Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976
39
Minnimáttarkenndin er að víkja
- sagði Guðgeir Leifsson
— Eg er ánægður með það að
knattspyrnan á Islandi skuli
komin á það stig að við göngum
bölvandi af gremju yfir að ná
ekki stigi eða stigum úr leik
okkar gegn silfurliðinu f
sfðustu heimsmeistarakeppni.
Þar er orðin á mikil breyting
frá þvf sem áður var, sagði Guð-
geir Leifsson, eftir leikinn f
gærkvöldi, en Guðgeir átti
þarna framúrskarandi góðan
leik. Var slvinnandi allan
leikinn, og skapaði hvað eftir
annað mikla bættu við mark
Hollendinganna með gegnum-
brotum sfnum. Þau voru einntg
ófá einvfgin sem Guðgeir vann
við hollenzku leikmennina.
Mikið má vera ef þetta er ekki
bezti landsleikur Guðgeirs frá
upphafi og hefur hann þó oft
staðið sig vel.
— Ég býst við því að
Hollendingar gefi þá skýringu
á þvl hvernig þessi leikur var
að þeir hafi verið lélegir. sagði
Guðgeir. — Enn eiga margar
i Eins og léttur 1. deildar leikur
- sagði Arni Stefánsson
— SEINNI hálf leikurinn var eins
og léttur 1. deildar leikur. sagði
Arni Stefánsson, markvörður
fslenzka liðsins, eftir leikinn I
gærkvöldi, og er sannarlega
ánægjulegt að hann skyldi geta
mælt þessi orð, þegar þess er gætt
að hingað til hefur hollenzka
landsliðið verið talið leika beztan
sðknarleik allra knattspyrnuliða.
En hinir fljótu og leiknu
framherjar hollenzka liðsins
fengu ekki mörg tækifæri I leikn-
um i gærkvöldi — Það var raunar
ekki nema einu sinni sem reyndi
verulega á mig, sagði Árni. — Það
var í fyrri hálfleik er
Hollendingar áttu hörkuskot á
markið sem mér tókst að slá yfir.
Upp úr hornspyrnunni f engu þeir
aftur tækifæri og þá varð ég að
leggja mig fram til að verja. Þar
með er líka upptalið sem að marki
okkar kom og talandi var um sem
hættuleg tækifæri þeirra.
Um markið sem Hollendingar
skoruðu sagði Árni Stefánsson:
— Það var jafngrátlegt að fá
þetta mark á sig og markið sem
við fengum á móti Belgíumönn-
um. Það var auðvitað vel að þessu
unnið hjá þeim, en samt sem áður
var skotið, sem gaf markið ekkert
nema bölvað pot. Atvikið gerðist
hins vegar svo óvænt að ég hafði
engan tfma til að átta mig á því
hvað var að gerast. Það er gremju-
legt að eiga meira í leik á móti
silfurliðinu frá HM og tapa svo
leiknum á svona löguðu.
þjóðir erfitt með að sætta sig
við það að Islendingar standi
þeim jafnfætis i knattspyrnu,
en okkar tími er að koma. Þetta
er að mínu mati bezti lands-
leikur sem Islenzkt knatt-
spyrnulið hefur náð,.ef leikur-
inn við Austur-Þjóðverja I
fyrravor er undanskilinn. Ég
hef heldur aldrei kynnzt jafn
góðri stemmningu i islenzka
landsliðinu, og er mjög
ánægður með þann hátt sem
hafður var á við undir-
búninginn — að dvelja á Þing-
völlum i æfingabúðum. Þar
náði mannskapurinn saman, og
við vorum sannarlega ákveðnir
i að standa okkur.
— En það var vissulega ergi-
legt að okkur tókst ekki að
skora I þessum leik, sagði Guð-
geir — I seinni hálfleiknum
fannst mér markið liggja í loft-
inu og við áttum mýmörg góð
tækifæri. Það hefði ekki verið
nema sanngjarnt að eitt þeirra
hefði nýtzt.
Tony Knapp lenti i smáskærum viS dómara og HnuverSi I leiknum i gær, enda
óþreytandi að kalla fyrirmsli inn á völlinn til sinna manna Þarna hefur hann
veriS að huga aS meiSslum hjá islenzkum leikmanni.
Aðstæðurnar voru okkur sízt hagstæðari
sagði Tony Knapp
- VIÐ ÁTTUM ekki að skora
mark heldur mörk f þessum
leik, sagði Tony Knapp, Iands-
liðsþjálfari, eftir leikinn I gær-
kvöldi, en auðséð var að hann
var hinn ánægðasti með
frammistöðu sinna manna,
þrátt fyrir tapið. Tony Knapp
má Ifka vel við tuia. lslenzka
liðið hefur náð mjög góðum
árangri undir hans stjórn, og
þá ekki hvað sfzt I gærkvöldi er
það bauð silfurmönnunum lír
sfðustu heimsmeistarakeppni
byrginn.
— Það er verið að tala um að
aðstæðurnar hafi verið okkur I
hag, sagði Tony — en þá gleym-
ist að þetta er annar leikur ís-
lenzka liðsins á þremur dögum,
og hefur slíkt vitanlega sitt að
segja. Það þarf enginn að ætla
annað en að hinn ei-fiði leikur
við Belgíumenn á sunnudaginn
hafi setið eitthvað I islenzku
leikmönnunum.
Tony Knapp kvaðst vera
mjög ánægður með hvernig ís-
lenzka liðið hefði leikið þennan
leik, og nú hefði tekizt að bæta
það sem miður fór i leiknum
við Belgiumenn. Islenzku leik-
mennirnir hefðu haldið boltan-
um betur í þessum leik en þá og
unnið meira með hann.
Við erum harðánægðir með úrslitin
- sagði Zwartkruis, framkvæmdastjóri hollenzka liðsins
ÍSLENZKA liSiS var mörgum
gæSaflokkum betra en ég átti von
á, sagSi Zwartkruis, framkvæmda-
stjórí hollenzka landsliSsins I
knattspyrnu, eftir landsleikinn á
Laugardalsvellinum í gærkvöldi.
— Ég sá aS visu ekki landsleikinn
viS Belgiumenn, en eftir þvl sem
mér skilst léku íslendingar miklu
betur núna, og þaS er ekkert ann-
aS aS segja um Islenzka liSiS en aS
þaS sé gott liS. Þetta var hins
vegar ekki góSur leikur af hálfu
hollenzka liSsins, og spilaSi þar
fyrst og fremst inn i hvaS völlur-
inn var þungur og slæmur. Ég er
satt aS segja hissa á því aS FIFA
— alþjóSasamband knattspyrnu-
manna — skuli samþykkja aS
leikuri heimsmeistarakeppninni
skuli fara fram á sllkum velli.
Zwartkruis var að þvi spurður
hvort úthaldið hefði brostið hjá hol-
lenzku leikmönnunum I seinni hálf-
leik, er islenzka liðið tók leikinn nær
algjörlega í sínar hendur
— Það er ekki hægt að segja það,
svaraði hann — en hitt liggur auð-
vitað fyrir að ykkar leikmenn, sem
eru vanir slikum aðstæðum, létu
þær minna á sig fá og eru greinilega
i góðri úthaldsþjálfun og likams-
þjálfun
— Voru það ekki vonbrigði fyrir
lið sem hreppti silfurverðlaun í sið-
ustu heimsmeistarakeppni að mega
þakka fyrir 1 —0 sigur yfir íslandi?
— Alls ekki. Sigurinn skipti okkur
öllu máli og við erum ánægðir með
hann. Hann gefur okkur þau tvö stig
sem við þurftum út úr þessum leik.
Miðað við það hvernig leikurinn var
getum við verið mjog ánægðir með
að ná þessum stigum
Zwartkruis var spurður um 'lit
hans á einstökum leikmönnum ís-
lenzka liðsins:
— Markvörðurinn ykkar, Árni
Stefánsson, er greinilega mjög góð-
ur leikmaður Einnig leikmaður nr 6
(Jóhannes Eðvaldsson), nr 10 (Ás-
geir Sigurvinsson) og nr 1 1 (Guð-
geir Leifsson) Annars fannst mér
islenzka liðið skipað jöfnum og góð-
um knattspyrnumönnum Mun betri
en ég hafði gert mér i hugarlund.
— Vinna Hollendingar ekki leik-
inn við íslendinga á heimavelli sin-
um með mun meiri mun?
— Þar verða aðstæðurnar okkur
auðvitað i hag, svo og áhorfendur,
en islenzku áhorfendurnir höfðu
greinilega mjog hvetjandi áhrif á
liðið ykkar Eftir leikinn í kvöld segi
ég aðeins: Við vonumst eftir að
vinna heimaleik okkar gegn islandi.
Hollendingar geta verið ánægðir með
sigurinn- ísland með frammistöðuna
— ÞETTA var ekki sérstaklega
góSur leikur aS minu mati. en
auSvitaS geta báSir aSilar veriS
harSánægSir meS úrslitin, sagSi
Jóhannes Eðvaldsson f háloftabaráttu I leiknum I gær.
Hélt hann vera rangstæðan
- sagði Jóhannes Eðvaldsson
— MÉR FANNST leikmaður-
inn sem skoraði markið vera
rangstæður, sagði Jðhannes Eð-
valdsson. — Hann lagði svo
fljótt af stað er aukaspyrnan
var tekin, að ég gat ekki merkt
annað en að hann væri fyrir
innan mig, þegar ieikmaðurinn
sem tók aukaspyrnuna spyrnti.
Jóhannes átti ágætan leik I
gærkvöldi. Var jafnan harður f
horn að taka, sem klettur I
vörninni, auk þess sem hann
brá sér I fremstu víglínu þegar
það átti við.
— Það sem varð okkur ef til
vill að falli i þessum leik var
það að við berum einfaldlega of
mikla virðingu fyrir þessum
körlum — höldum að þeir séu
miklu betri en við, og leikum
þannig gegn þeim. Og það eru
greinilega fleiri en við á þessari
skoðun. írsku dómararnir
dæmdu undantekningarlaust á
okkur ef við voguðum okkur að
koma við hetjurnar. Þannig
fékk ég t.d. dæmdar á mig tvær
aukaspyrnur á hættulegum
stöðum, sem alls ekkert átti að
dæma á.
Blanchfiower, framkvæmdastjóri
norSur-irska knattspymulandsliSs-
ins, en hann kom hingaS fyrir
landsleikinn viS Belgfumenn og
fylgdist meS bá&um leikjunum.
Sem kunnugt er leika NorSur-frar i
riSli meS íslandi. Belgiu og Hol
landi og eiga þeir aS mæta Hol-
lendingum i Belfast i næsta mán-
uSi.
— Hollendingar geta veriS
ánægðir meS aS vinna þennan
leik, og þiS getiS veriS ánægSir
yfir þvi aS þeir unnu ekki nema
1—0 og máttu þakka fyrir þaS,
sagSi Blanchflower. — Að minu
mati var þetta nokkuS harSur leik
ur, mikið um stimpingar og óþarfa
brot. BæSí liSin éttu svo góSa
leikkafla inn á milli
Blanchflower var aS þvi spurSur
hvort hann teldi aS liS hans ætti
möguleika á móti Hollendingum
þegar liSin mætast i Belfast.
— ÞaS myndi koma gifurlega á
óvart ef viS sigruSum þá, sagSi
Blanchflower. — og ég er satt aS
segja ekkí trúaSur á þaS. Á von é
aS Hollendingar leiki betur é móti
okkur en þeir gerSu I leiknum I
kvöld.
Þá var Blanchflower einnig
spurSur aS þvi hvort hann myndi
nota hinn fræga en umdeilda
knattspyrnumann George Best I
liS sitt. — Já, ég býst viS þvl,
svaraSi hann. ÞaS er þó ekki vist
aS hann leiki meS gegn íslending-
um, þar sem hann fær mun minna
greitt fyrir aS leika meS írska
landsliSinu en hann fær me8 fé-
lagsliSum. LandsliSiS greiSir aS-
eins 100 pund fyrir leik, en hins
vegar fær Best t.d. 500 pund fyrir
hvern leik meS FulhamliSinu og
jafnvel enn hærri greiSslu fyrir
leiki sina i Bandarikjunum. Hann
tapar þvi a.m.k. 400 pundum á
þvi aS leika meS n-irska landsliS-
inu, en samt er ekki óliklegt aS
hann verSi meS okkur.