Morgunblaðið - 05.09.1976, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.09.1976, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 37 - Mikið þrekvirki Framhald af bls. 22 son svæfingalæknir. Sjúkra- þjálfari er Guðjón Sigurjóns- son. Ekki verður svo skilið við sögu spitalans að ekki sé minnzt sérstaklega á systur Al- binu. Hún var meðal þeirra fyrstu sem kom til starfa og var hún „lánuð“ frá Landakoti og átti það upphaflega að verða aðeins i mánaðartlma eða þar um bil. Dvöl hennar varð þó dálitið lengri, þvi óslitið slðan og allt til þessa dags er hún I spítalanum. Hún hefur I hálfa öld unnið á skurðstofu, annazt hjúkrun og margt fleira meðan — Stílfegurð . . . Framhald af bls. 19 snemma Kenningar guðspekinga og hafði ríkan áhuga á fjölmörgum menningar- og mannúðarmál- um, þá átti skáklistin hug hans og hjarta alla hans tíð. — Þor- lákur var fæddur að Kaldár- höfða I Grlmsnesi 22. apríl 1887, sonur Ófeigs Erlenss- sonar bónda þar og Kristínar Jónsdóttur konu hans. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1905 og hóf fljótlega nám I húsasmiði hjá Steingrími Guðmundssyni byggingarmeist- ara (og skákmanni). Hann var yfirmaður, fyrir hönd húsa- meistara rlkisins, við smlði Háskólans, Gamla Garðs, Þjóð- leikhússins og fjölda annarra bygginga, auk þess teiknaði hann mörg hús hér I borginni. Hann teiknaði, byggði og bjó lengst I húsinu að Laugavegi 97 (upprunalega 89), sem enn stendur og var eitt stflhreinasta og fegursta húsið við Laugaveg- inn fram til þess að breyting var á því gerð sumarið 1952 — I þvl skyni að auka við rými efri hæðar. Hann sótti einmitt um leyfi fyrir þeirri byggingu I bréfi dagsettu 27. janúar 1923, svo að húsið hefur verið I bygg- ingu á likum jafnvel sama tíma og Njarðargata 9. — í kjallara hússins og útbyggingu hafði hann trésmiðaverkstæði, hélt lærlinga og útskrifaði stóran hóp trésmiða (húsasmiða) Meðal nemenda er hann út- skrifaði má nefna Sigvalda Thordarsen, Böðvar S. Bjarna- son, Ármann Guðmundsson m.m. — Lóðin umhverfis húsið var mjög vel skipulögð, ekki síður en lóðin við Njarðargöt- una, og það er eftirtektarvert að fyrir miðjum framgafli þess húss stendur veglegt og lauf- ríkt tré og ber svip af trénu á Njarðargötunni og gluggar þar á gafli eru af sömu gerð. Skyld- leikinn er því auðsær og frá- gangur, skipulag og gróður I kringum hús voru Þorláki hbg- stæð og veigamikil atriði. Þor- lákur barðist i ræðu og riti gegn því að „Tjörnin“ og umhverfi hennar yrðu skert, taldi hann réttilega tjörnina perlu borgar- innar sem I engu mætti skerða um alla framtlð. Birtust greinar eftir hann I þvi skyni i dag- blöðum borgarinnar og einnig Lesbók ef ég man rétt. — Ég minnist þess, áð það var jafnan líkast þvi sem einhver heim- spekileg rósemi einkenndi sviðið þar sem Þorlákur haslaði sér völl, hann gekk að öllum hlutum með stóískri ró, ihygli og glöggri yfirvegan. Heimili hans og eiginkonu hans, Önnu Guðnýju Sveinsdóttur, móður- systur minnar, verður hverjum þeim ógleymanlegt er þangað kom. Þar ríkti góðvild og reglu- festa I menningarlegu um- hverfi. Traust skaphöfn og glögg- skyggni mótuðu farsæl störf þessa raunsæja fagurkera, við svipmót og vinnuvöndun að húsagerð I okkar annars sundurleitu höfuðborg. — Húsið litla og vinalega á Njarðargötunni, sem hefur yfir sér stílfegurð, hófsemi og ein- faldleika og hreykir sér á engan veg, en er þó ljóminn I hópi húsa I nágrenninu sem meira hefur verið til kostað, er sannverðugt vitni höfundar þess. kraftar entust. Hennar verk á skurðstofu var að svæfa og sjá um allt hreinlæti á skurðstof- unni og að öll tæki og áhöld væru við höndina. Sagði Jónas Bjarnason að ekki hefði hana vantað I yfir þrjátlu ára skeið, hún hefði séð um allt er að skurðstofunni laut allan þann tíma. Systir Albina hefir slð- asta misserið verið sjúk, enda á nitugasta aldursári, en hún er enn vel ern og man vel allar breytingar og þá þróun sem orðið hefur I allri aðstöðu á sjúkrahúsinu. Hún kann líka að meta þá gæfu sem henni hefur hlotnazt að fá svo lengi að þjóna þeirri hugsjón er hún vígðist til og telur mikilvægari en allt annað. Sú hefur líka verið hugsjón allra systranna, sem starfað hafa á spítalanum öll þessi ár og starfa þar enn og margir, bæði Hafnfirðingar og aðrir, munu senda systrunum árnað- aróskir með þakklæti fyrir hið mikla starf sem þær hafa unnið á St. Jósefsspítalanum I Hafn- arfirði. — Umfangs- mikið Framhald af bls. 31 „í Konsó hefur vaxið upp gífur- lega mikið starf og það hefur gengið mjög vel. Kirkjan hefur nú beðið um að Islendingar sjái um að koma upp annarri stöð I Konsó-héraði og það getur hún gert án þess að yfirvöldin segi nokkuð um það. Það eina sem við þurfum að sækja til yfirvaldanna er landvistarleyfi fyrir kristni- boðana og ekki hafa verið nein vandræði eða hreytingar I sam- bandi við þau. Nýlega er búið að framlengja samninga um rekstur sjúkraskýla næstu 3 árin og skól- arnir, sem kirkjan rekur, fylgja námsskrá ríkisins eins og þeir hafa gert fram að þessu." Að lokum greindi Jóhannes frá því að kostnaður við starfið, sem rekið er af Sambandi ísl. kristni- boðsfélaga I Konsó, væri I ár áætlaður um 11 milljónir króna. Kemur þetta fé með frjálsum framlögum þeirra sem styðja vilja kristniboðið og hefur þessi upp- hæð hækkað mjög á siðustu árum, aðallega vegna gengisbreytinga. NÝKOMIÐ glæsilegt úrval af eldhúsgardínum, einnig í yfirstærð. Stórisefni, allar breiddir, blómastóris og Rouff storis m/kögri. Terylene blúndudúkar í öllum stærðum. Einnig mjög fallegur glugga- tjalda velour. V.B.K. Vesturgötu 4 Rvk. Sími: 13386. 9 Magnari sem er 30 wött musik með innbyggðu fjögurravíddakerfi fyrir fjóra hátalara Mjög næmt út- varpstæki með FM bylgju ásamt lang- og miðbylgju ^ Plötuspilari fyrir allar stærðir af plötum Sjálfvirkur eða handstýranlegur með vökvalyftu Allir hraðar, 33, 45 og 78 snúningar. Nákvæm stilling á armþyngd, sem er mikilvægt til að minnka slit á nál og plötu Segul bandstæki með algerlega sjálfvirkri upptöku Gert bæði fyrir Standardspólur og CrO^ spólur Upptökugæði ein- stök, ekki er heyranlegur munur á gæðum hvort spiluð er plata eða segulbandsspóla Tveir hátalarar fylgja 20 wött hvor, einnig fylgja tveir hljóðnemar ásamt CrO^ casettu Til er fólk, sem heldur áð þvi meir sem hljómtæki kosta, þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt/ef orðið ..betra" þýðir að þér getið spilað fyrir allt nágrennið án bjögunar <3JS232> framleiðir einnig þannig hljómtæki.En við höfum einnig á boðstólum hljómtæki sem uppfylla allar kröfur yðar um tæknileg gæði Lausnin er SHC 3100 sambyggðu hljómtækin. Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að geyma allar kröfur yðar Iferð: 99.950.- NÓATÚNI. SÍMI 23800,L~U®IRNAR KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 1 9800/^"*^—^ . CROWN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.