dýpka hana og ganga
frá skjólgarðinum að vestan, sem
ekki var lokið við 1972. Því næst
er að loka höfninni með því að
taka garð að austanverðu með
mjórri innsiglingu 50 m eða svo.
Eg tel að með því megi taka alla
bátana af bólfærum og leggja við
garðana að austan og vestan og þá
opnast möguleiki á að koma fleiri
bátum hingað, en þeir eru nú 13,
þar af fjórir tólf lesta þilfarsbát-
ar, sem hafa bætzt í flotann á
undanförnum 4 árum. Það er.allt-
af eitthvað um fólk, sem spyr um
möguleika á að flytja hingað, en
höfnin takmarkar það, því að ekki
er hægt að koma fyrir fleiri bát-
um og hér er ekki annað við að
vera en sjósókn og fiskvinnu.
— Er afkoma manna hér ekki
góð?
— Jú, ég held að óhætt sé að
fullyrða það, útflutningsverð-
mæti sjávarafurða á hvern íbúa
hér á sl. ári var um 500 þús. kr. og
krónutalan í ár verður ekki langt
frá því að vera 7 stafa tala.
— Hvernig eru samgöngur nú?
P’lugfélag Norðurlands flýgur
hingað tvisvar í viku allan ársins
hring og Drangur kemur einnig
tvisvar í viku yfir sumartíminn og
síðan hálfsmánaðarlega yfir vet-
urinn. Auk þess eru alltaf auka-
ferðir á sumrin með ferðafólk.
— Hefur veríð mikið um ferða-
fólk?
— Það hefur verið svona í með-
Finnur Jónsson altmuligmand.
Einbýlishúsahverfið fyrir ofan Sandvfkina.
allagi, en það verður líka að hafa
hugfast, að flugvöllurinn var lok-
aður um nokkurn tíma í sumar
meðan á framkvæmdum stóð.
metAr
1 saltfiskverkunarstöð KEA í
Grímsey hittum við Sæmund
Traustason verkstjóra, þar sem
hann ásamt 8 starfsmönnum sín-
um var önnum kafinn við um-
stöflun. Það var auðséð á öllu, að
þeir höfðu aflað vel Grímseying-
ar, því að allar geymslur og öll
hús voru troðfull af fallegum
fiski. Við spurðum Sæmund,
hvernig sumarið hefði gengið.
— Við erum nú búnir að taka á
móti 577 lestum af slægðum fiski,
sem er tveimur lestum meiri en
aflinn allt sl. ár og útséð um, að
þetta verður mesta aflaár, sem
hér hefur komið. Það hefur líka
einkennt aflann í sumar, að yfir-
leitt hefur fiskurinn verið mjög
vænn og til muna vænni en verið
hefur undanfarin ár. Það var far-
ið að horfa til hreinna vandræða
hjá okkur með geymslu, því að
allt var orðið fullt af fiski, en svo
bjargaði það okkur, að við gátum
notað tvo bræludaga til að pakka
fiski og gátum losað um 50 tonn,
eða 1000 pakka. Fáum við skip nú
eftir helgi til að taka fiskinn og þá
erum við sæmilega settir næstu
2—3 vikurnar, þannig að ekki
þarf að stöðva róðra, en siðan
verður þessu öllu pakkað í aðal-
pökkuninni síðar i haust.
Sæmundur sagði, að fiskiríið
hjá bátunum hefði verið nokkuð
jafnt í sumar, en þó hefði júlí-
mánuður eins og alltaf verið bezti
mánuðurinn. Bezt hefði aflazt á
hólunum NA af eynni og svo á
hólunum fram við Kolbeinsey, en
þar hefur jafnan fengizt vænni
fiskur. Sæmundur sagði að miklar
annir hefði verið við fiskvinnsl-
una og iðulega unnið langt fram á
kvöld og um hélgar.
Alfreð Garðarsson með fyrstu lúðuna sfna.
DÝR SVEFN ÞAÐ
Þegar við gengum fram á hafn-
argarðinn (þann sem ekki hvarf)
hittum við Finn Jónsson, sem er
eiginlega altmulig mand þeirra
Grímseyinga. Finnur er frægur
fyrir það í Grímsey, ásamt mörgu
öðru, að hafa sofið dýrasta svefni,
sem um getur þar um slóðir.
Hann Iagði sig nefnilega í 2—3
tíma, er hann gerði vestanhvell-
inn hér um árið, er hafnargarðs-
framkvæmdirnar frægu stóðu yf-
ir, og þegar hann vaknaði voru 15
milljónir úr hafnarsjóði horfóar í
hafið, og Finnur segir, að aldrei
hafi sézt króna reka úr garðinum
og þó ýmsir merkir menn gengið
rekann.
Finnur var að ganga frá af-
greiðslu Litlafells, sem kom með
olíu til þeirra Eyjarskeggja og var
með hálfgerða Alaskaolíuleiðslu á
öxlunum, er við hittum. Hann seg-