Morgunblaðið - 05.09.1976, Page 47

Morgunblaðið - 05.09.1976, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 47 -Heilsugæzlustöð Framhald af bls. 48 Samkvæmt upplýsingum Skúla Johnsens borgarlæknis k,om þetta bréf heilbrigðísyfirvöldum í Reykjavík nokkuð á óvart, því að ráðuneytisstjórinn í heilbrigðis- ráðuneytinu hafði í samtölum við borgarlækni að vfsu talað um að ekki væri fjárveiting fyrir hjúkrunarkonum, en hann hafði ekki minnzt á vandamál í ráðningu lækna að öðru leyti en þvf, að ráðningu þeirra yrði frest- að til áramóta. Það sagði Skúli að borgin gæti ekki fallizt á. Um leið og stöðin yrði tilbúin yrði að taka hana í notkun, enda ekki ástæða til annars en nota þá aðstöðu, sem sköpuð hefði verið. Skúli sagði, að fyrstu tvö skil- yrði ráðuneytisins hefði ekki ver- ið erfiðleikum bundið að upp- fylla. Hins vegar hefur Reykja- víkurborg ekki viljað fastsetja skiptingu heilsugæzlusvæða fyrr en reynsla væri/komin þar á. Því hafi ekki verið um það að ræða að lögfesta neina skiptingu. Hins vegar hefur borgin undirbúið til- lögur að skipulagi fram til ársins 1980, þar sem eru 4 heilsugæzlu- stöðvar, sem þjóna eiga 33 þúsund manns. Hins vegar kvað Skúli erf- iðara við samningamálin að eiga, en borgin bendir hins vegar á, að unnt sé að ráða læknana sam- kvæmt kjarasamningi héraðs- lækna. Hefur það mál verið kann- að og kvað Skúli að hægt ætti að vera að fá viðurkenningu Lækna- félags íslands á að það telji, að þessir samningar eigi lfka að gilda fyrir lækna á heilsugæzlu- stöðvum f Reykjavík. Þá sagði Skúli, að sannleikurinn væri sá, að læknavandamál væri kannski hvergi eins slæmt og einmitt á Reykjavíkursvæðinu, þar sem 15 þúsund manns væru án heimilis- læknis. Á það hefur heilbrigðis- ráðuneytið aldrei getað fallizt. Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri f heilbrigðisráðuneytinu kvað ljóst, að til þessa deilumáls kæmi, en hann sagði þó, að hann liti ekki svo á, að hér væri um neina deilu að ræða. Hann kvað sama samning ekki geta gilt á heilsugæzlustöðvum í Reykjavfk og á heilsugæzlustöðvum úti á landi, þar sem starf læknanna í Reykjavík væri mun þrengra. Þeir þyrftu t.d. ekki að anna sömu vaktstarfsemi, í Reykjavík væri slysadeild opin allan sólarhring- inn og starfrækt væri heilsu- verndarstöð. Til þess yrði að taka tillit og gera yrði samning um störf lækna á heilsugæzlustöðvum í Reykjavík. I Reykjavík hafa læknar föst laun og að auki núm- eragjald, en úti á landi sérstakar gjaldskrár. Telur ráðuneytið ekki forsendur fyrir að ráða lækna til heilsugæzlustöðva í Reykjavi, fyrr en verksvið þeirra er að fullu ákveðið. Þá sagði Páll Sigurðsson, að auk þess væri ekki heimilt samkvæmt fjárlögum að ráða fleiri lækna, og hið sama væri að segja um hjúkr- unarkonur. Hins vegar kvað hann það ekki vandamál, og unnt yrði að leysa það, ef samningarnir kæmust á hreint. Jafnframt kvaðst hann ekki trúa þvf, að ekki fyndist á tiltölulega stuttum tíma lausn á samningsvandamálinu, ef menn bara settust niður og ræddu málin. Að sumu leyti sagði ráðu- neytisstjórinn, að um lækna- vandamál væri að ræða í Reykja- vík, en hann kvað skort á heimil- islæknum ekki koma eins að sök fyrir þá staðreynd, að Reykvík- ingar byggju við beztu læknis- þjónustu á landinu. Páll kvað að lokum enga tregðu vera frá hendi ráðuneytisins til þess að leysa þetta mál — það þyrfti aðeins að ræða milli ráðuneytisins, borgar- innar og læknanna. — Fíkniefnamál Framhald af bls. 48 var sá úrskurðaður í allt að 20 daga gæzluvarðhald. Tveir aðrir menn sitja í gæzluvarðhaldi vegna þess máls — Annar þeirra hefur setið inni f rúmlega 45 daga og gæzluvarðhaldsvist hans nú verið framlengd f allt að 15 daga til viðbótar, en hinn maðurinn hefur setið inni tæplega 30 daga. Þetta mál er mjög umfangsmik-' ið og snýst um sölu á miklu magni kannabish-efna á tfmabilinu frá því f apríl og fram til júní eða júlfmánaðar. Nær það til mjög margra kaupenda á þessu tíma- bili, en ekki er fullrannsakað hversu mikið magn er á ferðinni, né heldur hvaða innflutningsleið- ir haf a verið notaðar. — Slagbrandur Framhald af bls. 39 kvæmdin hefði heppnazt vel, skipulagið staðizt, svo og tíma- áætlunin, og því væri hann sjálfur ánægður. % Guðlaugur Bergmann, for- stjóri Karnabæjar, bauð hingað til lands umboðsmanni frá Bandaríkjunum, Lee Kramer að nafni, til að kynna honum fslenzkt popptónlistarlíf. „Þetta er okkar framlag til íslenzka poppsins,“ segir Guðlaugur. Kramer er umboðsmaður Oliviu Newton-John, einnar skærustu söngstjörnunnar í Bandaríkjunum, og hann leit inn á hljómleikana á miðviku- dagskvöldið, en stóð stutt við, leizt ekki á hljómburðinn. Hann leit einnig inn á æfingu hjá Lónlí blú bojs og í upptöku hjá Spilverkinu og fékk stafla af íslenzkum plötum til að kynna sér, er heim kæmi. I samtali við Slagbrand, sem birt verður sfðar, sagði Kramer, að sumir íslenzkir popptónlistar- menn væru mjög góðir. I þessu sambandi nefndi hann Lónlf blú bojs og Spilverkið og hrós- aði einnig plötu Jóhanns G. Jóhanssonar, Langspil, en hafði að öðru leyti lítið getað hlustað á fslenzkar plötur þann sólar- hring sem hann dvaldist hér. — Vatnsskortur Framhald af bls. 48 sótt á staði, þar sem fólk er betur sett en við hér, t.d. í Hrafnagilsskóla. Þar er þægi- legt að ná vatninu úr krana, sem er utan á húsinu. Við bíð- um bara og vonumst eftir rigningu. Það þyrfti að rigna mjög mikið og lengi ef þetta á að lagast. Það hefur kannski skánað um stund við smáskúrir sem komið hafa, en fer strax í sama horf, þegar styttir upp. Menn kunna ekki að meta vatn- ið meðan þeir hafa nóg af því, ekki fyrr en það er ekki lengur til. Það er ekkert að missa raf- magnið hjá því að missa vatn- ið.“ Danfel Sveinbjörnsson í Saurbæ: „Hér í hreppnum er sums staðar nóg af góðu vatni á bæjum, þar sem búið er að leggja langar vatnsleiðslur, svo sem í Möðruvallaplássinu og í Djúpadal. Ég veit ekki til þess, að orðin sé algjör vatnsþurrð enn neins staðar. Hins vegar er áberandi vatnsskortur víða og vatn rétt til heimilisnota, en ekkert handa skepnum. Þeim verður að brynna úti. Þetta varða algjör vandræði, þegar kemur fram á vetur, ef ekki rætist úr með úrkomuna. Ég man aldrei eftir svona litlum snjó í fjöllum og nú f sumar. Þær litlu fannir, sem eftir eru, eru dökkar og gamlar. Vfða eru skaflar algjörlega horfnir, sem verið hafa f fjöllum árum sam- an og svo lengi sem ég man eftir. Það hefur aldrei rignt neitt að gagni fyrir jörðina, en sterk sunnanátt blásið löngum, þurr og heit.“ Þuríður Kristjánsdóttir á Ytri-Tjörnum: „Bæjarlækurinn hér hjá okkur er alveg orðinn þurr. Samt rennur svolftið úr krönum hér í íbúðarhúsinu, en ekkert vatn er f fjósinu. Piltar sóttu vatn handa kúnum út í Þverá f gær í haugsugu, sem tekur 2.300 lítra og settu það í þró. Kýrnar urðu vatninu fegn- ar. Þær hafa undanfarið verið í haga hér neðan við bæinn hjá skurði, sem vatn rennur reynd- ar eftir, en það er glóðvolgt vegna afrennslisvatns úr bor- holunum við Laugaland og kýrnar vilja ekki líta við þvi nema út úr neyð. Þrír lækir renna venjulega hér gegnum túnið. Þeir eru nú allir orðnir þurrir. Ég veit reyndar ekki, hvaðan þetta litla vatn kemur, sem enn er f leiðslunum." Baldur Kristjánsson, Ytri- Tjörnum: „Ég ætla að fara að leggja vatnsleiðslu sem á að vera til frambúðar hingað heim. Ég vil ekki lengur treysta á lækjarvatnið. Leiðslan verður um 1.400 metra löng og vatnið ætla ég að taka hér uppi f fjall- inu, þar sem heita Háuklettar. Þar er lind, sem ekki er gert ráð fyrir að þrjóti nokkurn tima. Vatnið kemur þar undan klettum og er allt að 4ra gráðu heitt. Ég veit til þess, að víða hér í sveitinni eru menn að leggja í þess háttar vatnsveitu- framkvæmdir, • enda ástandið víða afar slæmt. Hér á næsta bæ hefur t.d. ekki komið dropi úr krana í íbúðarhúsinu í mánaðar tíma. Lindir eru nú þurrar, sem ég man aldrei til að hafi þornað. Ég held að ástand- ið sé orðið verra en 1955, en þá voru Ifka stöðugir þurrkar og sunnanvindar. Gróður er þurr og skrælnaður og hálfsölnaður, nema helzt þar sem bændur hafa borið á bithaga. I kartöflu- görðum er moldin skrælþurr og uppskera verður ekki meiri en í meðallagi, þrátt fyrir hitana og sólskinið. Það er ekki aðeins vegna þurrka, heldur líka vegna hins að mold hefur fokið ofan af kartöflum og kartöflu- grasið lamizt og sortnað í storm- um.“ — Sv.P. — Gott að vera Framhald af bls. 23 stundum í og einnig förum við að barnaheimilinu í Riftúni." í vikunni var systir Eulalia sæmd riddarakrossi fálkaorð- unnar fyrir störf að sjúkrahúss- og líknarmálum en ekki vildi hún mikið tala um það. Þetta væri nokkuð sem þær systurnar ættu allar. Þær hefðu allar unn- ið til hans, en ekki hún ein. NÚ ER ÞAÐ ÚTSÖLUMARKAÐU, M LAUGA VEGI66 (V/Ð HUÐINA Á VERZLUN OKKAR, Á SAMA STAÐJ Ef þú hefur gert góð kaup á sumarútsölunni þá gerir þú ennþá betri kaup núna HERRAFÖT M/VESTI BLÚSSUR ST. JAKKAR HERRAPEYSUR TERYLENE ULLARBUXUR DÖMUPEYSUR BÚNAR TIL BEINT Á ÚTSÖLU KJÓLAR DENIM MUSSUR DÖMUDRAGTIR SKYRTUR BINDI OMFL. SKÓR Látið ekki happ ur hendi sleppa AáTÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Uyj) KARNABÆR LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.