Morgunblaðið - 05.09.1976, Síða 46

Morgunblaðið - 05.09.1976, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 RobertMulligan og ímgndunaraflið Nýja Bíó: The Nickel Ride, Am 1974. Leikstjóri: Robert Mulli- gan. THE Nickel Ride segir frá Lykilmanninum (the Key Man) Cooper (Jason Miller), sem hefur með höndum ýmis vafa- söm viðskipti í undirheimum smáborgar nokkurrar í Bandaríkjunum, þar sem hann er einskonar hverfisstjóri. Hon- um er falið að ganga frá kaup- um á stórum vöruskemmum með dálitlu baktjaldamakki, en þegar hér er komið sögu, finnst Cooper að gengi sitt sé orðið fallvalt og hann fer að lita á alla grunsamlegum augum. Honum er fenginn nýr aðstoðarmaður, Turner (Bo Hopkins), sem Cooper ímyndar sér, að sé settur sér til höfuðs og þegar húsakaupin ganga ekki eins og ætlað var missir Cooper stjórn á imyndunar- aflinu. Honum þykir sem Turn- er standi allt í einu fyrir framan sig og krefji hann svars um kaupin. Samskipti þeirra enda á voveiflegan hátt —^en sem betur fer er þetta aðeins ímyndun. Síðar í myndinni gerist svipað atriði. Cooper stendur skyndilega andspænis Turner, sem reynir að skjóta hann niður. Cooper tekst að bregða sér undan, særður þó, og tekst að yfirbuga Turner. Þetta atriði er gert á mjög svipaðan hátt og hið íyrra, nema hvað afleiðingarnar af þessu atriði verða þær, að Coop- er finnst dauður úti á götu morguninn eftir. Reyndi Turner raunverulega að drepa Cooper, eða var þetta enn imyndun? Afleiðingin talar að vísu sínu rr '’i, en Mulligan gerir ekkert til að undirstrika það, að átökin hafi verið raun- veruleg. Með þessu vill Mulligan trúlega segja, að það sé ímyndun Coopers, sem leiðir hann til dauða, Cooper ímyndar sér ákveðna hluti og hagar sér samkvæmt ímyndun sinni unz umhverfið, raunveruleikinn, verður að taka tillit til hugar- óra hans, og grípa til þeirra ráðstafana, sem ímyndun Coopers og hegðun hefur stefnt að. Róbert Mulligan er ekki George C. Scott í vafasömum félagsskap Tónabíó: Bank Shot, Am. 1974. Leikstjóri: Gower Champion. Það er erfitt að átta sig á því, hvers vegna virtur leikari á borð við Georges C. Scott fæst til að leika í þriðja flokks mynd sem þessari. Það hefur legið strax fyrir þegar handritið var tilbúið að Bank Shot var mynd, sem reyndi ekki neitt á leik- hæfileika hans. Persónan, sem hann leikur meistaraglæpa- maðurinn Ballantine, er bæði útþvæld og yfirborðskennd og í þessari mynd er ekki á néínn hátt reynt að gera persónuna eftirminnilega eða sérstaka. Eins og í mörgum myndum af þessu tagi, sem fjalla um meiri- háttar rán, er reynt að skapa spennu með allskonar nær- Framhald á bls. 38 alveg ókunnugur þessu efni. Frá því að hann gerir sina fyrstu kvikmynd (Mulligan leikstýrði áður fyrir sjónvarp, og var talinn einn af efnileg- ustu yngri leikstjórum I Banda- rikjunum), Fear Strikes Out (’57), hafa persónur hans átt við svipuð vandamál að stríða. íþróttamaðurinn f þessari mynd missir t.d. vitið, þegar hann finnur, að hann getur ekki staðið við þær vonir, sem umhverfið bindur við hann, og þó sérstaklega faðir hans. Per- sónur Mulligans lifa og hrærast f heimi, sem þær finna að þær hafa ekki fullkomið vald á, og hverfaaf þeim sökum inn I heim eigin ímyndunarafls. Sfð- asta mynd Mulligans á undan þessari, The Other, sem einnig hefur verið sýnd i Nýja Bíói, var gott dæmi um þetta. Eins og flestar myndir Mulli- gans, er The Nickel Ride hlaðin spennu og ber kunnáttu hans gott vitni. Myndin er hlaðin þeirri innri ógn, sem Cooper er haldinn og áhorfandinn er sem hengdur upp á þráð. The Nickel Ride er ef til vill ekki ein af bestu myndum Mulligans en hún sver sig sannarlega f ætt við helstu verk hans s.s. Fear Strikes Out, To Kill á Mocking Birg (’62), Love with the Proper Stranger (’63), Inside Daisy Clover (’66), Summer of ’42 (’71) og The Other (’72). MYNDINA One Flew Over Cuckoo’s Nest þekkja víst flestir og vita, að Milos Forman (Taking Off, The Firemens Ball, Loves of a Blonde, Svarti Pétur), leikstýrði henni. Hitt vita ef til vill færri, að Forman átti í nokkrum brösum við kvikmyndatökumann sinn, Haskell Wexler. Forman hafði sjálfur valið Wexler og það var honum þungbært, þegar hann þurfti að reka hann. Wexler er mjög pólitískt þenkjandi og hefur sjálfur gert pólitískar heimildamyndir og eina stærri kvikmynd, Medium Cool, en á jafnframt að baki frábæran feril sem kvikmyndatökumaður. Hann var hins vegar algjörlega ósáttur við þá stefnu, sem For- man tók í meðhöndlun persónanna í Cuckoo’s Nest og hafði ekki skap til að halda skoðunum sínum í skef jum. Forman er hins vegar mjög nákvæmur í sinni vinnu og hleypur alls ekki eftir skoðunum annarra, svo eina leiðin var að láta Wexler fara. I hans stað kom Bill Butler, en Butler tók einnig við af Wexler i mynd Coppola, The Conversation, svo eitthvað virðist Wexl- er erfiður í umgengni. En svo virðist, sem Bill Butler hafi ekki heldur haldið út myndina, því William Fraker er einnig skráður kvikmyndatökumaður. (Aðr- ar ástæður en misklíð kunna þó að liggja þar að baki, þar sem þessir menn vinna oftast eftir mjög þröngum tímaáætlunum). En Forman skipti um fleira en kvik- myndatökumenn, hann skipti einnig um handrita- höfund. Upphaflega var bókin skrifuð af Ken Kesey 1962, sem sjálfur hafði reynt að skrifa kvikmynda- handrit upp úr bókinni, en því var hafnað af framleið- endunum, áður en Forman kom til sögunnar. Forman fékk sér til aðstoðar ungan höfund, Lawrence Hauben, en eftir þrjú drög að handriti fékk hann annan höfund, Bo Goldman, til að ljúka verkinu. Af þessu má sjá, að Forman gerir sér mjög ákveðnar skoðanir um það, sem hann vill ná fram í myndum sínum og hvikar hvergi, þar til því marki er náð. SSP. Milos Forman (bak við myndavél) við upptöku á Cuckoo’s Nest, Jack Nichoison svartklæddur við borðið. Francois Truffaut og Steven Spielberg ÞESSI mynd birtist í síðasta vikublaði Time, og þar segir frá því, að Francois Truffaut (leikstjóri mynda eins og Jules et Jim, Fahrenheit 451, L’Enfant Sauvage,) komi nú fram sem leikari í fyrsta sinn í amerískri kvikmynd og nefnist hún Close Encounters of the Third Kind. Leikstjóri þeirrar myndar er Stev- en Spielberg, (Jaws, The Sugarland Express), og f jallar hún um samskipti jarðarbúa við geimverur. Um samstarfið við Truffaut segir Spielberg: ,,Að leikstýra kvikmynd i nálægð Truffauts er líkt og að hafa Renoir við hliðina á sér, meðan maður er enn að mála eftir númerum." Truffaut lítur hins vegar á þetta sem eins konar sumarfrí og segist njóta þess, að vinna svona með takmarkaðri ábyrgð. Kvikmgndasíðan aukin Sú breyting heíur nú verið gerð á Kvikmyndasið- unni, að hún mun framvegis birtast tvisvar í viku, á fimmtudögum og á sunnudögum. Til að byrja með verður því hagaó þannig, að Sæbjörn Valdimarsson skrifar fimmtudagssíðuna en undirritaður mun sjá um sunnudagssiðuna. Þau leiðu mistök urðu síðast- liðinn fimmtudag, að kvikmyndasíðan var eignuð undirrituðum, en það var Sæbjörn, sem hana skrif- aði. Með þessu nýja fyrirkomulagi ætti að vinnast tvennt: í fyrsta lagi veróa myndir yfirleitt gagn- rýndar fyrr en gamla fyrirkomulagið leyfði og i öðru lagi verður möguleiki á því að koma að f jöl- breyttara efni en áður. Vió vonum að lesendur síðunnar taki þessum breytingum vel, en eins og áður verður siðan opinn vettvangur til skoóana- skipta (Bréfadálkur), sem við mælum eindregið með. að lesendur hagnýti sér. <■<,,, kvik mundé/ídan StGURÐUR SVERRIR PALSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.