Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 og menningarsjóði Garðabæjar að gjöf eina milljón króna frá bank- anum í tilefni opnunar útibusins, en sjóður þessi var stofnaður þann 6. janúar s.l. á fyrsta fundi bæjarstjórnar hins nýja kaupstað- ar. I máli sínu lýsti formaður bankaráðs i stórum dráttum starf- semi og þróunarferli Búnaðar- bankans og árnaði starfsfólki og viðskiptamönnum útibusins heilla. Ólafur G. Einarsson, for- seti bæjarstjórnar Garðabæjar, þakkaði gjöfina og fagnaði til- komu útibúsins, sem hann kvaðst sannfærður um að verða mundi til styrktar og eflingar athafnalífi einstaklinga og fyrirtækja í kaup- staðnum. Ávörp fluttu þeir Hall- dór E. Sigurðsson, ráðherra Bún- aðarbankans, og Svavar Jóhanns- son, hinn nýskapaði utibusstjóri. Svavar Jóhannsson er fæddur 13. október 1919, hann er einn af reyndustu starfsmönnum Búnað- arbankans, hóf fyrst störf sem sendill 1. janúar 1935, en frá 1940 eftir nám í Verzlunarskóla hefur hann verið fastráðinn starfsmað- ur bankans. Hann hefur starfað í flestum deildum bankans, lengst af sem fulltrúi í sparisjóðsdeild, en í janúar 1963 var hann skipað- ur skipulagsstjóri bankans og hef- ur gegnt því starfi síðan. Undanfarna mánuði hefur ver- ið unnið að innréttingu þess hús- næðis, sem bankinn keypti og hef- ur Svavar haft yfirumsjón með skipulagningu og öllum fram- kvæmdum. Miklar breytingar Framhald á bls. 25 Afgreiðslusalurinn. Búnaðarbankinn opn- ar útibú í Garðabæ NYTT útibú frá Búnaðarbanka Islamls tók til starfa hinn 3. þ.m. i yngsta kaupstað landsins, Garða- bæ. Starfsvettvangur útibúsins miðast fyrst og fremst við sveitar- félögin tvö, Garðabæ og Bessa- staðahrepp, en þar hefur ekki verið starfrækt áður sérstök pen- ingastofnun, þótt fjölgun fbúa þar hafi verið hvað örust á land- inu á undanförnum árum. Tæpur áratugur er nú liðinn siðan Búnaðarbankinn sótti fyrst um leyfi stjórnvalda til að starf- rækja útibú á þessum stað og var það loks veitt á s.l. ári. Bankinn festi kaup á hluta fasteignarinnar Sveinatungu við Vífilsstaðaveg, en þar eru m.a. skrifstofur bæjar- stjórnar til húsa. Við opnun útibúsins ávarpaði Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, nokkra gesti og færði hann Lista- NUERÞAÐ ¦-,. UTSOLUMARKAÐU AÐ LAUGAVEGI66 (VIÐ HLIÐINA Á VERZLUN OKKAR, Á SAMA STAÐ) Ef þú hefur gert góð kaup á sumarútsölunni, þá gerir þú ennþá betri kaup núna HERRAFÖT M/VESTI BLÚSSUR Svavar Jóhannsson. Stjórn málaskóli Sjálfstæðis- W^r, <<r flokksins 18.—23. okt. n.k. EINS og kunnugt er hefur stjórn- málaskóli Sjálfstæðisflokksins verið haldínn fjögur undanfarin ár. Er það samdóma álit allra, er til þekkja, að skólahaldið hefi tek- izt vel og orðið þátttakendum til mikils gagns og ánægju. Skólanefnd stjórnmálaskólans hefur nú ákveðið að stjórnmála- skólinn verði haldinn frá 18.—23. október n.k. Megintilgangur skólans er að veita þátttakendum grundvall- arþekkingu á sem flestum sviðum þjóðlifsins svo og að gera þeim kleift að tjá sig áheyrilega og skipulega og ná valdi á góðum vinnubrögðum í félagsstarfi og stjórnmálabaráttu. Meginþættir námsskrár verða sem hér segir: 1. Þjálfun í ræðumennsku, fund- arsköp o.fl. 2. Almenn félagsstörf og notkun hjálpartækja. 3. Þáttur fjölmiðla í stjórnmála- baráttunni. 4. Söfnun, flokkun og varðveizla heimilda. 5. Helztu atriði íslenzkrar stjórn- skipunar. 6. Islenzk stjórnmálasaga. 7. Skipulag og starfshættir Sjálf- stæðisflokksins. 8. Stjórnmálabaráttan og stefnu- mörkun. 9. Utanríkis- og öryggismál. 10 Markmið og rekstur sveitarfé- laga. 11. Verkalýðsmál. 12. Landhelgismálið. 13. Efnahagsmál. 14. Um sjálfstæðisstefnuna. 15. Framkvæmd byggðastefnu. 16. Kjördæmaskipulag og kosn- ingareglur. 17. Um marxisma og menningu. 19. Alþjóðamál. 19. Kynnisferðir o.þ.h. Skólinn verður heilsdagsskóli meðan hann stendur yfir frá kl. 9:00—18.00, með matar- og kaffi- hléum. Skólahaldið er opið öllu sjálf- stæðisfólki og er það von skóla- nefndarinnar, að þeir sem áhuga hafa á þátttöku láti Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, form. skólanefnd- ar, eða Skafta Harðarson vita sem allra fyrst í síma 82900 eða 82963 eða sendi skriflega tilkynningu um þátttöku til skólanefndarinn- ar Bolholti 7, Reykjavik. Þátttöku verður aö takmarka við 30 manns. ST. JAKKAR HERRAPEYSUR TERYLENE ULLARBUXUR DÖMUPEYSUR BÚNAR TIL BEINT Á ÚTSÖLU KJÓLAR DENIM MUSSUR DÖMUDRAGTIR SKYRTUR BINDI OMFL SKÓR SKÓR SKÓR Látið ekki happ úr hendi sleppa TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS Utsölumarkaöurinn, Laugavegi 66, sími 28155 Vilhjálmur Vilhjálmssoii MEÐ SINU NEFI Ljóð oo' textar eftir Kristján frá Djúpalæk it Á þessari frábæru nýju plötu syngur Vilhjálmur 1 1 íslenzk lög bæði gömul og ný, bá m. eru ný lög eftir Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Pálma Gunnarsson og Magnús Elríksson, einnig eru á plötunni gömul lög og Þórður sjóari eftirÁgúst Pétursson og Einu sinni var eftir Svavar Benediktsson, Þetta er platan sem beðið hefur verið eftir. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.